Morgunblaðið - 05.04.2007, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 05.04.2007, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2007 47 ✝ Rögnvaldur Þor-steinn Guð- laugur Ólafsson, eða Valdi rakari eins og hann var yfirleitt kallaður, fæddist á Siglufirði 10. desem- ber 1919. Hann lést 25. mars síðastlið- inn. Hann var sonur hjónanna Ólafs Kristins Gottskáls- sonar frá Húns- stöðum, f. 11. febr- úar 1887, d. 4. nóvember 1958 og Ólínu Sigríðar Björnsdóttur frá Akureyri, f. 14. júlí 1887, d. 5. júlí 1949. Rögnvaldur lærði hárskeraiðn á Siglufirði hjá Jónasi rakara og var hann einnig fjölhæfur íþróttamað- ur. Rögnvaldur flutti til Sauð- árkróks 1946 og þar kynntist hann maí 1950, dætur þeirra eru tvær, Dóra Ingibjörg (Valgarðsdóttir) og Sigríður Ingibjörg. 4) Magnús Halldórsson Rögnvaldsson, f. 19. ágúst 1952. Kona hans Sigríður Valgarðsdóttir, f. 3. mars 1954, börn þeirra eru þrjú, Ragnar, Dóra Ingibjörg og Þröstur. 5) Sig- urbjörg Rögnvaldsdóttir, f. 25. júní 1959 maður hennar Ólafur Jóns- son, f. 6. maí 1956, börn þeirra eru fjögur, Rögnvaldur Ingi, Sigurður Óli, Ragnar Heiðar og Þórunn. Barnabarnabörn þeirra eru 20 talsins. Rögnvaldur eignaðist son með Maggý Jóhannsdóttur, Ólaf Jó- hann, f. 9. janúar 1947, d. af slys- förum 11. ágúst 1974. Rögnvaldur vann lengst af við rakaraiðn en einnig hjá trésmiðjunni Borg, Kaupfélagi Skagfirðinga og við önnur ýmis störf. Rögnvaldur verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju laugardag- inn 7. apríl og hefst athöfnin klukkan 14. eftirlifandi konu sinni Dóru Ingibjörgu Magnúsdóttur, f. 7. júní 1928. Börn þeirra eru fimm, þau eru: 1) Hólmfríður Rögnvaldsdóttir, f. 24. október 1947. Maður hennar er Guðmundur G. Hall- dórsson, f. 24. ágúst 1946, dætur þeirra eru tvær, Kristín Sig- rún og Gréta. 2) Ólína Rut Rögnvaldsdóttir, f. 12. nóvember 1948 og maður hennar Stefán Jón Skarphéðinsson, f. 28. mars 1947, börn þeirra eru fjögur, Rögnvald- ur Ingi, Ólafur Björn, Elísabet Sól- ey og Skarphéðinn Kristinn. 3) Halla Sigríður Rögnvaldsdóttir, f. 26. apríl 1951. Maður hennar Garð- ar Haukur Steingrímsson, f. 24. Elsku afi minn, núna ert þú búinn að fá hvíldina, eftir erfið veikindi síð- ustu mánuði. Reyndar fékkstu alveg að finna fyrir veikindum síðustu árin þín, elsku afi minn, en það sem mér fannst svo merkilegt var að alltaf var stutt í brosið þitt og húmorinn þinn. Þú varst duglegur að segja hvað ég ætti falleg börn, enda komin af fallegu fólki, bæði þínu og föðurfjölskyldunni þeirra á Siglufirði, þú hafðir ofurtrú á Siglufjarðargeninu enda ekki annað hægt. Þú talaðir mikið við mig um ár- in þín á Siglufirði, langömmu- og langafastelpurnar á Siglufirði, hvað þær gerðu og sagðir okkur frá lífinu á Siglufirði á þínum barnsárum, okkur fannst alltaf jafn gaman að spjalla við þig um lífið þar, síldarárin og íþrótta- iðkun þína þar. Þegar ég sagði þér að stelpurnar mínar væru farnar að fara á skíði brostir þú og sagðir já, þær eiga eftir að verða efnilegar, þessar skvísur, enda komnar af skíðafólki. Ef ég hugsa til barnsáranna minna man ég eftir þér í hesthúsinu, í hey- skapnum og alltaf fékk ég að sitja á kerrunni þegar þú sást til. Þú varst duglegur að lauma í vasa mína ýmsu góðgæti og jafnvel einum til tveim hundraðköllum, þetta var sko mikill peningur þá. Ég gat alltaf leitað til þín ef ég þurfti á einhverjum reddingum að halda, ef mig vantaði einhver verk- færi þegar ég var að vinna í skáta- heimilinu, þá var stutt að hlaupa yfir til þín og þú að sjálfsögðu reddaðir okkur, stundum komstu bara með og hjálpaðir okkur að festa upp hillur eða hvað sem við vorum að bralla. Þegar ég var orðin þreytt og nennti ekki að ganga heim varst þú alltaf boðinn og búinn að keyra okkur heim. Það var yndislegt að eiga afa sem var alltaf til staðar og alltaf boðinn og bú- inn til að aðstoða okkur yngri kyn- slóðina. Elsku afi, ég er þakklát fyrir að þú fékkst hvíldina en jafnframt kveð ég þig með miklum söknuði, dætur mín- ar munu sakna heimsóknanna á dval- arheimilið og afabrjóstsykursins eins og þær kalla alltaf sykurlausu mol- anna þína. Stundum biðja þær mig um að kaupa svona afabrjóstsykur handa sér, því þeim finnst þeir svo góðir. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Valdimar Briem.) Elsku amma, ég sendi þér enn og Rögnvaldur Ólafsson aftur samúðarkveðjur mínar, þú ert svo dugleg, elsku amma mín Elísabet Sóley Stefánsdóttir. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum í trú á að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni svo vöknum við með sól að morgni. (Ásbjörn Morthens.) Þínar langafastelpur Harpa Katrín, Sólveig Birna og Rebekka Hólm. ✝ Bjarni Þórð-arson fæddist í Ólafsvík 6. desem- ber 1943. Hann lést laugardaginn 31. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru þau þau Hrefna Sigríður Bjarnadóttir, f. 21. október 1924, d. 16. febrúar 1989, og Þórður Áskell Magnússon, f. 29. desember 1922, d. 4. maí 1991. Systk- desember 1957, Sigurjón, f. 29. júní 1964 og Ásdís, f. 19. sept- ember. Bjarni kvæntist Svövu Eggerts- dóttur á afmælisdegi hennar, 2. október 1966. Foreldrar hennar voru þau Elsa Þorbergsdóttir, f. 29. maí 1914, d. 3. október 1994, og Eggert Páll Theodórsson, f. 1. júní 1907, d. 9. mars 1984. Börn Bjarna og Svövu eru, Hrefna Sig- ríður, f. 21. janúar 1967, Eggert Arnar, f. 18. febrúar 1968 og Katla, f. 11. nóvember 1969. Bjarni verður jarðsunginn frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 7. apríl og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður á Ingjaldshóli. ini Bjarna eru Krist- ín Sigríður, f. 9. maí 1945, Álfheiður Erla, f. 24. maí 1946, d. 22. október 2000, og Magnús, f. 19. desember 1947. Hrefna og Þórður skildu. Seinni kona Þórð- ar er Sigurlaug Sig- urjónsdóttir, f. 15. apríl 1929. Börn þeirra eru Sigurður, f. 24. september 1951, Helga, f. 28. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Minningin um einstakan mann lif- ir í hjarta okkar. Frábær vinur er horfinn. Takk fyrir allar góðu stundirnar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Við sendum Hrefnu, Kötlu, Egg- erti og fjölskyldum ykkar samúðar- kveðjur. Gunnar, Erla og börn. Stundin líður, tíminn tekur, toll af öllu hér, sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig, að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. Þú varst ljós á villuvegi, viti á minni leið, þú varst skin á dökkum degi, dagleið þín var greið. Þú barst tryggð í traustri hendi, tárin straukst af kinn. Þér ég mínar þakkir sendi, þú varst afi minn. (Hákon Aðalsteinsson.) Hvíl þú í friði, elsku Bjarni minn, þinn Björn Þór. Bjarni Þórðarson ✝ Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát og útför VÍKINGS HEIÐARS ARNÓRSSONAR. Fyrir hönd aðstandenda, Viðar Víkingsson, Svana Víkingsdóttir, Ólafur Axelsson, Gísli A. Víkingsson, Guðrún Ögmundsdóttir, Þóra Víkingsdóttir, Bjarni Jónsson, Arnór Víkingsson, Ragnheiður J. Jónsdóttir, Ragnheiður Víkingsdóttir, Anton Jakobsson, Þórhallur Víkingsson, Rósa Björk Sigurðardóttir, Steingerður Gná Kristjánsdóttir og Karl Axel Kristjánsson. ✝ Innilegt þakklæti sendum við öllum þeim, er heiðruðu minningu ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, EINARS GUÐMUNDSSONAR verkfræðings, Hrauntungu 37, Kópavogi. Þökkum blóm, hlýjar kveðjur og falleg orð sem um hann hafa verið sögð, læknum, hjúkrunarfólki og þá sérstaklega starfsfólki heimahlynningar, sem gerði honum kleift að dvelja heima, síðustu ævidaga sína. Sólveig Kristinsdóttir, Guðmundur Konráð Einarsson, Helga Einarsdóttir, Kristín Andrea Einarsdóttir, Jóhann Ingibergsson, Berghildur Ýr Einarsdóttir, Haukur Einarsson, Ásdís Erla, Sigrún Björk, Einar Aron og Hilmir Nói. ✝ Ástkær faðir minn og bróðir okkar, HELGI ÞÓR BJARNASON frá Skagaströnd, lést á sjúkrahúsi í Noregi fimmtudaginn 1. mars síðastliðinn. Útför fór fram frá Fossvogskapellu í kyrrþey. Smári Helgason, systkini og fjölskyldur þeirra. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma, systir og mágkona, GUÐBJÖRG KRISTÍN GUÐJÓNSDÓTTIR frá Vogum, Grandavegi 47, Reykjavík, andaðist þriðjudaginn 3. apríl. Útförin fer fram frá Neskirkju fimmtudaginn 12. apríl kl. 13.00. Ingibjörg S. Guðmundsdóttir, Bergur Felixson, Rósa Guðmundsdóttir, Ludvig Á. Guðmundsson, Jóna Borg Jónsdóttir, María S. Guðmundsdóttir, Einar Benediktsson, Guðjón Guðmundsson, Heiða Elín Jóhannsdóttir, Gunnar Þór Guðmundsson, Hrönn Hjálmarsdóttir, Friðrik Guðjónsson, Kristín Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæra systir, dóttir, frænka og vinkona, VILBORG SIGURÐARDÓTTIR, lést friðsællega föstudaginn 30. mars á Eng- landi. Jarðarförin verður haldin í Midhurst, Eng- landi, fimmtudaginn 12. apríl. Minningarathöfn verður haldin á Íslandi, nánar auglýst síðar. Blessuð sé minning hennar. Sigurður Gunnarsson, Jökull Sigurðsson, Mjöll Sigurðardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.