Morgunblaðið - 05.04.2007, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
MILLILANDAFLUG um Keflavík-
urflugvöll jókst um 10% á fyrsta
ársfjórðungi þessa árs miðað við
sama tíma í fyrra. Flugvélum í al-
mennu flugi fjölgaði um 15% en við-
koma herflugvéla hefur minnkað
lítillega þegar frá eru taldar her-
flugvélar í millilandaflugi tengdu
varnarliðinu á síðasta ári. Farþega-
fjöldi jókst á sama tíma um tæp 11%
eða úr 121 í 135 þúsund og vöru-
flutningar um 1,4%.
Gistinóttum á hótelum í febrúar
fjölgaði um 14% milli ára. Þeim
fjölgaði í öllum landshlutum nema á
samanlögðu svæði Suðurnesja,
Vesturlands og Vestfjarða þar sem
þeim fækkaði um 9%, úr 5.600 í
5.100. Aukningin var hlutfallslega
mest á Austurlandi þar sem gisti-
nætur ríflega tvöfölduðust, fóru úr
900 í 1.900 milli ára. Á Suðurlandi
fjölgaði gistinóttum um 2.000, úr
4.700 í 6.700 (42%). Á Norðurlandi
nam fjölgunin 14% í febrúar, en
fjöldi gistinátta fór úr 2.900 í 3.300
milli ára. Gistinætur á hótelum á
höfuðborgarsvæðinu voru 46.400 í
febrúar síðastliðnum en voru
41.700 í sama mánuði árið 2006 og
fjölgaði þar með um tæplega 4.700
nætur, eða 11%. Gistinóttum Íslend-
inga fjölgaði um 6% og útlendinga
um 17%, en gistinætur þeirra voru
um 70% af heildarfjölda gistinátta á
hótelum.
Morgunblaðið/Jim Smart
Farþegar Millilandaflug um Keflavíkurflugvöll jókst um 10% á fyrsta árs-
fjórðungi þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Gistinóttum fjölgaði líka.
Flug um Keflavíkurflugvöll
jókst um 10% í upphafi árs
SAMKVÆMT bráðabirgðauppgjöri
Sjúkrahússins og heilsugæslustöðv-
arinnar á Akranesi fyrir janúar og
febrúar er rekstrarhalli ríflega 9
milljónir króna eða 4,1% af heildar-
tekjum. Ástæða er til að ætla að
rekstrarvandinn aukist enn eftir
því sem á árið líður og verði að
óbreyttu a.m.k. 50 milljónir í árs-
lok, segir á heimasíðu SHA.
Ítrekuðum beiðnum um næg
framlög úr ríkissjóði til að halda
uppi óbreyttri þjónustu hefur verið
hafnað. Þetta mun óhjákvæmilega
leiða til samdráttar í starfseminni.
Þannig verður kostnaðarsömum
þáttum, s.s. liðskiptaaðgerðum
fækkað um allt að þriðjung en þær
voru á síðasta ári 130 talsins. Frá
miðjum júní verða lyflækningadeild
og handlækningadeild sameinaðar
og starfræktar í allt sumar sem ein
deild samhliða kvennadeild. Starfs-
mannaráðningum, búnaðarkaup-
um, verklegum framkvæmdum og
viðhaldi verður haldið í lágmarki
og skotið á frest ef þess er kostur.
Morgunblaðið/Kristinn Benediktss
Kirkjan á Akranesi
Samdráttur
NÝJU útvarpslögin eru komin til framkvæmda. Holl-
vinasamtök Ríkisútvarpsins harma það sem nú er
orðið, að Ríkisútvarpinu hefur verið breytt í hluta-
félag. Með því hefur það verið fært of nærri lög-
málum markaðsins og kröfum hans um arðsemi, sem
það ætti í raun að vera hafið yfir, segir meðal annars
í ályktun stjórnar Hollvinasamtaka Ríkisútvarpsins.
„Full ástæða er til að ætla að með þessari breyt-
ingu hafi verið búið í haginn fyrir sölu útvarpsins
síðar meir. Tryggja þarf með varanlegum og óyggj-
andi hætti að útvarpið gangi aldrei úr eigu þjóðarinnar en samtökin
óttast að næsta skref verði að selja Rás 2, vígi íslenskrar dæg-
urtónlistar.
Þá vakna grunsemdir um að nefskattinum, sem ætlað er að standa
undir rekstrinum, sé ætlað að baka útvarpinu óvinsældir svo auðveld-
ara reynist að selja það,“ segir m.a. í áyktuninni.
Hollvinir harma útvarpslögin
LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð-
inu handtók átján ára pilt á tann-
læknastofu í Reykjavík aðfaranótt
miðvikudags en þangað hafði hann
brotist inn í verðmæta- og lyfjaleit.
Einnig braust maður inn í apótek í
Austurborginni og er það mál til
rannsóknar hjá lögreglu.
18 ára í lyfjaleit
SEX fíkniefnamál komu upp á höf-
uðborgarsvæðinu á þriðjudags-
kvöld og aðfaranótt miðvikudags. Í
flestum tilvikum var um að ræða
smáræði af kannabisefnum en í
einu tilviki fannst töluvert magn af
hassi og amfetamíni. Brotamenn
voru flestir á þrítugsaldri.
Sex fíkniefnamál
ALLIR starfs-
menn Þróun-
arsam-
vinnustofnunar
Íslands með að-
setur erlendis
hafa nú fengið
páskaegg frá Ís-
landspósti. Egg-
in 20 voru send
til Afríku, Asíu
og Suður-
Ameríku.
Alls voru send
út 20 Nóa Siríus-
egg og fóru þau
til Malaví, Nami-
bíu, Mósambík,
Úganda, Sri
Lanka og Níkaragúa. Eggin voru
send með TNT-hraðþjónustu Ís-
landspósts og komust þau til skila á
um fjórum sólarhringum. Lifðu af
hita, hnjask og þúsundir kílómetra.
Um heim allan
Rúnar Atli Wiium
með sendinguna.
og í mars. Niðurstaðan er að verð
lækkaði í öllum verslunum. Mest var
lækkunin í Krónunni, 11%, Næst-
mest í Bónus, 7,6%, Kaskó, 7,4% og
minnst í Nettó, 6,4%. Frá desember
til febrúar hækkaði verð mest í
Krónunni, eða 2,2%, en minnst í Bón-
us, 0,2%.
ASÍ kannaði einnig verð í fleiri
verslunum og verða niðurstöðurnar
birtar eftir páska. ASÍ ætlar að
fylgjast áfram með verðlagi í versl-
unum næstu vikur og mánuði.
TAFLA sem birt var í Morgun-
blaðinu í gær með frétt um verðsam-
anburð sem ASÍ gerði í lágvöru-
verðsverslunum var röng vegna
mistaka sem gerð voru við vinnslu
töflunnar. Taflan er því birt að nýju
eins og ASÍ sendi hana frá sér.
Taflan sýnir hversu mikið verð
lækkaði hlutfallslega eftir að stjórn-
völd lækkuðu virðisaukaskatt á mat-
vælum, en lækkunin tók gildi 1. mars
sl. Verðlagseftirlit ASÍ fylgdist með
verðbreytingum í desember, febrúar
Rangar tölur í töflu
( ) # * +#, --))
. )/
01
2 )/ 3 )2$
& //-) -/)
!"
#!"
4 $5! )/ & 6
$7/8 /87
$
+'
'
'
+ +
+ + + + +'
+ +
'
+
'
+ + + + $7/8 /87
%
'
+
'
+ '
+ +
+
'
+ + + + +
'
+ + + $7/8 /87
%
'
+
'
+
'
+ + + + + +'
+'
+
'
+ + +
'
$7/8 /87
&
'
'
'
'
'
+'
+
'
+ + + +'
+ +'
+ + + + + TÍU aðilar lýstu yfir áhuga á að
kaupa eignarhlut ríkisins í Hitaveitu
Suðurnesja hf. Ríkið á í dag 15,203%
hlut í Hitaveitu Suðurnesja.
Þeir sem sendu inn tilboð eru:
Askar Capital hf., Atorka Group hf.,
Base ehf., Geysir Green Energy ehf.,
Impax New Energy Investors LP
(breskur sjóður sem fjárfestir í end-
urnýjanlegri orku.), Norvest ehf.,
Óstofnað félag í eigu starfsmanna
HS og Sparisjóðs Keflavíkur o.fl.,
Óstofnað félag í eigu Landsbanka Ís-
lands hf., Harðar Jónssonar og Arn-
ar Erlingssonar, Óstofnað félag í
eigu Gnúpverja ehf., Hvatningar ehf.
Kaupfélags Suðurnesja svf., Nes-
fisks ehf. og Vísis hf. og Saxbygg ehf.
Í fréttatilkynningu segir að þessir
aðilar uppfylli þau skilyrði sem sett
voru í auglýsingu. Á næstu dögum
og vikum verður aðilum gefinn kost-
ur á frekari kynningu á fyrirtækinu,
ásamt upplýsingum um söluferlið.
Frestur til þess að skila inn bindandi
verðtilboði hefur verið ákveðinn til
30. apríl nk. Verða tilboðin opnuð
þann dag að viðstöddum bjóðendum
og þeim fjölmiðlum sem þess óska.
Vilja kaupa
hlutinn í HS
UNDANFARNA mánuði hefur
menntamálaráðuneytið unnið að
skipulagi og framkvæmd viðurkenn-
ingarferlis háskóla hér á landi. Kveð-
ið er á um það í lögum um háskóla,
sem samþykkt voru á síðasta ári, að
allir háskólar skuli hafa öðlast við-
urkenningu á starfsemi sinni innan
tveggja ára frá gildistöku laganna.
Birt hefur verið auglýsing um við-
mið um æðri menntun og prófgráð-
ur. Þar er byggt á viðmiðum sem
gefin hafa verið út í tengslum við
Bologna-ferlið og gerir íslenskum
háskólum kleift að laga sig enn frek-
ar að sameiginlegu evrópsku há-
skólasvæði þar sem afrakstur náms
er grunnurinn að samanburði milli
stofnana og ríkja. Mikil áhersla hef-
ur verið lögð á að tryggja trúverð-
ugleika ferlisins og að hann uppfylli
alþjóðlega gæðastaðla.
Eftirlit með gæðum kennslu og
rannsókna verður tvíþætt. Annars
vegar skal ytra eftirlit með kennslu
og rannsóknum beinast að því að
ganga úr skugga um hvort forsendur
viðurkenningar séu enn til staðar.
Hins vegar verður það leiðbeinandi
fyrir skólana um hvernig megi bæta
kennslu og rannsóknir.
Framkvæmd viðurkenninganna
verður tvískipt. Náttúruvísindi, hug-
vísindi, verk- og tæknivísindi ásamt
listum verða tekin fyrir á vormán-
uðum og þær stofnanir sem sækjast
eftir viðurkenningu á þessum svið-
um skiluðu inn umsókn 1. mars.
Skipað hefur verið í fjórar af sjö
nefndum sérfræðinga sem munu
skila umsögn um hæfi háskólanna á
fræðasviðum og undirflokkum
þeirra til menntamálaráðherra. Við
nefndaskipanina var leitast eftir að
fá til verksins færustu einstaklinga
sem völ er á. Leitað var eftir tilnefn-
ingum hjá viðurkenndum matsstofn-
unum í Evrópu og Bandaríkjunum.
Gerðar voru kröfur um að viðkom-
andi sérfræðingar hefðu reynslu af
viðurkenningum og gæðastarfi á há-
skólastigi ásamt víðtækri reynslu af
stjórnun háskólastofnana, ásamt
prófessorshæfi innan fræðasviðs.
Setja viðmið um kröfur
til háskólanáms á Íslandi