Morgunblaðið - 05.04.2007, Blaðsíða 56
56 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Nú getur þú tryggt þér síðustu sætin í vorsólina við Alicante á hreint
ótrúlegum kjörum. Allra síðustu sætin á frábæru tilboði. Þú kaupir tvö
flugsæti en greiðir aðeins fyrir eitt. Úrval gistimöguleika á Benidorm í boði.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
2 fyrir 1 til
Alicante
13. apríl
frá kr. 9.990
Allra síðustu sætin
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Verð kr. 19.990
Flugsæti báðar leiðir með sköttum, m.v. 2
fyrir 1 tilboð. Út 13. apríl og heim 9. maí.
Netverð á mann.
Verð kr. 9.990
Flugsæti aðra leið með sköttum, m.v. 2 fyrir
1 tilboð frá KEF 13. apríl.
Netverð á mann.
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
VELKOMIN Í „HRYLLINGS-
LEIKHÚS GRETTIS“
SMÁKÖKURNAR
ERU BÚNAR!
TAKK FYRIR AÐ HORFA Á
„HRYLLINGSLEIKHÚS GRETTIS“
AF HVERJU
VILTU AÐ FÓLK
STRENGI
ÁRAMÓTAHEIT?
AF HVERJU? AF ÞVÍ BARA!AF HVERJU ÞARF FÓLK
ENDILEGA AÐ ÁKVEÐA AÐ
BÆTA RÁÐ SITT UM
ÁRAMÓT? AF HVERJU EKKI
BARA UM PÁSKANA?
ÞÚ ERT Í
RÓLUNNI
MINNI!
HYPJAÐU
ÞIG!
ÉG ER EKKI
HRÆDDUR VIÐ
ÞIG, MUMMI EKKI
ÞAÐ?
NEI, ÞÚ ERT SVO
HEIMSKUR AÐ ÞÚ
ÁTTAR ÞIG EKKI Á
ÞVÍ AÐ SMÆÐ
SPÖRFUGLSINS
HJÁLPAR HONUM Í
BÁRÁTTU SINNI VIÐ
STÓRA RÁNFUGLA.
ÞÚ NÆRÐ MÉR
ALDREI!
JÆJA?
ÉG VERÐ AÐ HÆTTA AÐ
HORFA Á NÁTTÚRULÍFS-
MYNDIR Í SJÓNVARPINU
VIÐ HVAÐ
VINNUR ÞÚ,
FÉLAGI?
ÉG SEL
TRYGGINGAR
HVAÐ
ER ÞAÐ
EIGINLEGA
VEIST ÞÚ
EKKI HVAÐ
TRYGGINGAR
ERU
?!?
NEI
ÉG SKAL BJÓÐA
ÞÉR UPP Á DRYKK OG
SEGJA ÞÉR ALLT UM
TRYGGINGAR
ÞAÐ ER
PÓSTUR
TIL ÞÍN!
ERTU
AÐ
KOMA?
NEI, ÉG
NÆ EKKI
AÐ SOFNA
HVORT
SEM ER
FYRST ÉG ER MEÐ
SVEFNLEYSI ÞÁ ÆTLA ÉG
AÐ NÝTA TÍMANN Í EITT-
HVAÐ SEM SKIPTIR MÁLI
ÉG ÆTLA AÐ BYRJA
Á BÓKINNI, SEM MIG
LANGAÐI ALLTAF AÐ
SKRIFA, Í KVÖLD
GANGI
ÞÉR VEL
EF AÐ HANN NÆR AÐ
RANNSAKA BLÓÐIÐ SEM
HANN TÓK ÚR MÉR...
KEMST HANN ÖRUGGLEGA AÐ ÞVÍ
AÐ ÉG ER KÓNGULÓARMAÐURINN
FARÐU BARA AÐ SOFA...
ÉG KEM RÉTT BRÁÐUM
dagbók|velvakandi
Góðan dag.
NÚ GENGUR senn í garð helgasti
árstími okkar kristinna manna. Það
er ljóður á ráði að það virðist vera
sem helgistundum fylgi mikil
óráðsía. Á jólunum liggja börnin
organdi og heimta sífellt stærri
pakka, í stað þess að minnast fæð-
ingar Krists. Á páskunum liggja
börnin organdi í sykursjokki eftir að
hafa graðgað í sig súkkulaði í lítra-
vís. Ég þoli ekki börn. Sjálf átti ég
erfiða æsku og hagaði mér aldrei
eins og barn. Ég var ekki alin upp
við stanslaust gjafaflóð, heldur var
ég látin vinna fyrir mat mínum og
var reglulega hýdd. Þess ber ég enn
merki. Þá var ég ekki ánægð með
þessa meðferð, en í dag sé ég að hún
var mér fyrir bestu. Ef ekki hefði
verið fyrir umræddar barsmíðar
lægi ég liggjandi í gólfinu organdi á
meiri sykur og gjafir. Þess í stað er
ég þakklát fyrir það sem ég hef og
ætla ekki að borða súkkulaði á pásk-
unum. Þó má vera að ég fái mér epli.
Og svo eru það fermingarnar. Þegar
ég var yngri þótti það munaður að fá
á annað borð að vera fermdur. Nú
telst enginn maður með mönnum
nema hann fái fermingarveislu fyrir
mörg hundruð þúsund og helst gjaf-
ir, einkum tölvuspil og sælgæti!
Þetta ætti ekki að heita ferming
lengur. Þetta ætti að heita Óráðsía.
Það er að vísu líka nafn á landi en
fermingar gætu einnig kallast það.
Fermingarbörn mæta jafnvel í
veislurnar á gulum limósíum sem
hæfa klámkóngum. Ég vil því skora
á þegna þessa lands að koma með
okkur félögum í Femínistafélagi Ís-
lands og mótmæla óráðsíunni (ferm-
ingunni, jólum og páskum) fyrir utan
Hallgrímskirkju á Pálmasunnudag.
Hættum að vera gráðug, fáum okkur
eins og einn ávöxt til hátíðabrigða en
lifum annars meinlætalífi! Að lokum
vil ég hrósa Morgunblaðinu fyrir
dálkinn Orð dagsins. Þar er oft að
finna þarfan boðskap á þessum síð-
ustu og verstu tímum. Knaparnir
fjórir nálgast óðum.
Guðrún Jónsdóttir.
Mávar
Í VELVAKANDA á mánudag 2.
apríl lýsti Reykvíkingur ánægju
sinni yfir því að svæfa mávana með
eitri. Mér finnst það ómannúðleg að-
ferð og algjört óráð að eitra fyrir þá.
Það gæti bitnað á fleiri fuglum en
mávum, og í það þarf mikinn mann-
skap. Miklu hreinni aðferð væri að
gera eggin óvirk, t.d. með því að
sprauta í þau vatni, og láta fuglinn
liggja á. Enginn skaði skeður með
því. Og þannig fækkar þeim til
muna. Svo tengt Tjörninni í Reykja-
vík, það má með einhverju móti setja
hömlur á það hvenær fuglunum er
gefið brauð, Tjörnin er á sumrin eins
og drullupollur þar sem myglaðir
brauðbitar synda í tonnatali. Að lok-
um: borgaryfirvöld hafa ekki staðið
sig í því að sjá um að hverfi borg-
arinnar séu hreinsuð. Svifryk er ekki
eingöngu frá bílaflota landsmanna,
heldur einnig frá moldarbingjum
kringum allar götur og í renn-
usteinum, þar sem moldin rýkur upp
í roki.
Áhugamaður um
land og dýr.
Þakkir
ÉG VAR svo heppin, eftir langa bið,
að komast í mjaðmaaðgerð hjá frá-
bærum lækni, Brynjólfi Jónssyni.
Þökk sé honum. Eftir aðgerðina fæ
ég, í gegnum Guðnýju, öldr-
unarlækni, inni á deild L2 á Landa-
koti, og þökk fyrir þá hjálp. Svo vil
ég segja frá því frábæra starfsliði
sem þar er. Það er varla hægt að
lýsa því hve mikið þær gefa frá sér af
elskulegheitum og kærleika. Þetta
er alveg frábært starfslið. Eins og
ein fjölskylda. Guð blessi þau öll
saman og kærar þakkir fyrir alla
hjálpina.
Sjöfn Helgadóttir.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is