Morgunblaðið - 05.04.2007, Blaðsíða 72
FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 95. DAGUR ÁRSINS 2007
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Naumlega bjargað
Mjög litlu munaði að fórnarlamb
hnífárásarinnar í Hátúni biði bana af
sárum sínum en starfsfólki Land-
spítalans tókst að bjarga lífi hans
með samstilltu átaki. » 14
Viðræður um sölu í Glitni
Viðræður hafa staðið yfir und-
anfarna daga á milli Kaupþings
banka og ákveðinna hluthafa í
Glitni um kaup bankans á allt að
28% hlut í Glitni. Talið er að viljugir
seljendur séu Karl Wernersson og
bræðurnir Einar og Benedikt
Sveinssynir. » Forsíða
Flestir norður og vestur
Straumurinn hjá ferðalöngum yfir
páskana liggur til Ísafjarðar á
rokkhátíð og skíðaviku og til Ak-
ureyrar í leikhús, menninguna og
næturlíf. Bílaumferð á báða staði var
nokkuð þétt í gær og flug gekk
þokkalega í heildina. Slysavarna-
félagið Landsbjörg varar ferðalanga
til fjalla við krapa á hálendisfjall-
vegum landsins. » Miðopna
SKOÐANIR»
Ljósvakinn: Gettu enn betur
Staksteinar: Ferðir forsetans
Forystugreinar: Skylda til aðgerða í
loftslagsmálum | Ákvörðun Írana
UMRÆÐAN»
Öldrunarmál á Akureyri
Fjölskyldan og arðsemi hennar
Í upphafi skal endinn skoða
Hver ber ábyrgð
Viðskiptavild eykst
Stærstir í Storebrand
Hundrað tindar á ári
Spilling skekur þýskt athafnalíf
VIÐSKIPTI»
4%:&' . &+
;&&3& 9& 1
1
1 1
1 1
1
1!
1 1 !
- < 9 '
!1
1
1
1
1
1 =>??7@A
'BC@?A5;'DE5=
<757=7=>??7@A
=F5'<&<@G57
5>@'<&<@G57
'H5'<&<@G57
'2A''53&I@75<A
J7D75'<B&JC5
'=@
C2@7
;C5;A'2+'AB7?7
Heitast 6 °C | Kaldast -5 °C
Suðaustan og austan
3–10 m/s og dálítil él
suðaustanlands. Ann-
ars bjart. » 8
Í lok maí fer fram
hátíð íslenskra
heimildamynda á
Patreksfirði þar sem
sýndar verða 22
myndir. »61
KVIKMYND»
Heimilda-
myndahátíð
LJÓSMYNDIR»
Myndir frá Suður-
Indlandi. »62
Hlustendur sendi
botna sína um máva-
dráp til þáttarins
Orð skulu standa á
Rás 1 á laugardag-
inn. »65
ÚTVARP »
Gísli Mar-
teinn myrðir
FÓLK»
Leonardo DiCaprio í
Jökulsárlóni. »65
TÓNLIST»
Laddi er sívinsæll og lög-
in hans líka. »62
reykjavíkreykjavík
VEÐUR»
1. Sandra Bullock í mynd á Íslandi
2. Múrbúðin kærir Byko
3. Travolta nauðlenti á Ítalíu
4. Tók föður sinn í nefið
„MAÐUR tekur ekki strætó í Breiðholti á næst-
unni, það er ljóst,“ segir sextán ára piltur sem varð
fyrir heldur óskemmtilegri reynslu í hverfinu um
miðjan dag á þriðjudag. Þá beið hann eftir strætó
ásamt kærustu sinni þegar bifreið staðnæmdist
nærri strætóskýlinu, þrír piltar og stúlka gengu út
og réðust að þeim. Parið verður í höfuðborginni yf-
ir páskana en er búsett á landsbyggðinni.
„Þessi bíll keyrði framhjá og ég kannaðist ekki
við þá sem voru í honum. Ég spyr kærustu mína
hvort hún þekki þau af því þau veifa höndunum
eins og við ættum að koma. Þau óku hins vegar
áfram og lögðu bílnum bak við skýlið,“ segir pilt-
urinn og heldur áfram: „Þau komu þá öll að skýl-
inu og stúlkan sem ók bílnum spurði kærustuna
mína hvort hún kannaðist við sig.“ Kærastan sagð-
ist muna eftir stúlkunni úr bæjarfélaginu sínu en
nærri.
Einn ökumaður stöðvaði bifreið sína, í þó nokk-
urri fjarlægð, og hóf að flauta á hópinn. Það
styggði árásarmennina og hlupu þeir allir að bíl
sínum og óku burt.
Pilturinn fór hins vegar til systur kærustu sinn-
ar sem býr nærri árásarstaðnum og hringdi á lög-
regluna. Árásarmennirnir, sem allir eru um tví-
tugt, náðust síðar um daginn og játuðu brot sitt.
Ekki hefur komið fram hvað þeim gekk til og ekki
verður séð að þeir hafi verið undir áhrifum áfengis
eða vímuefna.
Pilturinn sem varð fyrir árásinni hlaut mörg
högg á höfuðið og er marinn víða en slapp þó nokk-
uð vel miðað við aðstæður. Honum er að auki
nokkuð brugðið og mun líklega seint skilja hvers
vegna á hann var ráðist. | 4
Fer ekki í strætó í
Breiðholti á næstunni
Sextán ára piltur varð fyrir algerlega tilefnislausri árás um miðjan dag
ekki þekkja hana. Stúlkan spurði því næst hvort
hún hefði verið með leiðindi við þriðju stúlkuna, en
nafngreindi hana ekki. „Næsta sem ég veit er að
ég var kýldur í andlitið og hent inn í skýlið,“ segir
pilturinn.
Létu spörkin dynja
Pilturinn segir að engin orð hafi farið á milli
hans og þeirra sem réðust á hann. Eftir að hann
fékk upphafshöggið réðust allir þrír á hann og
hentu honum í gangstéttina. Þar létu þeir spörkin
dynja á líkama og höfði piltsins, sem mátti sín lítils
gegn þremur. Kærustu hans var hins vegar hrint
frá og að mestu látin í friði. „Ef ég reyndi að streit-
ast á móti og komast burt var ég kýldur fastar,“
segir pilturinn sem að lokum náði að komast út á
götu. Þá tók hann að veifa í átt að bílum sem voru
Þekktasta
sinfónían
FJÖLDI tónleika verður víða um
land um páskana, meðal annars
flutningur Sinfóníuhljómsveitar
Norðurlands á Örlagasinfóníu
Beethovens.
Hljómsveitarstjórinn, Guð-
mundur Óli Gunnarsson, segir sin-
fóníuna vera „frægasta sinfón-
íuverk allra tíma“.
„Í þessu verki er hljómsveitin al-
gjörlega í forgrunni,“ segir hann
einnig.
Tónleikarnir fara fram í Gler-
árkirkju á Akureyri í dag. | »20
NÝ gangbrautarljós hafa verið sett
upp á Háaleitisbraut skammt fyrir
norðan verslunarmiðstöðina
Miðbæ. Ljósin eru af nýrri tegund
umferðarljósa sem skynja vegfar-
endur sem fara yfir á ljósunum og
láta græna ljósið loga þar til þeir
eru komnir yfir götuna. Þetta eyk-
ur bæði öryggi gangandi vegfar-
enda og stöðvar ekki bílaumferð
lengur en þörf er á. Þetta eru
fjórðu gangbrautarljósin þessarar
gerðar, en fyrir eru ljós við Hamra-
hlíð, á Snorrabraut við Grettisgötu
og á Sundlaugavegi við Gullteig.
Morgunblaðið/Kristinn
Gangbrautarljós við Miðbæ
MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út
á páskadag, sunnudaginn 8. apríl.
Fréttaþjónusta verður að venju á
Fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is,
yfir páskana. Ábendingum um
fréttir má koma á netfrett@mbl.is.
Áskriftardeild Morgunblaðsins
verður opin í dag, skírdag, kl. 7–14
og páskadag kl. 8–15. Lokað verður
á föstudaginn langa, laugardag og
annan í páskum.
Auglýsingadeild Morgunblaðsins
verður opin á laugardag fyrir páska
kl. 9–12 en lokað verður aðra daga.
Skiptiborð Morgunblaðsins verð-
ur opið á laugardag kl. 8–12 og á
annan í páskum kl. 13–20. Síma-
númer Morgunblaðsins er 569–
1100.
Fréttaþjónusta um páska
♦♦♦