Morgunblaðið - 05.04.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.04.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2007 35 Ólafur Sveinn Jóhannesson | 4. apríl Kjánaskapur eða lýðskrum? LENGI vel hef ég alið þá ósk í brjósti að vís- indamenn um allan heim taki höndum saman og vinni að far- sælli lausn á þessum mikla vanda, sem steðjar stöðugt harðar að lífskjörum hér á jörðinni. En annað virðist vera upp á teningnum hér heima. Mál- flutningurinn hefur vægast sagt ver- ið sorglegur. Meira: olafursveinn.blog.is Jens Arnljótsson | 31. mars Það eru til námsleiðir sem standa iðnlærðu fólki til boða NOKKUÐ hefur borið á misvísandi upplýs- ingum í fjölmiðlum og víðar um að hvergi sé neitt í boði fyrir iðn- lært fólk sem vill halda áfram námi og að það vanti sárlega fagháskóla. Þau rök eru notuð að við sameiningu Tækniháskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík hafi náms- möguleikar iðnlærðs fólks horfið. Meira: jensarnljotsson.blog.is/ Júlíus Þór Júlíusson | 3. apríl Spilafíkn er raunveru- legt vandamál í nú- tíma samfélagi SPILAFÍKN er raun- verulegt vandamál í nútímasamfélagi. Fíkn í almenn fjár- hættuspil hefur lengi vel verið einskonar tabú umræðuefni í þjóðfélaginu. En undanfarin ár hafa spilafíklar og aðstandendur þeirra, í auknum mæli, látið í sér heyra og sagt frá ömurlegum vítahring þeirra sem hafa spilað frá sér allar eigur sínar, fjölskylduna og jafnvel lífið sjálft. Meira: juliusthor.blog.is Lúðvík Júlíusson | 4. apríl Stuðningur við stríðið í Írak Að undanförnu hefur mikið verið talað um stuðning við stríðið í Írak. Það hefur hins vegar lítið verið talað um það sem skiptir mestu máli, hvernig viljum við sjá framtíð Íraks og Mið- Austurlanda. Meira: ludvikjuliusson.blog.is Reynir Ántonsson | 4. apríl Sagan öll ÞAÐ hefur mikið verið rætt um hler- anir að undanförnu eftir að Guðjón Friðriksson kastaði sprengju sinni inn á fjölmiðla á síðasta vori. Sitt sýnist vissulega hverjum um mál þetta enda eitt hið furðulegasta og jafnvel fáránlegasta því svo virðist sem allir hafi verið að hlera alla alls staðar á þessum tímum húsmóð- urinnar í Vesturbænum og kalda stríðsins. Það fyndna í málinu er eins og nýlega kom fram hjá Birnu Þórðardóttur að í rauninni hefðu all- ir vitað af þessu og í sjálfu sér ekk- ert verið að taka það of alvarlega. Meira: reynirantonsson.blog.is Valdimar Arnþórsson | 4. apríl Félagsleg endurnýjun MANNFÓLKIÐ vinnur saman á mörgum og ólíkum vettvangi úti í þjóðfélaginu, í fyrirtækjum, stofn- unum og frjálsum félagasamtökum. Við eigum flest okkar einhverjar hugsjónir og markmið sem við vilj- um gjarnan sjá verða að veruleika með einum eða öðrum hætti. Mörg okkar fá sem betur fer tækifæri á lífsleiðinni til þess að koma þessum hugsjónum í framkvæmd og vinna að uppbyggingu ólíkra verkefna. Meira: valdimararnthorsson.blog.is Erna Magnúsdóttir | 4. arpíl Ljósið, endurhæf- ingar- og stuðnings- miðstöð STOFNFUNDUR Ljóssins, endurhæf- ingar- og stuðnings- miðstöðvar fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein og að- standendur þeirra, var haldinn 20 janúar 2006 en síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Markmið Ljóssins er að styðja við þá ein- staklinga sem hafa átt erfitt í kjölfar veikinda, út í þjóðfélagið á nýjan leik. Meira: ernamagnusdottir.blog.is Franz Jezorski, lögg. fasteignasali Til leigu í Skútuvogi 1 Atvinnuhúsnæði - 1.223 fm – Frábær staðsetning Þverholti 14 | 101 Reykjavík | Sími 595 9000 | Fax 595 9001 | www.holl.is | holl@holl.is Hóll kynnir í leigu vandað skrifstofu- og lagerrými Um er að ræða 7 einingar sem hægt er að skipta upp. Þar af 3 einingar með aðkeyrsludyrum og 4 skrifstofupláss. Hver eining er sirka 175 fm að stærð. Á 3. hæð eru skrifstofu- og lagerpláss og þrennar innkeyrsludyr. Á 4. hæð eru skrifstofur, fundarsalir, rannsóknarstofur og rúmgóður mat- salur með vel búnu eldhúsi. Vel útbúin rannsóknaraðstaða sem Actavis útbjó nýlega. Veggir eru léttir og er auðvelt að breyta fyrirkomulagi á herbergjaskipan. Góð aðstaða er fyrir starfsfólk, skápar, hengi og snyrtingar á báðum hæð- um Gluggar eru með sólarfilmu á gleri. Gólfefni eru dúkar, flísar og parket. Frábær staðsetning fyrir heildsölu eða þjónustufyrirtæki. tákn um traust Ítarlegri upplýsingar liggja fyrir á skrifstofu Hóls, Skúlagötu 17. Upplýsingar gefur Stefán Bjarni í síma 694 4388. Jón Hólm Stefánsson Lögg. fasteigna-, fyr- irtækja- og skipasali Flúðir - stórar eignarlóðir www.gljufurfasteign.is Til sölu þrjár skipulagðar frístundalóðir, hver um 2,2 hektarar að stærð, á hinu eftirsótta svæði við Flúðir í Hrunamannahreppi. Víðsýnt og fagur fjallahringur. Hef til sölumeðferðar afar vel staðsett, 60,7 hektara land úr jörðinni Skálm- holti í Flóahreppi, nokkru fyrir austan Selfoss. Gott aðgengi er að landinu. Landið er gróið með fallegri fjallasýn og fjölbreyttu landslagi þar sem skipt- ast á hraunhólar, fallegar lautir, votlendi, tjarnir og graslendi. Um er að ræða óskipulagt land, sem býður upp á ýmsa notkunarmöguleika. Skálmholt í Flóahreppi Til sölu er jörðin Eima í Selvogi Eyðijörðin Eima 171693 í Selvogi, Ölfusi, er til sölu. Um er að ræða afar at- hyglisverða útivistarjörð, sem nær frá sjó við Strandarkirkju og upp í Geita- fell. Stærð jarðarinnar er talin vera um 315 hektarar, grasgefið land með taslverðu landslagi. Í landi jarðarinnar eru þekktir hellar. Á jörðinni er ekkert íbúðarhús, en uppistandandi gömul útihús. Upplýsingar um framangreindar eignir eru veittar á skrifstofu Gljúfur fasteignasölu í síma 896-4761. Guðmundur R. Lúðvíksson | 4. apríl Engir myndlistarmenn utan Reykjavíkur- svæðisins? ENN EINU sinni hef- ur úthlutun farið fram úr sjóðum ríkisins til handa starfandi lista- mönnum. Ár hvert verður allt vitlaust og listamenn hver í sínu horni kvarta og kveina yfir að umsókn þeirra hafi ekki hlotið hljómgrunn. Fáir eru þó til í að tjá sig opinberlega vegna ótta við að verða settir á klakann. Meira: ludviksson.blog.is Bjarni Már Gylfason | 3. apríl Óboðleg rök og rangfærslur í Evrópumálum EITT er að færa vond rök fyrir máli sínu en annað og öllu verra að bera á borð rang- færslur máli sínu til stuðnings. Þetta gera sumir andstæðingar ESB og evru stundum, einkum þeg- ar talað er um hagvöxt og atvinnu- leysi. Fullyrt er að hvergi í Evrópu sé meiri hagvöxtur en á Íslandi og atvinnuleysi með því minnsta sem þekkist. Meira: bjarnimargylfason.blog.is Sigríður Ragnarsdóttir | 4. apríl Öryrkjar – Ef ég væri ríkur Hvar endar þetta? Hverjir geta synt í land? Ekki gamla fólkið og öryrkjarnir. En auðvitað bank- arnir og peningamennirnir. Þessar spurningar velta bara upp hjá mér, sérstaklega þegar ég les í blöðum að bankarnir eru að tryggja sig gegn falli íslensku krónunnar, kaupandi evrur. En hvaða leið höfum við ör- yrkjarnir og námsmennirnir sem búum erlendis til að mæta þessari tekjuskerðingu á örorkulífeyri og námslánum? Meira: sigridurragnarsdottir.blog.is Albert Jensen | 3. apríl Heilsuverndarstöðin verði sjúkrahótel EITT af fullkomnum vandræða- verkum núverandi rík- isstjórnar og R-listans var að selja sérhann- aða heilsustöð á besta stað til einkaaðila. Tveimur síðustu heil- brigðisráðherrunum fannst það nauðsynlegt og sá þeirra sem nú starfar telur kostina fleirri en gallana. Menn þurfa að hafa dul- ræna sálfræðiþekkingu til að skilja slíka speki. Meira: albertjensen.blog.is Jón Bergsteinsson | 3. apríl Loftslagssveiflur, varmaflæði MILANKOVITCH (1879–1958) var júgó- slavneskur stjörnu- fræðingur, sem setti fram kenningu 1930 um orsakir ísalda. Kenningin mætti and- stöðu í fyrstu en öðlaðist trausta við- urkenningu. Orsakir ísalda skýrir hann út frá breytingum á braut og möndulhalla jarðar. Hann sýndi fram á að breyting í sólgeislun á heimskautasvæðin gæti valdið um- talsverðum loftslagsbreytingum. Meira: jonbergsteinsson.blog.is Þorvarður Árnason | 3. apríl Græn stjórnmál á Íslandi? ERU græn stjórnmál orðin að veruleika á Ís- landi? Sú spurning verður æ áleitnari eftir því sem nær dregur al- þingiskosningum. Nærtækt er að líta til útkomu sveitarstjórnarkosninganna á sl. ári og þess fylgistaps sem Framsóknarflokkurinn varð þar fyr- ir. Margir skýrendur röktu tapið til umhverfismála; að verið væri að refsa flokknum fyrir framgöngu hans í Kárahnjúkamálinu. Meira: thorvardurarnason.blog.is Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.