Morgunblaðið - 05.04.2007, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2007 35
Ólafur Sveinn Jóhannesson | 4. apríl
Kjánaskapur
eða lýðskrum?
LENGI vel hef ég alið
þá ósk í brjósti að vís-
indamenn um allan
heim taki höndum
saman og vinni að far-
sælli lausn á þessum
mikla vanda, sem
steðjar stöðugt harðar að lífskjörum
hér á jörðinni. En annað virðist vera
upp á teningnum hér heima. Mál-
flutningurinn hefur vægast sagt ver-
ið sorglegur.
Meira: olafursveinn.blog.is
Jens Arnljótsson | 31. mars
Það eru til námsleiðir
sem standa iðnlærðu
fólki til boða
NOKKUÐ hefur borið
á misvísandi upplýs-
ingum í fjölmiðlum og
víðar um að hvergi sé
neitt í boði fyrir iðn-
lært fólk sem vill halda
áfram námi og að það vanti sárlega
fagháskóla. Þau rök eru notuð að við
sameiningu Tækniháskóla Íslands
og Háskólans í Reykjavík hafi náms-
möguleikar iðnlærðs fólks horfið.
Meira: jensarnljotsson.blog.is/
Júlíus Þór Júlíusson | 3. apríl
Spilafíkn er raunveru-
legt vandamál í nú-
tíma samfélagi
SPILAFÍKN er raun-
verulegt vandamál í
nútímasamfélagi.
Fíkn í almenn fjár-
hættuspil hefur lengi
vel verið einskonar
tabú umræðuefni í
þjóðfélaginu. En undanfarin ár hafa
spilafíklar og aðstandendur þeirra, í
auknum mæli, látið í sér heyra og
sagt frá ömurlegum vítahring þeirra
sem hafa spilað frá sér allar eigur
sínar, fjölskylduna og jafnvel lífið
sjálft.
Meira: juliusthor.blog.is
Lúðvík Júlíusson | 4. apríl
Stuðningur við
stríðið í Írak
Að undanförnu hefur
mikið verið talað um
stuðning við stríðið í
Írak. Það hefur hins
vegar lítið verið talað
um það sem skiptir
mestu máli, hvernig
viljum við sjá framtíð Íraks og Mið-
Austurlanda.
Meira: ludvikjuliusson.blog.is
Reynir Ántonsson | 4. apríl
Sagan öll
ÞAÐ hefur mikið verið rætt um hler-
anir að undanförnu eftir að Guðjón
Friðriksson kastaði sprengju sinni
inn á fjölmiðla á síðasta vori. Sitt
sýnist vissulega hverjum um mál
þetta enda eitt hið furðulegasta og
jafnvel fáránlegasta því svo virðist
sem allir hafi verið að hlera alla alls
staðar á þessum tímum húsmóð-
urinnar í Vesturbænum og kalda
stríðsins. Það fyndna í málinu er
eins og nýlega kom fram hjá Birnu
Þórðardóttur að í rauninni hefðu all-
ir vitað af þessu og í sjálfu sér ekk-
ert verið að taka það of alvarlega.
Meira: reynirantonsson.blog.is
Valdimar Arnþórsson | 4. apríl
Félagsleg endurnýjun
MANNFÓLKIÐ vinnur saman á
mörgum og ólíkum vettvangi úti í
þjóðfélaginu, í fyrirtækjum, stofn-
unum og frjálsum félagasamtökum.
Við eigum flest okkar einhverjar
hugsjónir og markmið sem við vilj-
um gjarnan sjá verða að veruleika
með einum eða öðrum hætti. Mörg
okkar fá sem betur fer tækifæri á
lífsleiðinni til þess að koma þessum
hugsjónum í framkvæmd og vinna
að uppbyggingu ólíkra verkefna.
Meira: valdimararnthorsson.blog.is
Erna Magnúsdóttir | 4. arpíl
Ljósið, endurhæf-
ingar- og stuðnings-
miðstöð
STOFNFUNDUR
Ljóssins, endurhæf-
ingar- og stuðnings-
miðstöðvar fyrir fólk
sem hefur greinst með
krabbamein og að-
standendur þeirra, var haldinn 20
janúar 2006 en síðan þá hefur mikið
vatn runnið til sjávar. Markmið
Ljóssins er að styðja við þá ein-
staklinga sem hafa átt erfitt í kjölfar
veikinda, út í þjóðfélagið á nýjan
leik.
Meira: ernamagnusdottir.blog.is
Franz Jezorski, lögg. fasteignasali
Til leigu í Skútuvogi 1
Atvinnuhúsnæði - 1.223 fm – Frábær staðsetning
Þverholti 14 | 101 Reykjavík | Sími 595 9000 | Fax 595 9001 | www.holl.is | holl@holl.is
Hóll kynnir í leigu vandað skrifstofu- og lagerrými
Um er að ræða 7 einingar sem hægt er að skipta upp. Þar af 3 einingar
með aðkeyrsludyrum og 4 skrifstofupláss. Hver eining er sirka 175 fm að
stærð.
Á 3. hæð eru skrifstofu- og lagerpláss og þrennar innkeyrsludyr.
Á 4. hæð eru skrifstofur, fundarsalir, rannsóknarstofur og rúmgóður mat-
salur með vel búnu eldhúsi.
Vel útbúin rannsóknaraðstaða sem Actavis útbjó nýlega.
Veggir eru léttir og er auðvelt að breyta fyrirkomulagi á herbergjaskipan.
Góð aðstaða er fyrir starfsfólk, skápar, hengi og snyrtingar á báðum hæð-
um
Gluggar eru með sólarfilmu á gleri. Gólfefni eru dúkar, flísar og parket.
Frábær staðsetning fyrir heildsölu eða þjónustufyrirtæki.
tákn um traust
Ítarlegri upplýsingar liggja fyrir
á skrifstofu Hóls, Skúlagötu 17.
Upplýsingar gefur
Stefán Bjarni í síma 694 4388.
Jón Hólm Stefánsson
Lögg. fasteigna-, fyr-
irtækja- og skipasali
Flúðir - stórar eignarlóðir
www.gljufurfasteign.is
Til sölu þrjár skipulagðar frístundalóðir, hver um 2,2 hektarar að stærð, á
hinu eftirsótta svæði við Flúðir í Hrunamannahreppi.
Víðsýnt og fagur fjallahringur.
Hef til sölumeðferðar afar vel staðsett, 60,7 hektara land úr jörðinni Skálm-
holti í Flóahreppi, nokkru fyrir austan Selfoss. Gott aðgengi er að landinu.
Landið er gróið með fallegri fjallasýn og fjölbreyttu landslagi þar sem skipt-
ast á hraunhólar, fallegar lautir, votlendi, tjarnir og graslendi. Um er að
ræða óskipulagt land, sem býður upp á ýmsa notkunarmöguleika.
Skálmholt í Flóahreppi
Til sölu er jörðin Eima í Selvogi
Eyðijörðin Eima 171693 í Selvogi, Ölfusi, er til sölu. Um er að ræða afar at-
hyglisverða útivistarjörð, sem nær frá sjó við Strandarkirkju og upp í Geita-
fell. Stærð jarðarinnar er talin vera um 315 hektarar, grasgefið land með
taslverðu landslagi. Í landi jarðarinnar eru þekktir hellar. Á jörðinni er ekkert
íbúðarhús, en uppistandandi gömul útihús.
Upplýsingar um framangreindar eignir eru veittar á
skrifstofu Gljúfur fasteignasölu í síma 896-4761.
Guðmundur R. Lúðvíksson | 4. apríl
Engir myndlistarmenn
utan Reykjavíkur-
svæðisins?
ENN EINU sinni hef-
ur úthlutun farið fram
úr sjóðum ríkisins til
handa starfandi lista-
mönnum. Ár hvert
verður allt vitlaust og
listamenn hver í sínu horni kvarta og
kveina yfir að umsókn þeirra hafi
ekki hlotið hljómgrunn. Fáir eru þó
til í að tjá sig opinberlega vegna ótta
við að verða settir á klakann.
Meira: ludviksson.blog.is
Bjarni Már Gylfason | 3. apríl
Óboðleg rök og
rangfærslur í
Evrópumálum
EITT er að færa vond
rök fyrir máli sínu en
annað og öllu verra að
bera á borð rang-
færslur máli sínu til
stuðnings. Þetta gera
sumir andstæðingar
ESB og evru stundum, einkum þeg-
ar talað er um hagvöxt og atvinnu-
leysi. Fullyrt er að hvergi í Evrópu
sé meiri hagvöxtur en á Íslandi og
atvinnuleysi með því minnsta sem
þekkist.
Meira: bjarnimargylfason.blog.is
Sigríður Ragnarsdóttir | 4. apríl
Öryrkjar
– Ef ég væri ríkur
Hvar endar þetta? Hverjir geta
synt í land? Ekki gamla fólkið og
öryrkjarnir. En auðvitað bank-
arnir og peningamennirnir. Þessar
spurningar velta bara upp hjá
mér, sérstaklega þegar ég les í
blöðum að bankarnir eru að
tryggja sig gegn falli íslensku
krónunnar, kaupandi evrur.
En hvaða leið höfum við ör-
yrkjarnir og námsmennirnir sem
búum erlendis til að mæta þessari
tekjuskerðingu á örorkulífeyri og
námslánum?
Meira: sigridurragnarsdottir.blog.is
Albert Jensen | 3. apríl
Heilsuverndarstöðin
verði sjúkrahótel
EITT af fullkomnum vandræða-
verkum núverandi rík-
isstjórnar og R-listans
var að selja sérhann-
aða heilsustöð á besta
stað til einkaaðila.
Tveimur síðustu heil-
brigðisráðherrunum
fannst það nauðsynlegt og sá þeirra
sem nú starfar telur kostina fleirri
en gallana. Menn þurfa að hafa dul-
ræna sálfræðiþekkingu til að skilja
slíka speki.
Meira: albertjensen.blog.is
Jón Bergsteinsson | 3. apríl
Loftslagssveiflur,
varmaflæði
MILANKOVITCH
(1879–1958) var júgó-
slavneskur stjörnu-
fræðingur, sem setti
fram kenningu 1930
um orsakir ísalda.
Kenningin mætti and-
stöðu í fyrstu en öðlaðist trausta við-
urkenningu. Orsakir ísalda skýrir
hann út frá breytingum á braut og
möndulhalla jarðar. Hann sýndi
fram á að breyting í sólgeislun á
heimskautasvæðin gæti valdið um-
talsverðum loftslagsbreytingum.
Meira: jonbergsteinsson.blog.is
Þorvarður Árnason | 3. apríl
Græn stjórnmál
á Íslandi?
ERU græn stjórnmál
orðin að veruleika á Ís-
landi? Sú spurning
verður æ áleitnari eftir
því sem nær dregur al-
þingiskosningum.
Nærtækt er að líta til
útkomu sveitarstjórnarkosninganna
á sl. ári og þess fylgistaps sem
Framsóknarflokkurinn varð þar fyr-
ir. Margir skýrendur röktu tapið til
umhverfismála; að verið væri að
refsa flokknum fyrir framgöngu
hans í Kárahnjúkamálinu.
Meira: thorvardurarnason.blog.is
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
Fréttir í tölvupósti