Morgunblaðið - 05.04.2007, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
SKYLDA TIL AÐGERÐA Í
LOFTSLAGSMÁLUM
Úrskurður hæstaréttar Banda-ríkjanna um að umhverfisstofn-un Bandaríkjanna, EPA, beri í
raun skylda til að stemma stigu við los-
un koldíoxíðs og annarra gróðurhúsa-
lofttegunda markar tímamót. Hæsti-
réttur snýr sönnunarbyrðinni við í dómi
sínum og segir að umhverfisstofnunin
verði að sýna fram á að lofttegund valdi
ekki skaða ætli hún ekki að beita sér fyr-
ir því að dregið verði úr losun. Að öðrum
kosti verði hún að beita sér fyrir aðgerð-
um til að draga úr losuninni. Stofnunin
hefur í raun ekki heimild til aðgerða-
leysis nema að hafa fyrir því gild rök.
Þessi úrskurður hefur líkast til vakið
litla kátínu í Hvíta húsinu. George Bush
Bandaríkjaforseti og stjórn hans hafa
eins og kemur fram í fréttaskýringu
Kristjáns Jónssonar í Morgunblaðinu í
gær markvisst beitt sér gegn því að
setja hömlur á losun svokallaðra gróð-
urhúsalofttegunda, til dæmis með því að
setja kvaðir á bílaframleiðendur. Hann
hefur heldur ekki viljað fara eftir
Kyoto-bókuninni á þeirri forsendu að
það sé gagnslaust á meðan Kínverjar og
Indverjar séu óbundnir af henni.
Þessi úrskurður gæti haft mikil áhrif í
umhverfisverndarmálum í Bandaríkj-
unum. Hann gæti leitt til þess að um-
hverfisverndarsinnar reyni nú í auknum
mæli að fara dómstólaleiðina til að knýja
stjórnvöld til aðgerða þar sem þau hafa
verið treg til. Hann gæti einnig haft í för
með sér að það drægi úr tregðu stjórn-
valda til að setja mörk við útblæstri og
annarri mengun, sem sýnt þykir að sé
skaðleg umhverfinu.
Þessi úrskurður gæti einnig haft áhrif
út fyrir Bandaríkin, hvort sem þau
verða réttarfarsleg eða hugarfarsleg.
Til dæmis mætti velta því fyrir sér hvort
fótur væri fyrir því hér á landi að ein-
staklingar á Íslandi færu í mál við ríki
eða borg til að knýja fram aðgerðir til að
draga úr svifryki og mengun af völdum
þess.
Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra
segir í Morgunblaðinu í dag að hún líti
svo á að niðurstaðan sé mikil tíðindi og
fagnaðarefni. Aðstæður hér séu hins
vegar ólíkar þar sem Íslendingar séu
þátttakendur í Kýótó-samstarfinu og
starfi Sameinuðu þjóðanna í þessum
málum, öfugt við Bandaríkjamenn.
Árni Finnsson, formaður Náttúru-
verndarsamtaka Íslands, bendir á að
hér noti menn fremur réttarkerfið til að
verja rétt sinn en sækja fram. Hann
segir þó að fari svo að menn álíti að
væntanleg úthlutunarnefnd, sem sam-
kvæmt nýsettum lögum eigi að úthluta
losunarkvóta fyrir koltvísýring, túlki
lögin of frjálslega og veiti fyrirtækjun-
um of mikið ráðrými, geti farið svo að
nýjar leiðir verði íhugaðar.
Vonandi verður úrskurður hæstarétt-
ar Bandaríkjanna til þess að stjórnvöld
víða um heim, hvort sem það er í Banda-
ríkjunum eða á Íslandi, geri sér grein
fyrir að þau hafi ekki bara heimild til að
bregðast við þeirri óumdeildu vá, sem
blasir við í umhverfismálum, heldur beri
þeim skylda til þess, og almenningi ber
skylda til að veita þeim aðhald, hvort
sem réttarkerfið verður bakhjarl hans
eða ekki.
ÁKVÖRÐUN ÍRANA
Það hefur verið fróðlegt að fylgjastmeð deilu Írana og Breta eftir að
Íranar tóku 15 brezka sjóliða höndum
og sögðu að þeir hefðu verið í ír-
anskri landhelgi. Bretar kröfðust
þess að sjóliðarnir yrðu látnir lausir
þegar í stað og sögðu að þeir hefðu
verið í landhelgi Íraks. Íranar sögðu,
að þeir mundu láta sjóliðana lausa ef
Bretar legðu fram afsökunarbeiðni
vegna þessa atburðar. Eftir að deilan
hafði staðið í nokkra daga blandaði
Bush Bandaríkjaforseti sér í málið og
krafðist þess að brezku sjóliðarnir
yrðu látnir lausir.
Nú er auðvitað ljóst, að hafi brezku
sjóliðarnir verið í landhelgi Írana
höfðu hinir síðarnefndu fullan laga-
legan rétt til að handsama þá. Eftir
því sem bezt verður vitað hafa Bretar
ekki lagt fram óyggjandi gögn um
staðsetningu sjóliðanna en það hafa
Íranar raunar heldur ekki gert.
Hvers vegna ekki? Ef Bretar telja
sig hafa verið í fullum rétti, hvers
vegna hafa þeir ekki lagt fram gögn
þar um?
Er hugsanlegt að hið gamla ný-
lenduveldi líti svo á, að það sem Bret-
ar sjálfir mundu telja sjálfsagt ef ein-
hver væri að brjóta á þeirra lögsögu
geti Íranar ekki gert kröfu um með
sama hætti? Er tvöfalt siðgæði hér á
ferð? Er Bush Bandaríkjaforseti að
segja, að aðrar þjóðir megi ekki gera
það sem Bretar og Bandaríkjamenn
telja sjálfsagt að þeir geri?
Það er snjall leikur hjá Írönum að
láta brezku sjóliðana lausa. Með því
eru þeir að vekja athygli
Vesturlandaþjóða á því, að það eru
ekki bara hryðjuverkamenn, sem búa
í Íran. Það er vel menntuð og upplýst
þjóð, sem á sér merka sögu. Og þessi
þjóð kemur ekki fram við brezku sjó-
liðana eins og hryðjuverkamenn
mundu gera heldur eins og siðaðri
þjóð sæmir.
Og meira að segja spurning um
hvort Íranar koma kannski betur
fram við Breta í þessu máli en Bretar
sjálfir, geti ríkisstjórn Blair ekki
sýnt fram á það með óyggjandi hætti,
að sjóliðarnir hafi verið utan lögsögu
Írans.
Það hefur verið lærdómsríkt að
fylgjast með þessari deilu. Það eru
Íranar, sem standa með pálmann í
höndunum eftir þessi átök en ekki
Bretar. Það eru írönsk stjórnvöld,
sem taka ákvörðun um að láta þetta
mál ekki koma niður á brezku sjólið-
unum sem einstaklingum.
Kannski segir þetta mál okkur þá
sögu að það sé orðið tímabært að
horfa á deilur og átök þjóða út frá
fleiri sjónarhornum en hinu engilsax-
neska. Að það geti verið að stundum
hafi aðrar þjóðir rétt fyrir sér og það
séu ekki bara einhverjir ofstækisfull-
ir villimenn á ferð í ríkjum á borð við
Íran.
Í þessu máli hafa Íranar skákað
Bretum og Bandaríkjamönnum.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
ÚRSKURÐUR hæstaréttar
Bandaríkjanna í vikunni um að
EPA, umhverfisstofnun alríkis-
stjórnarinnar, eigi að berjast gegn
losun gróðurhúsalofttegunda eins
og annarri mengun, er sögð geta
hleypt af stað nýjum málshöfðun-
um vestra, m.a. til að hamla gegn
losun frá orkuverum og verksmiðj-
um. En hefur niðurstaðan áhrif hér
á landi, verður hún fordæmi?
Jónína Bjartmarz umhverfisráð-
herra segir að niðurstaðan sé mikil
tíðindi og fagnaðarefni, hún muni
án efa styrkja mjög þá þróun sem
sé að verða í átt til baráttu gegn
losun gróðurhúsalofttegunda í
heiminum almennt. En aðstæður
hér séu ólíkar, við séum þátttak-
endur í Kýótó-samstarfinu og
starfi Sameinuðu þjóðanna í þess-
um málum en Bandaríkjamenn
ekki. Hún minnir á að nú hafi verið
sett fyrstu lögin á Íslandi sem taki
á losun gróðurhúsalofttegunda og
þau ákveði losunarreglur fyrir árin
2008–2012.
Hnattræn barátta
„Baráttan gegn losun gróður-
húsalofttegunda verður að vera
hnattræn og við erum með nýju
lögunum að tryggja að við stöndum
við þjóðréttarlegar skuldbindingar
okkar,“ segir Jónína. Skipuð verð-
ur fljótlega í samræmi við nýju lög-
in nefnd til að úthluta leyfum til að
losa hér gróðurhúsalofttegundir.
loftslagsverkefni samtakann
fékk á sínum tíma norræn ve
en þar er bent á fjölmargar l
að draga úr losun gróðurhú
tegunda og einnig aðferðir
binda kolefni í jörð. Einn
verkefnið Vistvernd í verki
að því að efla lífsstíl sem
álag á umhverfið og þá einni
gróðurhúsalofttegunda.
vernd hafi m.a. rekið áróðu
hreyfilhiturum sem notaðir
að hita upp bílvélar að næ
áður en ekið er af stað á k
morgnum og minnka þanni
neytisnotkun.
Árni Finnsson, formaður
úruverndarsamtaka Íslands
aðstæður og hefðir aðrar
landi en í Bandaríkjunum, h
Hún segir að verksvið hennar verði
skýrt, slegið sé föstu í lögunum
hvað sé til úthlutunar. Fyrirtæki
sem fari fram yfir takmörkin verði
að bæta fyrir það með því að kaupa
sér mengunarheimildir eða fara út
í landgræðslu og skógrækt, þau
verði að tryggja að heildarlosunin
sé innan þeirra marka sem lögin
kveða á um.
„Ég á erfitt með að sjá fyrir mér
að félagasamtök fari að standa í
málarekstri af þessu tagi hér,“ seg-
ir Bergur Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Landverndar. „Við
höfum fremur notað þá aðferð að
vera með leiðbeinandi ábendingar
og mér sýnist að sumar af þessum
ábendingum hafi ratað inn í stefnu
stjórnvalda.“ Bergur minnir á
Fagna dómi í Was
Jónína Bjartmarz
„Baráttan gegn losun
gróðurhúsaloftteg-
unda verður að vera
hnattræn.“
Bergur Sigurðsson
„Höfum fremur notað
þá aðferð að vera
með leiðbeinandi
ábendingar“
Árni Finnsson
„ Nýju lögin eru
ræð framför en
skortir samt nok
framtíðarsýn.“
Talið ólíklegt að íslenskir náttúruverndarsinnar fari a
urhúsalofttegundum þótt það hafi borið góðan árangu
FJÖLMARGIR munu leggja land undir fót
þessa páska og virðist sem straumurinn
stefni í tvær áttir; á Ísafjörð og Akureyri.
Hjá lögregluembættum fyrir vestan og
norðan var það að frétta í gær að fólk væri
fyrr á ferð en búist var við, en reiknað er
með holskeflu í dag og á morgun. Ljóst er að
af nógu verður af taka þegar að skemmt-
unum kemur því á báðum stöðum er boðið
upp á skemmtilega dagskrá.
„Það keyra allir framhjá húsinu mínu sem
eru á leið til Ísafjarðar og ég sé beint út um
gluggann að það er miklu meiri umferð í dag
en venjulega,“ sagði tónlistarmaðurinn góð-
kunni Örn Elías Guðmundsson, sem í dag-
legu tali er oftast nefndur Mugison, um
miðjan dag í gær. Örn Elías er einn af þeim
sem halda utan um rokkhátíð alþýðunnar en
svo hefur tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suð-
ur verið nefnd. Hátíðin fer fram á Ísafirði
um helgina og mun án efa draga að sér
margan ferðalanginn enda eftir nógu að
slægjast – nærri fjörutíu hljómsveitir, eng-
inn aðgangseyrir – og hátíðin sú stærsta
hingað til.
Örn Elías segir hátíðina leggjast vel í bæj-
arbúa og segir Vestfirðinga almennt mikla
rokkara. „Helgi Björnsson og Rafn Jónsson
eru héðan og slógu eiginlega tóninn,“ segir
Örn og tekur fram að ekki sé um útihátíð að
ræða heldur mæti fólk til að uppgötva nýja
tónlist og hlusta á þá sem það hefur áður
uppgötvað.
Fjölbreytt dagskrá í
kringum skíðavikuna
Flugsamgöngur til Ísafjarðar gengu brösu-
lega til að byrja með í gær vegna hvassviðris
í Skutulsfirði og var brugðið á það ráð að
fljúga fyrstu vélinni til Þingeyrar. Síðdegis
komst flug á áætlun og reiknað er með að
fjórar vélar fljúgi til Ísafjarðar í dag og þrjár
á morgun. Að sögn starfsmanns Flugfélags
Íslands eru allar vélarnar vel bókaðar.
En það er ekki aðeins tónlist sem gestir
Ísafjarðar fá að njóta því einnig er í bænum
skíðavikan og fjölbreytt dagskrá í tengslum
við hana. Vikan var sett í gær með sprett-
göngu Núps, sem fram fer í miðbænum, og
gert er ráð fyrir að opið verði á skíðasvæð-
inu í Tungudal næstu daga þrátt fyrir að
töluvert hafi tekið upp af snjó. Þá er nægur
snjór á göngusvæði á Seljalandsdal.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á
Ísafirði er búist við metfjölda af fólki um
páskana og verður því mikill viðbúnaður við-
hafður.
Eini óvissuþátturinn á Ísafirði um
páskana er í raun veðrið. Í dag og á morgun
má búast við vægu frosti og lítilli sem engri
úrkomu en í spánni fyrir laugardag er nokk-
uð djúp l
henni töl
hærra hi
muni tey
Mikið u
Einnig e
manna á
um að ve
arfjall ve
þess sem
hjá Leik
verður a
Þá ver
húsin þa
Ferðafólk virðist fle
leið til Ísafjarðar og
Við endalínuna Skíðavikan á Ísafirði var sett í gær með
æsispennandi. Mikið af ferðafólki er á Ísafirði og væntan
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is