Morgunblaðið - 05.04.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.04.2007, Blaðsíða 32
Morgunblaðið/G.Rúnar Undrun „Flestir náðu að muna öll 100 atriðin á mjög skömmum tíma og fannst það ótrúleg upplifun,“ segir Steinová sem kynnti minnisþjálfun fyrir starfsfólki í öldrunarþjónustu H vað heitir hún aftur, stelpan hans Nonna frænda? Hvenær átti ég tíma hjá augnlækninum? Hvaða námi var sonardóttirin aftur að ljúka á dögunum?“ Það er gömul saga og ný að minninu virðist hraka með aldrinum. „Æi, ég er orðin svo gleymin,“ er viðkvæði sem barnabörn heyra gjarnan hjá öfum sínum og ömmum og er greinilegt að sjálfstraustið er ekki upp á marga fiska þegar þetta ber á góma. Tékkinn Danuse Steinová segir þetta ekki þurfa að vera algilt. „Eldra fólk getur lært hvað sem er ef einhver kennir því hvernig á að fara að því,“ segir hún. „Minnisþjálfun gengur út á að læra hvernig má vinna úr upplýsingum með skilvirkum hætti þannig að þær varðveitist og hægt sé að reiða sig á þær hvenær sem er í framtíðinni.“ Steinová er hagfræðimenntuð en hefur ekki starfað við það fag heldur sérhæft sig síðar í menntun og minnisþjálfun, ekki síst þar sem gamalt fólk er annars vegar. Meðal annars hef- ur hún staðið fyrir ýmiskonar námi þvert á kyn- slóðir þar sem ungir og aldnir mennta sig hlið við hlið. Hún kynntist fyrst minnisþjálfun árið 1993 og hefur starfað við og stuðlað að menntun minnisþjálfara bæði í heimalandi sínu sem og vítt og breitt um heiminn æ síðan. Hér á landi er hún stödd í tilefni af 85 ára afmælis dvalar- og hjúkrunarheimilisins Grundar og 100 ára fæðingarafmælis Gísla Sigurbjörnssonar, for- stjóra heimilisins, til að kynna minnisþjálfun fyrir fólki sem starfar víðs vegar um landið við umönnun aldraðra. Minnisatriði flokkuð niður Minnisþjálfunin er byggð á ævafornri grískri aðferð sem kallast Mnemonics. „Um er að ræða tækni sem auðveldar fólki að geyma upplýs- ingar á skilvirkan og traustan hátt,“ segir Steinová. „Eitt það besta við hana er hversu fljótvirk hún er því þannig eykst sjálfstraust gamla fólksins mjög hratt. Við köllum okkar meðferð „Therapy of plesant shock“. Ef fólk kvartar undan því að það sé orðið gleymið segj- um við ekki: „Ekki hafa áhyggur, við munum hjálpa þér og eftir svolítinn tíma muntu ná ár- angri.“ Þvert á móti segjum við: „Það er ekki satt að þú munir ekki. Þú manst. Í raun ertu snillingur en þú hefur ekki vitað af því vegna þess að þú vissir ekki hvernig þú ættir að geyma upplýsingarnar. Í raun hefurðu van- metið eigin hæfileika.“ Eftir tuttugu mínútur með Mnemonics-tækninni verður viðkomandi mjög undrandi og getur ekki trúað því hvað hann gat munað í raun.“ Í stuttu máli sagt gengur tæknin út á að flokka upplýsingar og fækka þannig minn- isatriðum. „Skammtímaminni okkar hefur svo takmarkaða getu til að geyma upplýsingar. Það getur aðeins tekið við fimm til níu atriðum í einu og eiginlega eru sjö atriði strax of mikið. Ef þú getur hins vegar skipt upplýsingunum upp í flokka þannig að úr verða færri en sjö flokkar er miklu auðveldara fyrir heilann að muna þær. Og það er ótrúlegt hversu oft er hægt að flokka upplýsingar niður. Mér hefur tekist að beita þessari aðferð með fólki sem er á tíræðisaldri og því hefur tekist að muna innkaupalista með allt að 250 atriðum á. Hér á Íslandi hef ég lagt fyrir starfsfólk að læra utan að lista með 100 at- riðum á og fyrstu 100 stafina í hlutfallstölunni pí. Flestir náðu að muna öll 100 atriðin á mjög skömmum tíma og fannst það ótrúleg upplifun. Hér hef ég líka lagt fyrir fólk að læra utanað nöfn 43 Bandaríkjaforseta í réttri tímaröð.“ Sjálfstraust lykilatriði Steinová segir mikilvægt að einbeita sér að nýjum upplýsingum frekar en að rifja upp gamlar minningar. „Það sem er í langtímaminn- inu er þar – það er löngu búið að vinna úr því á skilvirkan hátt. Brothættasti hluti minnis okkar er skammtímaminnið því þangað fara ut- anaðkomandi upplýsingar og það veltur svo mikið á hæfni viðkomandi hvort þær geymast eða glatast. Við viljum að þær varðveitist þann- ig að hægt sé að ganga að þeim í langtímaminn- inu þegar viðkomandi þarfnast þeirra.“ Hún segir upplýsingar á borð við nöfn forseta eða fyrstu 100 tölustafina í pí hentugar til minn- isæfinga, einfaldlega vegna þess að þær eru fyr- irliggjandi. „Við viljum auka sjálfstraust gamla fólksins hratt. Það þarf líka að geta vakið að- dáun annarra með kunnáttu sinni. Eldri borg- arar hafa ekki svo mörg tækifæri til að sanna að þeir séu hæfir en þessi aðferð gerir þeim kleift að ná sama árangri og unga fólkið. Barnabarnið verður líka algerlega gáttað ef amma man 100 tölustafi í röð – slíkt leiðir til þess að þeir sem yngri eru fara að umgangast þá eldri sem jafn- ingja.“ Sjálfstraust er lykilatriði í minnisþjálfuninni að sögn Steinová. „Um leið og tekist hefur að sannfæra fólk um að það geti munað byrjar það að nálgast allar nýjar upplýsingar með jákvæð- um væntingum um að það eigi eftir að muna þær. Og þessar jákvæðu væntingar hafa bein áhrif á árangurinn – fólki gengur betur að muna. Þetta er eins og lítið kraftaverk.“ Ef marka má Steinová er hægt að nota að- ferðina á alla nema þá sem þjást af Alzheim- erssjúkdómnum. „Þeir eru ekki í standi til að taka við nýjum upplýsingum svo í slíkum til- fellum þarf að leita í langtímaminnið – í það sem var geymt þar áður en sjúkdómurinn gerði vart við sig og er þar enn. Eftir því sem sjúkdóm- urinn verður alvarlegri verður minna og minna eftir í minninu sem hægt er að nota en í upphafi sjúkdómsins er úr býsna miklu að moða. Þá er hægt að nota ólíkar æfingar til að hægja á sjúk- dómnum. En þegar ekki er um Alzheimers að ræða er hægt að hjálpa fólki gríðarlega með að vinna úr nýjum upplýsingum á skilvirkan hátt.“ Heimsókn Steinová nú var fyrst og fremst til kynningar á minnisþjálfun en líkur eru á því að hún komi aftur til landsins á næsta ári og haldi fimm daga námskeið fyrir starfsfólk í öldr- unarþjónustu. Er gert ráð fyrir að þaðan verði útskrifaðir fulllærðir einstaklingar í minn- isþjálfun. Eins og lítið kraftaverk Hvernig getur fólk á tíræðisaldri lært utan að innkaupalista upp á rúmlega tvö hundruð atriði? Hvernig getur það munað hundrað fyrstu tölustafina í hlut- fallstölunni pí? Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ræddi við minnisþjálfarann Danuse Stein- ová frá Tékklandi. Í HNOTSKURN » Skammtímaminnið getur aðeins tek-ið við fimm til níu atriðum í einu. » Með því að skipta upplýsingunumupp í flokka þannig að úr verða færri en sjö flokkar er miklu auðveldara fyrir heilann að muna þær. Hægt er að end- urflokka upplýsingar aftur og aftur til að auka minnisgetuna. » Mnemonics-tæknin gerir eldri borg-urum kleift að sanna sig og ná sama árangri og unga fólkið. Slíkt leiðir til þess að þeir sem yngri eru fara að umgangast þá eldri sem jafningja, segir Steinová. » Sjálfstraust er lykilatriði í minn-isþjálfun því þegar tekst að sannfæra fólk um að það geti munað byrjar það að nálgast allar nýjar upplýsingar með já- kvæðum væntingum sem aftur hefur já- kvæð áhrif á árangurinn. heilsa 32 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ SKORTUR á C-vítamíni gæti verið orsök fyrirburafæðinga, ef marka má nýja norska doktorsrannsókn. Í rannsókninni eru fyrirburafæð- ingar raktar beint til gens sem flyt- ur C-vítamín en þetta styður fyrri rannsóknir sem sýna fram á að skorti konu C-vítamín geti það auk- ið hættuna á því að hún fæði fyrir tímann. Er þá miðað við að barnið fæðist meira en þremur vikum fyrir áætlaðan fæðingardag. Áður hefur verið sýnt fram á samhengi milli lítillar neyslu ávaxta og grænmetis og fyrirburafæð- ingar. Gert hefur verið ráð fyrir að C-vítamín leiki þar stórt hlutverk, en án þess þó að það hafi verið vit- að með vissu. Rannsóknina gerði Hans Christi- an Erichsen, læknir við barnadeild Buskerud-sjúkrahússins í Noregi. Með aðstoð kollega sinna kortlagði hann tvö gen sem eru mikilvæg fyrir flutning C-vítamíns í lík- amanum. Vísindamennirnir greindu erfða- efni um 250 kvenna sem höfðu fætt fyrir tímann og u.þ.b. 500 kvenna sem fæddu á réttum tíma. Í ljós kom að konur með þekkt afbrigði af öðru geninu voru þrefalt líklegri til að fæða fyrir tímann en aðrar. „Okkur finnst sennilegt að þetta afbrigði valdi því að konurnar taki verr upp C-vítamín en aðrar og að skortur á því auki hættuna á að fæða fyrir tímann,“ segir Erichsen í samtali við forskning.no. Hann segir þó of snemmt að setja fram afgerandi niðurstöður. „Við vitum ekki fyrir víst hvort C- vítamín er orsakavaldurinn í þessu sambandi. Hins vegar styrkja fyrri rannsóknir á mataræði sem og nið- urstöður rannsóknar okkar grun um að C-vítamínskorti gæti verið um að kenna.“ Fyrirburafæðingar eru aðalorsök sjúkrahúsinnlagna kornabarna og fyrirburar eru einnig viðkvæmari fyrir ýmsum sjúkdómum en þeir sem fæðast á eðlilegum tíma að því er fram kemur í samantekt rann- sóknarinnar. Þar segir enn fremur að sjúkrahúsinnlagnir og sjúkdóm- ar hafi mikið álag í för með sér, bæði fyrir foreldra og barn, og séu þar að auki kostnaðarsamar fyrir samfélagið. Reuters Agnarsmár Ný norsk doktorsrannsókn leiðir getum að því að skorti konu C-vítamín geti það aukið hættuna á því að hún fæði fyrir tímann. Fyrirburafæðing- ar tengdar C-vítamínskorti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.