Morgunblaðið - 05.04.2007, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.04.2007, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2007 9 FRÉTTIR                 ! Laugavegi 63 • S: 551 4422 Vorlínan í yfirhöfnum Opið á laugardaginn frá kl. 10-15 ÚTFÖR Þráins Guðmundssonar, fyrrverandi forseta Skáksambands Íslands, var gerð frá Grafarvogskirkju í gær að viðstöddu fjölmenni. Séra Vigfús Þór Árnason jarðsöng. Kistuna báru úr kirkju Friðrik Ólafsson stór- meistari (lengst til vinstri), Einar S. Einarsson, fyrrver- andi forseti Skáksambandsins, Jón L. Árnason stór- meistari, Helgi Ólafsson stórmeistari, Guðmundur Magnússon, fyrrverandi fræðslustjóri (fremstur til hægri), Guðmundur G. Þórarinssoon, fyrrverandi for- seti Skáksambandsins, Jóhann Hjartarson stórmeistari og Áskell Örn Kárason, fyrrverandi forseti Skák- sambandsins. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Útför Þráins Guðmundssonar UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur beint þeim tilmælum til mennta- málaráðuneytisins að það breyti stjórnsýsluframkvæmd sinni og geri viðeigandi ráðstafanir til að rétta hlut þeirra framhaldsskólanema sem hafa þurft að bera kostnað vegna náms við tónlistarskóla. Umboðsmaður kemst að þeirri niðurstöðu í áliti frá 2. apríl að ríkið hafi ekki fullnægjandi lagaheimild til að skipuleggja starf framhaldsskóla ríkisins með þeim hætti að gera nemendum að greiða fyrir tónlistar- nám sem þeir sæki til sérstakra tón- listaskóla þegar tónlistarnámið myndi hluta af því námi sem þeir hefðu valið í viðkomandi framhalds- skóla. Umboðsmaður fékk kvörtun frá tveim aðilum vegna ákvarðana um skilyrði sem sveitarfélög höfðu sett um kostnaðarþátttöku í tónlistar- námi í tónlistarskólum og var athygli umboðsmanns vakin á stöðu þeirra framhaldsskólanemenda sem stunda nám á námsbrautum þar sem þeir þyrftu m.a. að ljúka ákveðnum ein- ingafjölda í tónlistarnámi ef þeir ætl- uðu að útskrifast af viðkomandi námsbraut. Umboðsmaður bendir á að um framhaldsskóla og þjónustu þeirra gildi sú almenna regla stjórnsýslu- réttarins að til þess að þeir sem nytu þjónustu stofnunarinnar yrðu krafð- ir um fégjald eða greiðslu fyrir hana yrði að vera lagaheimild til þess. Líta þyrfti til þeirra grunnreglna sem leiddu af stjórnarskrá og alþjóðleg- um skuldbindingum sem ríkið hefði undirgengist á þessu sviði. Borgi ekki sjálfir Menntamálaráðuneytið komi til móts við kostnað fram- haldsskólanema í tónlistarskólum að áliti umboðsmanns Blönduós | FERÐ fjögurra ungra Breta á leið sinni suður yfir hálendið á skíðum lauk á áttunda degi, mun fyrr en þeir ætluðu. Mennirnir lögðu af stað upp úr Eyjafirði 28. mars og gerðu ráð fyrir því að koma til byggða við Gullfoss þann 9. apríl. Björgunarsveitirnar í A-Húna- vatnssýslu komu að björgun fjór- menninganna í gær. Þeir stóðu þá frammi fyrir Blöndu í öllu sínu veldi, gjörsamlega ófærri, norðaustur af Hofsjökli neðan við Blöndukvíslar, líklega nálægt Eyfirðingakvísl. Bretarnir sem á hálendið lögðu eru góðir vinir og skólafélagar og stunda nám við háskólann í Swansea á Bretlandi. Eins og fyrr greinir lögðu þeir upp úr Eyjafirði þann 28. mars og gerðu ferðaáætlun í samráði við íslenskar björgunarsveitir. Fyrst í stað gekk allt vel, í Laugafell, en úr því fór að syrta í álinn. Krapi og mjög erfitt færi Að sögn þeirra félaga var ferðin úr Ingólfsskála norðan Hofsjökuls í Hveravelli afar erfið, því þar sem þeir áttu von á snjó var krapi og mjög erfitt færi. Ár sem á vegi þeirra urðu voru illfærar og kom fyrir að þeir sukku í vatn upp undir háls. Vegna þessa sögðu þeir að sér hefði nánast alltaf verið kalt og færið þess valdandi að vegalengd sem átti að taka tvo daga varð að fjögurra daga torleiði. Þeir félagar voru vel útbúnir og höfðu meðal annars með sér gervi- hnattarsíma og voru í sambandi við tengilið í Reykjavík sem gerði björg- unarsveitum í A-Húnavatnssýslu við- vart um að hjálpar væri þörf. Íslandsferðin mikil áskorun Aðspurðir hvernig þeim hefði dott- ið í hug að koma til Íslands og takast á við hálendið sögðu þeir það vera mikla áskorun en snjóleysið og hlý- indin hefðu verið þeirra helsti óvinur. Björgunarsveitirnar á Blönduósi og Skagaströnd komu með þá félaga á Blönduós um klukkan hálfsjö í gær- kvöldi og héldu þeir ferð sinni áfram til Reykjavíkur með áætlunarbifreið. Mennirnir, sem heita Sebastian, Ga- reth, David og Graham voru óbug- aðir og heilir heilsu þegar þeir héldu frá Blönduósi og var þeim ofarlega í huga þakklæti til þeirra ágætu manna sem stóðu að björgun þeirra. Stóðu frammi fyrir Blöndu í öllu sínu veldi Fjórum breskum ferðalöngum bjargað úr háska Jón Sigurðsson VÍS hefur gengið til samstarfs við Borgarleikhúsið um uppsetningu á söngleiknum Gretti og var sam- starfssamningur undirritaður á stóra sviði Borgarleikhússins sl. þriðjudag að viðstöddum listamönn- um sýningarinnar. Guðjón Pedersen leikhússtjóri sagði við það tilefni að ánægjulegt væri að fá svo stöndugt fyrirtæki sem VÍS er til að styðja við uppfærsluna á Gretti. Hafði hann á orði að leikhúsið gæti þurft á VÍS að halda til að tryggja leikarana en eins og allir vita fékk Halldór Gylfason, sem leikur Gretti sjálfan, grettistak í bakið í síðustu viku sem varð til þess að fresta þurfti frumsýningunni. Ásgeir Baldurs, forstjóri VÍS, lýsti mikilli ánægju með að fá tæki- færi til að taka þátt í þessu verkefni. Hann sagðist bíða spenntur eftir að endurnýja kynnin við Gretti. Ásgeir Baldurs og Guðjón Peder- sen leikhússtjóri undirrituðu sam- starfssamninginn. VÍS og Borgarleik- húsið í samstarf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.