Morgunblaðið - 05.04.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.04.2007, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á fimmtugs- aldri til níu mánaða fangels- isvistar en frestað fullnustu sex mánaða af refsingunni, fyrir brot gegn valdstjórninni, þjófnað og vopnað rán. Honum er að auki gert að greiða vátryggingafélagi tæpar 500 þúsund krónur í skaða- bætur. Ákæran var í þremur liðum og í þeim fyrsta var manninum gefið að sök að hafa hótað tveimur lög- reglumönnum með hafnabolta- kylfu í mars á síðasta ári. Í hinum tveimur var um rán að ræða, ann- ars vegar í versluninni Gulli og demöntum þar sem maðurinn braut rúðu og stal munum upp á 370 þúsund krónur. Hins vegar fór hann inn í söluturn í Hafnarstræti og bað um tvo pakka af vindling- um og sælgæti í poka, í kjölfar af- hendingar tók maðurinn upp ham- ar, ógnaði afgreiðslukonu og heimtaði 10 þúsund krónur úr sjóðvél. Maðurinn játaði sök en sagðist ekki muna eftir að hafa framið vopnað rán – útilokaði það þó ekki. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að maðurinn hefur ekki gerst sekur um refsiverðan verkn- að áður og var það virt honum til refsilækkunar. Þótti því ástæða til að skilorðsbinda dóminn. Héraðsdómarinn Ásgeir Magn- ússon kvað upp dóminn. Kolbrún Benediktsdóttir fulltrúi sótti málið af hálfu ákæruvaldsins en Sig- mundur Hannesson hrl. varði manninn. Ógnaði með klaufhamri SKÓLAGJÖLD í Landakotsskóla verða lækkuð frá og með byrjun næsta skólaárs og verða gjöldin sem hér segir: fyrir nemendur í fimm ára bekk kr. 8.000 og aðra nemendur 13.000. Systkinaafsláttur verður 20% með öðru barni, 50% með þriðja barni og gjaldfrjálst verður fyrir fjórða og fleiri börn. Forsenda lækkananna er ákvörð- un menntaráðs Reykjavíkur um verulega aukið framlag borg- arinnar til einkarekinna grunn- skóla, segir í foreldrabréfi stjórnar Landakotsskóla. Landakotsskóli lækkar gjöldin RANNSÓKN sýslumannsembætt- isins á Selfossi á Byrgismálinu svo- nefnda er lokið og hafa rannsókn- argögn verið send ríkissaksóknara. Samkvæmt upplýsingum frá emb- ættinu verður á næstunni tekin ákvörðun um hvort frekari rann- sókn þurfi eða henni sé að fullu lok- ið. Ef henni er lokið verður tekin afstaða til þess hvort málið sé lík- legt til sakfellis. Miðað er við að ákvörðun liggi fyrir innan mán- aðar, ef ekki þarf frekari rann- sóknar við. Ákvörðun innan mánaðar Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is ÍSLENSKAR heilbrigðisstofnanir hafa ekki ákvæði í innkaupastefnu sem taka á þrælkun barna við framleiðslu á vörum sem stofnanirnar kaupa og nota við rekstur sinn, eða önnur slík at- riði. Framkvæmdastjóri Innkaupastofu heilbrigð- isstofnana telur einsýnt að litið verði til umræðu um barnaþrælkun við endurskoðun innkaupa- stefnu heilbrigðisstofnana. Ekkert bendir til að ís- lenskir innflytjendur lækningatækja og annarra rekstrarvara fyrir heilbrigðisstofnanir hafi á boð- stólum vörur frá löndum þar sem barnaþrælkun viðgengst. Fram hefur komið að áhöld sem notuð eru á dönskum heilbrigðisstofnunum hafa verið fram- leidd af pakistönskum börnum í þrælkunarvinnu. Yfirvöld í Danmörku eru að endurskoða innkaup sjúkrahúsa af því tilefni. Bjarni Arthursson, framkvæmdastjóri Inn- kaupastofu heilbrigðisstofnana sem starfar á veg- um heilbrigðisráðuneytisins, segir að umræða um að vörur til lækninga séu framleiddar við þessar aðstæður sé svo ný af nálinni að ekki hafi gefist ráðrúm til að kanna hvort hún ætti við hér á landi. Hann segir að enginn vilji styðja barnaþrælkun en tekur um leið fram að erfitt geti verið að finna út úr því hvaðan vörur séu komnar. Valgerður Bjarnadóttir, sviðsstjóri innkaupa og vörustjórnunarsviðs á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi, segir að umræðan í Danmörku veki menn til umhugsunar um þessi mál. Hún segir að öll innkaup fari fram hjá innlendum birgjum og kveðst hún ekki hafa upplýsingar um að vörur sem sjúkrahúsið noti séu framleiddar við þær aðstæð- ur sem rætt er um þar. Hún segir að málið verði skoðað nánar. Bjarni Arthursson segir ekki langt síðan heil- brigðisstofnanir settu sér innkaupareglur. Þær séu nú í endurskoðun og telur hann einsýnt að litið verði til þessarar umræðu við það. Bjarni mun hafa samband við starfsfélaga sína á Norðurlönd- unum til að afla upplýsinga um stöðu mála þar. Þrýstingur að austan Andrés Magnússon, formaður Félags íslenskra stórkaupmanna, segir að fyrirtæki innan vébanda FÍS kaupi lækningatæki og hjúkrunarvörur frá virtum evrópskum og amerískum framleiðendum, aðallega frá Evrópu. Hann segir fyrirtækin stöð- ugt fá tilboð frá framleiðendum í Kína og öðrum Asíulöndum, bæði um kaup á lækningatækjum og einnota vörum, en þeim sé hafnað. Segir hann hugsanlegt að grisjur og fleiri einnota vörur komi að einhverju leyti frá Kína. Eftir könnun sem hann gerði meðal nokkurra fyrirtækja í gær telur Andr- és það hafið yfir allan vafa að engin lækningatæki sem boðin séu til sölu hjá fyrirtækjum hér á landi komi frá löndum þar sem barnaþrælkun þekkist. Innkaupin skoðuð nánar  Ekki talið að lækningatæki frá löndum þar sem barnaþrælkun þekkist séu flutt hingað  Engin ákvæði í innkaupastefnu heilbrigðisstofnana sem taka á þrælkun Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is FJÓRÐA kynslóð fjarskiptatækni verður boðin hér á landi síðar á þessu ári og verður fyrst í svokall- aðri fastamóttöku, að sögn Jóhanns Óla Guðmundssonar, eiganda Wire- less Broadband Systems (WBS). Með fastamóttöku er átt við staðbundn- ari notkun en t.d. farsímanotkun. Jó- hann keypti nýlega allt hlutafé í Hive og ætlar að sameina Hive, Atl- assíma og eMax. Nýja félagið mun einbeita sér að fjórðu kynslóð fjar- skipta. Fjórðu kynslóðartæknin, sem WBS hefur unnið að þróun á hér og í Þýskalandi, undir stjórn dr. Sigfúsar Björnssonar, mun nýta „frjálsar tíðnir“ neðarlega á tíðnibandinu. Það á sinn þátt í að fjórðukynslóð- artæknin á að verða mjög hagkvæm fyrir neytendur. Fyrirtæki sem nýta þessar tíðnir þurfa ekki að borga sérstaklega fyrir afnot af þeim en verða að hafa fjarskiptaleyfi og lúta almennum reglum um fjarskipti. Farsímar af þriðju kynslóð hafa verið í notkun erlendis um hríð og eru nú að halda innreið sína hér á landi. Til að gefa hugmynd um mun- inn á þriðjukynslóðarfarsíma og GSM hefur honum verið líkt við þeg- ar ADSL-tölvutengingar komu í stað ISDN eða hægari tenginga. Þegar litið er til þess að fjórða kynslóð fjar- skipta á að verða tífalt öflugri en sú þriðja er hægt að ímynda sér þá byltingu sem nú hillir undir. Jóhann Óli tók fram að með fjórðu kynslóð væri ekki einungis átt við farsíma, heldur heildstæða fjar- skiptaþjónustu sem nái til dreifingar sjónvarps, nettenginga og síma. Af- kastageta fjórðukynslóðarkerfa anni öllum þessum þáttum fjarskipta auðveldlega samtímis í miklum gæð- um. Til dæmis taki örskotsstund að hlaða niður kvikmyndum og hægt að horfa á fjölda sjónvarpsrása sam- tímis auk þess að nota tölvuteng- ingar. Hágæðafarsímakerfi (WiFi) hafa verið notuð í Asíu. Þessi tækni var fyrst hönnuð sem innanhústækni en síðar þróuð sem fullgild utanhúss fjarskiptatækni og þá einungis sem símatækni. Til er staðall fyrir fjórðu kynslóð farsíma Mobile-WiMax 802.16e og taldi Jóhann Óli líklegt að símatækin kæmu á markað öðru hvorum megin við næstu áramót eða nokkrum mánuðum á eftir fyrri hluta fjórðu kynslóðarinnar sem áð- ur var getið. FJÓRÐA KYNSLÓÐ FJARSKIPTA VÆNTANLEGA BOÐIN SÍÐAR Á ÁRINU Morgunblaðið/Kristinn Bylting Þróunin frá NMT til fjölhæfra fjarskiptatækja af þriðju kynslóð er til marks um þróun sem ekki sér fyrir endann á. Fjórða kynslóðin nálgast óðum. Hagkvæmari og öflugri fjarskiptatækni í örri þróun Í HNOTSKURN »Fyrsta kynslóð þráðlausrafjarskiptatækja var hlið- ræn líkt og NMT-símarnir. »Önnur kynslóð var stafræn(GSM) en með takmarkaða gagnaflutningsgetu. 2,5 kyn- slóðin hefur meiri gagnaflutn- ingsgetu (GPRS og EDGE). »Þriðja kynslóð (IMT-2000og UMTS) hefur mun meiri gagnaflutningsgetu og getur því flutt myndstrauma á borð við sjónvarp, myndsímtöl og auðveldar netsamskipti. »Fjórða kynslóð fjarskiptaflytur gögn tífalt hraðar en þriðja kynslóðin gerir. Eftir Andra Karl andri@mbl.is ÞRJÁR misalvarlegar líkamsárásir hafa verið gerðar í vikunni og í tveimur tilvikum virðist sem ekkert tilefni hafi verið auk þess sem þær áttu sér stað um bjartan dag. Síðdegis á sunnudag var ráðist á fatlaðan mann í Austur- stræti og af honum tekinn farsími, á þriðjudag var svo ráðist að ungu pari þar sem það beið eftir strætó. Auk þess er við hæfi að minnast á hrottalega tilefnislausa árás sem átti sér stað á nýársnótt í Reykjavík, þar sem þrír piltar mis- þyrmdu tveimur mönnum, en annar þeirra höfuðkúpubrotnaði. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði og afbrotafræðingur við Háskóla Íslands, seg- ist ekki telja að um neina einhlíta skýringu sé að ræða á slíku athæfi og segist ekki merkja að um hrinu tilefnislausra árása sé að ræða. „Ef maður skoðar svona mál almennt sér maður að ekki er um fjölgun á þeim að ræða, fremur fækkun,“ segir Helgi. „En eðli þessara mála er að þetta stingur í augu þar sem engin sjáanleg ástæða er fyrir brotinu, heldur fyrst og fremst ófyrirleitni. Maður hlýtur að staldra við svona dæmi sem erfitt er að skilja og velta fyrir sér þessu umhverfi sem ungt fólk er í, þessu áreiti, efnishyggju og sérhyggju svo eitthvað sé nefnt.“ Helgi vill þó ekki gera of mikið úr þessu, t.a.m. með tilliti til almennrar þróunar ef borið er saman við fyrri ár. „Þróunin og hlutirnir eru á leið til hins betra, þetta verður aldrei full- komið en í það heila eru hlutirnir betri en þeir voru fyrir tíu árum – og það er þveröfugt við það sem talað er um. Núna eru menn sér betur meðvitandi um rétt sinn og eru viljugri til að kæra, og þrátt fyrir það er kærum að fækka.“ Ekki um fjölgun að ræða – fremur fækkun Afbrotafræðingur segir enga eina skýringu á til- efnislausum árásum – þeim fari þó ekki fjölgandi Morgunblaðið/Sverrir Helgi segir menn meðvitaðri um rétt sinn í dag en fyrir tíu árum og fljótari til að kæra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.