Morgunblaðið - 05.04.2007, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 05.04.2007, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2007 55 Auglýstu atburði á þínum vegum hjá okkur Hafðu samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 569 1100 • Tónleika • Myndlistarsýningar • Leiksýningar • Fundi • Námskeið • Fyrirlestra • Félagsstarf • Aðra mannfagnaði árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Lokað. Gleðilega páska. Félagsstarf Gerðubergs | Lokað um páskana, næst opið þriðjud. 10. apríl kl. 9. Starfsfólk sendir þátttakendum, samstarfsaðilum og velunnurum um land allt, bestu óskir um gleðilega páskahátíð. Gjábakki, félagsstarf | Þriðjudaginn 10. apríl kl. 20 kynnir Ingibjörg Harðardóttir lektor við Kenn- araháskóla Íslands niðurstöður úr rannsókn um framlag eldri borgara til samfélagsins. Fyrirspurnir að lokinni kynningu. Hollustuveitingar. Allir vel- komnir. Hæðargarður 31 | Allir velkomnir. Vordagskráin liggur frammi. Hali í Suðursveit 20.-22. apríl. Hald- ið upp á afmæli Hæðargarðs 31 dagana 25.-31. Ekki missa af öllu vorfjörinu. Kíktu í morgunkaffi eftir páska. s. 568-3132. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12. Altarisganga. Messa á Seli kl. 15. Leiksýning kl. 20. Boðunarkirkjan | Altarisganga í kvöld kl. 20. Boð- ið upp á léttan kvöldverð á eftir og fótaþvott eins og Jesús gaf okkur fyrirmynd að. Mjög hátíðleg og innileg stund. Verið velkomin. Fríkirkjan í Reykjavík | Helgistund á morgun kl. 17. Lesið verður úr Pássíusálmum Hallgríms Pét- urssonar. Bæn og íhugun. Anna Sigríður Helga- dóttir og Carl Möller munu flytja Á föstudaginn langa eftir Pál Ísólfsson við ljóð Davíðs Stef- ánssonar, frá Fagraskógi. Hjörtur Magni Jóhanns- son þjónar. Fríkirkjan Kefas | Brauðsbrotning kl. 20.30. Að henni lokinni verður lofgjörðarkvöld þar sem leikin verða lög sem tengjast páskunum. Allir velkomnir. Hjálpræðisherinn í Reykjavík | Páskasamkoma í kvöld kl. 20 með páskamáltíð (ath. skráning í síma 561-3203). Umsjón: Ester Daníelsdóttir. Sönghóp- urinn Korilena syngur. KFUM og KFUK | Samkvæmt langri hefð er tekið fundarhlé í AD KFUM á skírdag. Næsti fundur verður 12. apríl. Landspítali Háskólasjúkrahús, Grensás | Guðs- þjónusta kl. 14. Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson, organisti Helgi Bragason. Landspítali Háskólasjúkrahús, Hringbraut | Guðsþjónusta. Altarisganga Sr. Bragi Skúlason og sr. Kjartan Örn Sigrubjörnsson, organisti Helgi Bragason. Laugarneskirkja | Messa í kvöld kl. 20. Altarið af- skrýtt. Sr. Hildur Eir Bolladóttir prédikar og þjónar ásamt Sigurbirni Þorkelssyni meðhjálpara og fulltrúum lesarahóps og sóknarnefndar. Kór kirkj- unnar leiðir safnaðarsöng undir stjórn og við und- irleik Gunnars Gunnarssonar tónlistarstjóra. Allir velkomnir. Óháði söfnuðurinn | Samkirkjuleg guðsþjónsta á vegum Samstarfsnefndar kristinna trúfélaga á Ís- landi í kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg í dag kl. 11. Sr. Pétur Þorsteinsson þjónar fyrir altari og Högni Valsson, forstöðumaður Vegarins, pré- dikar. Miriam Óskarsdóttir og Óskar Jakobsson syngja og spila. Skriðuklaustur | 21 Passíusálmur eftir Hallgrím Pétursson verður lesinn á föstudaginn langa kl. 14. Vegurinn kirkja fyrir þig | Smiðjuvegi 5. Fireproof - páskamót. Þrjár samkomur í dag, kl. 10 Gunnar Wiencke, kl. 14 Johannes Amritzer frá Svíþjóð, kl. 20 Thomas Jonsson frá Svíþjóð. Kraftmikill boð- skapur sem á erindi til okkar allra í dag. Hjart- anlega velkomin. Dagskrá sjá: www.vegurinn.is Vídalínskirkja Garðasókn | Í kvöld verður helgi- stund í Vídalínskirkju kl. 22, með altarisgöngu. Sr. Friðrik J. Hjartar og Nanna Guðrún djákni þjóna. Altarið verður afskrýtt í lok stundarinnar. Kór Ví- dalínskirkju leiðir lofgjörðina. Molasopi í lokin. Þorlákskirkja | Nú stendur yfir farandssýningin Kristur um víða veröld. Þetta eru yfir tuttugu myndir (eftirprentanir) sem sýna þjáningu og/eða krossfestingu Krists með augum listamanna frá ólíkum menningarheimum veraldar. Sýningin verð- ur opin um bænadaga og páska. Gullbrúðkaup | Gullbrúð- kaup eiga, þann 6. apríl, hjón- in Haraldur Stefánsson fv. slökkviliðsstjóri og frú Erla Ingimarsdóttir. Þau eru að heiman. Hægt er að hafa sam- band í síma 001 407 256 3955 / 001 407 658 9939 og í eftirfar- andi heimilsfangi: 16674 Ced- ar Run Drive, Orlando, Flo- rida, 32828. 80ára afmæli. Í dag, 5.apríl, er áttræð Sigríð- ur Siggeirsdóttir, Hæð- argarði 35, Reykjavík. Af því tilefni tekur hún á móti gest- um í félagsmiðstöðinni Hæð- argarði 31, Reykjavík á morg- un, 6. apríl (föstudaginn langa), milli kl. 12 og 15. 60ára afmæli. Í dag, 5.apríl, er sextugur Sæv- ar Örn Stefánsson, rannsókn- arlögreglumaður, Álftamýri 16, Reykjavík. Hann verður að heiman á afmælisdaginn. MORGUNBLAÐIÐ birtir til- kynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót o.fl. lesendum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánu- dagsblað. Samþykki afmæl- isbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Hægt er að hringja í síma 569-1100 eða sent á net- fangið ritstjorn@mbl.is. Einn- ig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. dagbók Í dag er fimmtudagur 5. apríl, 95. dagur ársins 2007 Orð dagsins: En hjálparinn, andinn heilagi, sem faðirinn mun senda í mínu nafni, mun kenna yður allt og minna yður á allt það, sem ég hef sagt yður. (Jóh. 14, 25.) Uppeldis- og mennt-unarfræðiskor HÍ efnir tilmálstofu 11. apríl næstkom-andi, kl. 12.20 í stofu 301 Árnagarði. Yfirskrift málstofunnar er Börn kerfisins: Uppeldi, menntun og tíðarandi. Fyrirlesarar eru Bragi Guðbrands- son forstjóri Barnaverndarstofu og Stefanía Sörheller uppeldisfræðingur hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar. „Í fyrirlestri mínum fjalla ég um það sem ég kalla foreldrahæfni, og hvernig má styrkja foreldra í sínu uppeldis- starfi,“ segir Bragi. „Undanfarna ára- tugi höfum við upplifað miklar sam- félagsbreytingar sem orðið hafa til þess að það umhverfi sem börn í dag vaxa upp í er allt annað en það um- hverfi sem foreldrar barnanna ólust upp við. Því geta foreldrar ekki sótt mikið í eigin reynsluforða þegar takast þarf á við uppeldisumhverfi nútímans.“ Bragi segir fjölskylduform orðin fjöl- breyttari og margslungnari en áður: „Við bætist að hugmyndir okkar um börn hafa breyst mikið síðustu árin, sérstaklega með hliðsjón af réttindum barna, þar sem barnasáttmáli SÞ er einskonar hornsteinn.“ Bragi mun meðal annars segja frá starfi sérfræðingahóps sem Evr- ópuráðið setti á laggirnar til að fjalla um foreldrahlutverkið: „Nefndin hvet- ur aðildarríki Evrópuráðsins til að- gerða til að styrkja foreldrahlutverkið, og samdi sérstakt skjal þar sem tíund- uð voru lykilatriði góðs uppeldis, leið- beiningar fyrir foreldra, og fagfólk, þar sem barnasáttmáli SÞ og nýjasta þekk- ing í uppeldisfræði eru höfð til hlið- sjónar,“ segir Bragi. Jákvætt uppeldi (e. Positive Parent- ing) hefur í stórum dráttum fjögur lyk- ilatriði að leiðarljósi: „Fyrst má nefna þörf barnsins fyrir reglu og aga (e. structure), að barnið finni til öryggis í gegnum ákveðna festu í uppeldinu þar sem það lærir að tileinka sér þær regl- ur sem gilda í samskiptum milli fólks,“ segir Bragi. „Barnið þarf einnig ástúð og tilfinningalega næringu (e. nurture) til að þroskast tilfinningalega jafnt sem vitsmunalega. Viðurkenning og virðing (e. recognition), sem felst m.a. í því að hlusta á barnið og hvetja það áfram, hjálpar barninu að virða sjálft sig og aðra, og þróa jákvæða sjálfsmynd, og loks þarf að efla barnið og hvetja (e. empowerment), og veita því jákvæð skilyrði til að þróa eiginleika sína og hæfileika til hins ýtrasta.“ Fjölskylda | Málstofa á vegum uppeldis- og menntunarfræðiskorar HÍ 11. apríl Uppeldi og tíðarandi  Bragi Guð- brandsson fæddist í Reykjavík 1953. Hann lauk stúd- entsprófi frá MR 1973 og B.A. prófi í félagsfræði frá Há- skólanum í Kant- araborg þar sem hann stundaði jafn- framt framhaldsnám. Bragi var menntaskólakennari í nokkur ár áður en hann tók við starfi félagsmálastjóra í Kópav. 1982-1991, var aðstoðarm. fé- lagsm.ráðh. 1991-1995 og forstjóri Barnaverndarstofu frá stofnun 1995. Bragi er kvæntur Árdísi Ólafsdóttur ljósmóður og eiga þau þrjú börn. Tónlist Hallgrímskirkja | Að kveldi föstu- dagsins langa kl. 22 verður frum- flutt óratórían Hallgrímspassía eftir Sigurð Sævarsson. Flytj- endur eru kammerkórinn Schola cantorum og einsöngvarar úr hans röðum, Jóhann Smári Sæv- arsson bassi og kammerhópurinn CAPUT. Hörður Áskelsson stjórn- ar. Miðaverð er 2.500/2.000 kr. Hjálpræðisherinn á Íslandi | Gospelveisla laugardaginn 7. apr- íl kl. 20 í Hafnarfjarðarkirkju. Hera Björk og Kristjana Stef- ánsdóttir, Knut Anders Sörum frá Noregi, Miriam Óskars og Óskar Jakobs ásamt fleirum. Einnig koma fram leynigestir. Miðaverð kr 1.000 (uppl. í síma 561-3203). Skálholt | Skálholtskirkja, tónlist- arstund, föstudaginn langa kl. 21. Kammerkór Biskupstungna. Stjórnandi Hilmar Örn Agn- arsson, organisti Guðjón Halldór Óskarsson. Sophie Schoonjans harpa, Margrét Árnadóttir selló, Karl Hallgrímsson mandólín, Svanhvít Lilja Ingólfsdóttir blokk- flauta. Myndlist DaLí gallerí | Brekkugötu 9 á Ak- ureyri. Sigríður Ágústsdóttir opnar sýningu á leirverkum í dag kl. 17–20. Opið um páskana: skír- dag 17–20, laugardag kl. 14–18, annan í páskum kl. 14–18. Skriðuklaustur | Sýning á 21 passíusálmamynd eftir Barböru Árnason stendur nú yfir. Sýningin verður opin föstudaginn langa, laugardaginn 7. apríl, annan í páskum, sumardaginn fyrsta og helgarnar 14. og 15. og 21. og 22. apríl. Þetta er einstakt tækifæri. Allir velkomnir. Söfn Iðnaðarsafnið á Akureyri | Hljóðleiðsögn um safnið kl. 14–16 á skírdag, laugardag, páskadag og annan í páskum. Verið velkom- in. Minjasafnið á Akureyri | Opið kl. 14–16 á skírdag, laugardag, páskadag og annan í páskum. Sýningar safnsins eru: Eyja- fjörður frá öndverðu, Akureyri – bærinn við Pollinn og Þekkir þú … híbýli mannanna, óþekktar ljós- myndir úr eigu safnsins. Uppákomur Langholtskirkja | Kór Langholts- kirkju býður upp á listafléttu kl. 20 á morgun, föstudaginn langa. Flutt verður föstutónlist og Að- alheiður Halldórsdóttir, dansari hjá ÍD, hefur samið hreyfingar fyrir kórinn og dansar í tveimur verkum. Gunnar Stefánsson og Hjörtur Pálsson lesa ljóð. Sýnd verða nokkur af passíusálmal- istaverkum Barböru Árnason. Fyrirlestrar og fundir Kaffi Kjós | Í kvöld kl. 21 heldur Björn Hjaltason fyrirlestur sem hann kallar Fuglar í Kjós. Björn mun þar fara í gegnum fuglafánu sveitarinnar og gera grein fyrir stöðu tegunda, varpfugla, um- ferðarfugla og flækinga og sýna af þeim myndir. Útivist og íþróttir Reykjavíkurborg | Göngugarpar ÍT-ferða verða með sína árlegu Keilisgöngu á páskadag 5. árið í röð. Mæting við Fjarðarkaup kl. 10, sameinast í bíla. Uppl. um gönguferðir Göngugarpanna á www.itferdir.is undir gönguferðir. LEIKRITIÐ Killer Joe hefur að undanförnu verið sýnt á litla sviði Borgarleikhússins við frábærar und- irtektir gagnrýnenda og áhorfenda. Af sérstökum ástæðum verður hins vegar brátt gert hlé á sýningum fram á haust. Því eru aðeins örfáar sýningar eftir að sinni. Vegna mikillar eftirspurnar hefur hins vegar verið bætt við aukasýningu í kvöld og hefst hún klukkan 20. Killer Joe er eftir bandaríska leikskáldið Tracy Letts og er sýnt á vegum leikhússins Skámána í sam- starfi við Borgarleikhúsið. Leikstjóri er Stefán Bald- ursson en leikarar eru Björn Thors, Unnur Ösp Stef- ánsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson, Maríanna Clara Lúthersdóttir og Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Um er að ræða síðustu sýningar Þorvalds Davíðs á ís- lensku leiksviði í bráð því eins og frægt er orðið held- ur hann senn til náms við hinn virta Juilliard- listaháskóla í New York. Allra síðustu sýningar verða svo laugardaginn 14. apríl, föstudaginn 20. apríl og laugardaginn 21. apríl. Leiklist Aukasýning á Killer Joe
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.