Morgunblaðið - 21.04.2007, Page 6
6 LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
www.islandshreyfingin.is
ÍSLANDSHREYFINGIN VILL
fjölga úrræðum fyrir geðsjúka í búsetumálum
og til endurhæfingar í samvinnu við Geðhjálp
og aðra hagsmunaaðila
Samþætta þjónustu í málefnum barna og unglinga með
geðraskanir og auka valkosti í meðferð barna og unglinga
með hegðunar- og geðraskanir
gera úttekt á áfengis- og vímuefnameðferð
fyrir unglinga og bæta úrræði á grundvelli
þeirrar úttektar
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„VIÐ erum að búa til öðruvísi
hverfi sem við teljum að muni
verða leiðandi í framtíðarskipu-
lagningu, bæði hvað varðar skipu-
lags- og umhverfismál,“ segir Jón
Pálmi Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Urriðaholts ehf. um
hönnunina að baki samnefnds
hverfis í Garðabænum. Áherslan
á vistvæna þáttinn í skipulaginu
er nokkuð óvenjuleg og telur Jón
Pálmi að hann muni skipta miklu
máli fyrir fólk þegar það velur sér
húsnæði í framtíðinni.
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri
Garðabæjar, tekur undir með
Jóni Pálma um að grænar
áherslur hverfisins, sem er stað-
sett við Reykjanesbraut, sunnan
við Vífilsstaði, marki tímamót í
skipulaginu á höfuðborgarsvæð-
inu.
„Ég er alveg sannfærður um
það að þetta hverfi mun gefa
ákveðinn tón, bæði í skipulagi á
Íslandi almennt og jafnvel um all-
an heim,“ segir Gunnar. „Hverfið
er að fá viðurkenningu og verð-
laun víða og við hjá bænum finn-
um að unga fólkið kann að meta
áherslu á atriði eins og náttúru-
vernd, vistvænt val á bygging-
arefnum, ofanvatnslausnir og
áherslu á umferð gangandi og
hjólandi fremur en bifreiða. Fólk
á milli þrítugs og fertugs er mikið
að spyrja um umhverfismál, um
vistvænar lausnir, flokkun sorps,
viðbótartunnur o.s.frv. Þetta kom
mér pínulítið á óvart. Það er eins
og þessi unga kynslóð sé miklu
meðvitaðri um umhverfismál.“
Grunnskóli opnaður 2010
Um 4.000 til 5.000 manns munu
búa í hverfinu þegar það er full-
byggt og er ráðgert að svipaður
fjöldi muni starfa í Urriðaholti.
Íbúafjöldi Garðabæjar er nú um
9.500 og kemur hverfið því til með
að auka hann um 50 prósent. Alls
verða 1.630 íbúðaeiningar á svæð-
inu og áherslan á blöndu sérbýlis-
og fjölbýlishúsa, verktakar bjóði í
rað- og fjölbýlishús en einstakl-
ingar í einbýlishúsalóðir.
Í fyrsta áfanganum af þremur í
íbúðahluta hverfisins verða boðn-
ar út lóðir fyrir 377 íbúðaeiningar
– meirihlutinn 15. maí nk. – og vill
Jón Pálmi aðspurður ekki gefa
upp áætlað lóðaverð, en þess má
geta að 500 umsóknir bárust í 100
einbýlislóðir í Garðahrauni og
Hraunsholti nýverið. Jón Pálmi
gerir ráð fyrir að uppbygging
fyrsta áfangans taki tvö og hálft
ár, grunnskóli opni haustið 2010.
Á norðanverðu svæðinu er jafn-
framt gert ráð fyrir um 90.000
fermetra skrifstofu- og þjónustu-
húsnæði við svokallað Viðskipta-
stræti og verður deiliskipulagið
tekið fyrir í haust. Fyrsti áfangi
verður 25.000 fermetrar og
byggður upp í þremur til fjórum
áföngum. Áætlar Jón Pálmi að
allri uppbyggingu muni ljúka eftir
fimm til sex ár, en undirbúnings-
vinnan hefur tekið á þriðja ár.
Spurður um frekari uppbygg-
ingu í framtíðinni segir Gunnar að
Hnoðraholt sé á teikniborðinu,
þar sem gert sé ráð fyrir um 2.500
manna byggð. Einnig verði byggt
á Setbergslandinu, sem sé í einka-
eigu, og á Svínholtinu. Þetta sé í
samræmi við þá ákvörðun að
stækka byggðina fremur til aust-
urs en í átt til Garðaholts. Gunnar
metur það svo að góð eftirspurn
verði eftir húsnæði í Urriðaholti,
sú eðlisbreyting sé að verða á
markaðnum að kaupendur geri sí-
fellt meiri kröfur um lífsgæði.
Lóðir í Urriðaholti boðnar
út um miðjan maímánuð
Hvað með kotið? Urriðavatnslandið er hluti af landi í eigu Oddfellow-reglunnar en á því stóð bærinn Urr-
iðakot þar til á öldinni sem leið. Hafa sumir því talið eðlilegt að nefna vatnið Urriðakotsvatn. Hin nafngiftin
er hins vegar eldri og stendur. Eignarhaldsfélagið Urriðaholt var stofnað í ársbyrjun 2005 og er í eigu Odd-
fellowreglunnar og Viskusteins ehf., eignarhaldsfélags í eigu Sigurðar Gísla og Jóns Pálmasona.
Hverfið eykur íbúafjölda Garðabæjar um 50% Jafnstórt og Þingholtin
VIÐ hönnun íbúðabyggðar við Urriðavatn var tek-
ið tillit til þeirrar gagnrýni að byggingarsvæðið
væri við viðkvæmt lífríki vatnsins og verður rign-
ingarvatni miðlað í vatnið með svonefndum sjálf-
bærum ofanvatnslausnum. Felst það í því að regn-
vatnið er látið sytra niður í jarðveginn fremur en
að dæla því beint út í sjó í lögnum og með því móti
tryggt að vatnsbúskapur haldist eðlilegur.
Að sögn Halldóru Hreggviðsdóttur, fram-
kvæmdastjóra ráðgjafafyrirtækisins Alta, sem kom
að hönnun hverfisins, eru götur hannaðar m.t.t. til
þess að lágmarka óþarfa og hraða umferð, auk
þess sem engir botnlangar eru í hverfinu. Þær munu jafnframt liðast
um byggðina en ekki liggja í beinni línu líkt og í ýmsum úthverfum.
Þá verður lögð áhersla á vistvænt byggingarefni og zink og kopar
ekki leyft sem efniviður í húsþök. Jafnframt því sem umferðarhraði
verður lágmarkaður er ætlunin að umferð gangandi og hjólandi fái
forgang og að íbúar geti sótt alla þjónustu gangandi. Að auki verða
margir grenndargámar í hverfinu, þar sem íbúar geta sett pappír og
annan endurnýjanlegan úrgang til endurvinnslu, til greina kemur að
slík söfnun færist inn á heimilin.
„Við lögðum upp með að þetta yrði svæði þar sem yrði stutt í alla
þjónustu, að börn gætu gengið í skóla og íbúar í verslanir,“ segir
Halldóra, sem játar því að með þessu sé reynt að byggja upp nýtt sam-
félag á svæði jafnstóru Þingholtunum. Til marks um það sé byggðin
hönnuð þannig að íbúar geti flust til innan þess alla lífsleiðina.
Vistvænt hverfi sem brýtur
blað í borgarskipulaginu
Halldóra
Hreggviðsdóttir
FIMM stjórnmálaflokkar greiddu
ríflega 11 milljónir króna í auglýs-
ingar í blöðum, útvarpi og sjónvarpi
dagana 27. til og með 18. apríl sl.,
samkvæmt samantekt Capacent
Gallup fyrir flokkana.
Samkvæmt samkomulagi Fram-
sóknarflokksins, Frjálslynda flokks-
ins, Samfylkingarinnar, Sjálfstæðis-
flokksins og Vinstri hreyfingarinnar
– græns framboðs á auglýsinga-
kostnaður hvers flokks í blöðum og
ljósvakamiðlum vegna alþingiskosn-
inganna í maí ekki að fara yfir 28
milljónir króna. Samkomulagið var
gert áður en Íslandshreyfingin og
Baráttusamtökin komu fram og eiga
þau því ekki hlut að máli.
Framsókn á toppnum
Framsóknarflokkurinn hefur
greitt mest fyrir auglýsingar til
þessa, síðan Samfylkingin, þá
Vinstri grænir, svo Frjálslyndir og
loks Sjálfstæðisflokkurinn.
Auglýsingakostnaður Framsókn-
arflokksins á umræddum þremur
vikum er um 3,1 milljón króna, þar af
um 991 þúsund kr, í blöðum og um
2,1 milljónir kr. í sjónvarpi, en
Framsóknarflokkurinn er eini flokk-
urinn sem hefur auglýst í sjónvarpi
til þessa.
Samfylkingin hefur greitt um 2,5
milljónir kr. í auglýsingar og aðeins
auglýst í blöðum til þessa.
Vinstri hreyfingin – grænt fram-
boð hefur varið tæplega 2,5 milljón-
um kr. í auglýsingar, þar af liðlega
2,2 milljónum kr. í blaðaauglýsingar
og tæplega 247 þúsund kr. í útvarps-
auglýsingar.
Frjálslyndi flokkurinn hefur ein-
göngu auglýst í blöðum og greitt ríf-
lega 1,8 milljónir kr. fyrir auglýsing-
arnar.
Sjálfstæðisflokkurinn rekur lest-
ina. Hann hefur varið tæplega 1,3
millj. kr. í auglýsingar, þar af um 1,2
millj. í blaðaauglýsingar og um 342
þúsund kr. í útvarpsauglýsingar.
Langmest auglýst í blöðum
Flokkarnir hafa samtals auglýst í
dagblöðum fyrir tæplega 8,8 millj-
ónir kr., fyrir um 2,1 millj. kr. í sjón-
varpi og fyrir um 342 þúsund kr. í út-
varpi.
Framsóknarflokkurinn hefur nýtt
11,1% af auglýsingafé sínu og má
greiða um 25 milljónir til viðbótar í
þennan lið, samkvæmt samkomulag-
inu. Samfylkingin er búin með 9,0%
af auglýsingafé sínu, Vinstri grænir
8,9%, Frjálslyndi flokkurinn 6,6% og
Sjálfstæðisflokkurinn 4,6%.
Auglýsingakostnaður flokk-
anna kominn í 11 milljónir
Allir auglýsa í blöðum, tveir í útvarpi og einn í sjónvarpi
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur dæmt
karlmann á sextugsaldri til að greiða 160 þús-
und krónur í sekt til ríkissjóðs vegna umferð-
arbrots auk þess sem hann var sviptur öku-
réttindum til tveggja ára.
Maðurinn var stöðvaður við akstur í ágúst
á sl. ári á Reykjanesbraut, á móts við Kapla-
krika í Hafnarfirði, og samkvæmt niður-
stöðum úr blóðrannsókn var vínandamagn í
blóði hans 2,04 prómill. Maðurinn gaf þær
skýringar að hann hefði gripið til aksturs í
neyð þar sem hann hefði ekki séð aðrar leiðir
færar til að komast undir læknishendur. Seg-
ir í skýrslu lögreglu að maðurinn hafi óttast
að hann væri að fá hjartaáfall, hann hafi ekki
verið með nein lyf og ekki átt innistæðu á
síma sínum. Hann hafi brugðið á það ráð að
drekka úr hálfum pela af vodka á mjög
skömmum tíma, í þeirri von að það myndi slá
á verkinn. Hann hafi ekki þorað annað en að
fara á slysadeild en ekki kunnað við að ónáða
fólk í nágrenninu og ákveðið að keyra sjálfur.
Sveinn Sigurkarlsson héraðsdómari kvað
upp dóminn. Jóhann S. Hauksson fulltrúi sótti
málið af hálfu ákæruvaldsins og Ívar Pálsson
hdl. varði manninn.
Keyrði ölvaður af stað
af ótta við hjartaáfall
ERFITT er að koma í veg fyrir atvik lík því
sem kom upp á Vitastíg á miðvikudagskvöld,
þegar heitavatnslögn gaf sig og um 80°C
heitt vatn flæddi niður á Laugaveg, segir
Helgi Pétursson, upplýsingafulltrúi Orku-
veitunnar, og bendir á að leiðslukerfi heita
vatnsins í borginni sé um 2.500 km langt.
Helgi segir hins vegar að reynt sé að fylg-
ast með ástandi kerfisins um leið og unnið er
að endurbótum á því. Þá segir hann umrædd
rör hafa verið um tuttugu ára gömul og nú
liggi fyrir að tæring í þeim hafi verið meiri
en gert var ráð fyrir samkvæmt útreikn-
ingum.
Ásgeir Baldursson, framkvæmdastjóri Vá-
tryggingafélags Íslands, segir það liggja fyr-
ir að félagið sé bótaskylt fyrir hönd Orku-
veitunnar en ekki liggi fyrir hversu mikið
tjónið sé – það hlaupi þó á milljónum. Stefnt
er að því að mat á fjárhagstjóninu liggi fyrir
fljótlega eftir helgi.
Tæring í rörinu meiri
en gert var ráð fyrir
LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæðinu hand-
tók karlmann á þrítugsaldri vegna aksturs
undir áhrifum lyfja síðdegis á fimmtudag.
Það væri ekki í frásögur færandi nema
vegna þess að maðurinn var stöðvaður í
porti lögreglunnar við Hverfisgötu.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu ætl-
aði maðurinn að hitta kunninga sinn sem
hafði verið stöðvaður skömmu áður. Sá var
einnig stöðvaður fyrir lyfjaakstur en auk
þess fannst þýfi í bifreið hans sem talið er
vera úr innbrotum í bíla á höfuðborgarsvæð-
inu á undanförnum dögum.
Ekkert varð af fundum þeirra félaga en
þegar maðurinn sást síðan undir stýri bif-
reiðar var hann þegar stöðvaður.
Gripinn í porti
lögreglunnar
Grænt Myndin er tekin af vefsíð-
unni urridaholt.is og er dæmi um
sambærilegt hverfamynstur.