Morgunblaðið - 21.04.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.04.2007, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ég verð að játa eitt og það er aðég er svolítið viðkvæm fyrirhópstemmningu og geng kannski stundum full langt í að að- laga mig þeim hópum sem ég villist inn í hverju sinni. Þannig get ég sveiflast frá því að virðast svakalegur útivistargarpur og upp í, eða niður í, að vera versta barrotta, allt eftir stemmningunni. Ég finn mig líka í samræðum um ótrúlegustu og að- skildustu hluti, ef það er bara stemmning fyrir því. Og einmitt vegna þessa gat ég ekki annað en hrifist með á landsfundum bæði Sjálf- stæðisflokks og Samfylkingar síðustu helgi. Við fréttamenn virkum stundum eins og dálitlir fýlupúkar á svona samkomum enda eigum við að vera hlutleysið uppmálað og einhvern veg- inn nær það svo langt að blaðamað- urinn ritskoðar sjálfan sig, þ.m.t. öll svipbrigði og hreyfingar. Þegar allir standa upp á landsfundum og fagna þá stend ég mig ítrekað að því að ætla að spretta á fætur og klappa með (jafnvel þótt ég sé alfarið ósammála lófatakstilefninu), en man svo að það hæfir ekki mínu hlutverki. Þess vegna sat ég sem fastast við fréttamannaborðið á landsfundi Sjálf- stæðisflokksins þegar leiktjald var dregið frá á sviðinu á lokatónum Diddúar og brosmildir frambjóð- endur flokksins komu í ljós í þéttum hópi. Ég klappaði heldur ekki þegar Mona Sahlin og Helle Thorning- Scmidht gengu í salinn við mikinn fögnuð landsfundargesta Samfylk- ingarinnar. Og ég reyndi að fela bros- ið þegar Geir H. Haarde setti spurn- ingarmerki við reikningskúnstir stjórnarandstöðunnar sem ýmist sak- ar ríkisstjórnina um að lækka eða hækka skatta, sem og þegar Ingi- björg Sólrún Gísladóttir sagðist þekkja það sjálf hvernig væri að eyða biðlistum sem hafa safnast upp eftir sjálfstæðismenn. Alltaf sat ég sem fastast með hlutlausan svip, en leyfði mér stöku sinnum að klappa á eftir hlutlausum skemmtiatriðum. Landsfundur Samfylkingarinnar var haldinn í skugga margumræddra skoðanakannana en ég held það sé óhætt að segja að samfylkingarfólki hafi tekist ágætlega til. Stemmningin varð betri eftir því sem leið á fundinn og ræða Ingibjargar Sólrúnar við lok fundarins var mun kraftmeiri en sjálf setningarræðan. Eitt atriði í lands- fundarályktunum vakti athygli en það lýtur að því að í mögulegu ráð- herraliði flokksins verði jafnt kynja- hlutfall. Ingibjörg Sólrún er eina kon- an sem leiðir framboðslista flokksins fyrir kosningar og með svona afdrátt- arlausri landsfundarsamþykkt er augljóst að einhverjir af karlkyns oddvitunum fimm þurfa að sætta sig við að eiga ekki möguleika á ráð- herrastóli, komist Samfylkingin í rík- isstjórn. Framsóknarflokkurinn hefur sett gott fordæmi með jöfnu hlutfalli karla og kvenna í ríkisstjórnarsætum flokksins og jafnmargar konur og karlar leiða framboðslista til kosning- anna í vor. Íslandshreyfingin hefur kynnt fimm af sex oddvitum sínum og í þeim hópi eru þegar þrjár konur. Hjá Vinstri grænum eru tvær konur af sex í oddvitasætum og hjá Sjálf- stæðisflokkinum og Frjálslynda flokkinum ein. Mest hallar á konur í Norðvesturkjördæmi þar sem engin kona er í öruggu þingsæti og svo virð- ist sem ekkert hafi orðið af mögulegu kvennaframboði í kjördæminu, sem kjaftasaga gekk um fyrir 2–3 mán- uðum. Verði fylgi VG eitthvað í líkingu við það sem skoðanakannanir sýna kemst Ingibjörg Inga Guðmunds- dóttir á þing og ef Framsókn nær að auka fylgi sitt verulega á endasprett- inum, eins og svo oft vill verða, þá hefur Herdís Sæmundardóttir mögu- leika á þingsetu. Þá verður spennandi að fylgjast með Bolvíkingnum Pálínu Vagnsdóttur sem leiðir lista Íslands- hreyfingarinnar í kjördæminu. Baráttusamtökin hafa enn ekki kynnt sína framboðslista en eru engu að síður komin með listabókstafinn E. Kjósendur ættu því að öllu óbreyttu að geta valið milli sjö bókstafa 12. maí nk: B, D, E, F, I, S og V. Útivistargarpur og bar- rotta á tveimur fundum 12. MAÍ 2007 Halla Gunnarsdóttir BENSÍNVERÐ hækkaði í vikunni að meðaltali um 2,50 krónur. Olís reið á vaðið sl. miðvikudag, hækkaði um 2,70 krónur og N1 fylgdi í kjöl- farið, hækkaði um 2,50, og loks Skeljungur 2,50. Hin olíufélögin hafa ekki látið sitt eftir liggja og hafa hækkað bensínverð. Meðalhækkunin virðist vera 2,50 krónur. Búast má við frekari hækkunum Að sögn Runólfs Ólafssonar, for- manns Félags íslenskra bifreiðaeig- enda, mátti allt eins búast við hækk- un þar sem heimsmarkaðsverð hefur hækkað að undanförnu. „Þessi þróun hefur verið erlendis, heims- markaðsverð á bensíni og dísilolíu hefur farið hækkandi síðustu vikur. Þetta er þess vegna í takt við það sem við höfum verið að horfa á í kringum okkur. Það eru engin teikn um að lækkun sé í farvatninu á er- lendum mörkuðum og það veldur nokkrum áhyggjum,“ sagði Runólf- ur. „Það er heldur ekki óalgengt að bensínverð hækki yfir sumarið þeg- ar eftirspurn eykst með auknum ferðalögum. Í ljósi þess má alveg bú- ast við að bensínverð haldist hátt og gæti jafnvel hækkað frekar fram á sumar.“ Bensínverð hækkaði í vikunni VINSTRIHREYFINGIN – grænt framboð leggur mesta áherslu á að styrkja innviði samfélagsins og vill fjárfesta í bættum samgöngum og aðferðum til að jafna búsetuskilyrði. Þetta kom fram á fundi á Ísafirði í gær þar sem fulltrúar flokksins, Steingrímur J. Sigfússon, Katrín Jakobsdóttir, Ingibjörg Ingadóttir og Jón Bjarnason kynntu aðgerða- áætlun sína í atvinnu-, byggða- og samgöngumálum á Vestfjörðum. Breyta samgönguáætlun Steingrímur J. sagði að stefna stjórnvalda í atvinnumálum væri landsbyggðinni fjandsamleg og að vinstri grænir vildu eindregið koma á strandsiglingum á nýjan leik þar sem þær væru umhverfisvænni og það varðaði öryggismál að minnka umferð stórra bíla á vegum landsins. VG áskildi sér rétt til að breyta sam- gönguáætlun kæmust flokkurinn til valda; hreyfingin vildi ekki einka- framkvæmdir á almannavegakerfinu og teldi það best komið í höndum rík- isins. Vinstri hreyfingin – grænt fram- boð vill fjárfesta í innviðum sveitar- félaganna, m.a. með því að börnum sé gert kleift að læra í heimabyggð til 18 ára aldurs. Ingibjörg sagði að gróflega áætlað kostaði það 1,5 millj- ónir að senda barn til Reykjavíkur til náms og brýnt væri að koma á fram- haldsskóladeildum eins og gert hefði verið á Patreksfirði. Slíkt væri ein- falt í framkvæmd en skipti miklu fyr- ir sveitarfélögin. Vinstri grænir vilja gjaldfrjálsa grunn- og leikskóla. Einnig kom fram á fundinum að vilji væri til að flýta jarðgangagerð milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar. Vilja flýta framkvæmd- um við jarðgangagerð Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Nám í heimabyggð VG vill að börnum sé gert kleift að stunda nám í heimabyggð til 18 ára aldurs og að grunn- og leikskóli verði gjaldfrjáls. VEGAGERÐIN hefur skrifað undir samning um gerð Tröllatunguvegar. Tekið var tilboði lægstbjóðanda, Ingileifs Jónssonar ehf. í Reykjavík. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra var viðstaddur undirritunina. Ákvæði um flýtifé var nýlega bætt inn í útboðsgögn fyrir Tröllatungu- veg, sem er á þá leið að ef verktaki kemur bundnu slitlagi á veginn fyrir 1. september 2008, verða honum greiddar 20 milljónir króna auka- lega. Hinn nýi Tröllatunguvegur verður 24,5 kílómetra langur og verkinu skal vera lokið fyrir 1. september 2009. Þó er gert ráð fyrir að því verði að mestu lokið fyrir lok næsta árs. Vegurinn er nr. 605 og liggur milli Djúpvegar nr. 61 í Steingrímsfirði og Vestfjarðavegar nr. 60 í Geiradal, ekki langt frá Króksfjarðarnesi. Vegurinn mun liggja um Geiradal, Gautsdal, Tröllatunguheiði og Arn- kötludal og verður 7,5 metra breið- ur. Níu tilboð bárust í verkið Í ár eru 200 milljónir ætlaðar til framkvæmdanna og samkvæmt samgönguáætlun áranna 2007 til 2010 sem samþykkt var á Alþingi í mars sl. eru 700 milljónir áætlaðar í verkefnið á næsta ári og að loka- framlag komi árið 2009. Níu tilboð bárust í verkið og hljóð- aði tilboð Ingileifs Jónssonar upp á 661,8 milljónir kr., 76,5% af kostn- aðaráætlun. Hæsta tilboðið gerði Ís- tak, 879, 4 milljónir kr. Næstlægsta tilboðið gerði Klæðning ehf. upp 696 milljónir króna. Tvö tilboð voru yfir 865,6 milljóna kr. kostnaðaráætlun en sjö tilboð undir þeirri áætlun. Þrír undirverktakar taka þátt í verkinu. Fossvélar á Selfossi sjá um efnisvinnslu, Suðurverk um spreng- ingar og Borgarverk um klæðningu. Áætlað er að framkvæmdir hefjist í maí að sunnanverðu með því að leggja veginn upp Gautsdalinn. Ekki er gert ráð fyrir að vinna hefjist Strandamegin í Arnkötludalnum fyrr en á næsta ári. Samið um Tröllatunguveg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.