Morgunblaðið - 21.04.2007, Side 26
Námsmenn hafa margir hverjir ekkiúr miklu að moða og þurfa að til-einka sér nægjusemi bæði í al-mennri neyslu og húsnæði. Hin
þýska Claudia Overesch stundar meistaranám
við Háskóla Íslands í þýðingarfræðum og
vinnur með skólanum því hún fær ekki náms-
lán. Hún leigir 30 fermetra bílskúr á Miklu-
brautinni sem hefur verið innréttaður sem
íbúð og henni hefur reynst létt að aðlagast
fimm prósent gólfhalla og takmörkuðu plássi.
Hún hefur komið sér vel fyrir í þessu litla
rými sem er litríkt og skemmtilegt.
„Ég kom til Íslands fyrir fjórum árum og
bjó fyrst með nokkrum öðrum stúdentum í
stórri íbúð, en mér finnst miklu betra að vera
út af fyrir mig og þetta er alveg nógu stórt
fyrir mig. Reyndar getur orðið ansi kalt hér á
köldustu vetrardögunum en það getur líka
orðið svakalega heitt hér inni á heitustu sum-
ardögunum. Svo er mjög hljóðbært á milli mín
og leigjandans sem býr við hliðina á mér í hin-
um bílskúrnum, en hann er sem betur fer
mjög rólegur. Stærsti gallinn við að búa hér
finnst mér vera umferðarþunginn og stöðug
hljóðin frá bílunum sem aka eftir Miklubraut-
inni. En öllu þessu er hægt að venjast og ég er
nokkuð sátt. Þetta er allt bærilegt af því að ég
veit að þetta mun aðeins vera tímabundinn
bílskúrsbúskapur. Heima í Þýskalandi tíðkast
ekki að stúdentar búi flott eða eigi bíla, eins og
hér á Íslandi, og þar fara krakkar líka að
heiman eins og fljótt og þau geta. Hér býr fólk
ótrúlega lengi í foreldrahúsum. Þetta er mjög
ólíkt því sem ég þekki frá mínu heimalandi.“
Claudia er mikil útivistarkona og einna
helst saknar hún þess að hafa meira af græn-
um svæðum í borginni til að njóta. „Ég hef
vissulega Öskjuhlíðina hér í göngufæri og svo
fer ég reglulega í Fossvoginn, þar finnst mér
gott að vera. Ég ferðast líka um landið eins
mikið og ég get og ég er búin að fara hring-
veginn og naut þess vel. Mér finnst Ísland
mjög heillandi land og Austurland finnst mér
standa upp úr, þar eru margir fallegir staðir.
Helst mundi ég vilja vinna úti á landsbyggð-
inni á sumrin.“
Laxness í uppáhaldi
Claudia er mikil bókmenntakona og hún
heldur upp á Halldór Laxness.
„Íslandsklukkan finnst mér einna best af
bókunum hans, Snæfríður Íslandssól er stór-
kostleg manneskja. Heimsljós er líka bók að
mínu skapi. En Gestur Pálsson keppir við
Halldór um fyrsta sætið og Steinunn Sigurð-
ardóttir er líka frábær rithöfundur.“
Athygli vekja fjölmargir málmkassar í öll-
um regnbogans litum og stærðum og gerðum
sem standa á litlu borði hjá Claudiu. Í ljós
kemur að þeir geyma te, hún er mikil tekona
og safnar tei, bæði vegna þess að henni finnst
gott að drekka te, en líka vegna þess að oft eru
boxin sem geyma teið svo falleg. „Ég fer oft í
búðir þar sem fæst te, til að finna góðu telykt-
ina og til að dást að umbúðunum. Svo kaupi ég
kannski eitthvað ef mér líst vel á.“
khk@mbl.is
Stúdentalíf í bílskúrnum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nægjusöm Claudia er ánægð í litlu gulu íbúðinni þar sem hún hefur stofu, eldhús, svefnpláss og örlítið baðherbergi með sturtu.
Che og Doors Ofan við rúmið eru uppáhalds hljómsveitin og byltingarsinninn.
Frumlegt veggskraut Claudi falaði þessa
sígarettupakka af kínverskum strák sem
vann með henni í fiski í Granda.
Ódýr skreyting Innan á útidyrahurðina hef-
ur hún safnað bakhliðum af mjólkurfernum.
Bókakona Claudia les mikið og heldur upp á Halldór Laxness.
Á Íslandi keppast margir við að
byggja sér hallir og búa í sem
flestum fermetrum. En ekki
gera allir kröfur um slíka
mannabústaði. Kristín Heiða
Kristinsdóttir heimsótti unga
konu sem unir hag sínum ágæt-
lega þar sem hún býr í 30 fer-
metra bílskúr.
innlit
26 LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ