Morgunblaðið - 21.04.2007, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Það var einhvern tímann á of-
anverðum þorranum, að þau fóru
mikinn í fjölmiðlum, flokkssystkinin
umhverfismálaráðherrann og iðn-
aðarráðherrann, með tilkomumikl-
um slagorðum um hugðarmálefni
sín:
Þjóðarsátt um auðlindirnar, stór-
iðja á Íslandi er ekki hluti af lofts-
lagsvandanum, hún er
hluti af lausninni,
loftslagið er á ábyrgð
okkar allra, fyrirtæki
þurfa að fá los-
unarheimildir, gjald-
taka fyrir nýtingu
auðlinda, vegir raski
ekki landslagi í Vatna-
jökulsþjóðgarði og
stjórnvöld stefna að
því að minnka gróð-
urhúsalofttegundir um
50–75% fram til ársins
2050.
Þetta eru aldeilis
glæsileg stefnumið stjórn-
málaflokks og ætti að vera vís veg-
ur til farsællar kosninganiðurstöðu
í komandi alþingiskosningum.
Það hefur hins vegar í framhald-
inu sett að undirrituðum nokkurn
hroll. Umhverfisráðherrann var
einn þeirra þingmanna, sem sam-
þykktu Kárahnjúkavirkjun, mestu
umhverfisspjöll Íslandssögunnar til
þessa. Það er því ekki trúverðugt,
að ráðherrann sé eins umhverf-
isvænn og hann lætur nú í skína, er
ferskir vindar leika um þjóðlífið.
Það verður að telja furðulega
glámskyggni að halda, að þjóð-
arsátt verði um að færa útlend-
ingum fósturjörðina á silfurfati og
leyfa að náttúru landsins verði
stórspillt eftir þörfum til að reka
stóriðju, sem engin þjóð vill hafa.
Mælt er fyrir því, að klofin þjóð í
herðar niður fórni öllum helztu
náttúrperlum sínum á lausnaraltari
loftslagsvandans í heiminum, þegar
við framleiðum aðeins einn tíuþús-
undasta af skítnum þrátt fyrir um-
talsverða aukningu nú um stundir.
Þá er mælt fyrir um, að fyr-
irtækin þurfi losunarheimildir
vegna stóriðjustefnunnar, sem aldr-
ei hefur þrifist betur en nú í kjölfar
Kárahnjúkavirkjunar. Auðlinda-
gjald er fýsilegur tekjustofn, sem
ekkert gefur af sér nema auðlind-
irnar séu nýttar. Þetta ber því allt
að sama brunni. Stóriðjustefnan
blómstrar sem aldrei fyrr.
Nú áforma umhverfisráðherrann
og skjólstæðingar hans að með-
töldum ál- og orkufyrirtækjum að
stjórna vegamálum og öðrum mál-
um í Vatnajökulsþjóðgarði, hinu
glæsta framlagi stjórnvalda til um-
hverfisverndar, þvert
á gildandi fyr-
irkomulag og löggjöf
um áþekk mál
Í ljósi dapurrar
sögu læðist að mönn-
um áleitinn efi. Auðvit-
að má affriða Vatna-
jökulsþjóðgarð og láta
hann tortímast sem
slíkan eins og aðrar
náttúruperlur lands-
ins, ef brýna þörf ber
til. Svona rétt eins og
Kringilsárrana og nú
nýlega Teigsskóg af
því að það hentaði einhverjum
flokksgæðingum og sýslumanninum
á Patreksfirði, las ég einhvers stað-
ar. Einhvern veginn liggur það í
loftinu að affriðun hafi meiri for-
gang en friðun.
Enda er nú farið fram með það
að virkja af ofurkappi fram til árs-
ins 2010, er áformuð stefnumörkun
ríkisstjórnarinnar um minnkaða
losun gróðurhúsalofttegunda um
50–75% til ársins 2050 kemur til
framkvæmda. Það sjá allir heilvita
menn að til skamms tíma eru þetta
augljós stóriðjumarkmið og eftir 40
ár verða flestir dauðir af þeim, sem
að þeim stóðu.
Og söngnum um hina hreinu
endurnýtanlegu orku er ætlað að
láta ljúflega í eyrum. Í því sam-
bandi má árétta, að væru drykkjar-
fangadósir á sorphaugum Vest-
urálfu endurnýttar í stað þess að
urða þær þyrfti ekki að reisa neitt
nýtt álver í hinum dreifðu byggðum
heimsins árum saman. Það væri
mjög verðugt fyrir umhverf-
isráðherra heimsins að berjast fyrir
því.
Ég get ekki stillt mig um að
ljúka þessum pistli með sögu af
einum fyrrverandi umhverf-
isráðherra, sem á sínum tíma fór
mikinn í fjölmiðlum vegna ut-
anvegaaksturs. Óheppinn útlend-
ingur villtist með fjölskyldu sinni á
bíl sínum eftir slóða á viðkvæmu
svæði til fjalla og festi hann í drullu
eins og gengur. Eitthvert stúss var
við að ná bílnum upp, lögregla
komst í málið en milt yfirvald vildi
sýna sanngirni í ljósi kring-
umstæðna.
En umhverfisráðherrann þáver-
andi var nú ekki aldeilis á því. Hér
yrði að beita ýtrustu hörku, straffi
og sektum til að uppræða ósómann.
Engir mega aka utan vega nema
smalar og orkuspekúlantar og svo
samþykkti hann átakalítið 400 kíló-
volta háspennulínu yfir óspillt há-
lendið austur af Henglafjöllum með
milljónföldum náttúruspjöllum. Það
er óþarfi að geta þess úr hvaða
stjórnmálaflokki ráðherrann var.
Það virðast engin takmörk vera
fyrir því hve djúpt má sökkva í fen
ótrúverðugleikans. Það er klaufa-
legt að reyna að skrökva því að
hinum ljóngáfuðu Íslendingum, að
hér sé engin opinber stóriðjustefna
en gæti þó verið vísbending um
hvaða flokk á ekki að kjósa í kom-
andi kosningum.
En hvenær skyldu umhverf-
isráðherrar þjóðarinnar fara að
standa vörð um umhverfið, náttúr-
una og þjóðargersemarnar í stað
þess að leita allra tiltækra leiða til
að útandskota fósturjörðinni, sem
almættið trúði okkur fyrir?
Og gæti það verið að iðn-
aðarráðherrann og hans fólk sé nú
þegar farið að leita leiða til að snið-
ganga nýgerða synjun fólksins í
Hafnarfirði um stækkun álversins í
Straumsvík?
Ég bara spyr.
Af ótrúverðugleika
Sverrir Ólafsson skrifar
um orku- og umhverfismál »Umhverfisráðherr-ann var einn þeirra
þingmanna, sem sam-
þykktu Kárahnjúka-
virkjun, mestu umhverf-
isspjöll Íslandssögunnar
til þessa.
Sverrir Ólafsson.
Höfundur er viðskiptafræðingur og
fyrrverandi sjálfstæðismaður
Tryggingastofnun er hugsuð sem
öryggis-, velferðar- og framfærslu-
stofnun fyrir aldraða og þá sem
orðið hafa fyrir alvar-
legum skakkaföllum. Í
ljósi þessarar stað-
reyndar vekur furðu
hve ráðamenn TR eru
utangátta í því sem
henni er ætlað að
vera. Engu er líkara
en að þeim þyki mest
um vert að gera not-
endum þjónustunnar
sem erfiðast að höndla
lögvernduð réttindi
sín. Í viðtölum mínum
við forstjórann og
aðra ráðamenn TR
hafa þeir skýlt sér á bak við úreltar
reglugerðir sem varla standast lög.
Eiginlega allt er gert tortryggilegt
sem lýtur að hagsmunum skjól-
stæðinga þeirra. Eitt af því sem ég
ræddi sérstaklega var af hverju
komið er aftan að fólki með mán-
aðarlegum endurkröfum á of-
greiðslum. Hér er ég ekki að tala
um að skerða eðlileg laun, miklu
fremur eiginlega fátækrastyrki á
nútímavísu. Á sama tíma og ein-
staklingur er að græða fimmtíu
milljarða á fyrrverandi eign þjóð-
arinnar með sölu á henni eftir
fimmtán mánaða eign verður
ósjálfbjarga fólk og aldraðir með
hundrað og tíu þúsund á mánuði að
borga í sköttum og endurkröfum
þrjátíu þúsund til baka. Stjórn-
endur skírskota til laga, en geri
þeir það með réttu er augljóst að
margir þingmenn eru í meira lagi
óheiðarlegir gagnvart þessu fólki.
Þá ganga þeir sem yfirlýstir ósann-
indamenn og hræsn-
arar inn í komandi
kosningar.
Allir ættu nú að
vita, að væri þing-
heimur heiðarlegur
væru skattleysismörk
löngu komin í sann-
gjarnt horf.
Skrif Rögnu Bjark-
ar Þorvaldsdóttur 5.4.
í Morgunblaðinu, um
framkomu Trygg-
ingastofnunar gagn-
vart henni, ber vald-
höfum að grandskoða.
Eftir reynslu fjölda fólks af ól-
íðandi framkomu TR trúi ég sögu
Rögnu langt umfram hennar. Við
aðgerð á skjaldkirtli námu læknar
kalkkirtla brott og hefur Ragna
síðan fyrir mistök þeirra verið á
dýrum meðulum í 25 ár. Fyrir til-
viljun komst hún að rétti sínum til
100% bóta. Að sjálfsögðu fór hún
fram á endurgreiðslu á löglegri
inneign sinni. Þá brugðust ráða-
menn TR hinir verstu við og þegar
hún sá þann kost einan að fara í
mál, sendu þeir lögfræðingastóð
sitt gegn henni. Hún tapaði málinu
fyrir glámskyggnum dómstóli og
sjálfsagt hjá henni að fara með það
lengra og út fyrir landsteinana ef
með þarf. Það er óþolandi að konan
nái ekki rétti sínum. Undarlegt er
það viðhorf TR að vilja heldur
borga lögfræðingum en verða við
sanngjörnum og lögmætum kröfum
Rögnu. TR hefur margoft verið
staðin að því að reyna að komast
undan að greiða það sem henni ber
að greiða. Mismunur er gerður á
því hvort sjúklingur fær hjálp frá
hjúkrunarfræðingi eða lækni. Að-
eins er greitt að hluta fyrir lækn-
ishjálp og þá bara ef sjúklingur
krefst þess. Ef hann lætur ekki
vita situr hann uppi með kostn-
aðinn. Margur sjúklingurinn er svo
illa farinn að hann skynjar þetta
ekki frekar en margt annað sem að
veikindum hans lýtur. Í stað þess
að færa þetta í sómasamlegt horf
nýtir stofnunin sér ástandið, en
þykist ár eftir ár vera að færa mál-
ið í lögformlegt og jafnframt mann-
úðlegt form. Ef ég réði léti ég ráða-
menn Tryggingastofnunar ríkisins
leita sér annarar vinnu. Þeir hafa
margsannað vanhæfi sitt.
Ragna Björk og Tryggingastofnun
Albert Jensen skrifar um
Tryggingastofnun » Í viðtölum mínum viðforstjórann og aðra
ráðamenn stofnunar-
innar hafa þeir skýlt sér
á bak við úreltar reglu-
gerðir sem varla stand-
ast lög.
Albert Jensen.
Höfundur er trésmíðameistari.
Á aðalfundi Félags eldri borgara
í Reykjavík hinn 19. febrúar síðast-
liðinn, var samþykkt áskorun til
ríkistjórnarinnar að
stofna embætti um-
boðsmanns aldraðra.
Með áskoruninni
fylgdi eftirfarandi
greinargerð: ,,Rétt-
indi eldri borgara eru
oft fyrir borð borin í
þjóðfélaginu bæði ut-
an stofnana sem og
innan þeirra. Þetta
gildir um kjaramál,
skattamál, þjónustu
o.fl. Þess vegna er
það brýnt hagsmuna-
mál fyrir eldri borg-
ara að embætti um-
boðsmanns aldraðra
verði stofnað. Slíkt
embætti gæti tekið að
sér og fjallað um rétt-
indi og réttindabrot
sem eldri borgarar
verða fyrir, en enginn
aðili í stjórnkerfinu
telur sér skylt að
sinna.“
Mjög brýnt er að
mál þetta nái fram að
ganga sem fyrst.
Eldri borgarar standa
mjög illa að vígi þeg-
ar þeir þurfa að
sækja eða verja réttindi sín. Eng-
inn aðili í stjórnkerfinu er til stað-
ar sem þeir gætu leitað til og hefði
það lögbundna hlutverk að sinna
málum þeirra þegar þeir telja brot-
ið á sér. Eldri borgarar standa
berskjaldaðir gagnvart stofnunum
og yfirvöldum sem beita valdi sínu
á óréttlátan hátt eins og því miður
fjölmörg dæmi eru um. Stór hópur
eldri borgara er í stöðugri baráttu
við ,,kerfið“ vegna þess að þeim
finnst brotið á sér og fá ekki lausn
eða leiðréttingu á sínum málum.
Mjög oft er um að ræða lífeyrismál
og mál sem eru tengd þeim eins og
skattamál en einnig
búsetumál, skort á
þjónustu bæði utan
stofnana aldraðra sem
og innan þeirra. Þessi
hópur hefur ekki efni á
að leita til lögfræðinga
með vandamál sín.
Í sambandi við rétt-
indamál má geta þess
að í lögum um málefni
fatlaðra frá 1992 eru
ítarleg ákvæði um
réttindagæslu fatlaðra,
sem svæðisráðin (8)
hafa eftirlit með eða
sérstakir starfsmenn
þeirra. Engin hliðstæð
ákvæði eru til í lögum
um málefni aldraðra.
Þess vegna leggur Fé-
lag eldri borgara í
Reykjavík mikla
áherslu á að úr þessu
verði bætt með stofn-
un embættis umboðs-
manns aldraðra. Fé-
lagið mun beita sér í
ríkari mæli fyrir um-
ræðum og að vekja at-
hygli á réttindamálum
og í því skyni standa
fyrir almennum fundi í
Stangarhyl 4, 21. apríl nk. þar sem
Brynhildur Flóvenz lektor við laga-
deild Háskóla Íslands og formaður
stjórnar Mannréttindaskrifstofu Ís-
lands mun flytja erindi um rétt-
indamál aldraðra.
Umboðsmaður
aldraðra
Margrét Margeirsdóttir
vill stofna embætti
umboðsmanns aldraðra
Margrét
Margeirsdóttir.
»Eldri borg-arar standa
berskjaldaðir
gagnvart stofn-
unum og yf-
irvöldum sem
beita valdi sínu
á óréttlátan hátt
eins og því mið-
ur fjölmörg
dæmi eru um.
Höfundur er formaður
Félags eldri borgara í Reykjavík.
Fyrir hönd Toyota á Íslandi
óska ég forráðamönnum Reykja-
víkurborgar hjartanlega til ham-
ingju með áræðnar og metn-
aðarfullar aðgerðir í átt að
vistvænni og hreinni borg. Græn
skref Reykjavíkurborgar boða
sannarlega vatnaskil í átt að
auknum ávinningi íbúa borg-
arinnar í umhverfismálum. Ósk-
andi hefði verið að löggjaf-
arsamkoma okkar hefði borið
sömu gæfu til þess að auðvelda
Íslendingum að eignast umhverf-
isvænar bifreiðar. En því miður
ákvað Alþingi að fella ekki niður
vörugjöld af öllum umhverf-
isvænum bifreiðum þegar tæki-
færið lá fyrir á síðustu dögum
Alþingis.
Eðli málsins samkvæmt erum
við hjá Toyota á Íslandi sér-
staklega ánægð með það fram-
tak Reykjavíkurborgar að bjóða
eigendum vistvænna bifreiða að
leggja án endurgjalds í bílastæði
borgarinnar. Toyota er leiðandi
fyrirtæki í framleiðslu vistvænna
bifreiða og erum við afskaplega
stolt af þeim móttökum sem
tvinnbílar okkar (e. Hybrid) hafa
fengið hjá viðskiptavinum okkar
– hvort sem um Toyota- eða
Lexus-bifreiðar er að ræða. Það
er ánægjulegt að vita til þess að
eigendur slíkra bifreiða, hvort
sem þeir búa í borginni eða utan
hennar, njóti umbunar þeirrar
ákvörðunar að aka um á vist-
vænum bíl í höfuðborginni.
Við erum að sama skapi af-
skaplega ánægð með aðrar að-
gerðir Grænna skrefa, enda
samræmast þær þeirri stefnu
Toyota á Íslandi, og jafnframt
Toyota á heimsvísu, að umgang-
ast umhverfi okkar í leik og
starfi með virðingu og heil-
brigðri framtíðarsýn. Það er
virðingarvert að sjá í mótun jafn
metnaðarfulla heildarstefnu í
vistvænni uppbyggingu höf-
uðborgar. Við erum sannfærð
um að Reykjavík hafi alla burði
til að verða leiðandi höfuðborg á
heimsvísu í umhverfismálum.
Umhverfisbaráttan er ekki
spretthlaup – hún er langvarandi
maraþonhlaup þar sem þol-
inmæði og markviss skipulagn-
ing skilar árangri. Við hvetjum
því borgaryfirvöld til dáða,
hvetjum þau til að efla enn þol
sitt og koma í mark sem ótví-
ræður sigurvegari hreinna og
betra umhverfis.
Til hamingju, Reykjavík!
Úlfar Steindórsson
Til hamingju,
Reykjavík!
Höfundur er forstjóri
Toyota á Íslandi.
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn