Morgunblaðið - 21.04.2007, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 21.04.2007, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Margir tengja nafn SigfúsarEymundssonar einkumvið bókaverslunina sem hann stofnaði og enn ber nafn hans, 98 árum eftir að hann lést. Aðrir vita þó að hann var einn frumherjanna í ljósmyndun hér á landi – einn sá allra besti sem hér hefur starfað. Nú stendur sviðin skel ljósmyndastofu hans á horni Lækjargötu og Austurstrætis. Sig- fús átti nefnilega græna hornhúsið, Lækjargötu 2, sem brann á síðasta vetrardag. Hér áður fyrr var þetta aðalhorn miðborgarinnar þekkt sem „Eymundssonarhornið.“    Í bókinni Ljósmyndir SigfúsarEymundssonar segir Þór Magn- ússon, fyrrverandi þjóðminjavörð- ur, að tveir staðir hafi einkum orð- ið Sigfúsi tíðar fyrirmyndir, neðsti hluti Bakarabrekkunnar og Lækj- artorg og hinsvegar höfnin. Hið fyrrnefnda er skiljanlegt þar sem Sigfús bjó þarna á horninu. „Þarna var miðpunktur Reykjavíkur,“ skrifar Þór. „Hér komu ferðamenn niður Bakarabrekkuna, bændur í kaupstaðarferð fóru þessa leið og sprettu jafnvel af hestum sínum á Lækjartorgi, framan við sjálft Thomsen-magasín. Hér hélt herinn samkomur sínar, lúðrasveitir her- skipanna spiluðu gjarnan á Torg- inu og þaðan lögðu ferðamenn og reisendur upp í ferðir sínar og út- reiðartúra. Hér var alltaf eitthvað að gerast, og ljósmyndarinn, sem hafði stofu sína í hornhúsinu, fylgdist vel með öllu sem fram fór. Því var fljótgert að bregða sér út fyrir með myndavélina ef eitthvað markvert bar fyrir augu, eða skreppa með hana upp á hornsvalir hússins, þar sem gott útsýni var til allra átta og hægt að smella af mynd í einni andrá.“    Það var P.C. Knudtzon kaup-maður sem keypti fyrstu lóð- ina sem bæjarstjórn Reykjavíkur seldi, og byggði þar fyrsta hluta hússins í Lækjargötu 2 árið 1852. Árið 1871 keypti Sigfús húsið. Hann byggði sérstakan myndas- kála við enda hússins árið 1876, en nokkrum árum síðar byggði hann hæð ofan á húsið og þar var ljós- myndastofan til 1909. Eins og sjá má á ljósmyndinni, sem hann tók um 1882 og birt var hér í blaðinu á föstudaginn með fréttum um brun- ann, þá hafði hann bæði svalir á annarri hæðinni, beint úr úr stúd- íóinu, og aðrar efst á horninu. Hvorar tveggja fyrirtaks sjón- arhorn fyrir myndatökur af mann- lífinu í bænum. Þá má einnig sjá að á norðurgafli annarrar hæðar hússins voru upphaflega engir gluggar; þar voru bakgrunnarnir sem fyrirsæturnar stilltu sér upp við til myndatöku. Vitaskuld ber að endurbyggja þetta merkilega hús og færa til fyrra horfs. Og setja myndarlegan skjöld á húsið þar sem þessa merka frumherja væri minnst. Á Ey- mundssonarhorninu er enn hjarta Reykjavíkur þótt bændur spretti ekki lengur þar af hrossum.    Af Sigfúsi Eymundssyni er þaðannars að segja að sama hvernig mat er lagt á okkur ís- lenska ljósmyndara fyrr og nú, þá mun hann alltaf verða einn af þeim bestu. Í filmusafni hans í Þjóð- minjasafninu eru ómetanlegar ger- semar sem bíða þess að verða gerð eðlileg skil í nýrri og vandaðri bók. Ef verið væri að velja bestu ís- lensku ljósmyndarana í lið í körfu- bolta, þá væri Eymundsson alltaf í byrjunarliðinu. Einhverskonar Jordan, eða kannski frekar Wilt Chamberlain; risi í teignum sem enginn réði við. Svo mætti velta fyrir sér hverjir væru hinir fjórir, eða hver kæmi fyrstur inná af bekknum. Á Eymundssonarhorninu Þjóðminjasafn/Sigfús Eymundsson Eymundssonarhornið Horft inn Austurstræti árið 1885, í ljósmynd Sigfúsar Eymundssonar sjálfs. Til vinstri er húsið hans en fjærst sést grindin að Vinaminni við Mjóstræti. Steinhúsið til hægri er barnaskólinn sem byrjað var að reisa 1882. Fyrir framan hús Sigfúsar sést Theodor Jonassen amtmaður ásamt fólki sínu. AF LISTUM Eftir Einar Fal Ingólfsson »Ef það væri verið að velja bestu ís- lensku ljósmyndarana í lið í körfubolta, þá væri Eymundsson alltaf í byrjunarliðinu. Einhverskonar Jordan, eða kannski frekar Wilt Chamberlain; risi í teignum sem enginn réði við. efi@mbl.is Krakkadagar í Smárabíó 450 kr. sýningartímar merktir með grænum lit SÓLIN ER AÐ DEYJA. ER HÆGT AÐ BJARGA HENNI? - Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Vinkona hennar er myrt og ekki er allt sem sýnist Magnaður spennutryllir með súperstjörnunum Halle Berry og Bruce Willis ásamt Giovanni Ribisi Hve langt myndir þú ganga? Ein Svakalegasta hrollvekja til þessa. Enn meira brútal en fyrri myndin. Alls ekki fyrir viðkvæma. Stranglega bönnuð innan 18 ára! Bardagafimu skjaldbökurnar eru mættar aftur í flottustu ævintýrastórmynd ársins MÖGNUÐ SPENNUMYND MEÐ MARK WAHLBERG FRÁ LEIKSTJÓRA "TRAINING DAY" Í GÆR VAR ÞAÐ HEIÐURINN Í DAG ER ÞAÐ RÉTTLÆTIÐ Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir Aðei ns ön nur bíóm yndi n frá upp hafi sem er bö nnuð inna n 18 á ra! Þeir heppnu deyja hratt The Hills Have Eyes 2 kl. 5.50, 8, og 10.10 B.i. 18 ára The Hills Have Eyes 2 LÚXUS kl. 3.40, 5.50, 8, og 10.10 Perfect Stranger kl. 5.30, 8, og 10.30 B.i. 16 ára Mr. Bean’s Holiday kl. 3, 5, 7, 9 og 11 Úti er Ævintýri m/ísl. tali kl. 2 og 3.45 Sunshine kl. 8 og 10.10 B.i. 16 ára TMNT kl. 2, 4 og 6 B.i. 7 ára School for Scoundrels kl. 1.30 og 3.45 M A R K W A H L B E R G Shooter kl. 8 og 10:20 B.i. 16 ára Perfect Stranger kl. 8 og 10:10 B.i. 16 ára Úti er Ævintýri m/ísl. tali kl. 4 og 6 TMNT kl. 4 og 6 B.i. 7 ára eeee “Magnþrunginn spen- nutryllir og sjónarspil sem gefur ekkert eftir” - V.J.V. Topp5.is eee “Sólskin er vel þess virði að sjá.” H.J. MVL “Besta sci-fi mynd síðustu tíu ára.” D.Ö.J. Kvikmyndir.com eee Ó.H.T. Rás2 eeee - Empire Sími - 564 0000Sími - 462 3500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.