Morgunblaðið - 10.05.2007, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
UM sjötíu borgarfulltrúar, embætt-
ismenn og skipuleggjendur grasrót-
arstarfs frá um tuttugu evrópskum
borgum sóttu í gær vinnufund í Ist-
anbúl í Tyrklandi um hvernig evr-
ópskar borgir geti lært af forvarn-
arstarfi sem rekið hefur verið
undanfarin ár í Reykjavíkurborg.
Vinnufundurinn er liður í forvarn-
arverkefninu Youth in Europe sem
rekið er frá Reykjavík.
Youth in Europe-verkefnið bygg-
ist á rannsóknum fræðimanna við
Háskólann í Reykjavík og Háskóla
Íslands, forseti Íslands er verndari
þess og Actavis styrktaraðili þess.
Fimmtán borgir í Evrópu taka nú
þátt í verkefninu en búist er við því
að fleiri borgir bætist við.
Á fundinum í Istanbúl kynntu þau
Inga Dóra Sigfúsdóttir prófessor við
Háskólann í Reykjavík og Álfgeir
Kristjánsson vísindamaður, fyrstu
niðurstöður fyrsta hluta verkefn-
isins. Könnuð voru mynstur varð-
andi áhættuhegðun ungmenna sem
gera kleift að greina hversu líkleg
þau eru til að hefja neyslu fíkniefna.
Íslenska módelið svokallaða byggist
á því að mestur árangur náist í for-
vörnum með því að efla ungmennin,
styðja við bakið á skipulögðu íþrótta-
og æskulýðsstarfi og stuðla að aukn-
um samverustundum foreldra og
barna. Hafa niðurstöður íslensku
fræðimannanna og reynsla af for-
varnarverkefnum í Reykjavíkurborg
vakið mikla athygli á meðal sérfræð-
inga í Evrópu og Bandaríkjunum.
Af hálfu Reykjavíkurborgar
stýrðu fundinum þau Jórunn Frí-
mannsdóttir formaður Velferð-
arráðs og Dagur B. Eggertsson sem
er formaður stýrihóps Youth in Eu-
rope. Dr. John Alligrante prófessor í
lýðheilsu við Columbia-háskólann í
New York og dr. Katheleen M. Roe
prófessor frá San José háskólanum í
Kaliforníu stýrðu umræðum og út-
skýrðu mikilvægi þess fyrir aðrar
borgir að leita í smiðju Íslendinga
sem hefðu náð markverðum árangri
við að draga úr fíkniefnaneyslu ung-
menna með jákvæðum forvörnum.
Þá ávarpaði Melih Gursoy fram-
kvæmdastjóri Actavis í Tyrklandi
fundinn en Actavis hefur lagt ís-
lensku forvarnarverkefnunum lið á
síðustu árum, m.a. með því að standa
að sérstökum forvarnardegi í öllum
grunnskólum á Íslandi síðastliðið
haust undir kjörorðinu Taktu þátt!
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, sagði í ávarpi sem hann
sendi fundinum að fíkniefnavandinn
væri slíkur að engin ein borg gæti
tekist á við hann ein síns liðs. Allir
verði að vinna saman og deila reynsl-
unni af því sem vel hafi tekist með
öðrum. Reynslan frá Íslandi gefi til-
efni til að reyna hliðstæðar aðferðir í
öðrum löndum og þess vegna leggi
hann svo mikla áherslu á að styðja
Youth in Europe verkefnið.
Borgarstjórinn í Reykjavík, Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson, hefur boð-
að til næsta fundar í Reykjavík í
haust.
Evrópskar borgir sækja í reynslu Reykjavíkur af forvörnum
Læra af íslenskum
sérfræðingum
Ráðstefna Inga Dóra Sigfúsdóttir, prófessor við Háskólann í Reykjavík,
er meðal þeirra sem taka þátt í ráðstefnunni í Istanbúl í Tyrklandi.
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
FULLTRÚAR framboðanna sex til
alþingiskosninganna á laugardag
ræddu í vikunni með starfsmönnum
Brimborgar um til hvaða leiða mætti
grípa til að stuðla að öruggari og um-
hverfisvænni bílaumferð. Bar þar
hæst forgangsröðun í útgjöldum til
vegamála og hvernig megi fjölga
vistvænum bifreiðum á götunum.
Fulltrúar flokkanna voru Ómar
Ragnarsson, Íslandshreyfingunni,
Árni Þór Sigurðsson, Vinstri græn-
um, Birgir Ármannsson, Sjálfstæð-
isflokki, Össur Skarphéðinsson,
Samfylkingunni, Jónína Bjartmarz,
Framsóknarflokki, og Magnús Þór
Hafsteinsson, Frjálslynda flokknum.
Í fyrstu umferð umræðna um
spurningar sem lagðar voru fyrir
frambjóðendurna var leitað eftir af-
stöðu þeirra til gerðar Sundabrautar
og vegaframkvæmda almennt.
Allir voru sammála um mikilvægi
þess að ráðast í gerð Sundabrautar,
enginn útilokaði einkaframkvæmd.
Lýstu Ómar, Jónína og Össur sig
andvíg veggjöldum, Magnús vildi
tvöfalda veginn frá Hvalfjarðar-
göngum og inn Kollafjörð, Birgir
skoða kosti einkaframkvæmdar og
Árni Þór hraða framkvæmdunum.
Almennt voru frambjóðendurnir
hlynntir jarðgangagerð um landið.
Magnús lýsti sig hlynntan jarð-
gangagerð, vel væri gerlegt að ljúka
fyrirhuguðum framkvæmdum víðs-
vegar um land á næstu tíu árum með
fjögurra milljarða árlegu framlagi.
Jónína lagði hins vegar áherslu á
að ljúka tvöföldun Reykjanesbraut-
ar, reisa mislæg gatnamót við mót
Miklubrautar og Kringlumýrar-
brautar. Hún var einnig hlynnt gerð
Sundabrautar, lykilatriðið í sam-
göngumálum væri að stytta vega-
lengdir milli byggðakjarna.
Össur tók undir mikilvægi þess að
tvöfalda Suðurlandsveg og reisa
Sundabrautina, ásamt því sem hann
vildi nota umferðargöng mun meira
til að leysa umferðahnúta.
Birgir vildi minna á að meira fé
væri nú varið til samgöngumála en
nokkru sinni og að samgönguráð-
herra hefði lagt fram umferðarör-
yggisáætlun sem fæli í sér stórátak.
Öll vilja hagræna hvata
Ómar kvaðst hlynntur því að grafa
göng til að stytta vegalengdir, þau
væru æskilegri en þverun fjarða.
Inntir eftir afstöðu sinni til gerðar
Vaðlaheiðarganga sögðust fram-
bjóðendurnir allir jákvæðir gagn-
vart henni, þótt afstaðan til hvort og
þá hvernig bæri að útfæra einka-
framkvæmd væri misjöfn.
Frambjóðendurnir vildu einnig
stuðla að umhverfisvænni bílaflota.
Árni Þór vildi draga úr neikvæð-
um áhrifum bílaumferðar, auka al-
menningssamgöngur og greiða fyrir
hjólreiðum og gangandi. Hjólreiða-
stígar ættu að fara á vegaáætlun líkt
og reiðvegir. Þá vildi hann að Öskju-
hlíðargöng yrðu grafin í Reykjavík.
Einnig vildi hann bæta aðgengi að
vistvænum bifreiðum og skoða
norsku leiðina, þar sem gjaldatakan
hefur verið sniðin að því hversu los-
un gróðurhúsalofttegunda er mikil.
Kvaðst Ómar vilja græn gjöld á
bíla, þeir borgi sem mengi, auk þess
sem hann vildi lægri gjöld á dísilbíla.
Birgir vildi stilla gjaldtöku á bíla í
hóf og skoða jafnræðissjónarmið út
frá mismunandi gerðum vistvænna
bifreiða. Jónína sagðist vilja skoða
norsku leiðina, hún væri almennt
hlynnt hagrænum hvötum. Össur
vildi fella niður öll gjöld á umhverf-
isvænstu bifreiðarnar og Magnús
skoða reynslu Norðmanna af norsku
leiðinni.
Allir vilja Sundabraut og
vistvænni bíla á göturnar
Ljósmynd/Ragnar Th
Kappræður Það var komið inn á mörg mál á fundinum í Brimborg.
FJÓRÐA ráðstefna samtaka sveit-
arfélaga á Norðurlöndum um skóla-
mál, Brännpunkt Norden, hefst á
Hótel Nordica í dag, fimmtudag, 10.
maí og stendur yfir í tvo daga. Yf-
irskrift ráðstefnunnar að þessu
sinni er Þekking - Kraftur og Sköp-
un.
Alls eru um 250 manns, víðs veg-
ar af Norðurlöndum, skráðir til
þátttöku, sveitarstjórnarmenn og
starfsfólk sveitarfélaga við stjórnun
skólamála. Þátttaka fór langt fram
úr björtustu vonum. Undirbúningur
ráðstefnunnar hefur staðið frá
hausti 2005 í forsvari Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga. Ráðstefnan
verður sú síðasta sem haldin verður
með þessu sniði.
Meginviðfangsefni ráðstefnunnar
er tvíþætt. Annars vegar verður
lögð áhersla á mikilvægi frum-
kvöðlahugsunar og nýsköpunar í
skólaumhverfinu og virkt samstarf
skóla, sveitarstjórnar og atvinnulífs
í því skyni. Hins vegar verður sjón-
um beint að framgangsþáttum í
skólastarfi og hagnýtingu þeirra í
skólaþróun.
Halldór Halldórsson, formaður
Sambands íslenskra sveitarfélaga,
setur ráðstefnuna og forseti Íslands,
Ólafur Ragnar Grímsson, mun flytja
ávarp. Fundarstjóri er Gunnar Ein-
arsson, bæjarstjóri í Garðabæ.
Nánari upplýsingar má finna á
heimasíðu Sambands íslenskra
sveitarfélaga, www.samband.is.
Norræn skólamálaráðstefna
Útimálning
Viðarvörn
Lakkmálning
Þakmálning
Gólfmálning
Gluggamálning
Innimálning Gljástig 3, 7, 20
Verð frá kr. 298 pr.ltr.
Gæða málning á frábæru verði
ÍSLANDS MÁLNING
Allar Teknos vörur eru framleiddar skv. ISO 9001 gæðastaðli.
Afsláttur af málningarvörum
20%
Sætúni 4 Sími 517 1500
Sérhönnuð málning fyrir íslenskar aðstæður.Sérhönnuð málning fyrir íslenskar aðstæður
Sætúni 4, S. 517 1500 - Skútuvogi 13, S. 517 101 við hliðina á Bónus
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi fréttatilkynning frá
Landssambandi lögreglumanna:
„Í kjölfar umfjöllunar sem hefur
átt sér stað í þessari viku um auglýs-
ingu frá dómsmálaráðuneytinu og
lýtur að stöðu aðstoðarríkislögreglu-
stjóra vill Landssamband lögreglu-
manna koma eftirfarandi á framfæri.
Eins og kunnugt er hafa miklar
breytingar átt sér stað í uppbygg-
ingu lögreglunnar á Íslandi á síðustu
árum og til þess að það hafi gengið
eftir hafa dómsmálaráðuneytið og
Landssamband lögreglumanna þurft
að eiga mikið samstarf og verður
ekki annað sagt en að það samstarf
hafi verið farsælt og samskipti góð.
Lögreglumönnum, sem og öðrum
sem fylgst hafa með, má vera það
ljóst að núverandi dómsmálaráð-
herra, Björn Bjarnason, hefur sýnt
mikinn áhuga á starfsumhverfi lög-
reglumanna og lagt sig allan fram við
að styðja lögreglumenn til dáða.
Þessu til stuðnings viljum við benda
á að á sl. ári var Björn sæmdur gull-
merki LL, fyrstur manna utan lög-
reglu, og nú nýverið var hann sæmd-
ur gullmerki Félags yfirlögreglu-
þjóna fyrir störf sín í þágu lögreglu-
manna.
Við breytingar á lögreglulögum,
sem nýverið tóku gildi, lagði LL mik-
inn metnað í að þær tækjust sem
best og möguleikar lögreglumanna á
stjórnunarstöðum innan lögreglunn-
ar yrðu sem mestir. Með mikilli eft-
irfylgni og einurð varð niðurstaðan
sú að lögreglumenn hafa samkvæmt
lögreglulögum möguleika á að gegna
öllum stöðum innan lögreglunnar að
stöðum lögreglustjóra og ríkislög-
reglustjóra undanskildum og er það
m.a. forsenda þess að LL hefur tjáð
sig um mál þetta.
Landssamband lögreglumanna
harmar þá umfjöllun sem átt hefur
sér stað er lýtur að fjölskyldu-
tengslum þess aðila sem sótti um áð-
urnefnda stöðu inn til dómsmála-
ráðuneytisins og telur hana ekki
sanngjarna.
Lögreglumenn þekkja vel til
starfa Páls Winkels og að góðu einu
og viljum við koma því á framfæri að
hann nýtur fulls stuðnings LL sem
og lögreglumanna og teljum við hann
mjög vel hæfan í þetta embætti.
Landssamband lögreglumanna
mun ekki tjá sig frekar um mál þetta
og er því lokið af þess hálfu.
Reykjavík, 9. maí 2007.
Hermann Karlsson,
varaformaður Landssambands
lögreglumanna.
Páll Winkel nýtur
fulls stuðnings LL
♦♦♦
YFIRVÖLDUM hefur verið sent er-
indi þess efnis að aðbúnaður hrossa á
sveitabæ í Rangárþingi ytra sé með
allra versta móti. Á vefsvæði Hestaf-
rétta má lesa bréfið og sjá myndir af
aðbúnaði hrosanna. Þar segir m.a.:
„Þau eru mögur, lúsug, með ein-
hverjar sýkingar og kleprótt. Fyl-
fullar merar eru það horaðar að rif-
beinin sjást.“
Í bréfinu kemur jafnframt fram að
nágrannar hafi í vetur látið dýra-
lækni vita af hrosshræi sem lá á
beitilandi hrossanna og í kjölfarið
hafi verið mokað yfir það. Þá séu
hrossin lokuð inni í niðurníddu,
dimmu útihúsi án fóðurs í nokkra
daga ef þau séu ekki útivið.
Hræðilegur að-
búnaður hesta