Morgunblaðið - 10.05.2007, Síða 20

Morgunblaðið - 10.05.2007, Síða 20
20 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING LÓA Hlín Hjálmtýsdóttir heitir listakona sem lauk námi frá LHÍ árið 2003 og heldur sína fyrstu einkasýningu á Íslandi í 101 gall- eríi. Sýningin nefnist „La Grande Colline“ og er óður til Breiðholtsins þar sem listakonan ólst upp. Þunga- miðja sýningarinnar er blýants- teikningar af rókókó-legu aðalsfólki sem býr í blokkum Breiðholtsins. Stundum gætir einhvers vandræða- gangs í teikningunni. En úr því að þetta eru skopmyndir en ekki aka- demískar teikningar skemmir það ekki frekar út frá sér, heldur eru skemmtilegar þverstæður í mynd- unum og sýnist mér aðallinn standa fyrir einhvers konar bælingu eða afneitun á aðstæðum. Allavega er það aðalsmerki að halda reisn sinni út á við þótt allt sé í klessu innivið. Lóa bregður einnig á leik með rýmið. Málar veggi gráa eins og er algengt þegar eldri list er til sýnis en lætur ódýra Ikea-lampa sjá um lýsinguna sem gefur heildarmynd- inni leikrænan eða dramatískan blæ. Einnig hefur hún dregið hluti út úr myndunum og mótað í þrívítt form og geta sýningargestir dundað sér við að finna hlutinn í mynd- unum en á sama tíma gefur hún myndunum annað og áþreifanlegt líf. Þegar þetta ólíkar og afmarkaðar hugmyndir eru í gangi í einu er alltaf hætt við að þær kaffæri hver aðra. Lóu tekst aftur á móti að halda sýningunni nógu lágstemmdri til að þetta virki allt saman, þjóð- félagsádeilan í teikningunum, leik- urinn í hlutunum og svo litlir sætir plastleirskúlptúrar sem ekki virðast koma aðalsmyndunum nokkuð við. Aðalsmenn í úthverfi Morgunblaðið/Sverrir Leikur Lóu tekst að halda sýningunni nógu lágstemmdri til að allt virki saman, segir gagnrýnandinn um sýningu Lóu Hlínar Hjálmtýsdóttur. MYNDLIST 101 gallerí Opið þriðjudaga til laugardags frá kl. 14– 17. Sýningu lýkur 31. maí. Aðgangur ókeypis. Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Jón B.K. Ransu ÞAÐ var fámennt en góðmennt í Bessastaðakirkju síðastliðinn sunnudag þegar Rúnar Magn- ússon gaf áheyrendum tækifæri á að heyra hljóðlist þá sem hann flutti fyrst í Kaupmannahöfn í til- efni af sýningu á verkum Ólafs Elíassonar og Kjarvals sem haldin var í vor undir heitinu Hraunland. Megin efniviður verksins eru hljóðupptökur úr íslenskri nátt- úru, sumar hverjar umbreyttar með hljóðforritinu Same Same but Different sem Rúnar hefur verið að þróa ásamt Þórhalli Magn- ússyni síðan árið 2003. Verk Rúnars, sem hófst í þetta skipti á orgelleik Péturs Eyvinds- sonar, var margslungið og kraft- mikið ferðalag, hljóðin skullu á áheyrandanum og ferðuðust milli hátalara svo stundum var líkt og hann væri í miðju ölduróti eða á ferð meðfram fuglabjargi. Sek- vensar af ólíkum hljóðum og tón- um kölluðust á, í bland við djúpa undiröldu bassahljóðanna svo út- koman varð krefjandi og sefandi í senn, jafnt fyrir eyru, hug og lík- ama. Rúnar hefur augljóslega mikið vald á list sinni og er þess óskandi að hann fremji hana oftar opinberlega svo fleiri fái að slást í för. Fóður fyrir hugarflugið TÓNLEIKAR Bessastaðakirkju, sunnudaginn 6. maí. Rúnar Magnússon – Tón- og hljóðverk vegna sýningarinnar Hraunland  Ólöf Helga Einarsdóttir 15:15-TÓNLEIKARÖÐ Caputs sprengdi nærri utan af sér sal Nor- ræna hússins sunnudaginn 29. apríl og þætti óefað eftirtektarvert víðar á Norðurlöndum. Sömuleiðis sprengdi dagskráin hefðbundið skír- lífisbelti hreinræktaðrar fram- úrstefnu með tveim verkum af fjór- um í blygðunarlausum dúr og moll, og gæti sú óvenjulega blanda komið ýmsu góðu til leiðar ef áfram er haldið. Hanagal Guðbrands var fyrra dæmið um tónalan kött í bóli til- raunabjarnar þar sem flaggskip ís- lenzkrar framvarðarstefnu lék dun- andi hlöðuballsdansa eins og það hefði aldrei gert annað. Hið seinna var 6 kaflar úr Jökultónum eftir Jón R. Arason við geðþekk ljóð Auðar Gunnarsdóttur er söng sjálf á hlý- legu mezzo-alt-sviði við strengja- kvintett, víbrafón, gítar og píanó. Notaleg náttúrulýrík, jafnvel þótt gegnsætt tónmálið héldist ekki alltaf áhugavert í fyrirsjáanleika sínum. Felst þar líklega aðalvandi einfald- leikans. Úr gagnstæðum herbúðum var lit- ríkt verk Rotaru f. flautu, píanó og slagverk; áhrifamikið hljóðaljóð um skipakvarnandi kletta úr forngrískri goðsögn. Loks var þríþætt Risaeðla Hafdísar Bjarnadóttur f. 15 manna sveit; stílblendnasta verk dagsins sem gerði sig engu að síður furðuvel, enda blómstrandi af frjóu ímynd- unarafli. Caput-liðar léku hér sem fyrr af fagmennskri innlifun er kór- ónaði óvænt fjölskrúðuga tónleika. Kettir í bóli bjarnar TÓNLIST Norræna húsið Guðbrandur Óli Sigurgeirsson: Við han- ans fyrsta gal (frumfl.). Diana Rotaru: Symplegade. Jón Rúnar Arason: 6 kaflar úr Jökultónum* (frumfl.) Hafdís Bjarna- dóttir: Risaeðla (frumfl.). Auður Gunn- arsdóttir sópran*; Caput. Stjórnandi: Guðni Franzson. Sunnudaginn 29. apríl kl. 15:15. Kammertónleikar  Ríkarður Ö. Pálsson KYRRALÍFSMYNDIR Louisu Matthíasdóttur og Lelands Bells eru við- fangsefni sýningar sem opnuð verður í Hafnarborg á morgun kl. 17. Sýningin samanstendur af uppstill- ingum máluðum með olíu- og akríllitum. Louisa Matthíasdóttir fór ung utan til náms, að- eins sautján ára gömul, og bjó eftir það mest erlendis þótt hún kæmi oft heim til Íslands, héldi tryggð við landið og fjölskyldu sína hér og léti aldrei eftir ís- lenskan ríkisborgararétt sinn. Hún lærði í Kaup- mannahöfn og París og hefði hugsanlega ílengst í Frakklandi ef heimsstyrj- öldin síðari hefði ekki sett strik í reikninginn eins og hjá svo mörgum öðrum af hennar kynslóð. Heimsborgari með taug heim Louisa Matthíasdóttir fluttist því til Bandaríkj- anna og átti þar síðan lang- an og gifturíkan feril sem listamaður, giftist og eign- aðist fjölskyldu. Ísland var þó aldrei langt undan og varð æ meira áberandi í myndum hennar eftir því sem frá leið. Hún var heimsborgari en sameinaði í málverkum sínum al- þjóðlega listhugsun og ræktarsemi við uppruna sinn, fjölskyldu og nánasta vinahóp. Í sambandi Lo- uisu og Lelands Bells, sem hún hitti og giftist fljótlega eftir að hún kom til Banda- ríkjanna, sameinaðist líka á einstakan hátt listrænn metnaður þeirra beggja og ævarandi ást og vinátta. Þau voru bæði miklir hug- sjónamenn í listinni og lifðu mikla umbrotatíma. Þau tókust af fullum krafti á við þau úrlausnarefni sem þeim þóttu brýnust í málaralistinni, viðfangsefni hins móderníska málverks, samþættingu afstrak- sjónar og fígúratífrar nálg- unar, myndbyggingu, hrynjandi og litróf. Úr þessu unnu þau hvort á sinn hátt en þó í nánu sam- starfi og leystu úr sínum viðfangsefnum af slíku innsæi og heilindum að skipa má ævistarfi þeirra við hlið virtustu málara sinnar kynslóðar. Sýningin opnar innsýn í verk Louisu sem hefur átt svo mikinn þátt í að móta skilning okk- ar á íslensku landslagi þótt hún sjálf byggi erlendis og hún kynnir okkur betur heillandi hugmyndaheim Lelands sem var flestum mönnum fremur opinn og leitandi í hugsun en ákaf- lega einbeittur og ná- kvæmur í sköpun sinni og listrænni úrvinnslu. Temma Bell sýnir einnig Á sama tíma verður einnig opnuð í Hafnarborg sýning á verkum Temmu Bell, dóttur Louisu og Le- lands, en verk Temmu eru öll ný. Myndefni hennar er fyrst og fremst landslagið beggja vegna Atlantsála, hið íslenska annars vegar og uppsveitir New York- ríkis hins vegar þar sem hún býr með fjölskyldu sinni. Dæturnar fjórar, dýrin á búgarði fjölskyld- unnar og hversdagslífið verður henni gjarnan að yrkisefni. Allt þetta dregur hún sterkum dráttum í málverkum sínum og hefur skapað sér sjálfstæðan og afar áhugaverðan stíl í list sinni. Líf Temmu hefur frá unga aldri verið mótað af myndlistinni. Hún var virkur þátttakandi í list- sköpun foreldranna og þeirri umræðu um listir sem fram fór á æskuheim- ilinu. Síðar fór hún sjálf í listnám og sýnir reglulega í New York og víðar. Ung kom hún líka til Íslands í fylgd með móður sinni og hefur alla tíð átt sér at- hvarf hér og dvalið í lengri og skemmri tíma til að mála og rækta samband við vini og fjölskyldu. Líkt og Louisa móðir hennar hefur Temma tengt löndin tvö, Ísland og Bandaríkin, bæði í lífi sínu og list. Úr langri sambúð Listakona Louisa Matthíasdóttir listmálari, á ljósmynd Kristins Ingvarssonar frá 1993. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.