Morgunblaðið - 10.05.2007, Page 35

Morgunblaðið - 10.05.2007, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2007 35 ÉG vildi óska að borgarstjóri hefði verið jafnharður við að tryggja Reykvíkingum ásætt- anlegt verð fyrir Landsvirkjun eins og hann var við að hækka gjaldskrár á barnafjölskyldur og eldri borgara um síðustu áramót og nú síðast við að svíkja loforð sín um ódýrar lóðir fyrir alla. Samfylkingin gagnrýndi borg- arstjóra harðlega fyrir að vera linur í samningum við sölu á Landsvirkjun sl. haust. Þá fékk ríkissjóður 46% hlut borgarinnar í fyrirtækinu á silfurfati. Nú hefur verið greitt verð fyrir hlut í Hita- veitu Suðurnesja sem staðfestir að gagnrýni Samfylkingarinnar á söluna á Landsvirkjunarhlutnum var rétt. Munurinn, miðað við hverja krónu eiginfjár, er meira en þrefaldur og lýsir trú á tæki- færum í orkuiðnaði og útrás þekk- ingar á því sviði. Það var því hneyksli að meta ekki framtíð- armöguleika Landsvirkjunar, rannsóknarleyfi eða þekkingu vit- undarögn til verðs við sölu á hlut borgarinnar. Það bætist við að 15% hlutur í Hitaveitu Suð- urnesja var greiddur út í hönd en tekið var við óhagstæðum skulda- bréfum sem ekki er hægt að selja sem greiðslu fyrir hlutinn í Landsvirkjun. Með öðrum orðum var himinn og haf á milli þessara kaupsamninga. Niðurstaðan er sú að borgarbúar urðu af milljörðum á milljarða ofan vegna lélegrar hagsmunagæslu borgarstjóra og meirihluta borgarstjórnar fyrir þeirra hönd. Hver ætlar að svara fyrir það? Dagur B. Eggertsson Borgarstjóri fékk smánarverð fyrir Landsvirkjun Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar. 6. MAÍ síðastliðinn birtist grein eftir undirritaðan hér í blaðinu þar sem því var haldið fram að færa mætti fyrir því gild rök að við, íbú- ar Vesturlanda, séum sekir um stórfelld mannrétt- indabrot gagnvart mörgum af fátækustu íbúum jarðarinnar. Hér er þráðurinn tek- inn upp þar sem frá var horfið og umrædd- um rökum gerð skil. Margir álíta sem svo að sú fátækt í heiminum, sem rekja má til mannlegra gjörða og atbeina mannsins, sé fyrst og fremst afleiðing lé- legra stjórnarhátta ólýðræðislegra, spilltra og eig- ingjarnra alræðisstjórna fátækra ríkja. Af þessu leiðir að þó að Vest- urlandabúum finnist það almennt óheppilegt og leitt hvernig komið er fyrir þeim sem þjást og deyja af sulti og sjúkdómum, sem rekja má til fátæktar, þá líta þeir yfirleitt ekki svo á að þeir beri nokkra ábyrgð á því ástandi. Sú sannfæring að okkur sé í engu um að kenna hvernig komið er fyrir þeim börnum sem þurfa að láta lífið sökum fátæktar (u.þ.b. 34.000 á dag!) er í besta falli byggt á útbreiddum misskilningi og of- mati á innlendum áhrifabreytum. Þar að auki má rekja þessa sann- færingu til kerfisbundinnar – þó kannski ekki illa meintrar – skrum- skælingar og vanmats á orsaka- sambandi milli alþjóðaviðskipta og laga annars vegar og fátæktar og mannréttindabrota hins vegar. Til að sjá hverju sætir þarf að taka skref afturábak og líta á stöðu mannréttindamála í heildstæðu, hnattrænu samhengi. Ef litið er á mannréttindi í ljósi hnattvæðingarinnar kemur í ljós hvernig við, íbúar Vesturlanda og það kerfi alþjóðastofnana, laga og reglna sem við höfum komið á fót í okkar þágu – og við framfylgjum með yfirþyrmandi pólitískum og efnahagslegum mætti – eru einir helstu og skaðlegustu áhrifavald- arnir í lífi fátæks fólks. Í dag er nefnilega svo komið að lífsgæði fólks, ekki síst í þróunarríkjunum, eru ekki síður háð ráðum, dáðum, duttlungum og ofríki alþjóðlegra stofnana á borð við Alþjóða- viðskiptastofnunina (WTO) en þess eigin ríkisstjórnum. Og áhrifum fylgir ábyrgð! Ósanngirni og skaðsemi núver- andi fyrirkomulags alþjóðaviðskipta og laga birtist einkum í því kerfi niðurgreiðslna, tollam- úra og annarra við- skiptahamla sem ein- kennir viðskipti milli OECD-landanna ann- ars vegar og þróun- arlandanna hins vegar. Þessu fyrirkomulagi er svo miðlað og léð lögmæti fyrir tilstilli WTO. Með hlutdeild WTO hafa ríkustu og valdamestu ríkin mis- kunnarlítið beitt kröft- um sínum og að- stöðumun gagnvart fátækum til að skara eld að eigin köku. Það tjón sem fátækari ríkin bíða af þessum óhagstæðu og ósann- gjörnu skilmálum, sem þröngvað er upp á þau, er og hefur jafnan verið bæði fyrirsjáanlegt og vel skjalfest. Það verður með hverjum deginum ljósara hvernig þetta fyrirkomulag kemur í veg fyrir möguleika þróun- arlandanna til að selja afurðir sínar og þar með að auka þjóðarfram- leiðslu sína og hagvöxt og þannig draga úr og á endanum útrýma fá- tækt (þótt víst þurfi fleira að koma til). Það hefur þó ekki stöðvað okk- ur í óstjórnlegri eiginhags- munagæslu á kostnað milljóna mannslífa. Slíkir viðskiptahættir, sem skilyrtir eru og stýrt af „kapít- alískum“ ríkjum, gera allt tal um viðskiptafrelsi, sem eitt megin ein- kenni og markmið hnattvæðingar öllum til framdráttar, hræsnisfullt hjóm eitt. Með þátttöku okkar í sköpun og viðhaldi slíks fyrirkomulags – s.s. í gegnum lýðræðislega kjörnar rík- isstjórnir okkar – berum við ábyrgð á virkni þess og afleið- ingum. Og að því marki sem við- skiptasamningar milli ríkra og fá- tækra landa eru bæði fyrirsjáanlega og frávíkjanlega skaðlegir hagsmunum fólks erum við brotleg gagnvart þeirri „nei- kvæðu“ skyldu okkar að valda fólki ekki fjörtjóni með því að þvinga upp á það kerfi sem stendur í vegi fyrir að það fái fullnægt þörfum sínum og rétti til mannsæmandi lífs. Brotið liggur öðrum þræði í að vel væri hægt að haga hlutum eins og alþjóðaviðskiptum með landbún- aðarvöru, náttúruauðlindir og aðra hrávöru með öðrum, sanngjarnari og skaðlausari hætti. Samt höfum við kosið að gera það ekki. Við getum því aðeins bætt fyrir slíkt brot með því í fyrsta lagi að bæta fórnarlömbunum skaðann, í öðru lagi að vernda þau gegn frek- ari skaða og í þriðja lagi að beita okkur fyrir umbótum á hinu skað- lega og óréttláta kerfi. Og hvort heldur meðvirkni okkar er a) með- vituð en réttlætt með eigingjörnum hagsmunagæslurökum, eða b) til- komin af þægilegri fáfræði og hugsunarleysi, þá er staðreyndin eftir sem áður sú að við erum með- sek í umfangsmestu mannréttinda- brotum sem sögur fara af. Áherslubreytingar mannréttinda- samtaka, sem taka nú aukinn þátt í og styðja þá stefnu Alþjóða- samfélagsþingsins að berjast gegn efnahags- og félagslegu misrétti, gefa því fyrirheit um bættan hag fátækra fórnarlamba mannréttinda- brota um heim allan. Því fyrr sem við gerum okkur grein fyrir þeim umfangsmiklu brotum sem framin eru í okkar nafni því fyrr getum við tekið skrefið fram á við og með réttu litið á okkur sem ábyrga þegna í hnattvæddum heimi. Stuðst er við ritin World Poverty & Hum- an Rights og Globalization and its Discon- tents. Skref afturábak - Mannrétt- indi og hnattvæðing Davíð Sigurþórsson skrifar um efnahags- og félagslegt misrétti »Með ósanngjörnufyrirkomulagi al- þjóðaviðskipta brjótum við á rétti íbúa fátækra landa og stuðlum að aukinni fátækt þeirra, þjáningu og dauðs- föllum. Davíð Sigurþórsson Höfundur er MA í siðfræði hnattvæðingar og meistaranemi í þróunarfræðum. ÞEGAR vel liggur á samfylking- arforystunni býður hún til blaða- mannafundar. Einn slíkur var hald- inn fyrir nokkrum vikum til þess að kynna nýja stefnu í umhverfismálum sem bar nafnið „Fagra Ís- land“, nafn sem er hægt að taka undir af heilum hug. Nú skyldi taka við ný til- vera í umhverf- ismálum, þar sem fegurð fósturjarð- arinnar skyldi höfð í fyrirrúmi. Eitt er að halda snotra blaðamanna- fundi, annað að fram- fylgja stefnunni sem þar er boðuð. Sam- fylkingin ræður einu stóru bæjarfélagi á höfuðborgarsvæðinu sem er Hafnarfjörður. Þar standa nú fyrir dyrum kosningar um hvort á að ráðast í stækkun álversins sem hefur malað gull fyrir þjóðina og Hafn- firðinga um fjörutíu ára skeið. Skemmst er frá því að segja að samfylkingarforystan fer eins og köttur í kringum heitan graut þar sem þetta mál er annars vegar, ef undanskilinn er bæj- arstjórinn Lúðvík Geirsson, sem greinilega gerir sér grein fyrir mik- ilvægi þessa fyrirtækis í sveitarfé- laginu sem hann stjórnar. Hann hefur einnig látið í ljós þá skoðun að það sé eðlilegt að fólk tali saman í kosningabaráttu, jafnvel taki upp símann. En samfylkingarforystan á lands- vísu talar um stóriðjustopp, og er í samkeppni við Vinstri græna um hvernig sé best að stöðva framvind- una á þessu sviði. Lúð- vík hefur hins vegar bent á að viðkomandi sveitarfélög komi að ákvarðanatöku í þessu efni og hafa nokkuð að segja um framvinduna. Það er alveg rétt. Það var R-listinn í Reykja- vík sem kom að ákvörð- unum um Hellisheið- arvirkjun sem var forsenda stækkunar ál- versins á Grund- artanga. Fulltrúi Vinstri grænna í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti þann gjörn- ing og að sjálfsögðu samfylkingarmenn- irnir. Það er auðvitað grátbroslegt að verða vitni að öllum þessum tvískinnungi hjá stjórnarandstöðunni í þessum málum. „Fagra Ísland“ er flott slag- orð. Hins vegar er ekki víst að það dugi, nema athafnir fylgi orðum. Var það í þágu „Fagra Íslands“ að koma í veg fyrir það að frumvarp um nýtingu auðlinda, sem var spor til sátta í umhverfismálum og frumvarp um meginreglur umhverfisréttar, næðu fram að ganga fyrir þinglokin? Það er spurningin … Snotrir blaða- mannafundir Sam- fylkingarinnar Gestur Guðjónsson fjallar um umhverfismál Gestur Guðjónsson » Var það íþágu „Fagra Íslands“ að koma í veg fyrir það að frumvörp um nýtingu auð- linda og meg- inreglur um- hverfisréttar næðu fram að ganga? Höfundur er framsóknarmaður og umhverfisverkfræðingur. HÁTEIGSVEGUR – GLÆSILEG HÆÐ OG RIS Vorum að fá í sölu glæsilega eign á besta stað við Háteigsveg í Reykja- vík. Um er að ræða u.þ.b. 265 fm eign sem er hæð og ris ásamt bílskúr. Eignin hefur öll verið endurnýjuð á síðustu árum, svo sem gólfefni, inn- réttingar, lagnir og fl. Skiptist m.a. í sex herbergi, þrjár stofur, tvö baðher- bergi og fl. Glæsileg lóð til suðurs. Þetta er eign í virðulegu og klassísku steinshúsi sem stoppar stutt við á markaðnum. Eignin er laus. Ásett verð 74 millj. Sölumenn Stórborgar sýna. Sjá nánari upplýsingar á Stórborg.is Sími 534 8300 • Kirkjustétt 4 • 113 Reykjavík • www.storborg.is • storborg@storborg.is Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.