Morgunblaðið - 10.05.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.05.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2007 39 UMRÆÐAN Vegna mikils aðstreymis aðsendra greina í aðdraganda alþingiskosninganna verður formi þeirra greina, sem lúta að kosningunum, breytt. Er þetta gert svo efnið verði aðgengilegra fyrir lesendur og auka mögu- leika Morgunblaðsins á að koma greinunum á framfæri fyrir kosningar. Alþingiskosningar ÞAÐ vill gleymast í aðdraganda kosninga þegar flokkarnir draga fram stefnumál sín að kosningarnar snúast auðvitað að miklu leyti um fyrri verk stjórnvalda og hvort al- menningur í landinu vill meira af því sama eða hvort tími sé kominn til að gefa öðrum tækifæri. Ríkisstjórn sem er stolt af verk- um sínum ætti að leggja áherslu á það að koma fyrri afrekum sínum til skila. Sjálfstæðisflokkurinn breytir hins vegar algjörlega um ham þegar kemur að kosningum. Þá verður hann að félagshyggjuflokki og seg- ist þá ýmist hægri grænn eða bleik- ur, eftir því við hvern er rætt. Blái liturinn hverfur þá um stund. Kannanir hafa sýnt að konur kjósa síður Sjálfstæðisflokkinn en karlar. Fyrir því eru gildar ástæð- ur. Konur kjósa margar hverjar út frá velferðarmálum og þar eru flest- ir kostir betri en Sjálfstæðisflokk- urinn einfaldlega vegna þess að vel- ferðarmál eru aukaatriði en ekki aðalatriði í hægristefnunni. Fátækum börnum afneitað Jafnréttismálin eru konum eðli- lega ofarlega í huga. Enn er það þannig að kynbundinn launamunur er staðreynd og það er sömuleiðis staðreynd að í tíð þessarar rík- isstjórnar hefur hann ekkert minnkað. Ungt fjölskyldufólk og ekki síst ungar konur glíma við það vandasama hlutverk að samræma vinnu og fjölskyldu. Sjálfstæð- isflokkurinn hefur lítið gert til að koma til móts við þessar aðstæður. Og Sjálfstæðisflokkurinn er ekki aðeins seinn til að bregðast við þeirri ömurlegu þróun að fátækum íslenskum börnum fjölgar stöðugt, heldur kýs hann að taka alls ekki á vandanum og afneitar honum al- gjörlega. Þannig myndi velferð- arflokkur ekki haga sér. Sætasta stelpan á ballinu Geir H. Haarde, formaður Sjálf- stæðisflokksins, hefur ítrekað op- inberað sína skoðun á jafnrétt- ismálum. Ummæli á borð við þau að ekki sé alltaf hægt að fara með sæt- ustu stelpunni heim af ballinu eru öllum kunn og sömuleiðis nið- urstaða hans um að þá verði bara að grípa í eitthvað annað sem geti gert sama gagn. Þegar þingkona Sam- fylkingarinnar gagnrýndi Geir fyrir það hversu fáar konur voru í nefndum á veg- um ráðuneytis hans sagði hann málefnið „gervimál“. Enn alvarlegri voru ummæli hans í kjölfar Byrgismálsins þar sem Geir sagði að ekki væri hægt að útiloka að kon- urnar í Byrginu hefðu ekki hvort sem er orðið óléttar. Jafnréttislög barn síns tíma Aðrir ráðherrar Sjálstæðisflokks- ins hafa sýnt hug sinn til jafnrétt- islaga í verki, því ekki aðeins voru jafnréttislög brotin þegar skipað var í dómaraembætti í Hæstarétti, heldur bætti Björn Bjarnason dómsmálaráðherra um betur með því að fullyrða að jafnréttislögin væru barn síns tíma. Eftir að mesta fárið vegna þessara ummæla var gengið yfir var komið að Geir Haarde sem taldi tímabært að skipa mætan flokksfélaga í Hæstarétt og valdi þá Jón Steinar Gunnlaugsson. Það er ekki því trúverðugt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að setja nú upp jafnréttislúkkið og fara í fé- lagshyggjukápuna. Eftirlíkingar eru aldrei eins góðar og fyr- irmyndin. Og Geir gerir einfaldlega lítið gagn í jafnréttismálum. Eru jafnréttismál gervimál? Eftir Evu Kamillu Einarsdóttur, Gígju Heið- arsdóttur og Guðlaugu Finnsdóttur Höfundar eru Samfylkingarkonur. Gígja Heiðarsdóttir Guðlaug Finnsdóttir Evu Kamillu Einarsdóttur HJÖRTUR Hjartarson beinir til mín, sem þingflokks- formanns Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, spurningu í opnu bréfi í Morgunblaðinu laugardaginn 5. maí um afnám „eftirlaunaforrétt- inda“. Er þar vísað í umdeild eft- irlaunalög sem samþykkt voru á Al- þingi í desember haustið 2003. Hjörtur beinir erindi sínu til stjórnarandstöð- unnar en ekki stjórnarmeirihlutans sem á endanum var þó einn um að sam- þykkja frumvarpið. Í umræðu á þingi gerði ég grein fyrir afstöðu minni á mjög afgerandi hátt og sagði m.a.: „Það er vissulega mikilvægt verkefni að taka lífeyr- isréttindi alþingismanna og ráðherra til endurskoð- unar og á þeim tímapunkti stöndum við. Nú er spurn- ingin í hvaða átt menn vilja halda, áfram eða aftur á bak. Í því frv. sem hér liggur fyrir felst yfirlýsing um það að í stað þess að halda inn í framtíðina er stefnan tekin í afturhaldsátt. Þetta frv. er tímaskekkja, minjar um kerfi misskiptingar og sérréttinda. … Ég spyr: Nú, þegar við endurskoðum lífeyrisréttindi þingmanna og ráðherra, hvers vegna í ósköpunum er ekki hægt að halda með þennan hóp og reyndar alla strolluna sem nú er að finna í einni spyrðu, alþingismenn, ráðherra og hæstaréttardómara, inn í lífeyrissjóði sem þessum að- ilum standa opnir?“ Ég er enn þessarar skoðunar. Fyrir því er eindreg- inn vilji hjá efstu mönnum á framboðslistum Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs að taka þessi um- deildu lög til endurskoðunar. VG vill endurskoða eftirlaunalögin Eftir Ögmund Jónasson Höfundur er formaður þingflokks VG. FYRIR nokkru var lögð fram tillaga að lagafrumvarpi nefndar um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, sem ætlað er að stuðla að frekara jafnrétti kynjanna. Nefndin var skipuð fulltrúum allra stjórnmálaflokka, en Guðrún Er- lendsdóttir, fyrrverandi hæstarétt- ardómari, veitti henni forystu. Sérlega ánægjulegt er að þver- pólitísk sátt náðist um helstu til- lögur nefndarinnar enda er ljóst að stórt skref yrði stigið í jafn- réttismálum næðu þær fram að ganga. Veigamestu breytingarnar sem lagðar eru til í frumvarpinu eru samfylkingarfólki að góðu kunnar, enda hafa þingmenn flokksins ítrekað lagt fram sam- bærilegar tillögur, svo sem um af- nám launaleyndar og eflingu kærunefndar jafnréttismála. Gjörólíkar áherslur Samfylk- ingar og Sjálfstæðisflokks Jóhanna Sigurðardóttir hefur þannig lagt fram frumvarp á þingi um að úrskurðir kærunefndar jafnréttismála verði bindandi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur lagt fram frumvarp og talað fyrir afnámi launaleyndar og fengið víða bágt fyrir. Gott er að halda því til haga að Ingibjörg Sólrún er eini stjórnmálaleiðtoginn hér á landi sem hefur áorkað einhverju þegar kemur að því að draga úr kynbundnum launamun. Launa- munur kynjanna minnkaði um helming hjá Reykjavíkurborg þeg- ar hún var borgarstjóri, en hefur hins vegar staðið í stað á lands- vísu í 12 ára valdatíð Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks. Með áframhaldandi dugleysi hægriaflanna mun það taka rúm- lega 600 ár að útrýma hinum kyn- bundna launamun. Að sögn val- inkunnra sjálfstæðismanna er það reyndar vafa undirorpið að kyn- bundinn launamunur sé í raun og veru til. Einn þeirra er Heiðrún Lind Marteinsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður Heimdalls og kosn- ingastjóri Gísla Marteins Bald- urssonar, sem hélt því nýverið fram í Kastljósþætti að víðtækar kannanir sem VR og Gallup/ Capacent hafa gert undanfarin ár væru einfaldlega rangar. Valfrelsi launþega tryggt Núverandi fyrirkomulag kemur í veg fyrir að samstarfsmenn á vinnustað geti borið saman kjör sín og þar með verður ómögulegt að komast að því hvort fyrirtæki mismuna starfsmönnum sínum, m.a. á grundvelli kynferðis, og brjóti þannig jafnréttislög. Afnám launaleyndar er því án nokkurs vafa árangursrík leið til að vinna á kynbundnum launamun. Sjálfstæð- ismenn, og sér í lagi ungir sjálf- stæðimenn, líta á sig sem hina einu sönnu talsmenn einstaklings- frelsis en þeir hafa risið upp og talað gegn þessum hluta nið- urstöðu hinnar þverpólitísku nefndar. Því hefur verið haldið fram að með afnámi launaleyndar verði öllum gert skylt á einhvern hátt að gefa upp laun sín. Það er alrangt. Verði frumvarpið að lög- um hefur launþeginn val um hvort hann gefi upp laun sín eða ekki. Afnám launaleyndar þýðir jafn- framt að vinnuveitanda verður ekki lengur leyfilegt að krefjast þess að starfsmenn hans haldi launum sínum leyndum. Það er réttur allra, kvenna og karla, að hljóta sömu laun fyrir sama vinnu- framlag. Einhverjir myndu halda því fram að verið væri að brjóta á einstaklingsfrelsi þeirra sem hefðu 16% minni laun vegna kynferðis síns. Sjálfstæðismenn virðast því miður ekki vera sammála því. Kynbundinn launamunur er böl Eftir Magnús Má Guðmundsson Höfundur er formaður Ungra jafnaðarmanna, ungliðahreyf- ingar Samfylkingarinnar. NÚVERANDI ríkisstjórn hefur enga stefnu í vímuefnamálum. Það sama á við um stjórn- málaflokkana, enginn þeirra hefur stefnu í þessum málum nema Sam- fylkingin. Úrræði stjórnvalda hafa einkennst af áhugaleysi og tækifærislausnum. Ríkisstjórnin hefur ekki axlað þá ábyrgð sem henni ber á meðferð vímuefnaneytenda heldur veitt peningum til ein- staklinga og samtaka á handa- hófskenndan hátt, án þess að hafa hugmynd um hvað fram fer á við- komandi stofnunum eða sýna því nokkurn áhuga. Nýlegt dæmi um Byrgið sannar að þetta hefur haft skelfilegar afleiðingar. Ráðherrar taka enga ábyrgð og vísa hver á annan. Samkvæmt tölum frá Hagstof- unni varði ríkið 20-30% minna fé til meðferðarmála árin 2003-2004 en varið var til hins sama 10 árum áður (á föstu verðlagi). Það ríkir algert áhugaleysi á málaflokknum og engin virðing sýnd þeim sem eiga í vanda og þurfa aðstoðar við. Milljarðurinn sem Framsókn- armenn lofuðu í forvarnir fyrir síðustu kosningar gufaði upp. Engin stefna er þar frekar en í meðferðarmálunum. Fjöldi þeirra sem ánetjast vímuefnum er mikill og hefur far- ið ört vaxandi undanfarin ár. Ekki er vitað með vissu hve margir teljast til þessa hóps en fjöldi þeirra sem leitar til með- ferðastofnana gefur ákveðna vís- bendingu þó gera megi ráð fyrir að hópurinn sé mun stærri þar sem margir leita sér ekki að- stoðar fyrr en allt er komið í óefni Vímuefnavandinn er ekki ein- ungis vandi þeirra sem verða fíkninni að bráð heldur herjar hann á fjölmörg svið samfélags- ins. Má þar nefna áhrif á aðstand- endur/fjölskyldur fíkla, geðrask- anir og aðra sjúkdóma, stóraukin afbrot, vændi, ofsaakstur, svo fátt eitt sé talið. Beinn kostnaður samfélagsins vegna áfengis- og vímuefnaneyslu á Íslandi var á árinu 2005 talinn vera um 20 milljarðar króna (Oddur Ingimarsson 2006). Eru þá aðeins taldir þeir kostn- aðarliðir sem hægt er að leggja mat á. Gera má ráð fyrir að þessi tala sé allmiklu hærri sé allt talið með. Ef tekið er mið af erlendum rannsóknum má gera ráð fyrir að þessi upphæð sé 20-40 milljarðar. Þá er ekki talinn með sá mannlegi harmleikur sem hlýst af vanda- málinu. Það er því mikið í húfi og miklu til kostandi að stemma stigu við vandanum. Samfylkingin er eini flokkurinn sem hefur stefnu í vímuvarn- armálum. Sú stefna var unnin af starfshópi á vegum flokksins og samþykkt á síðasta landsfundi. Samfylkingin er staðráðin í að taka á áfengis- og vímuefnavand- anum af festu og hefur mótað heildarstefnu sem tekur á öllum þáttum vímuefnavandans. Hún ætlar að koma á vímuvarnaráði sem hefur heildarsýn og sér um allan málaflokkinn frá vímuefna- vörnum til fjölbreyttra úrræða fyrir fíkla. Það tryggir eftirlit með allri þjónustu. Samfylkingin leggur áherslu á að vímuefna- vandinn er heilbrigðismál og að taka beri á honum sem slíkum. Samkvæmt lögum má hvorki hafa um hönd né neyta fíkniefna annarra en áfengis. Undanfarið hefur lögreglan verið ötul við að leita uppi og leggja hald á fíkni- efni, en hvað svo? Skorturinn á úrræðum er hrópandi. Unglingur sem tekinn er með fíkniefni á sér eða er staðinn að neyslu þeirra, fær oft áminningu eða vægan dóm og síðan ekki söguna meir. Þarna er mikil brotalöm. Fyrir stærri brot er fólk sett í fangelsi. Flest- um er ljóst að fangelsisvist er engin lausn fyrir fíkla. Þeir eru oftar en ekki fársjúkir og þurfa meðferð sem slíkir. Því ber að vista fíkla sem brjóta lög á lok- uðum meðferðaheimilum. Það þarf að veita þeim þá hjálp sem þeim ber. Þá þarf að vera til möguleiki á langtímameðferð fyrir þá sem það þurfa. Fyrir langt leidda fíkla þurfa að vera úrræði þar sem þeir fá þá aðhlynningu og hjálp sem þeim ber samkvæmt lögum um réttindi sjúklinga. Hér verður að verða breyting á. Að því ætlar Samfylkingin að stuðla. Er þetta í lagi? Eftir Kristínu Blöndal Höfundur er myndlistarkona. FÁTT bendir til þess að fiskveiðikerfið verði eitt af þeim mikilvægu atriðum sem kosið verður um á laugardaginn. Það verður að teljast furðulegt í ljósi þess að ítrekað hefur komið fram í könnunum að yfir 70% þjóðarinnar er óánægt með kerfið. Fyrir síðustu kosningar tókst Frjálslyndum að gera fiskveiðikerfið að heitu kosningamáli, í óþökk stjórnarflokkanna. Hið svokallaða færeyska fisk- veiðikerfi, eða sóknardagakerfi, komst skyndilega í kastljósið. En stjórnarliðar lögðust allir á árarnar og kvótabrask-kerfið hélt velli. Í dag eru kvótabrask-kerfin orðin tvö. Því minni bátar og trillur sem áður voru í svokölluðu dagróðra- kerfi eru núna allar komnar með kvóta. Þetta þýðir í raun að eigendur minni báta sem fyrir nokkrum árum höfðu rétt til veiða í ákveðið marga daga á ári, hafa nú öðlast rétt til að selja óveiddan fiskinn í sjónum líkt og útgerðarmenn í stóra kerfinu gera. Þessu fögnuðu vissulega allir þeir sem fengu kvóta. Því hefur sú breyting orðið á, að margir þeirra sem fyrir nokkrum árum gagnrýndu kerfið harkalega fyrir árangursleysi, óréttlæti og mafíósískt skipulag, eru í dag hirðmenn þess. Því til viðbótar leggja stjórnarflokkarnir það til að skerpt verði á eignarréttarákvæðinu á auðlindinni í stjórnarskrá, til hagsbóta þeim sem veiðiréttinn hafa í dag. Því skalt þú, kjósandi góður, ekki falla fyrir pólitísku orðagjálfri sem aðeins er vinna fyrir lögfræðinga. Það er atvinnuöryggi fólksins í sjávarbyggðunum sem búið er að taka af því sem þarf að hafa áhyggjur af. Frjálslyndir hafa í fjögur ár lagt það til að einstaklingum verði gert það kleift að hefja útgerð með tveim færarúllum, að ákveðnum skil- yrðum uppfylltum. Það ógnar sannarlega engum fiskistofnum, heldur opnar það fyrir endurnýjun inn í greinina á sanngjarnan og eðlilegan hátt. Þá verður gríðarlega mikið öryggi í því fólgið fyrir íbúana sem eftir verða, þegar kvótakarlarnir í litla kerfinu verða búnir að selja kvótann í burtu og sjálfir fluttir á mölina. Ágæti kjósandi; ef þú ert einn þeirra sem aðeins finnur til sam- kenndar með íbúum sjávarbyggðanna þegar skipskaðar verða eða snjóflóð falla, þá skaltu bara halda áfram að kjósa kvótaflokkana. Úrelt fiskveiðistjórn Eftir Atla Hermannsson Höfundur er í 5.sæti hjá Frjálslyndum í Kraganum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.