Morgunblaðið - 10.05.2007, Side 40

Morgunblaðið - 10.05.2007, Side 40
40 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í NÝLEGUM könnunum hefur komið fram að karl- menn stjórni flestum mikilvægum stöðum í pólitík og efnahagslífi þjóðanna. Niðurstaðan er sú að við búum í karlaheimi og það sé heimur sóunar. Væru fleiri konur í launuðum störfum væri ástandið betra í heiminum. Í skýrslu frá nefnd Sameinuðu þjóðanna í efnahags- og þjóðfélagsmálum kemur fram að kostnaður Asíu- og Kyrrahafs- ríkja við kynjamisréttið og takmörkun á vinnu kvenna kosti bara þenna hluta heimsins ekki minna en 42 billjónir Bandaríkjadala. Vanræksla á að mennta konur á þessu svæði er talin kosta til viðbótar 16-30 billjónir Bandaríkjadala. Í þessum heimshluta eru réttindi kvenna einna minnst í heiminum og þeim er meinað að vinna og mennta sig í sumum löndum Asíu. Afleið- ingin eru lakari lífskjör og minni lífsgæði. Það er sú staðreynd sem fram kemur í könnunum á mikilvægi þess að konur verði jafnsettar körlum við stjórnun í þjóðfélagsmálum sem og atvinnumálum. Reiknað hefur verið út að væri vinnuþátttaka kvenna svipuð og karla og þjóðarframleiðsla ykist sambærilega þá mundi þjóðarframleiðsla á evrusvæð- inu aukast um 13% Útreikningar eins og þeir sem hér er vísað til geta verið rangir að einhverju leyti þar sem e.t.v. vantar að taka tillit til ýmissa annarra þátta. Þrátt fyrir það liggur fyrir að atvinnuþátttaka kvenna og jafnstaða þeirra við karla skiptir máli til að búa betri lífskjör og aukna þjóðarframleiðslu. Hér á landi eru konur betur settar en í flestum öðrum löndum og atvinnuþátttaka kvenna almennari en víðast hvar annars staðar í heiminum. Halda má því fram með gildum rökum að þessi staðreynd sé og hafi verið forsenda velferðar og velmegunar á Ís- landi. Þrátt fyrir að konur séu hér betur settar en víðast þá þýðir það ekki að við séum komin á endastöð og eigum að vera harla glöð með ástandið. Staðreyndir tala sínu máli. Það liggur fyrir að óeðlilegur launa- munur er milli karla og kvenna sem bitnar jafnan harðast á konum í láglaunastörfum. Of fáar konur eru í stjórnunarstöðum í atvinnulífinu og mikilvægum stöðum í þjóðmálum að öðru leyti. Jafnstöðubarátta kynjanna er mannréttindabarátta þar sem allir unnendur mannréttinda krefjast þess að konur njóti jafnstöðu við karla. Staðreyndir hag- kvæmninnar bætast þar við og sýna að jafnstaða kvenna í þjóðfélaginu við karla eykur velmegun og auðlegð þjóða. Jafnstaða kynjanna velmegun þjóðar Eftir Jón Magnússon Höfundur er í fyrsta sæti í Reykjavík suður fyrir Frjáslynda flokkinn. MARGT hefur verið rætt og rit- að um fyrirhugað álver ALCOA á Bakka við Húsavík. Hver framá- maðurinn á fætur öðrum berst við að mæra hugmyndina og svo er nú komið að allir stjórn- málaflokkar nema Íslandshreyfingin og Vinstri grænir styðja uppbyggingu þess. Mála- tilbúnaður álversmanna er allur á eina vegu; „nýtum orku í heima- byggð“, „Húsvíkingar eiga rétt á að fá álver,“ „álverið nýtir eingöngu raforku sem aflað er við bakdyrnar á Húsavík,“ „litlar línulagnir,“ „að- eins áróður umhverfisverndarsinna að það eigi að virkja Skjálfandafljót og Jökulsá á Fjöllum,“ „jarð- hitaorka hefur lítil umhverfisleg áhrif,“ „undirbúningsvinnan er sér- lega vönduð“. Hvað skyldi hins vegar vera til í þessum fullyrð- ingum? Er eitthvað meira sem ligg- ur hér að baki? Eru Húsvíkingar og viðkomandi stjórnmálamenn að æða áfram blindandi án þess að hafa kynnt sér staðreyndir máls- ins? Orkuöflun Miðað við 250 þúsund tonna árs- framleiðslu af áli þarf að reisa 550 MW virkjanir, sem framleiða um 3.700 GWst á ári. Við undirritun viljayfirlýsingar um álver á Húsa- vík tilkynnti forstjóri Alcoa um áform sín að byggja strax 300 þús- und tonna álver (sem þarf 660 MW ), en Þingeyingar mega samt gera ráð fyrir að fyrirtækið geri kröfur um að minnsta kosti 500 þúsund tonna álver áður en yfir lýkur. Samkvæmt staðarvalsskýrslu Alcoa hyggst fyrirtækið ná orku frá: 1) Þeistareykjum (80 MW), 2) Kröflu I (100 MW), 3) Kröflu II (120 MW), 4) Bjarnarflagi (80MW), 5) Gjástykki (80 MW) og 6) Hrafnabjörgum (90 MW). Reisa þarf því 5 ný orkuver í Suður-Þingeyjarsýslu auk sem Krafla I verður nær tvöfölduð. Sum þessara svæða eru afar lítt rann- sökuð og því óljóst um gæftir í orkuöflun. Spurningar sem vakna eru meðal annars þær: 1) Alcoa gerir ráð fyrir að fá alla núverandi orku Kröfluvirkjunar um 60 MW – sú orka er þegar seld þannig að einhvers staðar hlýtur að eiga að virkja til að fylla upp í orkuþörf landsnetsins. 2) Hvaðan á að ná í helmingi meiri orku fyrir stækkun álversins? 3) Af hverju eru álvers- menn sannfærðir um að Skjálf- andafljóti með Hrafnabjargafossi og Aldeyjarfossi verði ekki fórnað fyrir álverið, þrátt fyrir að Alcoa geri ráð fyrir Hrafnabjargavirkjun í staðarvalsskýrslunni? 4) Venju- lega er gert ráð fyrir 30 ára líftíma jarðhitavirkjana, hvað tekur við að þeim tíma liðnum? Á þá álverið að pakka niður? Orka við bæjardyrnar Miðað við fyrsta áfanga álversins þarf að leggja raflínur sem liggja rúmlega 114 km frá Mývatnssveit og 64 km til viðbótar frá Hrafna- björgum. Til að ná 300 þúsund tonna ársframleiðslu gæti þurft að ná í orku frá Villinganes- og Skata- staðavirkjunum, en raflínur frá þeim koma til með að liggja frá Skagafirði þvert yfir Eyjafjarðar- og Suður-Þingeyjarsýslu alla leið til Húsavíkur – það er að segja ef Þingeyingar vilji ekki fórna meiru af Skjálfandafljóti og ef Jökulsá á Fjöllum verði ekki fórnað. Hvaðan orkan fyrir 500 þúsund tonna álver á að koma er allsendis óljóst, en þarf að liggja fyrir áður en bygging álvers verður ákveðin. Áhugasömum er bent á að kynna sér staðarvalsskýrslu Alcoa, sem finna má á vefnum www.natt- uran.is. Goðsögnin um álver við Húsavík Eftir Ragnhildi Sigurðardóttur Höfundur skipar 2. sæti Íslandshreyfingarinnar á Suðurlandi. Nú síðustu vordaga fyrir kosn- ingar eru velferðarmál mest knýj- andi í huga fólks. Almenn hagsæld Íslendinga hefur náð sögulegu há- marki á flestum sviðum. Stefna nú- verandi ríkisstjórnar hefur einkennst af auknu frjálsræði, einkum á sviði fjár- mála, eignastýringar og skattheimtu. Ekki veitti hinu lok- aða íslenska sam- félagi af að veita ferskum vindum inn í viðskiptalífið. Því miður hefur ekki tekist eins vel til með rekstur á heilbrigðiskerfinu undanfarin ár. Þar hefur frjálsræði verið minnkað og miðstýring aukin, þrátt fyrir að aldrei hafi verið eins aðkallandi að auka frelsi í heilbrigðismálum og einmitt nú. Fyrir 15 árum síðan voru útgjöld Íslendinga til heilbrigð- ismála einna lægst landa í OECD. Nú eru Íslendingar komnir í röð þeirra hæstu hvað þetta varðar, þrátt fyrir að aldrei hafi biðlistar verið lengri og manneklan meiri. Það liggur í augum uppi að hér hlýt- ur eitthvað að hafa farið úrskeiðis. Undirritaður er læknir og hefur kynnst mjög náið starfsháttum heil- brigðis- og tryggingaráðuneytis, Tryggingastofnunar ríkisins og Landspítala – háskólasjúkrahúss á undanförnum árum. Stjórnsýsla á sjúkrahúsinu var á þá lund að und- irritaður neyddist til að segja upp störfum sem sérfræðingur. Þessi ákvörðun var þungbær, en því miður var nauðsynlegt að slíta tengsl við stofnunina þar sem tillögur lækna til úrbóta eru að engu virtar. Alræði stjórnenda LSH er orðið staðreynd þrátt fyrir að þróunin í þessa átt hafi haldist í hendur við síaukinn tap- rekstur spítalans. Fyrir Alþingi ligg- ur stórgallað frumvarp til heilbrigð- islaga, sem myndu auka vald stjórnendanna enn meir á kostnað heilbrigðisstéttanna. Stórfelldar framfarir í heilbrigðisvísindum hafa leitt til þess að færa má æ fleiri að- gerðir út fyrir veggi sjúkrahúsanna. Sem dæmi má nefna algengustu að- gerð sem framkvæmd er á Íslandi, aðgerð vegna skýs á augasteini. Sú aðgerð krafðist þriggja daga inn- lagnar á spítala fyrir 15 árum síðan. Þessi aðgerð er framkvæmd á 10 mínútum í dag og krefst engrar inn- lagnar. Erlendis eru flestar aðgerðir framkvæmdar utan sjúkrahúsa í miklu ódýrara húsnæði. Hér á landi hefur ekkert breyst, 100% aðgerða eru framkvæmdar á sjúkrahúsum. Ljóst er að hér er breytinga þörf. Stjórn í heilbrigðismálum hefur á undanförnum árum verið í höndum framsóknarmanna sem hafa því mið- ur ekki leyft því að þróast í rétta átt. Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokk- urinn sem getur breytt núverandi kerfi til samræmis við best reknu heilbrigðiskerfi erlendis. Allt bendir nú til að flokkurinn leggi mikla áherslu á að taka til hendinni á þessu sviði verði þeir hluti af næstu rík- isstjórn. Oft var þörf, nú er nauðsyn. Til að tryggja góðan rekstur og þró- un á heilbrigðiskerfinu á næstu ár- um þurfa íslenskir heilbrigðisstarfs- menn að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í komandi Alþingiskosningum. Sjálfstæðisflokk til for- ystu í heilbrigðismálum Jóhannes Kári Kristinsson er óánægður með rekstur heilbrigðiskerfisins Höfundur er augnlæknir. Í VOR verður kosið um hvort áfram skuli leyfa nátt- úruspjöll núverandi ráðamanna, en ekki bara nátt- úruspjöll heldur einnig skemmdir á velferðarkerfinu, skemmdir sem oft eru óafturkræfar þegar þær bitna á einstaklingunum. Nú- verandi ráðamenn keppast við að sýna okkur glansmyndina af samfélaginu: hagvöxt, kaupmátt, útrás, utanlands- ferðir og nýbyggingar. Og hversu mikl- um peningum hafi verið varið í að bæta þjónustuna við sjúka og aldraða. En þá fölnar nú glansmyndin, að minnsta kosti í augum þeirra sem vinna við umönnun að ekki sé talað um þá sem eiga að njóta þjónustunnar. Sífellt þarf að borga meira fyrir heilbrigðisþjónustuna, biðlistar eru landlægir, ýmis þjónusta sem fólk á rétt á er einfald- lega ekki í boði og erfitt að fá fólk til starfa undir æ meira álagi fyrir lúsarlaun. Því miður bendir margt til þess að óheft markaðs- og neysluhyggja, sem gegnsýrt hefur íslenskt þjóðfélag, hafi neikvæð áhrif á heilsufar okkar. Fleiri bílar, plasmasjónvörp og stærri hús eru ekki ávísun á heil- brigði. Geðheilsa barna og unglinga á vesturlöndum hefur versnað undanfarin ár og það á líka við hér á landi. Við eigum reyndar met í hegðunar- og geðrösk- unum barna og unglinga og einnig í geðlyfjaáti, miðað við nágrannalöndin. Í rannsóknum, svo sem rannsókn UNICEF sem kynnt var í febrúar og einnig rannsókn Sigrúnar Júlíusdóttur doktors í félagsráðgjöf, kemur í ljós að velmegunin á sér dekkri hliðar, börnum og ung- lingum finnst þau afskipt, eru einmana og í litlum tengslum við foreldra sína. Í þessum rannsóknum eru þættir eins og tímaskortur, einstaklingshyggja, hraðar þjóðfélagsbreytingar og léleg tengsl taldir upp sem áhrifavaldar. Geðraskanir kosta þjóðfélagið 30 millj- arða á ári í peningum og ómælt í þjáningum. Og við er- um einfaldlega með lélegra kerfi til forvarna, með- ferðar og endurhæfingu í þessum málaflokki en gengur og gerist í löndunum í kring. Því hefur verið lýst sem bútasaumsteppi hjá litblindum einstaklingi. Þessu verður að breyta, forgangsraða upp á nýtt. Við getum aldrei komið í veg fyrir áföll og sorgir og það er vinsælt í dag að segja að hver beri ábyrgð á sinni heilsu, sé sinnar gæfu smiður. En ákvarðanir stjórn- valda um stjórn samfélagsins hafa áhrif á heilsuna og höldum við áfram á þessari braut mun fara lítið fyrir hagvexti og framþróun í samfélaginu. Eftir fáeina daga gefst okkur tækifæri til að snúa þessari þróun við. Við kjósum um það hvort fólk hafi forgang og við kjósum um viðreisn velferðarkerfisins, hvort hér verði gott og fjölbreytt heilbrigðiskerfi og fé- lagslegt stuðningskerfi sem er aðgengilegt fyrir íbúana hvar sem þeir búa og á hvaða aldri sem þeir eru. Vinstri græn vilja leggja stóraukna áherslu á geðheil- brigðismál og koma á heildrænni stefnu þar að lútandi með mannréttindasjónarmið og valdeflingu notenda og aðstandenda að leiðarljósi. Þetta kostar peninga en er góð fjárfesting, fordæmi grannþjóða okkar sýna það. Hagur allra er að veði, það er engin heilsa án geðheilsu og hver einstaklingur skiptir máli. Stopp – forgangsröðum upp á nýtt Eftir Mireya Samper Höfundur skipar 4. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi. ORKUVERÐ til stóriðju á Ís- landi er á útsöluverði og selst á helmingi lægra verði en í Brasilíu. Alcoa sparar sér 14 milljarða á ári með því að stað- setja verksmiðju sína á Íslandi frek- ar en í Þýskalandi. Alcoa tókst að semja um að borga aðeins 5% tekju- skatt á Íslandi. Og greiðir ekki krónu fyrir losunar- kvóta. Og stefna stjórnvalda er, af einhverjum óskiljanlegum ástæð- um, að fá Alcoa til að reisa FLEIRI álver á sömu kjörum! Störf sem flytjast burt frá Íslandi Ofþensla og hagstjórnarmistök sem upphaflega eiga rætur sínar að rekja til stórframkvæmdanna á Austurlandi hefur haft þær afleið- ingar að hátæknifyrirtæki og önn- ur starfsemi hefur orðið fyrir ýkt- um „ruðningsáhrifum“ sem er spariorð fyrir fækkun starfa hjá fyrirtækjum eins og Össuri, Marel og öðrum útflutningsfyrirækjum. Fækkun starfa birtist í besta falli óbeint, þ.e. í því að vöxtur þessara fyrirtækja fer ekki fram á Íslandi lengur vegna óhagstæðra skilyrða og vegna þess að það er ekki pláss fyrir ný störf í ofhitnuðu efna- hagskerfi. Vöxturinn beinist því útávið og þeim fjölgar erlendis. Það þýðir einfaldlega að við förum á mis við tækifæri til að bæta við fjölbreyttum og eftirsókn- arverðum störfum við okkar ann- ars fábreytta atvinnulíf. Lækn- isráð stjórnvalda árið 2007 er að byggja fleiri álverksmiðjur. Ef haldið er fram sem horfir, munu 3 ný álver rísa á Íslandi og önnur verða stækkuð. Það þýðir að nær öll virkjanleg orka lands- ins veður nýtt til álbræðslu. Í öll- um álverum landsins verða þó að- eins til störf fyrir um 2% þjóðarinnar. Undanfarinn áratug hefur heim- urinn galopnast og ný tækifæri blasa við okkur Íslendingum. Verð á vistvænni orku er að hækka og það hratt. Möguleikarnir eru nán- ast ótæmandi á öllum sviðum at- vinnulífsins. Svar núverandi rík- isstjórnar er samt sem áður … byggjum fleiri álver! Þekking í stað þungaiðnaðar Fjármálageirinn á Íslandi hefur sprungið út og blómstrað og skilar nú meira í þjóðarframleiðslu en sjávarútvegur og þungiðnaðurinn. Og hvað var gert til þess að þetta mætti eiga sér stað? Jú, höftum var aflétt og upp reis nýr og öfl- ugur atvinnuvegur á örfáum árum. Engin mengun eða óafturkræf náttúruspjöll. Nýlega var stofnaður banki með aðalaðsetur á Akureyri sem skap- ar á svipstundu 20–30 vel launuð störf. Það er ekkert sem segir að bankinn geti ekki vaxið og haft 400 starfsmenn í vinnu á innan við áratug, boðið betur launuð og fjöl- breyttari störf en nýtt álver á Húsavík. Lykillinn að banka- starfsemi sem þessari er bara einn, þekking. Fjárfesting á bak við hvert starf í þungaiðnaði er 400–500 milljónir. Mörg fyrirtæki í hátækniiðnaði geta skapað 40 sinnum fleiri störf fyrir sömu fjármuni, án mengunar eða náttúrufórna. Togkraftar höfuðborgarinnar halda áfram að tæma sveitir landsins og byggðir, alveg sama hvað mörg álver eða virkjanir verða reistar. Fólksfækkunin á Mið-Austurlandi stöðvaðist og snerist lítillega við á nánasta áhrifasvæði álversins í Reyð- arfirði, en fækkunin heldur áfram af fullum þunga á svæðunum fyrir sunnan og norðan Mið-Austurland. Núverandi ríkisstjórn þarf að falla með skelli því endurnýjunar er vissulega þörf. Eini raunhæfi möguleikinn til þess er að Íslands- hreyfingin komi að einum eða fleiri þingmönnum. Ég mæli með rækilegri endurnýjun. Útsalan mikla Eftir Hörð Ingólfsson Hörður Ingólfsson, skipar 1. sæti fyrir Íslandshreyfinguna í NA-kjördæmi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.