Morgunblaðið - 10.05.2007, Síða 44
44 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Elías Björn Hall-dórsson fæddist
á Snotrunesi í Borg-
arfirði eystra 2. des-
ember 1930. Hann
lést miðvikudaginn
2. maí síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Halldór Ármanns-
son bóndi, f. 1888, d.
1967 og Gróa
Björnsdóttir, f.
1895, d. 1943. Systk-
ini Elíasar eru Ár-
mann, rithöfundur
og kennari á Eiðum,
f. 1916, Ólína, rak gistiheimili á
Bakkagerði í áratugi, f. 1918, og
Margrét Ágústa, stóð lengi fyrir
búi á Snotrunesi, f. 1922. Þau eru
öll á lífi.
Eiginkona Elíasar er Ásthildur
Ísidóra Sigurðardóttir húsmóðir
frá Sólbakka Í Borgarfirði eystra,
f. 9.1. 1935. Foreldrar hennar eru
Sigurður Jónsson brúarsmiður, f.
1900, d. 1989 og Nanna Sigfríð
Þorsteinsdóttir, f. 1908, d. 1994.
Synir þeirra eru þrír: 1) Sigur-
laugur, myndlistarmaður og ljóð-
skáld, f. 1957, búsettur á Sauðár-
króki. Kona hans Hallfríður
Sverrisdóttir skólastjóri, f. 1958.
Sonur þeirra Rökkvi, f. 1981. 2)
Gyrðir rithöfundur, f. 1961, bú-
settur í Reykjavík. Kona hans
Kristín Snorradóttir hjúkrunar-
fræðingur, f. 1967. Dætur þeirra
eru Sigfríð Rut, f.
1994 og Theódóra,
f. 1997. Frá fyrra
hjónabandi á Gyrðir
dótturina Elísu, f.
1984. 3) Erlingur
Nökkvi, ljósmyndari
og tæknimaður, f.
1966, búsettur í
Reykjavík. Dóttir
hans er Andrea Sif,
f. 1999.
Elías ólst upp á
Snotrunesi. Hann
nam í Eiðaskóla
1946–50, fór síðan
suður til náms í Myndlista- og
handíðaskóla Íslands, 1955–58.
Framhaldsnám í Listaháskólan-
um í Stuttgart 1959 og á Konung-
legu akademíunni í Kaupmanna-
höfn 1961. Fyrsta einkasýning
hans var í Bogasal Þjóðminja-
safnsins 1961, en alls urðu einka-
sýningar hans rúmlega 50 talsins,
auk þess sem hann tók þátt í
fjölda samsýninga. Hann vann
samhliða að málverki og svartlist,
auk þess sem hann myndskreytti
fjölda bóka.
Elías og Ásthildur bjuggu á
Sauðárkróki frá 1963–1986, flutt-
ust þá til Reykjavíkur og fljótlega
í Kópavog, þar sem þau bjuggu
síðan.
Elías verður jarðsunginn frá
Kópavogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Elsku afi minn.
Ég er strax farin að sakna þín!
Það er sama hvernig ég reyni að
orða þetta, það virðist alveg ómögu-
legt að tjá með örfáum orðum hversu
stór hluti þú varst af mínu lífi. Við tvö
höfðum alveg sérstaka tengingu, við
vorum svo miklir vinir og þú hjálpaðir
mér með svo ótal margt. Ég hef alltaf
litið mikið upp til þín; þú varst svo
góðhjartaður, hæfileikaríkur, fyndinn
og klár. Ég gat alltaf treyst á að þú
segðir mér sannleikann, þú hikaðir
ekki við að segja skoðun þína á því
sem ég tók mér fyrir hendur og
reyndir að beina mér í réttar áttir.
Ég er mjög þakklát fyrir allar
þessar góðu minningar sem ég á um
þig, ég á eftir að hugsa mikið til þín og
reyna að gera eins og þú ráðlagðir
mér. Ég er svo óendanlega fegin að
ég flutti heim á sínum tíma því ég
hefði ekki viljað neitt frekar en þessi
ár sem ég fékk með þér.
Ég sé þig alltaf fyrir mér í björtu
vinnustofunni, í skyrtu með málning-
arblettum og loftið angar af vindlum
og olíumálningu. Það lifnar yfir þér
þegar ég kem og þú segir: „Nei, ert
þú komin, gæskan!“. Þetta var líka
það síðasta sem þú sagðir við mig á
sjúkrahúsinu. Þó það sé sárt að
kveðja þá tel ég mig heppna að hafa
fengið tækifæri til þess og ég er líka
viss um að þú hefur það betra núna.
Takk fyrir allt, elsku afi minn, mér
þykir svo vænt um þig!
Þín
Elísa.
Hann Elías mágur okkar setti
ávallt lit á tilveruna með pensli sínum,
athöfnum og orðum. Árla dags í byrj-
un gróandans skipti allt um lit og
sölnaði.
Elías er hættur að mála, hættur að
skálda, hættur að gera grín að mág-
konum sínum og sjálfum sér.
Enginn flýr örlög sín en minning-
arnar frá barnaskólaárunum, sumr-
unum í brúargerð og síðast en ekki
síst allar yndisstundirnar á heimili
hans og Ásthildar systur okkar flýja
ekki frá okkur.
Og myndirnar hans minna daglega
á hann.
En hví skyldum við harma, sem
nutum samvista við hann í áratugi og
vitum að honum er fagnað af móð-
urinni sem hann missti barnungur.
Þess vegna þökkum við og gleðj-
umst yfir góðu stundunum.
Mágkonurnar
Þórunn, Björg, Nellý.
Sterk lykt af olíulitum, trönur með
hálfunnum verkum, vindlakeimur…
og Elli frændi með málningarslettur
upp um alla handleggi á tréklossun-
um… kankvís á svip, brosandi eða
hálfglottandi… „Sæl, Eyja mín.“
Þetta er sú mynd sem kemur upp í
hugann þegar ég hugsa um Ella
frænda minn. Málarinn sem sífellt
var að og leið best á vinnustofunni
sinni. En nú er þessi mynd minningin
ein. Af því tilefni langar mig að rifja
upp nokkur minningarbrot sem ég á
um þennan móðurbróður minn sem
um leið var föðurbróður minn. Það
kann að virka undarlega á þá sem
ekki þekkja til en skýringin sú að ég
ólst upp hjá Ármanni bróður Elíasar
sem er einmitt elstur systkinanna
fjögurra frá Snotrunesi í Borgarfirði
eystra. Önnur í systkinaröðinni er
Lína (Ólína) og næst Margrét. Þau
lifa öll Elías, yngsta bróður sinn. Að
Elli skuli fara fyrstur af þeim er að
vissu leyti táknrænt fyrir líf hans en
hann var oft skjótur að taka ákvarð-
anir og lítið fyrir að hangsa við hlut-
ina, var maður framkvæmda. Að
mörgu leyti lifði hann hratt og þrátt
fyrir 14 ára aldursmun þeirra bræðra
kom það í hans hlut að kveðja á und-
an.
Það var viss vorboði þegar Elli og
fjölskylda hans komu í sumarbyrjun
norðan frá Sauðárkróki. Þá þurfti
málarinn að komast í snertingu við
náttúruna eystra enda afskaplega
mikið náttúrubarn. Ganga suður á
Víkur, safna efni og litum, efniviði í
málverkin. Þangað sótti hann sköp-
unarkraftinn eins og víða má sjá
dæmi um í verkum hans. Hann var
einn af fyrstu áhugamönnum um
gönguferðir suður á Víkur, – svo ég
viti til. Þegar þeir bræður hittust
voru gjarnan sagðar sögur af ýmsu
sérkennilegu fólki sem byggði þessa
afskekktu staði. Gat þá oft orðið glatt
á hjalla í litlu stofunni á Eiðum enda
báðir miklir sögumenn og töluðu
kjarnyrt og blæbrigðaríkt mál.
Reyndar einkennir það systkinin öll
og getum við yngra fólkið margt af
þeim lært í þeim efnum.
Elli átti fallegt og gott heimili með
Hillu sinni og strákunum þeirra
þremur. Hann var þeim mikill vinur
og félagi og samheldni mikil ríkjandi
þeirra á milli. Allir hafa synirnir lagt
út á listabrautina og þarf enginn að
láta það koma sér á óvart, rithöfund-
ur, myndlistarmaður og ljósmyndari.
Undir áhugann hefur verið kynnt í
heimahúsum.
Síðustu 20 árin hafa þau hjón búið í
Kópavogi og komið sér þar vel fyrir
þar sem vinnustofan og garðurinn
hafa verið miðpunktar lífsins. Þar
hefur Elías málað og líklega aldrei af
meiri nautn, enda afköstin ótrúleg.
Og Hilla hefur yrkt garðinn af mikilli
elju og natni. Það er því gott til þess
að vita að Elli skilur eftir sig mikinn
fjársjóð til afkomenda sinna sem lifir
hann í verkum hans.
Nú þegar komið er að leiðarlokum
finnst mér við hæfi að kveðja þennan
kæra frænda minn með orðunum:
„Vertu sæll, geskur, og sáttur hvert
sem þú ferð.“ Fyrir hönd fjölskyld-
unnar sendi ég Hillu, strákunum og
þeirra fjölskyldum innilegar samúð-
ar¬kveðjur.
Eygló Eiðsdóttir.
Það hefur varla verið algengt á átt-
unda og níunda áratug síðustu aldar
að listamenn byggju úti á lands-
byggðinni og lifðu af list sinni. Þetta
gerði Elías B. Halldórsson. Hann
trúði því að það væri mögulegt enda
var innri þörfin mikil. Sennilega hefði
þó róðurinn orðið þungur í byrjun ef
eiginkonan hefði ekki lagt sitt af
mörkum til reksturs heimilisins. En
smátt og smátt fór þetta að ganga
nokkuð vel að ég held; og svo fór um
síðir að myndir Elíasar urðu áberandi
á heimilum víða um Skagafjörð.
Sjúkrahúsið og Fjölbrautaskólinn
fóru ekki varhluta af list hans; ég hef
þó grun um að seint og illa hafi verið
borgað fyrir sumar stóru myndirnar.
Það var ómetanlegt að hafa þennan
listamann á Sauðárkróki. Hann sást á
rölti um fjöruna og var þá jafnan einn
með sjálfum sér og gekk gjarnan
langt niður á Borgarsand – í átt til
Furðustranda. En einnig lagði hann
leið sína út í bæ og rabbaði þá við rót-
gróna Króksara um hugstæð efni. Á
vinnustofunni tók hann vel á móti for-
vitnum gestum. Mér er tungutakið
einkar minnisstætt, rammíslenskt en
ekki þó skagfirskt því að þetta var að-
komumaður í byggðarlaginu. Sögurn-
ar voru eftirminnilegar, flestar aust-
an af fjörðum og tengdust gjarnan
draugum og öðrum vættum, illum og
góðum; en einnig sérkennilegu fólki
eins og sjálfum Kjarval, sveitunga
Elíasar, sem keypti af honum ungum
fyrstu myndina á sýningu í Bogasal
Þjóðminjasafnsins. Það hlýtur að
hafa verið dýrmætt vegarnesti.
Myndefnið sótti Elías gjarnan í
landslagið og sagnahefðina á Borg-
arfirði eystri og var þannig að vissu
leyti í sérkennilegri fjarlægð frá nán-
asta umhverfi.
En nálægðin við listamanninn og
lífsmáta hans bætti litum í gráan
hversdagsleikann. Allt fékk annan
róm og svip. Kannski má segja að Elí-
as hafi á þessum árum verið mynd-
listinni á Króknum það sem Eyþór
Stefánsson var áður tónlistinni.
Við áttum ógleymanlega stund rétt
fyrir síðustu jól; þá var heilsunni tek-
ið að hraka til muna en sami gamli
glampinn í augunum og sama tvíræða
brosið á vör. Hann gaf mér eina af
sínum frábæru grafíkmyndum með
kunningjum austan úr Borgarfirði,
mórum og skottum. „Vertu sæll,
gæskur,“ sagði hann að skilnaði.
Og þá er bara að þakka fyrir sig,
alla snilldina og dulúðina – og allar
myndirnar sem hafa verið óaðskiljan-
legur hluti af lífinu öll þessi ár.
Baldur Hafstað.
Þeir sitja tveir spekingslegir undir
krossinum, hjá þeim er hundur og
einhver furðuvera annars heims
dansar á þvertrénu. Þetta er krossinn
í Njarðvíkurskriðum og annar mann-
anna er með gleraugu og hallar undir
flatt. Mér hefur alltaf þótt Elías vera
sá með gleraugun í þessari snjöllu
tréristu hans; við erum stödd í miðri
sögu. Og þannig er það svo oft í
myndverkum Elíasar, þessum frá-
sagnarkenndu grafíkmyndum eða
málverkunum þar sem eru dimmblá
og dökkgræn fjöll, sóleyjargul tún og
stöku hús við allt að því svart haf;
listamaðurinn er alltaf að segja okkur
sögur. Oft eru þær úr Borgarfirði
eystri eða víkunum þar fyrir sunnan.
Allar götur síðan ég heimsótti Elías
fyrst í vinnustofuna fyrir tuttugu ár-
um og féll fyrir myndheimum hans
hefur verið ánægjulegt að koma í
vinnustofuna, finna lyktina af litunum
og sitja í reykskýi og sötra svart kaffi
á meðan hann sagði frá. Sagði frá
fólki heima í Borgarfirði, furðulegum
uppákomum, talaði um listamenn
sem hann mat mikils, eins og sveit-
unga sinn Jóhannes Kjarval sem
hafði mikil áhrif á Elías sem dreymdi
líka í sveitinni um að verða listamaður
og lét drauminn rætast. Og hann tal-
aði um stóru abstraktverkin á trön-
unum og glímuna við formin og litina,
sem var alltaf jafn ögrandi, alltaf erfið
en ánægjuleg þegar hún gekk upp.
Synir Elíasar, þeir Sigurlaugur,
Gyrðir og Nökkvi, ólust upp í þessum
sagnaheimi myndskáldsins og urðu
allir fyrir varanlegum áhrifum, eins
og glögglega má sjá í verkum þeirra.
Þótt þeir séu hver á sinn hátt sterkir
og skapandi listamenn glittir ætíð í
karl föður þeirra í skrifum þeirra og
myndum.
Elías hafði átt við vanheilsu að
stríða og líkaminn var orðinn slitinn.
En hann hélt áfram að mála, að tak-
ast á við listina; sköpunarþörfin knúði
hann áfram. Í smásögu Gyrðis, Gamli
málarinn, er dregin upp mynd af list-
málara sem hefur svipmót Elíasar,
með slitna öxl og reykir hressilega –
gegnum tíðina var hann „örugglega
búinn að senda frá sér reykmökk sem
svaraði meðal Kötlugosi.“ Í lok sög-
unnar snýr málarinn málverki af fjalli
til veggjar og dregur fram annað sem
hann byrjaði á fyrir löngu: „Þetta var
sjávarmynd, og hann stýrði huganum
undir fullum seglum inn á sólbjartan
fjörð.“
Með söknuði kveðjum við Ingi-
björg málarann við Þinghólsbrautina.
Einar Falur.
Elías B. Halldórsson bar ekki utan
á sér vísbendingar um prófessjón
sína og ástríðu, myndlistina. Þeir sem
ekki þekktu til tóku honum sennilega
sem burtfluttum sveitamanni, sem
Elías sannarlega var, kominn króka-
leið austan úr Borgarfirði með
margra ára viðkomu á Sauðárkróki.
Fas hans allt var líka þesslegt; fyrir
Elías B. Halldórsson
Elsku afi!
Við elskum þig svo mikið.
Við vonum að þú sért kom-
inn á góðan stað á himnum.
Það var gaman að koma á
vinnustofuna þína og fá
blöð til að teikna á hjá þér.
Ég (Sigfríð) man alltaf eftir
myndunum af konunni með
brúna hárið, þær eru mjög
flottar. Ég (Theódóra) man
eftir myndunum eftir þig á
myndlistarsýningunni
þinni.
Við vildum óska að þú
værir hér, elsku afi! Við
söknum þín!
Elskuleg kveðja,
Sigfríð og Theódóra.
HINSTA KVEÐJA
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
UNNUR S. MALMQUIST,
Dalbraut 23,
Reykjavík,
sem lést föstudaginn 4. maí verður jarðsungin frá
Grafarvogskirkju föstudaginn 11. maí kl. 13.00.
Ulla Knudsen,
Hilmar Knudsen, Ólöf Kjaran,
Sigurður Bergsteinsson, Bryndís Kondrup,
Bóas Bergsteinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KRISTRÚN GOTTLIEBSDÓTTIR,
Silfurteigi 4,
Reykjavík,
lést á dvalarheimilinu Hornbrekku þriðjudaginn
8. maí.
Jarðarförin auglýst síðar.
Björgvin Kristófersson,
Erla Sigrún Björgvinsdóttir,
Helgi Reynir Björgvinsson, Hanna Níelsdóttir,
Gunnar Smári Björgvinsson, Margrét Brynjólfsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi,
GUÐMUNDUR HELGI HELGASON
fyrrverandi sjómaður,
Skúlagötu 20,
Reykjavík,
lést á hjartadeild Landspítalans þriðjudaginn
8. maí.
Útförin verður auglýst síðar.
Kristinn Vignir Helgason, Jófríður Björnsdóttir,
Jane Elvina Dolce,
Vigdís Arnone,
Jóhann Helgason, Guðrún Einarsdóttir
og fjölskyldur.
✝
Systir mín og frænka okkar,
ÁSA LILJA GUÐBRANDSDÓTTIR,
Hóli, Hörðudal,
síðast Reynimel 90,
lést á Droplaugarstöðum sunnudaginn 6. maí.
Hún verður jarðsungin frá Fossvogskapellu
mánudaginn 14. maí kl. 11.00.
Guðmundur Guðbrandsson og frændfólk.