Morgunblaðið - 10.05.2007, Síða 45
utan bílskúrinn við Þinghólsbrautina,
sem gegndi hlutverki vinnustofu, stóð
hann eins og bóndi úti á hlaði að gá til
veðurs, holdgrannur, eilítið bjúgfætt-
ur og með hendur í vösum, handtakið
var síðan þétt, tungutakið skýrt og
kjarnmikið og fátt sagt að óþörfu.
Augnaráðið var skarplegt, en ekki
laust við viðkvæmni, sem slegið var á
með sjálfhæðni og græskulausri
kímni.
Inni á vinnustofunni birtist gestin-
um hins vegar heimsmaður af þeirri
kynslóð sem tók inn á sig listrænar
hugsjónir eftirstríðsáranna, þegar lit-
ið var á listina sem sameiningarafl og
garantí fyrir mannúðarstefnu í kjöl-
far heimsstyrjaldar. Hvort sem menn
máluðu lárétt eða lóðrétt, eða einfald-
lega eins og andinn blés þeim í brjóst
hverju sinni, töldu þeir sig boðbera
listræns frelsis og sannleika.
Elías fann snemma fyrir löngun-
inni til að taka þátt í þessari menning-
arbyltingu, þótt hann hefði sennilega
kímt við að heyra hana kallaða því
nafni. Aðstæður urðu til þess að hann
varð seinn til að sinna kallinu; fyrstu
þroskaverk sín gerði hann vart fyrr
en snemma á sjöunda áratugnum.
Með þeim er sannarlega sleginn nýr
tónn í íslenskri myndlist.
Um er að ræða myndir á mörkum
hlutlægs veruleika og abstraktlistar,
voldugar að byggingu: auðsætt að
listmálarinn hafði á einhverju stigi
gaumgæft myndir sveitunga síns,
Jóns Stefánssonar. En helstu tíðindi
þessara mynda er að finna í litrófi
þeirra, sem er svo heitt og ástríðufullt
að kraumar í málningunni, þar koma
aukinheldur við sögu blæbrigði sem
höfðu fyrir löngu verið dæmd ónot-
hæf sökum munúðar: rósrauð, bleik
og fjólublá.
Og það er með þessar myndir eins
og flest þroskaverk Elíasar, að bygg-
ingin virðist notuð til að koma skikk á
ólguna sem birtist í litunum og á
sennilega upptök sín í sálarlífinu. Þar
sem listamanninum tekst best til
verða bygging og litróf eitt, renna
saman í miklar kviður sem eiga engan
sinn líka í íslenskri myndlist. Eina
slíka keypti Landsbankinn fyrir
skömmu, fársjúkum listamanninum
til óblandinnar gleði.
Það er ekki að ósekju að myndum
Elíasar er hér líkt við ritverk, því
hann var alla tíð forfallinn bókamað-
ur, vissi ósköpin öll um skáldskap og
vakti með sonum sínum, Gyrði, Sig-
urlaugi og Nökkva, áhuga á bókfræð-
um. Óneitanlega er margt frásagnar-
legt við myndlist Elíasar, og þá á ég
ekki einvörðungu við grafíkmyndir
hans, heldur afstraktlistina líka. Af-
straktmyndir hans eiga sér gjarnan
ákveðið upphaf, línur og litir eru not-
aðir til að hrinda af stað náttúru-
tengdri atburðarás, í þeim er líka
stígandi og klárt niðurlag. Ég held að
mikið sé til í því, sem nýverið hefur
komið hefur fram í viðtölum við ýmsa
eigendur að myndum hans, að Elías
sé með vanmetnustu myndlistar-
mönnum þjóðarinnar.
Eins og fleiri listamenn af hans
kynslóð var Elías nokkuð svo afskipt-
ur síðustu árin; íslenskt myndlistar-
samfélag afskrifar sitt fólk með vax-
andi og ógnvekjandi hraða. Honum
leiddist þetta menningarástand og í
lítinn hóp var hann ófeiminn að gagn-
rýna margt af því sem haldið var á
lofti í nafni myndlistar. Ekki sárnaði
honum velgengni félaganna, þvert á
móti, en gömlum hugsjónamanni féll
illa léttúð myndlistarmanna sem virt-
ust líta á listsköpun sem leið til áhrifa
og metorða. En gagnrýni Elíasar var
jafnan sett fram með fyrirvörum,
beiskjulaust og oft með skoplegu
ívafi.
Það voru forréttindi að fá að kynn-
ast þessum heimsborgara úr Borgar-
firði eystra eftir landnám hans í
Kópavogi. Fjölskyldu hans sendi ég
hugheilar samúðarkveðjur.
Aðalsteinn Ingólfsson.
Á árabilinu 1900–1945 mátti telja
starfandi myndlistarmenn á Íslandi á
fingrum nokkurra handa. Langflestir
máluðu myndir og færðu þannig heim
með sér, og lyftu upp, list sem varla
hafði sést nema sem handverk við
skreytingar, í kirkjubúnaði eða við
mannamyndagerð.
Smám saman tók gerjun að utan að
yfirgnæfa hefðbundna list, bænda-
sonurinn eða skrifstofumannsdóttirin
veitti uppreisnarstraumum til lands-
ins. Afstrakt myndverk ögruðu þeim
hefðbundnari. Heimsátök lituðu
listina, listamenn deildu, stjórnmála-
menn deildu og drottnuðu og ný lista-
mannsnöfn urðu áberandi. Það urðu
framfarir. En líka dapurlegri tíðindi.
Veröld listanna varð samt smám sam-
an býsna einlit af því að hugtökin rétt
eða rangt, gott eða vont, úrelt og nýtt
voru sett í hásæti, helst á einn veg, en
ekkert taldist þar á milli. Því miður,
má segja, vegna þess að eitt útilokar
ekki annað í myndlist og víðsýni á að
vera ein undirstaða hennar. Færni og
einlægni eru meðal annarra undir-
staðna.
Upp úr 1950 hafði tala myndlist-
armanna í landinu tvöfaldast. Þeir
skiptust í andstæða, jafnvel harð-
neskjulega hópa. Eini myndlistar-
skólinn naut krafta nokkurra fram-
sækinna manna. Og þangað kom enn
einn alþýðumaðurinn í leit að mynd-
listinni. Sá var að austan, ættaður úr
sveitinni, úr þorpinu, kominn suður
úr litauðgi Borgarfjarðar eystri.
Harður af sér, fremur grannur, hand-
sterkur, marksækinn, hlédrægur og
kankvís, frekar fámáll en góður sögu-
maður og flinkur hvort sem var við
myndbyggingu eða meðferð lita.
Vann fyrir náminu með því að moka,
bera grjót og byggja brýr. Eins og
margir ungir listamenn áranna 1945
til 1960 hélt hann að loknu þriggja ára
náminu út í heim. Valdi Þýskaland og
Danmörk. Hann kom heim og gerði
líkt og margur annar að námi loknu:
Lét daglegt amstur sem vinnumaður
eða verkstjóri, nýja fjölskyldu og
fremur harða tíma taka toll af svig-
rúmi til annars. Málarinn nýtti tak-
markaðar frístundir til að búa til önn-
ur sín verk og fáséðari en þau sem til
urðu í launavinnunni og voru allra.
Þarna, og þó einkum eftir að listin
braust úr brjósti myndasmiðsins og
hann hætti almennri launavinnu
1974, urðu til höfundareinkennin: Lit-
skrúðugar afstraktmyndir og dular-
fullar þorpsstemningar. Hann var
eljusamur og sjálfur sér samkvæmur.
Ef til vill varð hléið á fullu mynd-
listarstarfi til þess að listamaðurinn
ræktaði með sér óvenju sterka sjálfs-
gagnrýni en líka næmni, óvenju litla
þörf til að auglýsa sjálfan sig en
sterka hvöt til að tjá sig og, síðast en
ekki síst, má vera að nýbylgja í list-
um, konsept-list og fráhvarf frá flat-
armálverki, hafi dregið huliðstjöld
fyrir hann eins og allmarga aðra ís-
lenska myndlistarmenn, hvað sem
sýningum á verkum þeirra leið. Sá
sem sér valdar myndir listamannsins
frá 1974 að telja, getur vart annað en
samþykkt að þar komi fram fín lita-
meðferð, kröftug pensilskrift, frjóar
hugmyndir og sterk tenging við um-
hverfið. Það má jafna afstraktverk-
unum við ljóðastemningar Birtings-
skáldanna og óhlutbundin verk sem
alþekktir listamenn eftirstríðsáranna
hafa málað. Það má jafna þorps-
myndunum hvort sem er við ljóð Jóns
úr Vör eða verk góðra færeyskra
málara. Þess vegna eiga verk lista-
mannsins smám saman eftir að öðlast
hærri sess en lengst af.
Alltaf var gott að hitta Elías B.
Halldórsson, líka þegar hann var í
úfnu skapi. Hann mildaðist furðu
fljótt og gerði góðlátlegt grín að sjálf-
um sér fyrir fuðrið en þegar vel lá á
honum lifnuðu skarpar umræður um
menningu og þjóðfélag eða sagðar
voru sögur af fólki. Einn digur vindill
meðfram sakaði ekki. Nú er listamað-
urinn hljóðnaður og penslarnir liggja
kyrrir við trönur hjá hálfköruðu mál-
verki. Þá er að kveðja Elías og þakka
samveruna.
Ari Trausti Guðmundsson.
Ég var líklega á 14. ári þegar Elías
fluttist með fjölskyldu sína heim á
Krók og hóf ásamt Braga mági mín-
um starfrækslu plastgerðarinnar
Dúða þar sem þeir unnu Elías og
pabbi. Eyjasels-Móri glettist við
hann á gólfinu í Dúða, en Elías mynd-
skreytti ævisögu hans eftir Halldór
Pjetursson; mun Móra hafa mislíkað
einhverjar myndir. Mér er minnis-
stætt þegar ég hitti Elías fyrst, því að
fjarsýnisgleraugun stækkuðu augu
hans ógnarlega og handtak hans var
þéttara en ég átti að venjast. Hann
ræddi við unglinginn eins og fullorð-
inn mann og sendi mig tveimur sumr-
um síðar austur á land í brúargerð.
Þar unnum við drengir síðar undir
flokksstjórn Elíasar og enn áttum við
samleið við lagningu íþróttavallarins
á Króknum. Og allar götur síðan höf-
um við hitzt, reyndar misreglulega,
en jafnan vitað vel hvor af öðrum.
Elías var meðalmaður á vöxt, jafn-
an grannvaxinn, ljós yfirlitum með
mikil gleraugu; nokkuð hnýttur í
herðum á efri árum; gekk rösklega
þótt reykingar drægju úr þreki. Ég
man að okkur strákunum þótti Elías
stundum kvartsár þegar umgangs-
pestir herjuðu, og kannski var það
svo, en hins vegar kveinkaði hann sér
ekki undan hjartaáfalli og krabba-
meini. Ég man ég heimsótti Elías á
spítalann heima á Krók einhvern
tíma í jólafríi og hann hafði fengið
hjartaáfall; bjóst við að finna hann í
rúmi tengdan alls konar slöngum og
tólum. Svo var ekki. Hann sat með
vindil frammi á setustofu og lék á als
oddi. Hann hafði einstakt lag á að búa
notalega í kringum sig; rekaspýta,
höfuðbein úr einhverri skepnu, fjöru-
grjót sett í eitthvert lýsandi sam-
hengi.
Hugur hans var sífellt bundinn
þeirri listsköpun sem hann vildi vinna
að. Hann var aldrei nema hálfur í því
veraldarvafstri sem brauðstritið er.
Þjóðhátíðarárið 1974 lét hann skeika
að sköpuðu og sinnti eftir það einung-
is listhneigð sinni og stóð við trön-
urnar dag hvern. Mér finnst hann
góður málari og lengi var hann van-
metinn, kannski vegna þess að hann
tók stórt upp í sig á köflum og gat
verið býsna orðhvass við gagnrýn-
endur og aðra; sagði skoðun sína jafn-
an umbúðalaust við hvern sem var að
eiga. Myndir hans eru af margvísleg-
um toga, allt frá rólyndislegum smá-
myndum af húsum í litlu þorpi, ætt-
aðar að austan, upp í risastór
olíumálverk þar sem litum er djarf-
lega teflt saman með breiðum pensil-
dráttum; mér er ekki grunlaust um
að slíkar myndir hafi honum þótt
skemmtilegast að berjast við, því að
víst var það oft átakasamt að ljúka
verki. Mér finnst einatt róandi að
horfa á blámóðuna sem ríkir í hóf-
stilltum litum í litlu húsamyndunum
ellegar þá stórkonurnar sem hann
málaði í kröftugum dráttum; geta vel
mundað torfljá eða öxi, ef því er að
skipta.
Marga stund hef ég setið á spjalli
við Elías og Hillu á heimili þeirra,
fyrst á Króknum, síðar í Kópavogi og
þó sjaldnar en skyldi. Elías var ræð-
inn og hnyttinn, hélt stundum á lofti
einhverjum skoðunum sem voru til
þess fallnar að vekja rökræður; glotti
þá ögrandi út í annað munnvikið.
Honum þótti gott að fá sér skudda, en
þoldi það illa; einni kvöldstund man
ég eftir heima á Krók þar sem við sát-
um yfir glasi með Sigurði Sigurðssyni
listmálara og góðum Króksara og
miðnætursólin á siglingu. Það var
notaleg kvöldstund og einstakt að
hlusta á þá félaga; ætli Sigurður hafi
ekki verið eini málarinn sem Elías
dáði? Elías var góður sögumaður og
kunni fjölda sagna af fólki fyrir aust-
an.
Náið og lifandi samband var milli
Elíasar og sona hans þriggja og
mætti segja mér að þeir hafi talazt
eitthvað við sem næst daglega um eitt
og annað; bækur, myndlist, ýmis dag-
læti og ekki sízt drauma. Nú eru
kvölddyrnar að baki og að leiðarlok-
um þakka ég Elíasi stopula en einatt
ánægjulega samfylgd. Ástvinum hans
öllum sendi ég samúðarkveðju mína
og minna.
Sölvi Sveinsson.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2007 45
Fallegir legsteinar
á góðu verði
Englasteinar
Helluhrauni 10
Sími 565 2566 - www.englasteinar.is
Sendum
myndalista
✝
Útför móður okkar,
GUÐRÚNAR JÓNASDÓTTUR
frá Öxney,
(Guðrúnar í Galtarey),
verður gerð frá Stykkishólmskirkju föstudaginn
11. maí kl. 15.00
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en
þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Þroskahjálp.
Hreinn Jóhannsson,
Sigríður Jóhannsdóttir,
Brynja Jóhannsdóttir
og fjölskyldur okkar.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
BJÖRN ÁRNASON
skógarbóndi og fyrrverandi
bæjarverkfræðingur
í Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Neskirkju föstudaginn
11. maí kl. 15:00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Skógræktar-
félag Hafnarfjarðar, reikningur 0140-26-24402, kt. 600269-4109.
Kristín Björnsdóttir, Friðrik Már Baldursson,
Árni B. Björnsson, Halldóra Bragadóttir,
Sigríður Björnsdóttir, Valur Ragnarsson,
Björn Ágúst Björnsson, Kristín Lúðvíksdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Systir okkar og mágkona,
JÓNDÓRA ELSABET JÓNSDÓTTIR
frá Gunnhildargerði,
Stuðlaseli 2,
Reykjavík,
sem andaðist fimmtudaginn 3. maí, verður
jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn 11. maí
kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Styrktarfélag vangefinna.
Guðrún Jónsdóttir, Marteinn Rúriksson,
Þráinn Jónsson, Ingveldur Pálsdóttir,
Þórunn Jónsdóttir, Jóhann Bjarnason,
Ólafur Jónsson, Halldóra Hilmarsdóttir,
Sesselja Jónsdóttir, Sigmar Ingvarsson,
Soffía Jónsdóttir, Gunnþór Bender.
✝
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og dóttir,
AUÐUR JÓNSDÓTTIR,
Dalalandi 10,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju miðviku-
daginn 16. maí kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabba-
meinsfélagið.
Hlín Sveinbjörnsdóttir, Hávar Sigurjónsson,
Hrólfur Þeyr Þorrason,
Auður Hávarsdóttir,
Sveinbjörn Hávarsson,
Margrét Guðmundsdóttir.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
VIKTORÍA ÞORVALDSDÓTTIR,
Stjörnusteinum 9,
Stokkseyri,
lést á Sjúkrahúsi Suðurlands mánudaginn 7. maí.
Útför hennar fer fram frá Ríkissal Votta Jehóva,
Hraunbæ 113, laugardaginn 12. maí kl. 11:00.
Jarðsett verður í Stokkseyrarkirkjugarði.
Magnús G. Sigurjónsson,
Margrét Magnúsdóttir, Einar B. Steinmóðsson,
Þorvaldur Magnússon,
Vilhjálmur Magnússon, Kristín Þ. Sigurðardóttir,
Gunnar Magnússon, Guðrún R. Erlingsdóttir,
Bjarni Magnússon,
Signý Magnúsdóttir, Arnar Þór Diego,
ömmu- og langömmubörn.