Morgunblaðið - 10.05.2007, Qupperneq 54
Sumir voru jafnvel
orðnir hámenntaðir í
því að skrúfa ónýtar snældur
í sundur og lagfæra þær
þannig... 59
»
reykjavíkreykjavík
Eftir Birtu Björnsdóttur
birta@mbl.is
„MAÐUR áttaði sig ekki á því út í
hvað maður var kominn fyrr en mað-
ur var kominn í danstímana,“ rifjar
Pálmi Gunnarsson upp um fyrstu för
Íslendinga í Evróvisjón árið 1986.
Hann var sem kunnugt er þriðjungur
ICY-tríósins goðsagnakennda sem
einnig innihélt Helgu Möller og Eirík
sjálfan Hauksson.
Pálmi segist hafa fylgst með
keppninni í ár með öðru auga og eyra
en segir ekkert eitt lag hafa hrifið sig
meira en annað. „Ég er hrifnastur af
þessum þjóðlegri lögum en annars er
ég þeirrar skoðunar að færa eigi
keppnina aftur í sama horfið þegar
sérfróð dómnefnd velur sigurvegara
keppninnar,“ segir Pálmi.
Helga er nýkomin að utan og hefur
því ekki fylgst mikið með aðdrag-
anda keppninnar síðustu vikur.
„Það er þó eitt lag sem ég hef
heyrt í útvarpinu og finnst fínt þar
sem sungið er um einhverja Maríu en
söngurinn minnir á Ricky Martin.
Ég kemst kannski að því í kvöld
hvaða land sendi þetta lag í keppn-
ina,“ segir hún.
Sprengja við Gleðibankann
„Ég kann ágætlega við þetta lag.
Það er ekkert yfirþyrmandi flott en
það virkar vel í hans meðförum,“ seg-
ir Pálmi aðspurður um skoðun sína á
„Valentine Lost“. Þau Pálmi og
Helga liggja þó hreint ekki á skoð-
unum sínum á Eiríki.
„Eiki er svo æðislegur,“ segir
Pálmi og Helga tekur undir þá full-
yrðingu.
„Eiríkur er snillingur í marga ætt-
liði. Hann hefur aldrei verið betri
söngvari og verður bara flottari með
árunum. Ég hef því engar áhyggjur
af honum í kvöld,“ segir Helga. „Að
fenginni reynslu held ég að það sé
samt best að stilla væntingum í hóf,“
bætir hún við og hlær en mörgum er
eflaust í fersku minni undrunin hér
heima á Fróni þegar ICY-tríóið lenti
í 16. sæti árið 1986.
Þau Pálmi og Helga ætla að sjálf-
sögðu að fylgjast með frammistöðu
félaga síns í kvöld og Pálmi ætlar að
vera „eins og vitleysingur hérna
heima að hvetja minn mann“.
Þau koma svo bæði fram í Evró-
visjónpartíi Páls Óskars á NASA á
laugardagskvöldið. „Maður er ævi-
ráðinn þar held ég og ætli manni
verði ekki rúllað þarna inn í hjólastól
undir lokin,“ segir Pálmi en „Gleði-
bankinn“ verður að sjálfsögðu flutt-
ur. „Það verður alltaf sama sprengj-
an þegar upphafstónar lagsins
heyrast.“
Eiríkur aldrei betri
ICY tríóið Eiríkur, Helga og Pálmi við æfingar á Gleðibankanum árið
1986. Eftirvæntingin var mikil enda taldi íslenska þjóðin sigurinn vísan.
Söngvakeppnin: Stóra stundin rennur upp í kvöld
Útgáfa nýju
Mínus-
plötunnar
seinkar um
viku og kemur
út mánudag-
inn 21. maí.
Platan sem
kallast því stóra nafni; The Great
Northern Whalekill, var tekin upp í
Los Angeles í nóvember og desem-
ber á síðasta ári og ku vinnuheiti
plötunnar þá hafa verið Flugstöð
Eiríks Haukssonar. Hvort hér hafi
verið um að ræða framsýni Mínus-
drengja um komandi glæsta sigra
Eiríks Haukssonar í Evróvisjón og í
framhaldinu að íslenska ríkið
myndi nefna flugstöð eftir honum
til heiðurs, á enn eftir að koma í ljós
en öruggt má telja að hörkutólin í
Mínus fylgjast grannt með for-
keppninni í kvöld.
Átti að heita Flugstöð
Eiríks Haukssonar
Magnús Þór Hafsteinsson vara-
formaður Frjálslynda flokksins
upplýsti á opnum fundi Félags kvik-
myndagerðarmanna sem haldinn
var í síðustu viku að hann hefði á
sínum tíma langað til að vera heim-
ildarmyndagerðarmaður og hann
teldi mikið verk óunnið í þeim
geira. Sagði hann kvikmyndir vera
merkilegar, með þeim væri unnið
mikilvægt starf og í þeim væri fólg-
inn þjóðarspegill. Magnús tilkynnti
að hans flokkur myndi ekki láta sitt
eftir liggja í málefnum kvikmynda-
gerðarmanna. Þá sá Magnús sókn-
arfæri í því að kvikmyndagerð-
armenn gætu gert spennumyndir
um málefni nýbúa þegar fram í
sækti. Kemur þetta fram í frétta-
bréfi sé félagið sendi frá sér.
Spennumynd um nýbúa?
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
ÞAÐ ÆTTI ekki að fara fram hjá neinum hvar
innkeyrslan er að gömlu kartöflugeymslunum í
Ártúnsbrekku. Þar hafa útlitshönnuðir útskrift-
arsýningar Listaháskóla Íslands, 2. árs nemar í
grafískri hönnun, búið til hálfgerðan sigurboga,
úr bílhræjum, en útskriftarsýning skólans verð-
ur haldin í geymslunum í fyrsta sinn.
Þegar mig bar að garði voru fáir hönn-
unarnemar á ferð. Myndlistarnemi sagði mér að
minni fyrirhöfn væri fólgin í því að koma fyrir
verkum hönnuða, og tek ég það gott og gilt.
Myndlistarnemar voru hins vegar önnum kafnir,
í neðri geymslunum, við að líma, negla og festa
upp ljós og gáfu fjölmiðlamönnum lítinn gaum.
Stærðarmálverk af konu að kasta hári sínu fram
og aftur, þrjú alls, voru áberandi á einum vegg.
Skúlptúr af hesti að prjóna var á miðju gólfi, úr
ónefndu efni.
Jóhann Einar Jónsson frá Arkíbúllu, sýning-
arstjóri fyrir hlut hönnunardeildar, var brosandi
út að eyrum fyrir utan geymslurnar og aug-
ljóslega ekki stressaður þegar ég tók hann tali.
„Það er frumleikinn sem aldrei fyrr, frumleik-
inn hjá öllum, tvímælalaust, inni í öruggum
ramma,“ svarar Jóhann spurningunni um hvað
einkenni sýningu hönnunarnema í ár.
„Það er þessi heild, að vera kominn með þetta
líf upp í þessa brekku, upp í þessa sprengju-
geymslu, það er svo magnað.“ Geymslurnar hafi
verið notaðar undir sprengjur, ekki bara kart-
öflur. Kýs ég þá heldur kartöflur.
Finnur Arnar Arnarsson, sýningarstjóri
myndlistarhluta sýningarinnar, segir mynd-
listina hráa í ár, kannski vegna þess að sýning-
arstaðurinn er hrár. Nemendur séu óhræddir við
að sleppa framan af sér beislinu og láta sköp-
unarkraftinn ráða.
Fyrir þá sem ekki vita þá er innkeyrslan að
kartöflugeymslunum skammt frá gömlu rafstöð-
inni í Elliðaárdal. Ekki má gleyma fatahönn-
unarnemum, tískusýning þeirra verður haldin í
Gvendarbrunnum kl. 20 annað kvöld. Þar verður
væntanlega margt frumlegra klæða. Sýning LHÍ
verður opnuð kl. 14 á laugardaginn. Henni lýkur
27. maí og er opið frá kl. 12 til 18.
Morgunblaðið/RAX
Undir bílhræjaboga Nokkrir útskriftarnema tóku sér hlé frá uppsetningu verka í gær og stilltu sér upp við innkeyrsluna að kartöflugeymslunum.
Hrá verk í kartöflugeymslu
Myndlistar- og hönnunarnemar úr LHÍ sýna útskriftarverk í Ártúnsbrekku