Morgunblaðið - 10.05.2007, Page 58
Morgunblaðið/Eggert
Staðurinn Á þessu sviði í Hartwall höllinni mun Eiríkur vonandi slá í gegn í kvöld.
fremsta flokki finnskra lista-
manna.
Eiríkur Hauksson verðurfimmti á svið af 28 kepp-
endum, en aðeins tíu þeirra kom-
ast áfram í aðalkeppnina. Burtséð
frá öllum tröllasögum um hvort
gott sé að vera sá fimmti í röðinni
er ljóst að bæði á undan og eftir
Eiríki eru erfiðir keppinautar.
Sá fjórði í röðinni er Koldun frá
Hvíta-Rússlandi. Koldun er 22ja
ára og lag hans „Work Your Ma-
gic“ hefur yfir sér draumkenndan
ævintýrablæ. Viðlagið er kraft-
mikið og svartklæddir dans-
ararnir gera atriðið drungalegt
en Koldun vegur upp á móti því
með björtu brosi sínu. Á eftir Ei-
ríki kemur fyrsta framlag
Georgíu í Evróvisjónkeppninni.
Hinni 21 árs gömlu Sopho hefur
verið líkt við Björk. Hvort sem sá
samanburður stenst eða ekki er
hún glæsileg söngkona í rauða
síðkjólnum sínum á sviðinu. Lagið
„Visionary Dream“ er nýstárlegt
en í atriðinu eru fjórir sverðdans-
arar sem ljá því þjóðlegan blæ.
Framlög Kýpur, Andorra ogTyrklands þykja höfða til
yngri áhorfenda og eru talin lík-
leg til afreka. Evridiki frá Kýpur
syngur á frönsku, „Comme ci,
comme ça“, og uppskar rokna
lófatak á æfingunni á miðvikudag.
Þeim sem eru hrifnir af Blink 182
er ráðlagt að fylgjast með Ano-
nymous frá Andorra. Hressir
strákar með lag sem mætti frekar
búast við að heyra í útvarpinu
heldur en í Evróvisjón. Kenan Do-
Í kvöld er komið að undan-úrslitum Evróvisjónkeppn-innar í Helsinki. Keppninni
verður varpað á risaskjá á Sena-
atintori, torginu við dómkirkjuna
sem gnæfir yfir borgina. Sýning-
unni var rennt tvisvar í gegn í
gær og í dag fer lokaæfingin
fram. Þema keppninnar í ár er
„True Fantasy“ og verður fyrri
keppnin tileinkuð sannleikanum.
Atriðin í byrjun athafnarinnar og
í hléinu milli laganna og kosn-
ingaúrslitanna eru nútímaleg og
ævintýraleg dansatriði innblásin
af finnskum þjóðsögum og
goðsögnum. Dansarar, söngvarar
og hljóðfæraleikarar eru í
gulu er af mörgum sem fylgjast
með keppninni hér kallaður hinn
tyrkneski Justin Timberlake. Lag-
ið „Shake it up, Shekerim“ er
mjög faglega unnið í anda MTV
en í lokin kveður við austurlenska
tóna til að staðfesta uppruna
söngvarans.
Pólska tvíeykið Jet Set er ísvipuðum flokki en framsetn-
ing atriðsins er umdeild. Á svið-
inu syngur hin 17 ára gamla
Sasha um „Time to Party“ á með-
an hún dansar um léttklædd,
stundum inni í búri. Annað sér-
stakt tvíeyki eru þjóðlagatromm-
ararnir frá Búlgaríu. Söngkonan
Elitsa er ákveðin og trúverðug og
ljóst að þau Stoyan eiga nokkurt
samstarf að baki.
Ádeila ársins kemur frá Ísrael
með laginu „Push the button“.
Takkinn umræddi vísar til kjarn-
orkusprengju. Eins og búast má
við eru ekki allir sáttir við text-
ann en margir eru einnig mót-
fallnir pólitískum skilaboðunum
og telja keppnina eiga að vera
lausa við slíkt.
Athygli vekur að í ár eru marg-ar mismunandi tónlist-
arstefnur í boði. Ungverski blús-
inn er gott dæmi og þykir Magdi
Rúzsa mæta sterk til leiks. Aðeins
tvö latínólög eru í boði í ár, óhætt
er að fullyrða að hin norska Guri
Schanke tekur Sabrinu frá Portú-
gal í nefið í þeim flokknum.
Malta, Makedónía og Moldóva
senda einkar frambærilegar söng-
konur með hefðbundin en flott lög
sem eiga öll skilið að komast
áfram.
En hvað með rokkið? Sú spurn-
ing hlýtur að brenna á Íslend-
ingum. Samkeppni Eiríks gæti til
dæmis komið frá Tékklandi eða
Austurríki. Viðstöddum er ljóst að
Eiríkur veit upp á hár hvað hann
ætlar að gera á sviðinu en enginn
veit hins vegar hvað áhorfendur
heima í stofu munu kjósa.
FRÁ HELSINKI
Halldóra Þórsdóttir
Á meðal tíu efstu Finnsku tæknimennirnir eru greini-
lega bjartsýnir á að Ísland komist áfram.
Á leið til Rússlands Fjölnir Þor-
geirsson heilsaði upp á Eika.
halldt@hi.is
Heppnar Auður Guðjohnsen og Ás-
gerður Þráinsdóttir unnu ferð til
Helsinki á vegum SPRON.
Eiríkur á svið í kvöld
Kærusturnar Eva Rán Ragn-
arsdóttir, Þorgerður Sæmunds-
dóttir og Íris Guðnadóttir.
58 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
* Gildir á allar sýningar
í Regnboganum merktar
með rauðu
450 KR.
Í BÍÓ
*
- Kauptu bíómiðann á netinu
Sími - 462 3500 Sími - 551 9000Sími - 564 0000
Miðasala í Smárabíó og Regnbogann
Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir
Spider Man 3 kl. 5 - 8 - 11 B.i. 10 ára
Spider Man 3 LÚXUS kl. 5 - 8 - 11
Next kl. 5.45 - 8 - 10.15 B.i. 14 ára
Pathfinder kl. 5.45 - 8 - 10.15 B.i. 16 ára
The Hills Have Eyes 2 kl. 10.30 B.i. 18 ára
Perfect Stranger kl. 8 B.i. 16 ára
TMNT kl. 4 - 6 B.i. 7 ára
Úti er Ævintýri m/ísl. tali kl. 3.45
ÍSLEN
SKT
TAL
Spider Man 3 kl. 5.30 - 8.30 - 11.20 B.i. 10 ára
Pathfinder kl. 8 - 10.15 B.i. 16 ára
Inland Empier kl. 5.45 - 9 B.i. 16 ára
The Hills Have Eyes 2 kl. 6 - 8 - 10 B.i. 18 ára
Úti er Ævin... m/ísl. tali kl. 6
FYRSTA
STÓRMYND
SUMARSINS
STURLAÐ STÓRVELDI
NÝJASTA ÞREKVIRKIÐ FRÁ MEISTARA DAVID LYNCH.
eeee
„Marglaga listaverk...
Laura Dern er mögnuð!“
K.H.H, FBL
eeee
„Knýjandi og
áhrifaríkt verk!”
H.J., MBL
eeee
L.I.B., TOPP5.IS
NICOLAS CAGE - JULIANNE MOORE - JESSICA BIEL
SÁ SEM SÉR FRAMTÍÐINA GETUR BJARGAÐ HENNI
EFTIR HÖFUND MINORITY REPORT OG BLADE RUNNER
GOÐSÖGNIN UM ÍSLENSKU VÍKINGANA LIFIR GÓÐU
LÍFI Í ÞESSARI KYNGIMÖGNUÐU HASARMYND!
Í KJÖLFAR 300 KEMUR PATHFINDER
TVEIR HEIMAR
EITT STRÍÐ
LOKAORUSTAN
ER HAFIN!
Stranglega bönnuð innan 18 ára!
eee
EMIPIRE
Spider Man 3 kl. 6 - 8 - 10.40 B.i. 10 ára
Next kl. 6 - 9 - 11 B.i. 14 ára
eee
L.I.B, Topp5.is
eee
FGG - FBL
eee
T.V. - kvikmyndir.is
15.000 MANNS
Á AÐEINS 3 DÖGUM!
ATH: EKKERT HLÉ OG MIÐASÖLU LÝKUR ÞEGAR SÝNING MYNDAR HEFST