Morgunblaðið - 09.06.2007, Side 1

Morgunblaðið - 09.06.2007, Side 1
STOFNAÐ 1913 155. TBL. 95. ÁRG. LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Allir í sund með Símanum E N N E M M / S ÍA / N M 2 8 2 7 9 Sjá nánar á siminn.is FRÍTT í sund í dag! GLERDANSINN HEFUR REYNT SITT AF HVERJU Í ALDARFJÓRÐUNG VIÐ ELDINN >> 26 RAFMAGNAÐUR DÚETT FRÁ FRANS AIR FERSKT LOFT >> 54 FRÉTTASKÝRING Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is GNÚPUR Fjárfestingarfélag hf., í eigu Krist- ins Björnssonar, Magnúsar Kristinssonar og Þórðar Más Jóhannessonar, flaggaði í Kauphöll- inni í gær kaupum sínum á 28,44 milljónum hluta í FL Group, eða 0,39% hlut og á nú 20,05% í FL Group og er þar með orðið stærsti einstaki hlut- hafinn í félaginu. Baugur og tengd félög eru annar stærsti hluthafinn og Oddaflug, félag í eigu Hann- esar Smárasonar, forstjóra FL, er þriðji stærsti hluthafinn. Jón Ásgeir Jóhannesson var í gær kjörinn stjórnarformaður FL Group, en Skarphéðinn Berg Steinarsson hætti sem formaður stjórnar FL Group í kjölfar skipulagsbreytinga hjá Baugi og tekur við starfi sem forstjóri nýs félags, Stoðir Group, sem er að meirihluta í eigu Baugs. Hyggst skipta sér meira af FL Group Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, er sú ákvörðun Jóns Ásgeirs að verða stjórnarformaður FL Group talin vera sönnun þess að hann hyggist skipta sér meira af rekstri og fjárfestingarákvörð- unum FL Group en hann hefur hingað til gert. Sama eigi reyndar við um eignarhlut FL Group í Glitni, sem er stærsta einstaka eign FL Group. Þórður Már og félagar í Gnúpi, sem eiga um 45 milljarða bundna í FL Group, munu sömuleiðis telja að með því að hafa Jón Ásgeir sem stjórn- arformann séu þeir að tryggja sér betra flæði upp- lýsinga, og áhrif á ákvarðanatöku. Heimildir Morgunblaðsins herma að það sé Hannesi Smárasyni ekkert sérstakt fagnaðarefni að viðskiptafélagi hans Jón Ásgeir sé orðinn stjórnarformaður í FL Group. Hann mun telja að óumdeild yfirráð hans á FL Group hingað til, og hvaða fjárfestingarstefnu félagið tekur hverju sinni, kunni að vera í uppnámi vegna ofangreindra breytinga. Fullvíst er talið að eigendur Gnúps styðji Jón Ásgeir til stjórnarformennskunnar, en þrátt fyrir 20,05% eignarhlut þeirra í FL Group á Gnúpur enn engan stjórnarmann í félaginu. Búist er við að á því verði breyting þegar á næsta hluthafafundi hjá FL Group og að Gnúpur eignist jafnvel tvo stjórnarmenn í félaginu. Þórður Már Jóhannesson og Jón Ásgeir Jó- hannesson hafa um langt skeið átt mjög náið og gott samstarf, ekki síst þann tíma sem Þórður Már var forstjóri Straums, en einnig eftir að Kristinn, Magnús og Þórður Már stofnuðu Gnúp. Talið er að sú samvinna hafi gegnt lykilhlutverki í þeim vendingum sem nú hafa orðið. Raunar er einnig fullyrt að samstarf Gnúps við Hannes Smárason hafi verið með ágætum. | 4 Gnúpur stærstur í FL Group með 20,05% Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is „VIÐ þurfum að passa upp á að þetta verði ekki eins og á tog- araárunum og þessi þrjú ár sem liðin eru verði bara eins og vertíð. Það verður að halda áfram og byggja eitthvað nýtt. Fjarða- byggð má ekki stoppa.“ Þessi orð Ásmundar Ásmunds- sonar, fasteignasala í Fjarða- byggð, við Morgunblaðið í gær, lýsa e.t.v. vel því andrúmslofti sem nú ríkir á Reyðarfirði og raunar í byggðunum öllum nærri álveri Alcoa. Allir virðast gera sér grein fyrir því að uppbygging svæðisins er nú fyrst að byrja og sú gríðarlega þensla sem verið hefur á svæðinu var einungis tímabundin. „Það sem mestu skiptir er að hugarfar fólksins hefur breyst. Nú telur það gott að búa á Aust- urlandi og veltir því ekki fyrir sér hvort það eigi að flytja burtu,“ segir Smári Geirsson og Samúel Sigurðsson, rekstrarstjóri Olís, segir mikilvægt að byggt verði upp öflugt tæknisamfélag við Reyðarfjörð. Ekki sé nóg að byggja bara álver og halda að það leysi allan vanda. Menntun og tækniþekkingu þarf til að ný- sköpun eigi sér stað. Bjartsýni einkennir hug flestra á svæðinu til framtíðarinnar. Þótt atvinnuframboð hafi verið mikið vegna framkvæmdanna mun nú reyna á hvernig atvinnulífið byggist upp á svæðinu í kringum stóriðjuna. Nú þegar er farið að skipuleggja stækkun hafnarinnar og ýmis fyrirtæki sjá þar sókn- arfæri. Hvert svo sem farið er lýsir fólk mikilvægi tilkomu stór- iðjunnar. „Ástandið var afar dap- urt árin áður en ákvörðunin var tekin. Fólk trúði því raunar ekki að þetta myndi verða fyrr en framkvæmdir við álverið sjálft hófust, jafnvel þótt virkj- unarframkvæmdirnar væru komnar vel af stað,“ segir Ás- mundur. | 14 Kaflaskil á Austurlandi Morgunblaðið/ÞÖK Reyðarfjörður Fyrsta álið rann úr keri fyrir apríllok en í dag verður starfrækslu álversins fagnað með sérstakri opnunarhátíð. Í HNOTSKURN » Opnunarhátíð AlcoaFjarðaáls verður haldin á Reyðarfirði í dag. » Íbúar á svæðinu eru al-mennt bjartsýnir á framtíðina og sjá ekki eftir þeirri ákvörðun að byggja upp stóriðju í Reyðarfirði. Íbúarnir fullir bjartsýni og velta ekki lengur fyrir sér að flytja í burtu ÞAU voru ekki lág til hnésins, pilturinn og stúlkan sem örkuðu niður Bankastræti í dag. Ein- hverjum þótti þau heldur fölleit í sumarveðrinu, en ekki er því engin hætta af þessum vinalegu risum, sem reyndust hin mestu gæðablóð. Götuleikhúsið setti mikinn svip á miðborgina í dag með hátíðlegri stemningu. að neita að kærleikar þeir sem tekist höfðu með þeim kölluðu fram kinnroða sem bætti lit- arhaftið upp og gaf hraustlegt útlit. Venjulegu fólki stafaði Morgunblaðið/Eyþór Loksins komið sumar í Reykjavík SÉRSVEIT ríkislögreglustjóra var kölluð út laust eftir miðnætti í nótt vegna karlmanns sem grun- aður er um að hafa hleypt af skot- vopni á heimili sínu í Hnífsdal í seint í gærkvöldi. Áður hafði lög- reglan á Ísafirði sent allt tiltækt lið á vettvang en þegar Morgun- blaðið fór í prentun var sérsveitin hvorki komin á vettvang né búið að yfirbuga manninn, sem hafði þá haldið sig á heimili sínu í um klukkustund. Lögreglan sat þá um heimilið en hélt í sig í um 50 metra fjarlægð. Samkvæmt heimildum blaðs- ins virðist sem maðurinn hafi skotið að eiginkonu sinni, sem slapp naumlega undan og til ná- granna. Lögregla kom fljótlega á vettvang og hóf leikinn á því að biðja fólk í nærliggjandi húsum að halda sig innandyra. Íbúar í þessu 250 manna bæj- arfélagi voru að sögn afar skelk- aðir yfir atburðunum. Umsáturs- ástand í Hnífsdal

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.