Morgunblaðið - 09.06.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.06.2007, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is         !"#$!% &  ''  & (  )##*+ +, -+,. /0 "'( ( (( 1 !"2%+"3%% Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is BÆJARRÁÐ Kópavogs samþykkti á fimmtudag tvær tillögur varðandi skemmtistaðinn Goldfinger, sem starfræktur er þar í bæ. Ráðið óskar í fyrsta lagi eftir því við lögreglu- stjóra höfuðborgarsvæðisins að kannað verði hvort lögreglusam- þykkt Kópavogs sé framfylgt á skemmtistaðnum. Þar er átt við hvort einkadans fari fram í lokuðu rými. Í annan stað skorar ráðið á fé- lagsmálaráðuneytið að rannsaka hvort lög um atvinnuréttindi og ferðafrelsi hafi verið brotin í tengslum við rekstur Goldfingers. Guðríður Arnardóttir er oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi en tillögurnar komu fram að frum- kvæði Samfylkingar og Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs. Hún segir tilefnið vera ummæli eig- anda Goldfingers, Ásgeirs Þórs Davíðssonar, á Stöð 2 í síðustu viku þar sem hann sagðist banna dans- meyjum að ráðstafa tíma sínum að eigin vild í átta klukkustundir eftir vinnu. „Það er hann sjálfur sem seg- ir þetta svo þannig hlýtur það þá að vera. Þetta hlýtur að vera klárt brot á lögum og reglum og ég persónu- lega myndi ekki kalla þetta neitt annað en mannréttindabrot, þegar það er verið að skerða ferðafrelsi fólks,“ segir Guðríður. „Það var álit vinstriflokkanna að þarna væri vinnuvernd brotin og þess vegna var þessu vísað til ráðu- neytisins,“ segir Gunnar I. Birgis- son bæjarstjóri um málið. Hann ítrekar að full samstaða hafi verið um tillögurnar í bæjarráði og segir að stórar fullyrðingar hafi verið hafðar uppi um þennan rekstur. Best sé að hreinsa bæði staðinn og eftirlitsaðilana af málinu. „Ég held að menn hafi svona frekar verið að slá sér upp pólitískt á þessu máli, það hafi nú helst verið það.“ Ásgeir Þór vill ekki túlka sam- þykktina þannig að stjórnvöld séu sér andsnúin, hann skilji vel að gæta þurfi að því að hvergi sé réttur brot- inn á fólki. Hann segir að snúið hafi verið út úr orðum sínum um ferða- frelsi stúlknanna. „Ég má alveg óska eftir því að stúlka sem er að vinna hjá mér komi úthvíld í vinnuna, alveg eins og sjálf- sagt er í hvaða vinnu sem er. Hvort sem það er bílstjóri eða flugmaður, hann má ekki vera hálfsofandi fram á stýrið. Þeim er ekkert haldið inni á staðnum í átta tíma eftir vinnu. Þær eru bara keyrðar heim til sín,“ segir Ásgeir. Hann telur það nauðsynlegt fyrir nektardansstað eins og þennan að hafa slíka stefnu því það auðveldi dönsurum að neita ágengum kúnn- um um kynlífsþjónustu. „Þær vísa þá bara í stefnu staðarins,“ segir hann. Bæjarráð Kópavogs krefst aðgerða vegna Goldfingers Í HNOTSKURN »Í 28. grein lögreglu-samþykktar Kópavogs segir: „Við sýningar á nektardansi í næturklúbbum er þeim sem dansar bannað að vera í lok- uðu rými með viðskiptamanni meðan á sýningu stendur sem og að fara um meðal áhorf- enda.“ »Minnihluti Samfylkingarog Vinstri grænna í bæj- arstjórn Kópavogs átti frum- kvæði að samþykktinni. FLUTNINGASKIPIÐ, sem fyrirtækið Dregg á Akureyri festi kaup á nýverið, lagði að bryggju í höfuðstað Norðurlands í fyrsta skipti í gærmorg- un. Því hefur verið gefið nafnið Axel og síðdegis blessaði séra Arnaldur Bárðarson skipið að við- stöddu nokkru fjölmenni. Skipið, sem áður hét Greenland Saga, er 3.200 brúttótonn og var keypt af dönsku fyrirtæki. Það verður í siglingum á milli Íslands og hafna í Danmörku og Lettlandi. Ax- el heldur í fyrstu ferðina frá Akureyri strax í dag. Skipstjóri Axels er Eisti, Pyotr Priladyshev, og áhöfnin reyndar öll eistnesk. Axel fer í fyrstu ferðina frá Akureyri í dag Gott útsýni Bjarni Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Dregg Shipping, og Ari Jónsson, eigandi fyrirtækisins. Þarna sést fram eftir dekkinu. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Blessunarorð Séra Arnaldur Bárðarson, prestur í Glerárkirkju, blessaði flutningaskipið Axel við há- tíðlega athöfn. Eitthvað annað en orð prestsins fangaði athygli þessara ungu sveina stutta stund. Blessað að viðstöddu fjölmenni SLÁTTUR er hafinn á tveimur bæj- um í Eyjafjarðarsveit og einum undir Eyjafjöllum. Það var Hörður Snorrason í Hvammi sem var fyrst- ur fyrir norðan. Þá eru menn byrj- aðir á Ásólfsskála undir Eyjafjöll- um. Líklegt er að sláttur hefjist víðar um eða eftir helgi. Í fyrra hófst sláttur 13. júní, einnig undir Eyjafjöllum en 4. júní í hittifyrra. Sláttur er því með fyrra fallinu í ár. Heyskapur er kominn af stað Ljósmynd/Benjamín Sláttur Sláttumúgum snúið í Hvammi í Eyjafjarðarsveit DÓMUR Hæstaréttar í máli Sigurð- ar Helgasonar fyrrum forstjóra Flugleiða gegn FL-Group hf., hefur tæpast áhrif á réttarstöðu margra, þar sem eftirlaunasamningar æðstu stjórnenda fyrirtækja eru ætíð ein- staklingsbundnir og ekki hægt að tala um fastmótaða venju í þeim efn- um. Þetta er álit þeirra lögfræðinga sem Morgunblaðið talaði við um dóminn, en þeir telja hin almennu áhrif hans þau að Hæstiréttur sló því föstu að tekjur sem stafi af kauprétt- arsamningi séu hluti af starfs- og launatengdum greiðslum, þær teljist með öðrum orðum til launa. Samkvæmt eftirlaunasamningi Sigurðar við Flugleiðir frá árinu 1977 reiknast eftirlaunagreiðslur til hans með tilliti til útreiknaðra launa þeirra átta starfsmanna FL-Group sem hæst laun hafa. Upphæð eftir- launa Sigurðar miðast með öðrum orðum við laun þessara starfsmanna og hækkar ef tekjur þeirra af kaup- réttarsamningum teljast til launa. Skúli Eggert Þórðarson, ríkis- skattstjóri, segir að dómurinn breyti engu að því er sitt embætti varði; tekjur af kaupréttarsamningum hafi ætíð verið meðhöndlaðar samkvæmt tekjuskattslögum og dómurinn sé í samræmi við þá framkvæmd. Hefur tæp- ast áhrif SEXTÍU og fimm íslenskar konur, sem fengu silíkonfyllingar frá bandaríska fyrirtækinu Dow Corn- ing Corporation í brjóst sín, hafa lagt fram kröfu um skaðabætur á hendur því, en Dow Corning fram- leiðir meðal annars silíkongel í púða sem notaðir eru í brjóstaaðgerðum. Fundur verður haldinn með kröfu- höfum nk. þriðjudag í Reykjavík. Saga þessa máls er orðin nokkuð gömul, en allar fengu íslensku kon- urnar fyllingarnar á árinu 1992 eða fyrr. Dow Corning lýsti yfir gjaldþroti árið 1995, hætti öllum viðskiptum með silíkonfyllingar og stofnaði sjóð til að greiða bætur til kvenna. Alríkisdómari í Michigan-ríki í Bandaríkjunum kvað upp þann úr- skurð árið 1999 að staðfesta bæri samkomulag um 324 milljarða króna skaðabótagreiðslu Dow Corning til hátt á annað hundrað þúsund kvenna víðsvegar í heiminum vegna veikinda í kjölfar silíkonbrjóstaað- gerða þar sem notað var silíkon frá fyrirtækinu, en málsóknir byrjuðu árið 1994. Kemur fram á heimasíðu Tort- kröfuhafanefndarinnar, sem sér um mál evrópskra kvenna, að samtals 54.420 kröfur hafi verið lagðar fram en 9.126 konur fengið bætur. Sjóður Dow hefur síðan árið 2004 greitt út samtals 833.759.401,60 doll- ara í bætur til kvennanna. Munu líklegast verða leyfðar aftur á þessu ári Jens Kjartansson, yfirlæknir á Landspítala – háskólasjúkrahúsi, sagði í samtali við Morgunblaðið að silíkonið frá Dow Corning hefði ver- ið bannað í Bandaríkjunum frá 1992 en notkun þess leyfð þegar lýtaað- gerðir voru gerðar eftir slys, krabbamein og þess háttar. Silíkonið hefur aldrei verið bannað í Evrópu en Jens segir að það muni líklegast verða leyft aftur í Bandaríkjunum á þessu ári eða næsta. Hann segir að á þeim tíma sem konur byrjuðu að kæra fyrirtækið hafi varla verið til neinar rannsóknir á því hvort silíkon gæti valdið sjúkdómum og dæmt hafi verið konunum í vil vegna þess að ekki hafi verið hægt að afsanna kröfur þeirra með rannsóknum enda voru þær ekki fyrir hendi. Jens segir að í dag sé silíkonfyll- ingin ekki vökvi lengur heldur sé hún seig og því séu litlar líkur á að silíkonið leki út í líkamann. Einnig myndist örvefur utan um púðann, en hann myndast utan um alla aðskota- hluti í líkamanum, og segir hann að örvefurinn sé eins og annar púði og hverfandi líkur séu á því að silíkonið leki þar í gegn þó að rof komi í fyll- ingu. Jens segir að hér á landi hafi verið gerðar um 200 silíkon-aðgerðir á brjóstum kvenna en það sé svipað og í öðrum löndum. Íslenskar konur vilja bætur vegna silíkonfyllinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.