Morgunblaðið - 09.06.2007, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Í HNOTSKURN
»160-170 þúsund auðkennislyklum hefurverið dreift. 145 þúsund eru virkir.
»Verið er að undirbúa dreifingu til við-skiptavina íslenskra banka og spari-
sjóða sem búsettir eru erlendis. Í flestum til-
fellum er um að ræða íslenskt námsfólk.
Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur
ylfa@mbl.is
NOKKUÐ hefur borið á göllum í auðkennislykl-
unum sem dreift var til notenda heimabanka í
vor.
Svo virðist sem hluti sendinga hafi innihaldið
gallaða lykla, segir Guðjón Rúnarsson, fram-
kvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja. Það
sem helst hafi borið á hjá fólki sé að annaðhvort
frjósi skjárinn eða gúmmí á enda tækisins losni
af. Þegar það gerist, segir Guðjón, eigi fólk að
snúa sér til síns banka eða sparisjóðs og fá nýjan
lykil sendan um hæl.
Enn sem komið er eru auðkennislyklarnir
gjaldfrjálsir en týni fólk lyklunum eða skemmi þá
þarf að greiða fyrir nýjan. Sé um galla að ræða
fær fólk nýjan lykil án endurgjalds. Sé einhver
vafi fyrir hendi telur Guðjón hann eflaust túlk-
aðan viðskiptavininum í hag. Þó bankarnir séu
ekki búnir að setja inn í gjaldskrár sínar hvað
greiða skuli fyrir auðkennislyklana segir Guðjón
það líklega standa til. Hann hefur þó enga trú á
því að reynt verði að ná inn tekjum af lyklunum
heldur greiði fólk lágmarkskostnað. Verð á lykl-
unum verði algerlega á valdi hvers banka og
sparisjóðs en Guðjón telur upphæðina frekar
hlaupa á nokkrum hundruðum en þúsundum.
Tímabundin lausn
Hægt er að fá auðkennisnúmer sent með sms-
skilaboðum í farsíma, en aðeins sem varaleið. Að-
spurður hví ekki sé hægt fyrir eigendur farsíma
að nota eingöngu sms-leiðina segir Guðjón vissa
hættu fólgna í henni. Stundum verði bilun í bún-
aði símafyrirtækja og lykilorð skili sér seint eða
alls ekki. Í raun sé ástæðan sambland ýmissa
þátta en niðurstaðan hafi verið sú að lyklarnir
væru öruggastir og næðu til flestra þar sem
margt gamalt fólk eigi ekki farsíma.
Guðjón segir þó auðkennislyklana alltaf hafa
verið hugsaða sem tímabundna lausn. Næsta
skref séu rafræn skilríki en vinna við undirbúning
þeirra er komin á fullt. Í rafrænum skilríkjum eru
öryggiskóðar komnir í segulröndina og segir Guð-
jón framtíðina án efa vera að taka tæknina upp.
Ekki allir á eitt sáttir um
gæði auðkennislyklanna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gallar Mörgum þykir lyklarnir endast illa.
Vinna hafin við undirbúning rafrænna skilríkja sem taka við af auðkennislyklum
ALEXANDER Magnússon ræddi í hjartans einlægni við
blómin á hótellóðinni á Blönduósi í gær. Drengurinn og
blómin voru sammála um það að tíðin, sem menn töluðu
svo lengi um í vor að kæmi bráðum, væri komin.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Talað við blómin
Eftir Guðmund Sverri Þór
sverrirth@mbl.is
JÓN ÁSGEIR Jóhannesson lætur
af störfum sem forstjóri Baugs
Group og verður starfandi stjórn-
arformaður félagsins. Hann tekur
við stjórnarformennsku af Hreini
Loftssyni, sem gegnt hefur því
embætti undanfarin ár. Við starfi
Jóns Ásgeirs tekur Gunnar Sig-
urðsson sem hefur verið fram-
kvæmdastjóri fjárfestinga Baugs í
smásölu, með aðsetur í Bretlandi,
um nokkurt skeið. Skarphéðinn
Berg Steinarsson, sem verið hefur
framkvæmastjóri fjárfestinga
Baugs í fasteigna- og fjármálafyrir-
tækjum, verður forstjóri Stoða
Group, nýstofnaðs félags sem tekur
yfir rekstur Stoða hf. og fleiri fast-
eignafélaga í eigu Baugs.
Frá þessu er greint í frétta-
tilkynningu frá Baugi en breytingar
þessar voru samþykktar á aðalfundi
Baugs sem fram fór í gær en auk
þess voru samþykktar breytingar á
skipulagi félagsins. Í tilkynning-
unni segir að markmið breyting-
anna sé að gera stjórn félagsins enn
skilvirkari en áður í fjölþættri sókn
þess á alþjóðamarkaði.
Haft er eftir hinum nýja stjórn-
arformanni að Baugur sé nú örast
vaxandi fjárfestingafélag heims á
sviði smásölu og fasteigna. Hin
mikla stærð og umfang félagsins
kalli á breytt skipulag svo „vöxtur
og velgengni félagsins geti haldið
áfram. Við höfum sett okkur þau
markmið að verða stærsta fjárfest-
ingarfyrirtæki í heiminum í fjár-
festingum tengdum verslunar-
rekstri innan 5 ára. Að ná slíku
markmiði krefst þess að Baugur sé
í framlínu á þróun rekstrarum-
hverfis verslunar auk þess að vera
leiðandi þátttakandi í þeirri gríð-
arlegu samþættingu verslunar sem
mun eiga sér stað á komandi árum.
Í starfi mínu sem starfandi stjórn-
arformaður mun mér gefast tæki-
færi til þess að þróa þessa sýn,
horfa lengra fram á veginn og
byggja upp umhverfi sem gerir
Baugi kleift að ná settum mark-
miðum á þessu sviði.“
Nýskipaður forstjóri Baugs,
Gunnar Sigurðsson, hefur starfað
hjá félaginu frá árinu 2003 þegar
hann tók við starfi fjármálastjóra.
Snemma árs 2004 tók hann við yfir-
umsjón með fjárfestingum félagsins
í Bretlandi og hefur frá því í upp-
hafi þessa árs haft umsjón með öll-
um fjárfestingum Baugs í smásölu.
Í fréttatilkynningunni segir hann
að framundan sé mikið starf við að
tryggja áframhaldandi vöxt en það
starf felist helst í að vinna að frek-
ari þróun verkefna sem eru fyrir
hendi og að leita nýrra tækifæra.
Stefán Hilmarsson, framkvæmda-
stjóri fjármálasviðs Baugs, verður
staðgengill forstjóra.
Jón Ásgeir Jóhannesson verður starfandi stjórnarformaður en Gunnar Sigurðsson tekur við for-
stjórastarfinu. Skarphéðinn Berg Steinarsson verður forstjóri fasteignafélagsins Stoða Group
Miklar breytingar hjá Baugi
Jón Ásgeir
Jóhannesson
Gunnar
Sigurðsson
Skarphéðinn Berg
Steinarsson
Stefán H.
Hilmarsson
Í HNOTSKURN
» Allur verslunarreksturBaugs í Færeyjum og á Ís-
landi færist undir Haga hf.
sem og 45% eignarhluti Baugs
í Húsasmiðjunni.
»Baugur á 96% hlut í Hög-um.
» Jeff Blue, Eiríkur Jó-hannsson, Þórdís Sigurð-
ardóttir og Sara Lind koma
inn í framkvæmdastjórn
Baugs.
EFNAHAGSBROTADEILD Ríkis-
lögreglustjóra rannsakar enn mál
fyrrverandi framkvæmdastjóra
Verðbréfastofu sparisjóðanna (VSP),
sem vikið var úr starfi í apríl sl. Það
var gert eftir að erlendur banki leit-
aði eftir upplýsingum hjá VSP um
ábyrgðaryfirlýsingu um rúmlega 13
milljarða króna innstæðu á banka-
reikningi en fjármunina reyndist
hvergi að finna. Helgi Magnús Gunn-
arsson, saksóknari efnahagsbrota,
segir að málið verði sennilega í rann-
sókn fram á haust. Það tefji fyrir, að
safna þurfi upplýsingum erlendis frá
vegna málsins og sú vinnsla taki tíma.
Framkvæmdastjórinn fyrrverandi
var settur í farbann eftir að mál hans
kom upp. Það rennur út í dag en
Helgi Magnús segir að lögreglan
muni gera kröfu um lengra farbann.
Farið fram á
lengra farbann
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir ut-
anríkisráðherra átti fund með nor-
rænum starfsfélögum sínum í Hels-
inki í Finnlandi í
gær en á dagskrá
voru ýmis mál,
m.a. loftslagsmál-
in, en utanríkis-
ráðherra leiddi
umræður um þau.
Að því er fram
kemur í tilkynn-
ingu frá utanrík-
isráðuneytinu
voru ráðherrarnir
sammála um að
Norðurlöndin ættu að gegna lykil-
hlutverki í að raunhæf og metnaðar-
full niðurstaða næðist á ráðherra-
fundi loftslagssamningsins í
Kaupmannahöfn 2009. Að fundi lokn-
um átti ráðherra fund með finnskum
starfsbróður sínum, Ilkka Kanerva,
og ræddu þau framboð ríkjanna til
öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna en
Ísland er í framboði fyrir tímabilið
2009-2010 og Finnland fyrir tímabilið
2013-2014. Rætt var um helstu
áherslur og hvernig þau geta unnið
saman á vettvangi öryggisráðsins.
Öll Norðurlöndin vinna saman að því
markmiði að Ísland og Finnland nái
kjöri til öryggisráðsins og líta á fram-
boðin sem norræn framboð.
Ræddu ör-
yggisráðs-
framboð
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
Norrænir utanríkis-
ráðherrar funduðu
RÍFLEGA 76% þeirra sem tóku
afstöðu í nýlegri könnun Capacent
Gallup – unninni fyrir Félag ís-
lenskra bifreiðaeiganda (FÍB) –
telja mikilvægt að olíufélög birti
eldsneytisverð á vefsvæðum sínum.
FÍB ákvað að kanna viðhorf al-
mennings til upplýsingagjafar olíu-
félaganna í kjölfar þess að N1
hætti að birta eldsneytisverð á vef-
svæði sínu í byrjun maí sl. Félagið
hefur síðan gagnrýnt ákvörðunina
og svör framkvæmdastjóra N1
sem bar við að neytendur vildu
ekki verðupplýsingar á vefsvæði
N1, né væri það til minnstu óþæg-
inda fyrir viðskiptavini olíufélags-
ins.
Spurt var: „Telur þú það vera
mikilvægt eða lítilvægt að olíufélög
birti upplýsingar um verð á heima-
síðu sinni?“ Eins og áður segir
voru 76,7% sem töldu það mik-
ilvægt, 11,6% lítilvægt og 11,6%
svöruðu hvorki né. Úrtakið var
1.350 manns af öllu landinu og
svarhlutfallið 62%.
Vilja upp-
lýsingar
um verð
♦♦♦