Morgunblaðið - 09.06.2007, Page 14
14 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
„ÉG er sannfærðari en nokkru sinni
að þetta hafi verið rétt ákvörðun,“
sagði Smári Geirsson þegar Morg-
unblaðið náði tali af honum í gær.
„Það þurfti að fórna ýmsu og ég skil
að margir hafi séð á eftir því landi
sem var fórnað. Mér finnst það hins
vegar hafa verið fullkomlega rétt
ákvörðun,“ segir Smári. Hann var
formaður Sambands sveitarfélaga á
Austurlandi á árunum 1998 og 2003
en sambandið beitti sér fyrir því að
stóriðja yrði byggð upp á svæðinu.
„Það sem mestu skiptir er að hug-
arfar fólks hefur breyst. Nú telur
fólk að það sé gott að búa á Austur-
landi en veltir því ekki fyrir sér hvort
það eigi að flytja í burtu. Á árunum
áður en framkvæmdirnar hófust
velti fólk því meira að segja fyrir sér
hvort það gæti yfirleitt flutt.“ Hann
segir þetta hafa breyst til betri veg-
ar. „Ef menn eru bjartsýnir og trúa
að þeir búi á góðum stað þá er allt
hægt,“ segir Smári.
Hann segir að nú séu að verða
ákveðin kaflaskil hvað varðar upp-
bygginguna. Framkvæmdirnar
sjálfar eru á lokastigi en nú þegar ál-
verið komist í rekstur komi í ljós
hvaða áhrif það muni hafa á svæðið.
„Okkur var sagt að við gætum ekki
gert ráð fyrir því að föst íbúatala
svæðisins hækkaði svo mjög á með-
an á framkvæmdunum stæði. Það
gekk eftir en nú fjölgar mjög hratt í
samræmi við að farið er að ráða fólk
til starfa í álverinu.“ Hann bendir
líka á að þjónustustarfsemi og af-
leidd starfsemi af álverinu aukist
verulega. „Gömul fyrirtæki og stofn-
anir eflast verulega og ný festa rót-
um. Hér eru að skapast gríðarlega
mörg ný tækifæri.“ Fólk hafi nú eðli-
leg tækifæri í lífinu, mikið sé byggt á
svæðinu og almenn bjartsýni ríki
meðal íbúa.
Smári segir að forsenda fram-
kvæmdanna hafi verið efling og sam-
eining sveitarfélaganna á svæðinu.
„Hér stóðu menn saman og þurftu að
beita sér af fullum krafti.“
Aðspurður hvort það hafi verið
erfið barátta þá segir hann svo hafa
verið. „Það eru ýmsir sem telja að
maður hafi glatað ærunni vegna
þessa. Ég tel hins vegar að það sé al-
gjörlega blindur maður sem sér ekki
þær jákvæðu breytingar sem eru að
verða hér.“
Kaflaskil Smári Geirsson segir að forsenda framkvæmdanna hafi verið
sameining sveitarfélaganna á svæðinu. Hann segir mikla bjartsýni ríkja.
Góð eining íbúa
var lykillinn
Bjartsýni ríkir meðal fólks nú
„ÞETTA er næstum því búið að vera
eins og ævintýri,“ segir Samúel Sig-
urðsson, rekstrarstjóri Olís á Reyð-
arfirði. Þegar framkvæmdir hófust á
Austurlandi var Olís-verslunin hefð-
bundin bensínstöð sem seldi jafn-
framt sælgæti. Nú er þar bakarí,
fatabúð og matsölustaður. Í stað
fjögurra starfsmanna starfa þar nú
27. Að mati Samúels er það dæmi um
trú fyrirtækja á staðnum að Olís
ákvað að fara út í þessa fjárfestingu.
Þar séu nú margs konar fyrirtæki og
mestu skipti að fjármálafyrirtæki
hafi nú trú á staðnum. Hann fór
sjálfur út í eigin rekstur. „Í septem-
ber 2005 datt mér í hug að stofna
bílaleigu. Ákvað að leigja út svona
fimm eða sex bíla. Nú í vetur leigði
ég mest út 130 bíla.“
Samúel segir Reyðarfjörð alltaf
hafa haft upp á margt að bjóða og
mikilvægt sé fyrir alla að gera sér
grein fyrir því að uppbyggingin sé
rétt að hefjast. „Fólk er búið að
vinna mikið og þetta er búið að vera
þriggja ára vertíð. Þetta er samt
ekki einhver bóla sem varir bara í
þrjú ár og er síðan búin. Við erum nú
komin með starfsvettvang fyrir fleiri
hundruð manns og þeim mun fleiri
afleidd störf. Nú skiptir máli að við
byggjum upp innviði samfélagins.“
Hann nefnir sérstaklega skólamál og
samgöngur í þessu sambandi. „Við
erum að fá hingað menntaða einstak-
linga, sem í flestum tilfellum eiga
menntaða maka. Við verðum að hafa
eitthvað fyrir þetta fólk að gera.
Reyðarfjörður á að verða tæknisam-
félag og hér eru góðar aðstæður fyr-
ir tækniskóla,“ segir Samúel.
Ekki þriggja ára
bóla sem er búin
Telur mikilvægt að byggja upp öflugt
tæknisamfélag við Reyðarfjörð
Með kústinn Samúel segir Reyðar-
fjörð hafa margt upp á að bjóða.
JÓHANN Ingi Jóhannsson, 24 ára
leikmaður hjá fótboltaliðinu
Fjarðabyggð, segir að stór íþrótta-
höll sem sveitarfélagið lét reisa fyr-
ir nokkrum árum, hafi breytt miklu
fyrir fótboltaiðkendur á svæðinu.
„Það er helst að menn séu orðnir of
framkvæmdaglaðir og haldi að þeir
afgreiði þetta bara með því að
byggja yfirbyggðan fótboltavöll í
fullri stærð. Þetta er frábær að-
staða en menn þurfa líka að passa
upp á að nóg sé af litlum fótbolta-
völlum utandyra til að krakkarnir
geti spilað líka,“ segir Jón og bætir
við að þetta standi nú til bóta. Á
Reyðarfirði er einnig að finna sund-
laug og líkamsræktarstöð sem ný-
lega var reist.
Jóhann stundar nám í íþrótta-
fræði við Háskólann í Reykjavík.
Hann segist skynja mjög breytt
hugarfar á svæðinu og þá sér í lagi
hjá ungu fólki. „Fólki finnst eins og
það geti snúið aftur hingað heim og
gert eitthvað. Það sé einhver mögu-
leg framtíð hérna eftir að það er
búið í námi. Ég veit um mjög marga
sem hafa huga á að koma hingað.
Fólk sem er á þrítugsaldri og er
héðan veit að það er gott að ala upp
börn hérna vegna smæðarinnar.
Áhyggjurnar verða mun minni.“
Sjálfur segist Jóhann stefna á að
koma aftur til Fjarðabyggðar að
námi loknu. „Allavega í einhvern
tíma en maður veit ekki hvað tekur
síðan við. Maður fer kannski ekki
strax að setjast að.“
Kemur aftur Jóhann stundar nám í íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík
en stefnir að því að flytjast aftur til Fjarðarbyggðar að námi loknu.
Íþróttaaðstaða allt önnur
OPNUNARHÁTÍÐ álvers Alcoa verður haldin á Reyð-
arfirði í dag. Mikil dagskrá verður um allan bæ þar sem
opnun álversins verður fagnað.
Hátíðin ber þess vitni að ákveðin tímamót eru að
verða við framkvæmdirnar á Austurlandi. Nú er farið
að draga úr hinum eiginlegu framkvæmdum og við tek-
ur mikill flutningur erlendra verkamanna af svæðinu
til síns heima. Jafnframt hefst starfsemi álversins með
öllum þeim störfum sem því var ætlað að skapa á svæð-
inu.
Mikil vertíðarstemming hefur verið á svæðinu síðast-
liðin þrjú ár. Fólk hefur unnið mikið og langa vinnu-
daga og stundum hefur íbúum fundist hamagangurinn
full mikill. Nú hefst hins vegar tími þar sem var-
anlegum íbúum mun fjölga og á það reynir hvaða starf-
semi mun verða til á svæðinu til langframa.
Álverinu fagnað
Morgunblaðið/Helgi Garðarsson
„ÞETTA er allt annað en þetta var
hér áður en framkvæmdirnar hóf-
ust. Sérstaklega síðustu árin áður
en ákveðið var að ráðast í stóriðju-
framkvæmdir þá var þetta orðið
mjög dapurt.“ Rúnar Sigurjónsson
er hafnarstjóri hafnarinnar á Reyð-
arfirði. Það er starfsemin við höfn-
ina sem hann lýsir með framan-
greindum orðum. Undir hans
verksvið heyra bæði höfnin við
íbúabyggðina í Reyðarfirði og einn-
ig Mjóeyrarhöfn, þ.e. höfnin við ál-
verið.
Áður en framkvæmdir hófust á
Austurlandi hafði Eimskip flutt þá
starfsemi sem skipafélagið hafði á
svæðinu til Eskifjarðar og Samskip
höfðu lagt niður sjóflutninga og
hafið að flytja vörur með vörubílum
þess í stað. Nú eru umsvif hafnar-
innar orðin mikil og telst hún með
stærstu höfnum landsins hvað varð-
ar flutning farms til og frá landi.
Árið 2002 sigldu 44 skip til hafn-
arinnar og 28 þúsund tonnum var
samtals landað eða flutt í burtu. Í
fyrra komu hins vegar 273 skip og
520 þúsund tonn voru flutt til og frá
landi.
Aðspurður hvort álagið muni
ekki minnka nú þegar framkvæmd-
unum ljúki segir Rúnar svo ekki
vera. „Við gerum reyndar ekki ráð
fyrir að það komi jafn mörg skip á
þessu ári og í fyrra. Þá var umferð-
in líka svo mikil hérna að suma
mánuði kom eitt skip á dag til hafn-
arinnar. Hins vegar verður aukn-
ing þegar verksmiðjan fer í fullan
gang.“ Hann segir að samhliða því
að skipin hætti að koma með að-
föng til framkvæmdanna þá fari að
koma stærri skip með súrál til verk-
smiðjunnar og jafnframt þurfi síð-
an að flytja álið á markaði til
Bandaríkjanna og Evrópu. Reiknað
er með að rúmlega 1.200 þúsund
tonn af vörum muni fara um höfn-
ina vegna álversins.
„Síðan er verið að skipuleggja
ýmiss konar starfsemi við höfnina
og skipafélögin hafa mikinn áhuga
á að koma sér upp aðstöðu þar.
Stefnt er að því á næstunni að
stækka höfnina á Mjóeyri enn frek-
ar útaf þessu.“ Þessu muni fylgja
tugir starfa og verið geti að skipa-
félögin auki annars konar starfsemi
samhliða.
Ein stærsta höfn landsins
Við stjórn Rúnar Sigurjónsson hafnarstjóri á Reyðarfirði gerir ekki ráð
fyrir að álagið við höfnina muni minnka eftir að framkvæmdum lýkur.