Morgunblaðið - 09.06.2007, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2007 15
ÞEGAR Högni Atlason var togara-
skipstjóri var Atli litli bróðir hans
oft stýrimaður hjá honum. Eftir
nokkurt hlé starfa þeir nú aftur
saman í skautsmiðju álversins í
Reyðarfirði.
Í skautsmiðjunni eru bæði bak-
og forskaut álkeranna steypt.
Högni starfar við bræðslupottanna
í skautsmiðjunni og segir að sér líki
vinnan afar vel. Hann er á leiðinni í
vaktafrí þegar blaðamaður nær tali
af honum en starfsmenn kusu ný-
lega um nýtt vaktafyrirkomulag.
„Ég hóf störf 2. janúar á þessu ári.
Þá byrjuðu allir á námskeiðum
hérna heima en síðan vorum við
sendir til Kanada í starfsþjálfun.
Vaktavinnan hófst síðan af alvöru
núna í mars.“
Þeir bræður eru fæddir og upp-
aldir á Fáskrúðsfirði og býr Högni
þar enn. „Hér er að verða stórkost-
leg breyting,“ segir Högni. „Ég veit
ekki hvað hefði orðið um þetta
svæði ef þetta hefði ekki komið til.
Það var ekkert að gerast hérna. Við
sjáum hvernig er farið fyrir sjávar-
útveginum. Fólk hefði bara farið og
það var byrjað að fara. Og sem bet-
ur fer þá er fólk farið að flytja hing-
að aftur.“
Högni hafði verið til sjós í 27 ár
þegar skip hans var selt árið 1996.
Hann starfaði við skipaeftirlit í tíu
ár eftir það en greip tækifærið þeg-
ar Alcoa auglýsti eftir starfsfólki.
„Mér leist svo ljómandi vel á þetta
og ég er viss um að þegar þetta
verður tilbúið og það færist regla
yfir svæðið þá verður þetta lúxus
vinnustaður. Hann er 61 árs og seg-
ir álverið skapa tækifæri fyrir fólk
eins og sig til að ljúka starfsaldr-
inum. Alcoa hefur sérstaklega að-
gætt að ráða fólk af ýmsum aldri til
að endurnýjun starfsfólks verði
jöfn. „Þetta hefur ekki staðið til
boða hér áður. Menn voru einfald-
lega taldir gamlir þegar þeir voru
orðnir fertugir.“ Atli bróðir hans er
sama sinnis, í álverinu telur hann
sig hafa fundið sinn framtíð-
arvinnustað.
Bræður Högni og Atli Skaftasynir er alsælir með nýja álverið og gera ráð
fyrir að um lúxusvinnustað verði að ræða þegar regla færist yfir svæðið.
„Hér fá menn að vinna
þótt þeir séu fertugir“
BERGLIND Leifsdóttir er ein af
þremur iðnkonum í álveri Alcoa við
Reyðarfjörð. Hátt á þriðja þúsund
umsóknir hafa borist Alcoa vegna
starfa í álverinu en enn vantar iðn-
aðarmenn.
Berglind er ein þeirra sem fluttu
til Fjarðabyggðar frá höfuðborgar-
svæðinu til að starfa í álverinu. Hún
segir töluvert af konum þar við störf.
„Þær standa sig mjög vel og standa
svo sannarlega uppi í hárinu á körl-
unum.“
Eiginmaður hennar starfaði í ál-
verinu í Straumsvík og saman fluttu
þau austur með fimm börn sín þar
sem þeim líður afar vel. „Maður er
miklu nær meðborgurum sínum og
öllu samfélaginu hér en þegar maður
bjó í borginni. Það vissu allir að við
værum að koma af því að við erum
svo mörg og það var tekið ótrúlega
vel á móti okkur. Börnin fóru strax í
leikskólann og grunnskólann og ung-
lingurinn á heimilinu sést ekki leng-
ur heima af því að það er svo mikið
að gera í félagslífinu.“ Hún skynjar
miklar bjartsýni í samfélaginu og
fólk tali um að bærinn sé að lifna við.
Hún segir að það hafi síður en svo
verið erfitt að fá börnin til að flytja.
„Þau voru eiginlega miklu spenntari
en við að koma hingað.“ Þar sem eig-
inmaður Berglindar starfaði áður
sem vélvirki í Straumsvík eru við-
brigðin e.t.v. mest fyrir hana sjálfa. Í
Reykjavík vann hún hjá Orkuveitu
Reykjavíkur og segir hún starf sitt
nú vera gjörólíkt. Mikið sé um að
vera í álverinu þar sem framkvæmd-
irnar séu enn í fullum gangi en nóg
er af rafeindabúnaði í álverinu sem
breyta þarf áður en hann er tekinn í
rekstur.
Gjörólíkt starf Berglind Leifsdóttir vann hjá Orkuveitunni áður en hún
fluttist austur til að starfa í álverinu, þar sem maður hennar starfar einnig.
Fluttu austur úr
höfuðborginni
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ hef-
ur staðfest ákvörðun Skipulags-
stofnunar frá 27. apríl 2006 um að
færsla Hringvegar um Hrútafjörð í
Bæjarhreppi og Húnaþingi vestra
skuli ekki háð mati á umhverfisáhrif-
um. Með úrskurðinum var kröfu
Leiðar ehf. um að skoða fleiri fram-
kvæmdakosti á svæðinu, sem ná
sama tilgangi, hafnað.
Leið ehf., sem er einkahlutafélag
um bættar vegsamgöngur, kærði
ákvörðun Skipulagsstofnunar í júní á
sl. ári vegna færslu hringvegarins
um Hrútafjörð og sagði m.a. í bréfi
til umhverfisráðuneytisins að ekkert
hefði verið fjallað um aðra möguleika
sem ná sama tilgangi og markmiðum
og framkvæmdaraðili stefnir að. Tel-
ur félagið að með þverun Hrúta-
fjarðar á móts við Reyki ætti að vera
auðveldara að komast hjá ferðum um
Holtavörðuheiði við slæm aksturs-
skilyrði.
Í niðurstöðu ráðuneytisins kemur
m.a. fram að ekki sé talið að máls-
ástæður Leiðar varði líkleg neikvæð
umhverfisáhrif fyrirhugaðrar fram-
kvæmdar, eins og henni er lýst í til-
kynningu framkvæmdaraðila og
ákvörðun Skipulagsstofnunar. „Ekki
er skilyrði samkvæmt lögum um mat
á umhverfisáhrifum eða reglugerð
um mat á umhverfisáhrifum að gerð
sé grein fyrir mismunandi fram-
kvæmdakostum þegar um tilkynn-
ingarskylda framkvæmd er að ræða.
[...] Þegar af þessum ástæðum fellst
ráðuneytið ekki á kröfu kæranda og
er ákvörðun Skipulagsstofnunar frá
27. apríl 2006 staðfest.“ Á vefsvæði
Leiðar kemur fram að félagið telur
það mjög miður að ekki þyki efni til
að kanna betur en raun ber vitni
þann kost að þvera Hrútafjörð norð-
ar en áformað er þótt lagaheimildir
standi e.t.v. ekki til slíkrar kröfu.
Framkvæmdir hefjast
líklega í haust
„Þarna er verið að tala um allt
aðra leið, á allt öðrum stað og miðað
við aðrar forsendur en það er ávallt
léttir þegar niðurstaða liggur fyrir,“
segir Magnús V. Jóhannsson, svæð-
isstjóri Vegagerðarinnar á norðvest-
ursvæði, og bætir því við að haldið
hafi verið áfram með undirbúning
framkvæmdarinnar líkt og kæran
hafi ekki komið til. „Framkvæmdir
munu vonandi hefjast í haust þó ekki
liggi fyrir nákvæmar dagsetningar.
Enn er eftir að samþykkja breyting-
ar á aðalskipulagi Bæjarhrepps og
Húnaþings vestra en sú vinna er á
lokastigi.“
Nýi vegurinn mun liggja við vegg
núverandi Brúarskála og eftir Djúp-
vegi norður fyrir Selá. Þar fer veg-
urinn yfir Hrútafjarðará á nýrri tví-
breiðri brú og upp á hringveginn
aftur um einn kílómetra norðan við
Staðarskála – alls um 7,6 km leið.
Gert er ráð fyrir að hægt verði að
hleypa umferð um veginn haustið
2008 og framkvæmdum verði að
fullu lokið sumarið 2009.
Ekki skylt að gera grein
fyrir öðrum möguleikum
Ákvörðun vegna þverunar Hrútafjarðar staðfest
Í HNOTSKURN
»Vegagerðin fyrirhugar aðendurgera Hringveg í
Hrútafirði á 7,6 km kafla sem
hefst um 0,9 km sunnan við
Brú, þverar Hrútafjörð á nýj-
um stað og endar 1 km norðan
Staðarskála.
»Skipulagsstofnun komstað þeirri niðurstöðu í apríl
á sl. ári að framkvæmdin skuli
ekki háð mati á umhverfis-
áhrifum.
»Leið ehf. kærði úrskurðinnvegna ákvörðunarinnar og
segir m.a. í kærunni að ekki
hafi verið fjallað um aðra kosti
á svæðinu sem ná sama til-
gangi.
»Vegagerðin sagði í um-sögn sinni að kæran varð-
aði ekki umhverfisáhrif fyr-
irhugaðrar framkvæmdar og
féllst umhverfisráðuneytið á
það.
MIÐSTÖÐ í lýðheilsuvísindum við
Háskóla Íslands og Faraldsfræði-
deild Harvard Háskóla hafa undir-
ritað viljayfirlýsingu um samstarf,
sem felur í sérsameiginleg rann-
sóknarverkefni og uppbyggingu á
framhaldsmenntun í lýðheilsuvís-
indum við Háskóla Íslands. Þannig
vilja skólarnir vilja sameiginlega
stuðla að hágæða vísindastarfi.
Hornsteinn samstarfsins er fyrir-
hugað rannsóknarverkefni á
krabbameini í blöðruhálskirtli sem
byggir á einstökum íslenskum
gögnum og þegar hafa verið lögð
drög að verkefninu, sem byggt
verður á einstökum íslenskum
gögnum.
Næstalgengasta dánarorsök
en lítt rannsakað
Krabbamein í blöðruhálskirtli
hefur farið ört vaxandi og er nú
næstalgengasta dánarorsökin
vegna krabbameina hérlendis.
Samanborið við önnur álíka algeng
krabbamein hefur krabbamein í
blöðruhálskirtli þó verið minna
rannsakað og fátt er vitað um
áhrifaþætti nýgengis og framvindu
sjúkdómsins.
Viljayfirlýsingin er einnig hvatn-
ing til handa fræðimönnum beggja
stofnana um rannsóknarsamstarf
sem byggja á sérstöðu íslenskra
gagnagrunna og heilbrigðisupplýs-
inga á heilbrigðissviði og þá munu
framúrskarandi doktorsnemar í
lýðheilsuvísundum við Háskólann á
Íslandi hafa tækifæri til að sækja
nýdoktors þjálfun við faralds-
fræðideild Harvard háskóla.
Samstarf milli HÍ og Harvard staðfest
Grímsey | Skipið Professor Mult-
anovskiy kom til Grímseyjar í ann-
að sinn á þessu sumri í einmuna
blíðu. Um borð voru ferðmenn frá
mörgum löndum sem eiga það sam-
eiginlegt að hafa áhuga á heim-
skautasvæðum. Með í för var Hol-
lendingurinn og blaðamaðurinn
Lex Wagenaar frá blaðinu „Het
Parool“ í Amsterdam en Lex er
einmitt að skrifa um ferðina.
Farþegarnir dvöldu heilan dag í
og við Grímsey þar sem þeir gengu
um eyjuna og fylgdust með fuglalíf-
inu sem er í algleymingi þessa dag-
ana með þúsundir fugla í lofti og
björgum. Auk þess fór hópurinn,
yfir fjörutíu manns, í kringum eyj-
una á gúmbátum og sá með eigin
augum hið stórbrotna líf í fugla-
björgunum.
Héðan hélt skipið til Jan Mayen,
Bear Island og Spitzbergen. Farar-
stjórinn, Troels Jacbsen frá Dan-
mörku, hefur komið til Íslands með
hópa í sams konar ferðum í átta ár.
Auk fararstjórnarinnar er hann
umhverfisfræðingur og skrifar
greinar um heimskautasvæði, til
dæmis skrifaði Troels vísindagrein
um Kolbeinsey.
Ánægja farþeganna var mikil þar
sem þeir nutu einstakrar náttúru
Grímseyjar í einstöku veðri, logni
og sól.
Skemmtiferðaskip í blíðunni
við heimskautsbaug
Ánægðir ferðalangar Troels fararstjóri, Lex blaðamaður og kona hans
Sylvia eftir að hafa notið hinnar fjölbreyttu náttúru Grímseyjar.