Morgunblaðið - 09.06.2007, Side 18

Morgunblaðið - 09.06.2007, Side 18
Reuters Hlutabréf Fjárfestar víða um heim reyna nú að ákveða hversu mikið mark þeir eigi að taka á viðvörunum um áframhaldandi lækkanir á mörkuðum. 18 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Í HNOTSKURN »Húsnæðisliðurinn í vísitöluneysluverðs hefur vegið þyngst í mælingum á verð- bólgunni á umliðnum miss- erum. » Íbúðalánasjóður segirástæður þenslu vegna hús- næðisliðarins liggja víðar en í útlánum sjóðsins. »Erlend lán bankanna eruekki einvörðungu lán til íbúðakaupa. Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is BREYTING á hámarksláni og láns- hlutfalli Íbúðalánasjóðs, sem tók gildi 1. mars síðastliðinn, hefur ekki valdið mikilli aukningu á verðbólgu. Þetta segir í tilkynningu frá Íbúða- lánasjóði. Tilkynning sjóðsins var send út í tilefni af umræðum um efnahagsmál undanfarna daga, þar sem því hefur verið haldið fram að starfsemi og ákvarðanir Íbúðalánasjóðs séu í and- stöðu við stefnu stjórnvalda og séu „skaðvaldur á íbúðalánamarkaðin- um“. Er í þessum efnum meðal ann- ars væntanlega verið að vitna til um- mæla forsvarsmanna Samtaka atvinnulífsins fyrr í þessari viku. Þá segir í tilkynningu Íbúðalána- sjóðs að ákvörðun stjórnvalda um breytingu á hámarksláni og láns- hlutfalli sjóðsins hafi verið stjórn- valdsaðgerð en ekki framkvæmd af sjóðnum einhliða. „Öll starfsemi hans byggir á ákvæðum laga og reglugerða. Það er því ekki rétt sem haldið hefur verið fram að Íbúða- lánasjóður hafi haft ákveðna forystu í að auka verðbólgu og vinni gegn stefnu stjórnvalda,“ segir í tilkynn- ingunni. Bankarnir lána meira Fram kemur í tilkynningu Íbúða- lánasjóðs að lán bankakerfisins til heimilanna í erlendri mynt hafi auk- ist um 25,9 milljarða í febrúar og mars síðastliðnum. Jóhanna Sigurð- ardóttir félagsmálaráðherra greindi einnig frá þessu í umræðum um Íbúðalánasjóð á Alþingi í fyrradag. Segir Íbúðalánasjóður að á sama tíma, þ.e. í febrúar og mars, hafi bankarnir auk þess veitt lán með veði í íbúðarhúsnæði í íslenskum krónum að fjárhæð 8 milljarðar króna, eða samtals nærri 34 millj- arða. Hins vegar hafi heildarútlán Íbúðalánasjóðs numið 9,3 milljörð- um á framangreindu tveggja mán- aða tímabili. Þá segir að lánveitingar bankanna til heimilanna í erlendri mynt hafi numið alls um 94 milljörð- um króna í lok marsmánaðar. 14,6 milljarðar í stað 25,9 Ef lán bankakerfisins til heimil- anna í erlendri mynt eru skoðuð ein- um mánuði lengur en gert er í frétta- tilkynningu Íbúðalánasjóðs, þ.e. til loka apríl, er staðan önnur en segir í tilkynningu sjóðsins. Í ljós kemur nefnilega að lánin í erlendri mynt drógust saman um 11,2 milljarða í aprílmánuði. Á þriggja mánaða tíma- bili frá febrúar til loka apríl jukust því lán bankakerfisins til heimilanna í erlendri mynt um 14,6 milljarða. Rétt er að hafa í huga, að þegar verið er að tala um lán bankakerf- isins til heimilanna í erlendri mynt er um að ræða öll útlán bankanna í er- lendri mynd, ekki einvörðungu lán til íbúðakaupa. Lán til bifreiðakaupa eru þar til að mynda einnig talin með. Einnig skiptir máli að gengi krónunnar hefur áhrif á stöðu þess- ara lána á hverjum tíma. Íbúðalánasjóður ekki skað- valdur á íbúðalánamarkaði Erlend lán bankanna til heimilanna jukust um 14,6 milljarða frá febrúar til apríl    !  " # $               %   & '           (  # % ) *    + ,  -  ÞETTA HELST ... ● ÓVENJUMIKIL velta var með skuldabréf í kauphöll OMX á Íslandi gær. Heildarvelta dagsins var um 30 milljarðar og þar af var velta með skuldabréf rúmir 18,5 milljarðar. Velta með hlutabréf á aðallista nam tæpum 11 milljörðum. Úrvalsvísitalan hafði hækkað um 0,03% við lokun markaðar og stóð þá í 8.041 stigi. Mesta hækkunin var í bréfum Öss- urar sem hækkuðu um tæpt 1% og bréfum Teymis sem hækkuðu um 0,8%. Gengi bréfa Alfesca lækkaði mest eða um 1,6% og einnig lækkuðu bréf Icelandair Group um tæp 1,1%. Óvenju mikil velta með skuldabréf ● SAGA Capital opnaði í gær fyrsta stofnfjármarkaðinn á Íslandi, Saga Market. Markaðinum er ætlað að vera vettvangur til að nálgast upplýs- ingar um viðskipti og tilboð með hluti í Saga Capital og stofnbréf sparisjóða en þessir fjármálagern- ingar hafa ekki verið skráðir á skipu- legum verðbréfamarkaði og því er markaðurinn eingöngu ætlaður fag- fjárfestum segir í fréttatilkynningu. Saga Market setur fram strangar kröfur sem aðilar þurfa að uppfylla til að fá heimild til að setja fram tilboð. Kröfurnar er sagðar settar fram, þar sem fjárfestingum í óskráðum fjár- málagerningum fylgi ávallt meiri áhætta en í viðskiptum með skráð verðbréf. Saga Capital með stofnfjármarkað EXORKA hefur keypt leyfi fyrir þremur jarðvarmavirkjunum í Bæj- aralandi í Þýskalandi, til viðbótar við eitt leyfi sem félagið átti. Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að Exorka geti því byggt orkuver í Bæjaralandi sem samtals munu framleiða 15-25 megavött af raforku á ári. Heildarfjárfesting í þessum virkjunum gæti numið allt að 20 milljörðum króna. Markmiðið er að hefja boranir á þessu ári en allt að þriggja til fimm kílómetra dýpi er niður á vatnið. Áætlanir gera ráð fyrir að raf- orkuframleiðsla hefjist svo árið 2009. Virkjanirnar munu byggja á Kal- ina-tækninni, sem kennd er við Dr. Alexander Kalina, þar sem lághita jarðvarmi (100-150 stig á Celsíus) er nýttur til raforkuframleiðslu en Exorka hefur leyfi til sölu og nýt- ingar þessarar tækni í Evrópu. Þýska ríkisstjórnin setti, árið 2004, sérstök lög til að stuðla að nýtingu jarðvarma til raforkufram- leiðslu. Raforka sem framleidd er með þessum hætti er því nið- urgreidd og seld frá virkjun á um 2,5 földu markaðsverði. Exorka ehf. var stofnað árið 2001 af Orkuveitu Húsavíkur og þremur verkfræðistofum; VGK í Reykjavík, Útrás á Akureyri og Tækniþingi á Húsavík, með það að markmiði að nýta Kalina-tæknina við fram- leiðslu raforku. Félagið varð dótt- urfélag Geysir Green Energy þegar það var stofnað í upphafi þessa árs. Þrjú virkjanaleyfi SELJIÐ dönsk hlutabréf í staðinn fyrir að freista þess að kreista hækkun úr fyrirtækjum sem þegar hafa hækkað. Markaðurinn er fullur af skammsýnum ótta og óöryggi, segir í aðvörun frá hinum danska Sydbank. Jyske Bank er einnig með áhyggjur af ástandinu á danska verðbréfa- markaðinum að því er fram kom í Börsen í gær. Tals- maður Danske Bank taldi að heimsmarkaðurinn væri að leiðrétta sig og spáir 5% lækkun á næstu vikum. Verðbólguþrýstingi kennt um Evrópsk hlutabréf lækkuðu í gær fimmta daginn í röð og segir Bloomberg það lengsta tímabil lækkunar í þrjá mánuði. Seðlabankar eru farnir að hækka vexti víða um heim til að reyna að hemja aukinn verðbólguþrýsting og telur Vegvísir Landsbankans það líklega skýringu þeirrar al- mennu lækkana nú hafa gengið yfir hlutabréfamark- aðinn. Financial Times segir ríkisskuldabréf farin að hækka verulega og vextir á 10 ára ríkisskuldabréfum í Bandaríkjunum hafi ekki farið jafn hátt í tvö ár, eftir að þau náðu upp í 5,25% innan dagsins. Sama er að gerast með 10 ára ríkisskuldabréf í Evrópu og Japan sem hafa tekið kipp í vikunni Þess má geta að óvenju mikil velta var með skuldabréf í kauphöll OMX á Íslandi í gær en óvíst hvað veldur. Fleiri vara við breytingum á hlutabréfamörkuðum● GENGI krón- unnar styrktist um 5% í síðasta mánuði og jókst framvirk staða viðskiptavina bankanna með krónunni töluvert samfara því. Í Morgunkorni Glitnis í gær kem- ur fram að velta á gjaldeyrismarkaði hafi verið frekar lítil í maí og því hafi aukin stöðutaka ef til vill haft meiri áhrif á geng- isþróun en oft áður. Nýjar tölur Seðlabanka um gjaldeyrisjöfnuð bankastofnana sýna að framvirk gjaldeyrisstaða þeirra í lok maí var ríflega 669 milljarðar króna sem er um 5% aukning á milli mánaða, á föstu gengi. Það sem af er ári hefur lítil breyt- ing orðið á nettóstöðu bankanna í er- lendum gjaldeyri. Í lok maí nam hún 229 milljörðum króna sem jafngildir um fjórðungi af samanlögðu eigin fé bankanna. Aukin stöðu- taka í krónu ./0 ./0 !"# $%&'( )*+, -*+, 1 1 ./0  0 '%&*& !*' )*+$ )*+' 1 1 234 53 6  $'%!&! &%,"! -$+& -$+' 1 1 89 2;0 #%,*, "%,($ *+* )*+! 1 1 ./0 - ./0 !+ .%*!$ $%'&. *+* -*+& 1 1             ! "##$ "# $% & &$ # , <% ;=  > 3 & <% ; = <% ;  = ? 3  ?@8 ; 3 # > 3 & <%  ## A > 3 & <% 8 > 3 & <% >  " # <% % : #&   $   &B " # <%  " # $   <% /  <% /3 = 8 <3 <%      8( %"% <% C <% '   "   :D <% 8 > 3 & <% E=   > 3 & 3 <% E= = > 3 & <% 6F< ( <% ./0 ; 9G <% 9 G   A <% H  A <% ( )          %  !) *  >  <% &( <% +  , - &  '+"* .!+"* !+(& $*""+** "+(. "*+'* &.+'* &.+*, !*+"* $*.&+** '"+$* .,+** $"+** &*+(, $*#+,* ''+'* &+** &"+,* #+#* $.+'* $$+(, ,+*& '(+&* .+,* $+., $&+** #+(*                 !      !                  #&    9"3 ' 3#  !  & ,% -%,%,%,* -%,)%,-+ )*-%+ *%)%,)- -,%)%--- %-%+%, -%%*%, %**% %)*%,,%)- -%+%-++%++ -+%-%))  -%-%,% -,%+-+% *+%)%*  )%%   -%-)%)  -%-%*   ,I) *+I +I) -+I I)* )I *I, *I +I -*I ,I- *+I* -I I* -I ,,I I I+ I I ,)I *I ,I, *+I* +I)) -I *I I, *I+ *I- +I) -*I ,I- *I -I I) -I ,,I, I, I I) -)I I, ,)I+ -I, I H #&  ' # J  ;9 % K ; <   8(A  #& -  , -* *  --- -,  --,  -  ) -   )   *     2    #% *%% *%% *%% *%% *%% *%% *%% *%% *%% *%% *%% *%% %% *%% *%% *%% %% *%% %% %% +%-% *%% %% *%% %,% -%% %% NOVATOR telur tilboð sitt í Actav- is enn sanngjarnt og eðlilegt segir talsmaður Nova- tors þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við neitun Actavis á yfirtökutilboði Novators. Hann segir mikilvægt að fá fram þær forsendur sem stjórn Actavis leggur til grundvallar neit- uninni og væntir greinargerðar þar sem þær komi fram. Novator gerði sem kunnugt er til- boð upp á 0,98 evrur á hlut, í allt hlutafé Actavis Group í A-flokki sem er ekki þegar í eigu félaga tengdra Novator. Stjórn Actavis komst að þeirri niðurstöðu að tilboðið end- urspeglaði ekki raunverulegt virði félagsins. Er sú niðurstaða í takt við niðurstöður innlendra greining- araðila sem töldu tilboðið of lágt. Tilboði Novators hafnað Björgólfur Thor eigandi Novator. ● OMX Nordic Exchange á Íslandi hefur samþykkt að Landsbanki Ís- lands verði viðurkenndur ráðgjafi (e. Certified Adviser, CA) á First North Iceland. Í tilkynningu frá OMX segir að Landsbankinn verði þar með fyrst- ur til að fá þetta hlutverk á ís- lenska markaðnum. Þar segir að hlutverk CA felist í að vera félagi til ráðgjafar og aðstoðar þegar skráningarferli þess stendur yfir og vera ráðgjafi og milliliður í sam- skiptum við markaðinn meðan bréf félags eru til viðskipta á mark- aðnum. Segir að CA-fyrirkomulagið sé hannað til að byggja traustan markað, þar sem það sé á ábyrgð CA að fylgjast með því að félög uppfylli ávallt þær aðgangskröfur og upplýsingaskyldur sem gilda á First North. Landsbankinn við- urkenndur ráðgjafi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.