Morgunblaðið - 09.06.2007, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 09.06.2007, Qupperneq 18
Reuters Hlutabréf Fjárfestar víða um heim reyna nú að ákveða hversu mikið mark þeir eigi að taka á viðvörunum um áframhaldandi lækkanir á mörkuðum. 18 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Í HNOTSKURN »Húsnæðisliðurinn í vísitöluneysluverðs hefur vegið þyngst í mælingum á verð- bólgunni á umliðnum miss- erum. » Íbúðalánasjóður segirástæður þenslu vegna hús- næðisliðarins liggja víðar en í útlánum sjóðsins. »Erlend lán bankanna eruekki einvörðungu lán til íbúðakaupa. Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is BREYTING á hámarksláni og láns- hlutfalli Íbúðalánasjóðs, sem tók gildi 1. mars síðastliðinn, hefur ekki valdið mikilli aukningu á verðbólgu. Þetta segir í tilkynningu frá Íbúða- lánasjóði. Tilkynning sjóðsins var send út í tilefni af umræðum um efnahagsmál undanfarna daga, þar sem því hefur verið haldið fram að starfsemi og ákvarðanir Íbúðalánasjóðs séu í and- stöðu við stefnu stjórnvalda og séu „skaðvaldur á íbúðalánamarkaðin- um“. Er í þessum efnum meðal ann- ars væntanlega verið að vitna til um- mæla forsvarsmanna Samtaka atvinnulífsins fyrr í þessari viku. Þá segir í tilkynningu Íbúðalána- sjóðs að ákvörðun stjórnvalda um breytingu á hámarksláni og láns- hlutfalli sjóðsins hafi verið stjórn- valdsaðgerð en ekki framkvæmd af sjóðnum einhliða. „Öll starfsemi hans byggir á ákvæðum laga og reglugerða. Það er því ekki rétt sem haldið hefur verið fram að Íbúða- lánasjóður hafi haft ákveðna forystu í að auka verðbólgu og vinni gegn stefnu stjórnvalda,“ segir í tilkynn- ingunni. Bankarnir lána meira Fram kemur í tilkynningu Íbúða- lánasjóðs að lán bankakerfisins til heimilanna í erlendri mynt hafi auk- ist um 25,9 milljarða í febrúar og mars síðastliðnum. Jóhanna Sigurð- ardóttir félagsmálaráðherra greindi einnig frá þessu í umræðum um Íbúðalánasjóð á Alþingi í fyrradag. Segir Íbúðalánasjóður að á sama tíma, þ.e. í febrúar og mars, hafi bankarnir auk þess veitt lán með veði í íbúðarhúsnæði í íslenskum krónum að fjárhæð 8 milljarðar króna, eða samtals nærri 34 millj- arða. Hins vegar hafi heildarútlán Íbúðalánasjóðs numið 9,3 milljörð- um á framangreindu tveggja mán- aða tímabili. Þá segir að lánveitingar bankanna til heimilanna í erlendri mynt hafi numið alls um 94 milljörð- um króna í lok marsmánaðar. 14,6 milljarðar í stað 25,9 Ef lán bankakerfisins til heimil- anna í erlendri mynt eru skoðuð ein- um mánuði lengur en gert er í frétta- tilkynningu Íbúðalánasjóðs, þ.e. til loka apríl, er staðan önnur en segir í tilkynningu sjóðsins. Í ljós kemur nefnilega að lánin í erlendri mynt drógust saman um 11,2 milljarða í aprílmánuði. Á þriggja mánaða tíma- bili frá febrúar til loka apríl jukust því lán bankakerfisins til heimilanna í erlendri mynt um 14,6 milljarða. Rétt er að hafa í huga, að þegar verið er að tala um lán bankakerf- isins til heimilanna í erlendri mynt er um að ræða öll útlán bankanna í er- lendri mynd, ekki einvörðungu lán til íbúðakaupa. Lán til bifreiðakaupa eru þar til að mynda einnig talin með. Einnig skiptir máli að gengi krónunnar hefur áhrif á stöðu þess- ara lána á hverjum tíma. Íbúðalánasjóður ekki skað- valdur á íbúðalánamarkaði Erlend lán bankanna til heimilanna jukust um 14,6 milljarða frá febrúar til apríl    !  " # $               %   & '           (  # % ) *    + ,  -  ÞETTA HELST ... ● ÓVENJUMIKIL velta var með skuldabréf í kauphöll OMX á Íslandi gær. Heildarvelta dagsins var um 30 milljarðar og þar af var velta með skuldabréf rúmir 18,5 milljarðar. Velta með hlutabréf á aðallista nam tæpum 11 milljörðum. Úrvalsvísitalan hafði hækkað um 0,03% við lokun markaðar og stóð þá í 8.041 stigi. Mesta hækkunin var í bréfum Öss- urar sem hækkuðu um tæpt 1% og bréfum Teymis sem hækkuðu um 0,8%. Gengi bréfa Alfesca lækkaði mest eða um 1,6% og einnig lækkuðu bréf Icelandair Group um tæp 1,1%. Óvenju mikil velta með skuldabréf ● SAGA Capital opnaði í gær fyrsta stofnfjármarkaðinn á Íslandi, Saga Market. Markaðinum er ætlað að vera vettvangur til að nálgast upplýs- ingar um viðskipti og tilboð með hluti í Saga Capital og stofnbréf sparisjóða en þessir fjármálagern- ingar hafa ekki verið skráðir á skipu- legum verðbréfamarkaði og því er markaðurinn eingöngu ætlaður fag- fjárfestum segir í fréttatilkynningu. Saga Market setur fram strangar kröfur sem aðilar þurfa að uppfylla til að fá heimild til að setja fram tilboð. Kröfurnar er sagðar settar fram, þar sem fjárfestingum í óskráðum fjár- málagerningum fylgi ávallt meiri áhætta en í viðskiptum með skráð verðbréf. Saga Capital með stofnfjármarkað EXORKA hefur keypt leyfi fyrir þremur jarðvarmavirkjunum í Bæj- aralandi í Þýskalandi, til viðbótar við eitt leyfi sem félagið átti. Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að Exorka geti því byggt orkuver í Bæjaralandi sem samtals munu framleiða 15-25 megavött af raforku á ári. Heildarfjárfesting í þessum virkjunum gæti numið allt að 20 milljörðum króna. Markmiðið er að hefja boranir á þessu ári en allt að þriggja til fimm kílómetra dýpi er niður á vatnið. Áætlanir gera ráð fyrir að raf- orkuframleiðsla hefjist svo árið 2009. Virkjanirnar munu byggja á Kal- ina-tækninni, sem kennd er við Dr. Alexander Kalina, þar sem lághita jarðvarmi (100-150 stig á Celsíus) er nýttur til raforkuframleiðslu en Exorka hefur leyfi til sölu og nýt- ingar þessarar tækni í Evrópu. Þýska ríkisstjórnin setti, árið 2004, sérstök lög til að stuðla að nýtingu jarðvarma til raforkufram- leiðslu. Raforka sem framleidd er með þessum hætti er því nið- urgreidd og seld frá virkjun á um 2,5 földu markaðsverði. Exorka ehf. var stofnað árið 2001 af Orkuveitu Húsavíkur og þremur verkfræðistofum; VGK í Reykjavík, Útrás á Akureyri og Tækniþingi á Húsavík, með það að markmiði að nýta Kalina-tæknina við fram- leiðslu raforku. Félagið varð dótt- urfélag Geysir Green Energy þegar það var stofnað í upphafi þessa árs. Þrjú virkjanaleyfi SELJIÐ dönsk hlutabréf í staðinn fyrir að freista þess að kreista hækkun úr fyrirtækjum sem þegar hafa hækkað. Markaðurinn er fullur af skammsýnum ótta og óöryggi, segir í aðvörun frá hinum danska Sydbank. Jyske Bank er einnig með áhyggjur af ástandinu á danska verðbréfa- markaðinum að því er fram kom í Börsen í gær. Tals- maður Danske Bank taldi að heimsmarkaðurinn væri að leiðrétta sig og spáir 5% lækkun á næstu vikum. Verðbólguþrýstingi kennt um Evrópsk hlutabréf lækkuðu í gær fimmta daginn í röð og segir Bloomberg það lengsta tímabil lækkunar í þrjá mánuði. Seðlabankar eru farnir að hækka vexti víða um heim til að reyna að hemja aukinn verðbólguþrýsting og telur Vegvísir Landsbankans það líklega skýringu þeirrar al- mennu lækkana nú hafa gengið yfir hlutabréfamark- aðinn. Financial Times segir ríkisskuldabréf farin að hækka verulega og vextir á 10 ára ríkisskuldabréfum í Bandaríkjunum hafi ekki farið jafn hátt í tvö ár, eftir að þau náðu upp í 5,25% innan dagsins. Sama er að gerast með 10 ára ríkisskuldabréf í Evrópu og Japan sem hafa tekið kipp í vikunni Þess má geta að óvenju mikil velta var með skuldabréf í kauphöll OMX á Íslandi í gær en óvíst hvað veldur. Fleiri vara við breytingum á hlutabréfamörkuðum● GENGI krón- unnar styrktist um 5% í síðasta mánuði og jókst framvirk staða viðskiptavina bankanna með krónunni töluvert samfara því. Í Morgunkorni Glitnis í gær kem- ur fram að velta á gjaldeyrismarkaði hafi verið frekar lítil í maí og því hafi aukin stöðutaka ef til vill haft meiri áhrif á geng- isþróun en oft áður. Nýjar tölur Seðlabanka um gjaldeyrisjöfnuð bankastofnana sýna að framvirk gjaldeyrisstaða þeirra í lok maí var ríflega 669 milljarðar króna sem er um 5% aukning á milli mánaða, á föstu gengi. Það sem af er ári hefur lítil breyt- ing orðið á nettóstöðu bankanna í er- lendum gjaldeyri. Í lok maí nam hún 229 milljörðum króna sem jafngildir um fjórðungi af samanlögðu eigin fé bankanna. Aukin stöðu- taka í krónu ./0 ./0 !"# $%&'( )*+, -*+, 1 1 ./0  0 '%&*& !*' )*+$ )*+' 1 1 234 53 6  $'%!&! &%,"! -$+& -$+' 1 1 89 2;0 #%,*, "%,($ *+* )*+! 1 1 ./0 - ./0 !+ .%*!$ $%'&. *+* -*+& 1 1             ! "##$ "# $% & &$ # , <% ;=  > 3 & <% ; = <% ;  = ? 3  ?@8 ; 3 # > 3 & <%  ## A > 3 & <% 8 > 3 & <% >  " # <% % : #&   $   &B " # <%  " # $   <% /  <% /3 = 8 <3 <%      8( %"% <% C <% '   "   :D <% 8 > 3 & <% E=   > 3 & 3 <% E= = > 3 & <% 6F< ( <% ./0 ; 9G <% 9 G   A <% H  A <% ( )          %  !) *  >  <% &( <% +  , - &  '+"* .!+"* !+(& $*""+** "+(. "*+'* &.+'* &.+*, !*+"* $*.&+** '"+$* .,+** $"+** &*+(, $*#+,* ''+'* &+** &"+,* #+#* $.+'* $$+(, ,+*& '(+&* .+,* $+., $&+** #+(*                 !      !                  #&    9"3 ' 3#  !  & ,% -%,%,%,* -%,)%,-+ )*-%+ *%)%,)- -,%)%--- %-%+%, -%%*%, %**% %)*%,,%)- -%+%-++%++ -+%-%))  -%-%,% -,%+-+% *+%)%*  )%%   -%-)%)  -%-%*   ,I) *+I +I) -+I I)* )I *I, *I +I -*I ,I- *+I* -I I* -I ,,I I I+ I I ,)I *I ,I, *+I* +I)) -I *I I, *I+ *I- +I) -*I ,I- *I -I I) -I ,,I, I, I I) -)I I, ,)I+ -I, I H #&  ' # J  ;9 % K ; <   8(A  #& -  , -* *  --- -,  --,  -  ) -   )   *     2    #% *%% *%% *%% *%% *%% *%% *%% *%% *%% *%% *%% *%% %% *%% *%% *%% %% *%% %% %% +%-% *%% %% *%% %,% -%% %% NOVATOR telur tilboð sitt í Actav- is enn sanngjarnt og eðlilegt segir talsmaður Nova- tors þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við neitun Actavis á yfirtökutilboði Novators. Hann segir mikilvægt að fá fram þær forsendur sem stjórn Actavis leggur til grundvallar neit- uninni og væntir greinargerðar þar sem þær komi fram. Novator gerði sem kunnugt er til- boð upp á 0,98 evrur á hlut, í allt hlutafé Actavis Group í A-flokki sem er ekki þegar í eigu félaga tengdra Novator. Stjórn Actavis komst að þeirri niðurstöðu að tilboðið end- urspeglaði ekki raunverulegt virði félagsins. Er sú niðurstaða í takt við niðurstöður innlendra greining- araðila sem töldu tilboðið of lágt. Tilboði Novators hafnað Björgólfur Thor eigandi Novator. ● OMX Nordic Exchange á Íslandi hefur samþykkt að Landsbanki Ís- lands verði viðurkenndur ráðgjafi (e. Certified Adviser, CA) á First North Iceland. Í tilkynningu frá OMX segir að Landsbankinn verði þar með fyrst- ur til að fá þetta hlutverk á ís- lenska markaðnum. Þar segir að hlutverk CA felist í að vera félagi til ráðgjafar og aðstoðar þegar skráningarferli þess stendur yfir og vera ráðgjafi og milliliður í sam- skiptum við markaðinn meðan bréf félags eru til viðskipta á mark- aðnum. Segir að CA-fyrirkomulagið sé hannað til að byggja traustan markað, þar sem það sé á ábyrgð CA að fylgjast með því að félög uppfylli ávallt þær aðgangskröfur og upplýsingaskyldur sem gilda á First North. Landsbankinn við- urkenndur ráðgjafi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.