Morgunblaðið - 09.06.2007, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2007 21
ERLENT
FELLIBYLURINN Gonu fór mik-
inn á þriðjudaginn í Óman. Hann
skall á höfuðborginni Muscat með
miklu afli og að minnsta kosti 49
létust og 27 er saknað. Á miðviku-
dag voru meira en 20.000 manns
fluttir burt af heimilum sínum og til
björgunarskýla á vegum hins op-
inbera, þar sem hægt var að nálg-
ast bæði vatn og vistir.
Þegar stormurinn tók að magn-
ast hækkaði olíuverð á heimsmark-
aði, en Óman er umfangsmikill olíu-
framleiðandi. Verðið lækkaði á ný
þegar í ljós kom að stormurinn
hafði hlíft olíuvinnslustöðvum
landsins.
Herinn hefur verið kallaður út til
hreinsunaraðgerða, og starfsmenn
vopnaðir keðjusögum ryðja föllnum
trjám af götunum.
Muscat hefur verið sögð ein fal-
legasta borg Mið-Austurlanda, og
er vinsæl meðal ferðamanna, en
hvítar strendur og blómleg
pálmatré hafa mikið aðdráttarafl.
Uppbyggingarstarf
að hefjast í Muscat
AP
Tiltekt Soldáninn hefur skipað að Muscat skuli vera afbragð annarra
borga, strætin sópuð daglega og íbúar þvoi bíla sína hálfsmánaðarlega.
ROBERT Gates,
varnarmálaráð-
herra Bandaríkj-
anna, tilkynnti í
gær að hann
hefði hætt við að
tilnefna Peter
Pace aftur í emb-
ætti formanns
bandaríska her-
ráðsins. Hann
kvaðst hafa ákveðið þetta til að
komast hjá uppgjöri við þingið
vegna deilnanna um stríðið í Írak.
Gates hyggst tilnefna aðmírálinn
Michael Mullen, sem stjórnar nú að-
gerðum sjóhersins, í stað Pace sem
lætur af embætti í september.
Peter Pace var varaformaður
ráðsins þar til Donald Rumsfeld
valdi hann í formannsembættið fyr-
ir tæpum tveimur árum.
Pace víkur úr
herráðinu
Peter Pace
UTANRÍKISRÁÐHERRA Aserba-
ídsjans fagnaði í gær tillögu Rússa
um að deilan um gagnflaugaskjöld
Bandaríkjanna yrði leyst með því
að hann yrði settur upp í Aserbaíd-
sjan en ekki Póllandi og Tékklandi.
Aserar fagna
UNGI maðurinn á myndinni varð
fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu
að ferðast eftir bandarískri hrað-
braut á 80 kílómetra hraða, fastur
framan á vörubifreið.
Handföng hjólastóls mannsins
læstust í grilli vörubifreiðar við
árekstur á bensínstöð. Bílstjórinn
varð einskis var og ók af stað, en
var fljótlega stöðvaður af lögreglu.
AP
Ferðarlok Maðurinn var ómeiddur
Salíbuna
á hjólastól
YFIRVÖLD í Rússland hyggjast
hefja ný réttarhöld yfir auðkýf-
ingnum Borís Beresovskí fyrir að
hafa dregið sér fé í eigu flugfélags-
ins Aeroflot. Beresovskí er í útlegð
í London.
Saksóttur aftur
Allra ve›ra von
Vi›arvörn er ekki fla› sama og vi›arvörn. Kjörvari er
sérstaklega flróa›ur fyrir íslenska ve›ráttu flar sem
mikilvægt er a› gæ›in séu í lagi.
Nota›u vi›arvörn sem flolir íslenskt ve›urfar
Ná›u flér í n‡ja Kjörvara litakorti›
Trygg›u vi›num bestu fáanlegu vörn.
Á Íslandi er allra ve›ra von.
Útsölusta›ir Málningar: Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfir›i • Málningarbú›in
Akranesi • Byko Akranesi • Axel fiórarinsson, málarameistari, Borgarnesi • Verslunin Hamrar, Grundarfir›i
• Litabú›in Ólafsvík • Núpur byggingavöruverslun Ísafir›i • Vilhelm Gu›bjartsson, málarameistari, Hvammstanga
• Verslunin Eyri, Sau›árkróki • Byko Akureyri • Verslunin Valberg, Ólafsfir›i • Byko Rey›arfir›i • Verslunin Vík,
Neskaupsta› • Byko Selfossi • Mi›stö›in Vestmannaeyjum • Byko Keflavík • Rúnar Sig. Sigurjónsson, málarameistari,
Grindavík • Fóðurblandan á Selfossi, Hvolsvelli og Egilsstöðum
ARNALDO Ortegi, leiðtogi Batas-
una, stjórnmálaflokks baskneskra
aðskilnaðarsinna, hefur verið hand-
tekinn á Spáni. Hann hafði verið
dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir
að lofsyngja hryðjuverkastarfsemi.
Reuters
Mótmæli Félagar í Batasuna mót-
mæla handtöku leiðtoga flokksins.
Ortegi í haldi
ALBERTO Fujimori, fyrrverandi
forseti Perú, var í gær dæmdur í
stofufangelsi uns úrskurðað verður
hvort framselja eigi hann til Perú.
Hann hefur verið ákærður fyrir
spillingu og mannréttindabrot.
Í stofufangelsi