Morgunblaðið - 09.06.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.06.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2007 21 ERLENT FELLIBYLURINN Gonu fór mik- inn á þriðjudaginn í Óman. Hann skall á höfuðborginni Muscat með miklu afli og að minnsta kosti 49 létust og 27 er saknað. Á miðviku- dag voru meira en 20.000 manns fluttir burt af heimilum sínum og til björgunarskýla á vegum hins op- inbera, þar sem hægt var að nálg- ast bæði vatn og vistir. Þegar stormurinn tók að magn- ast hækkaði olíuverð á heimsmark- aði, en Óman er umfangsmikill olíu- framleiðandi. Verðið lækkaði á ný þegar í ljós kom að stormurinn hafði hlíft olíuvinnslustöðvum landsins. Herinn hefur verið kallaður út til hreinsunaraðgerða, og starfsmenn vopnaðir keðjusögum ryðja föllnum trjám af götunum. Muscat hefur verið sögð ein fal- legasta borg Mið-Austurlanda, og er vinsæl meðal ferðamanna, en hvítar strendur og blómleg pálmatré hafa mikið aðdráttarafl. Uppbyggingarstarf að hefjast í Muscat AP Tiltekt Soldáninn hefur skipað að Muscat skuli vera afbragð annarra borga, strætin sópuð daglega og íbúar þvoi bíla sína hálfsmánaðarlega. ROBERT Gates, varnarmálaráð- herra Bandaríkj- anna, tilkynnti í gær að hann hefði hætt við að tilnefna Peter Pace aftur í emb- ætti formanns bandaríska her- ráðsins. Hann kvaðst hafa ákveðið þetta til að komast hjá uppgjöri við þingið vegna deilnanna um stríðið í Írak. Gates hyggst tilnefna aðmírálinn Michael Mullen, sem stjórnar nú að- gerðum sjóhersins, í stað Pace sem lætur af embætti í september. Peter Pace var varaformaður ráðsins þar til Donald Rumsfeld valdi hann í formannsembættið fyr- ir tæpum tveimur árum. Pace víkur úr herráðinu Peter Pace UTANRÍKISRÁÐHERRA Aserba- ídsjans fagnaði í gær tillögu Rússa um að deilan um gagnflaugaskjöld Bandaríkjanna yrði leyst með því að hann yrði settur upp í Aserbaíd- sjan en ekki Póllandi og Tékklandi. Aserar fagna UNGI maðurinn á myndinni varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að ferðast eftir bandarískri hrað- braut á 80 kílómetra hraða, fastur framan á vörubifreið. Handföng hjólastóls mannsins læstust í grilli vörubifreiðar við árekstur á bensínstöð. Bílstjórinn varð einskis var og ók af stað, en var fljótlega stöðvaður af lögreglu. AP Ferðarlok Maðurinn var ómeiddur Salíbuna á hjólastól YFIRVÖLD í Rússland hyggjast hefja ný réttarhöld yfir auðkýf- ingnum Borís Beresovskí fyrir að hafa dregið sér fé í eigu flugfélags- ins Aeroflot. Beresovskí er í útlegð í London. Saksóttur aftur Allra ve›ra von Vi›arvörn er ekki fla› sama og vi›arvörn. Kjörvari er sérstaklega flróa›ur fyrir íslenska ve›ráttu flar sem mikilvægt er a› gæ›in séu í lagi. Nota›u vi›arvörn sem flolir íslenskt ve›urfar Ná›u flér í n‡ja Kjörvara litakorti› Trygg›u vi›num bestu fáanlegu vörn. Á Íslandi er allra ve›ra von. Útsölusta›ir Málningar: Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfir›i • Málningarbú›in Akranesi • Byko Akranesi • Axel fiórarinsson, málarameistari, Borgarnesi • Verslunin Hamrar, Grundarfir›i • Litabú›in Ólafsvík • Núpur byggingavöruverslun Ísafir›i • Vilhelm Gu›bjartsson, málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sau›árkróki • Byko Akureyri • Verslunin Valberg, Ólafsfir›i • Byko Rey›arfir›i • Verslunin Vík, Neskaupsta› • Byko Selfossi • Mi›stö›in Vestmannaeyjum • Byko Keflavík • Rúnar Sig. Sigurjónsson, málarameistari, Grindavík • Fóðurblandan á Selfossi, Hvolsvelli og Egilsstöðum ARNALDO Ortegi, leiðtogi Batas- una, stjórnmálaflokks baskneskra aðskilnaðarsinna, hefur verið hand- tekinn á Spáni. Hann hafði verið dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir að lofsyngja hryðjuverkastarfsemi. Reuters Mótmæli Félagar í Batasuna mót- mæla handtöku leiðtoga flokksins. Ortegi í haldi ALBERTO Fujimori, fyrrverandi forseti Perú, var í gær dæmdur í stofufangelsi uns úrskurðað verður hvort framselja eigi hann til Perú. Hann hefur verið ákærður fyrir spillingu og mannréttindabrot. Í stofufangelsi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.