Morgunblaðið - 09.06.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.06.2007, Blaðsíða 28
tíska 28 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Málmlitir eins og silfur,brons og kopar voruáberandi á tískusýning-arpöllunum í London og París fyrir sumarið,“ segir Sig- urbjörg Arnarsdóttir förðunarfræð- ingur sem farðaði fyrirsætu með nokkrum af þeim litatónum sem nú eru í tísku. „Hin svokallaða „smo- key“ förðun er alltaf vinsæl og við- eigandi en á sumrin, þegar kvöldin eru björt eins og hér á landi, er við hæfi að hún sé svolítið léttari. Gráu tónarnir í augnskuggunum henta mjög vel í aðalhlutverkið á augnlok- unum, ásamt bleikum tónum, sem eru áberandi núna á kinnar og varir. Margir málmlitu augnskugganna eru sumarlegir því sumir eru jafn- framt með gliti sem endurkastast mjög fallega í ljósi, hvort sem er dags- eða kvöldbirtu. Það sindrar því á skuggana rétt eins og málminn sem litir þeirra skírskota til. „Eftir að hafa sett grunnfarða á fyrirsætuna með léttum farða setti ég gráa augnskugga eftir augnlok- inu og undir augnhvarmana.“ Sigurbjörg segir að það sé gott að nota mjúka augnblýanta til þess að skerpa á augnumgjörðinni og dreifa síðan úr blýantinum þannig að skilin verði ekki áberandi. „Ég notaði dökkgráan blýant en gráu tónarnir eru mun léttari en svörtu augn- blýantarnir og skuggarnir sem venjulega er unnið með þegar farðað er í þessum stíl og það gerir förð- unina líka sumarlegri. Sólarpúðrið er sígilt til þess að ná fram skygg- ingu aftur í andlitið eftir að farðinn hefur verið settur á. Kinnalitur er síðan settur á kinneplin og dregin upp á kinnbeinið að hárlínunni. Kinnaliturinn gefur húðinni frísk- legan blæ sem er viðeigandi á þess- um árstíma,“ segir Sigurbjörg og brosir. Varirnar innsiglaði hún að lokum með bleikum gljáa og þar með var glæsilegt dæmi um sum- arbjart silfurtungl orðið að veru- leika. Silfurtungl um sumar- nætur Morgunblaðið/Golli Jökulhvítur Augn- skugginn frá Christian Dior nær jökulhvíta litnum vel, 005 Icy White. Bleikt Gljáandi, bleikar varir klikka ekki í sumar frekar en í fyrrasumar, gljáar frá Bourjois. Glitrandi Húðin á að skína á sumar- kvöldum. Glanspúður með perlu- áferð, nr. 53 frá Bourjois. Sumarið er lífið, þegar guli hnötturinn skín á daginn og silfurtunglið um nætur. Förðun sumarsins 2007 tekur mið af hvoru tveggja; heitum, gylltum og blíð- um litaafbrigðum sunnu kerlingar og köldum, silfr- uðum tónum karlsins í tunglinu. Bleikt og grátt Sumarlegir augnskuggar í kvöldförðun frá Bourjois, 15 Rose Peau og 14 Gris Delicat. Frísklegur Þessi kinnalitur frá Est- ée Lauder, 02 Gap Bronsée Glow, er í stauk eins og mamma átti. Augnskuggarnir nú sam- eina þó tískustraumana og sumarfjörið því margir hinna málmlitu eru með gliti sem endurkastast mjög fallega í ljósi, nú eða í dags- og kvöldbirtu. Það sindrar því á skuggana rétt eins og málminn sem litir þeirra skírskota til. Hvítt og grátt Augnblýantar leika stórt hlutverk í augnförðuninni. Þessir eru frá Yves Saint Laurent, nr. 2 sem er hvítur og nr. 10 sem er grár. Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkiaska
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.