Morgunblaðið - 09.06.2007, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 09.06.2007, Qupperneq 29
heilsa MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2007 29 * á v ið u m s já lfs ki p ta b íla H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 3.645.000 kr. KIA • Laugavegi 172 • Reykjavík • s ími 590 5700 • www.kia. is KIA Sorento – fullbúinn alvörujeppi KIA umboðið á Ís landi er í e igu HEKLU. NÚ ER RÉTTI TÍMINN TIL AÐ SKIPTA KIA Sorento með ríkulegum staðalbúnaði • hátt og lágt drif • 5 þrepa sjálfskipting • ESP stöðugleikastýring • öflug 170 hestafla dísilvél • ný og glæsileg innrétting • hraðastillir (Cruise Control)* • 16" álfelgur • þakbogar • vindskeið og þokuljós • 3.500 kg dráttargeta Keyrðu inn í sumarið á nýjum Sorento Sumarpakki Dráttarbeisli, sumar- og vetrardekk innifalin í verði Með 5 þrepa sjálfskiptingu. NÝ reglugerð hefur verið sett sem takmarkar magn þalata í leik- föngum og hlutum fyrir börn. Reglugerðin tók gildi í maí og í fréttatilkynningu frá Umhverfis- stofnun kemur fram að með reglu- gerðinni séu sett takmörk á magn þalata í leikföngum og öðrum vörum sem ætluð eru til notkunar af börnum. Þar á meðal eru hlutir sem ætlaðir eru til þess að kalla fram svefn eða slökun, stuðla að hreinlæti eða nota við mötun, þ.m.t. naghringir, snuð, túttur, smekkir, baðáhöld og mataráhöld. Takmörk- unin er tvíþætt. Annars vegar eru þrenns konar þalöt bönnuð með öllu í leikföngum og umönnunar- vörum barna. Hins vegar er tak- mörkun á öðrum þremur tegundum þalata sem ekki stafar eins augljós hætta af og nær hún aðeins yfir leikföng og umönnunarvörur sem börn geta stungið upp í sig. Gefa plasthlutum mýkt Reglugerðin tekur til fleiri hluta í umhverfi barna en áður og miðað er við hluti sem lítil börn geta stungið í munninn, sogið eða tugg- ið. Reglugerðin er hluti af sam- ræmdum aðgerðum á Evrópska efnahagssvæðinu. Þalöt eru efna- sambönd sem hafa þá eiginleika að gefa plasthlutum mýkt og er al- gengast að þau séu notuð í PVC- plast. Þalöt hafa verið notuð í efna- iðnaði síðan snemma á 20. öld og sem mýkingarefni í plast síðan fljótlega eftir að það fór að koma á markað upp úr 1950.Vitað er að viss þalöt geta dregið úr frjósemi manna og verið skaðleg ófæddum börnum í móðurkviði. Þessi efni eru talin sérstaklega hættuleg yngstu börnunum sem eiga eftir að taka út mikinn þroska. Reglugerðina auk nánari skýringa við hana er að finna á heimasíðu Umhverfisstofn- unar, www.ust.is. Morgunblaðið/G.Rúnar Takmarka á þalöt í leik- föngum Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali MEIRA en helmingur þungaðra kvenna finnur fyrir þvagleka, samkvæmt norsku Þjóðarheil- brigðisstofnuninni. Hættan er meiri hjá konum sem hafa áður eignast barn, eru of þungar eða í eldri kantinum þegar þær verða þungaðar. Í flestum tilfellum er þó ekki um mikinn þvagleka að ræða að því er norska vefritið for- skning.no greinir frá. Þvagleki bæði fyrir og eftir meðgönguna virðist færast í aukana hafi konan átt barn áður en hann tengist einnig aldri konunnar og líkamsþyngdarstuðli (BMI). Þetta er meðal niðurstaðna könnunar sem gerð var meðal 43.278 kvenna sem allar voru komn- ar 30 vikur á leið á meðgöngunni. Þvagleki bæði fyrir og eftir meðgöngu Flestar konurnar sem greindu frá þvagleka, bæði fyrir og á meðgöngu, sögðust þó verða hans varar sjaldnar en einu sinni í viku og að þá væri aðeins um nokkra dropa að ræða. Almennt jókst þvagleki hjá konunum úr því að vera hjá 26 prósent kvennanna fyrir með- gönguna og upp í 58 prósent í 30. viku á með- göngunni. Hjá frumbyrjum voru samsvarandi tölur 15 prósent og 48 prósent. Hjá konum sem höfðu fætt eitt eða fleiri börn áður var tíðni þvagleka 35 prósent fyrir þungunina og 67 prósent í 30. viku meðgöng- unnar. Algengast var að álagsaðstæður yllu þvag- lekanum, s.s. þegar konurnar hóstuðu, hnerr- uðu, hlógu, hlupu eða hoppuðu. 31 prósent þeirra sem ekki höfðu átt börn áður upplifðu þetta meðan samsvarandi tölur fyrir konur sem höfðu fætt áður voru 42 prósent. Þvagleki algengur hjá þunguðum Morgunblaðið/Arnaldur Álag Meiri líkur eru á því að kona sem hefur fætt áður upplifi þvagleka á meðgöngu en frumbyrja.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.