Morgunblaðið - 09.06.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.06.2007, Blaðsíða 30
lifun 30 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/ÞÖK Blátt Egg Skrifborðið og hillurnar eru hönnun Guðbjargar Magnúsdóttur innanhúsarkitekts. Kerlinginn og karlinn eru ættuð frá Kína. Þ ótt íbúðin hennar Mar- grétar sé í Skuggahverf- inu er óhætt að fullyrða að þar ber hvergi skugga á. Allt er hvítt, veggir, loft og gólf. Það eina skugga- lega var rigningin úti fyrir sem byrgði útsýnið sem við Margréti blasir flesta daga ársins, til Esjunn- ar og yfir Sundin blá í norðri og í suðri er Hallgrímskirkjan og hús- þökin í bænum. En hver er Margrét Kjartans- dóttir? Þeir eru ófáir sem þekkja hana sem Margréti í Míru og nú í seinni tíð sem Margréti í Mari- mekko, enda rekur hún Marimekko-verslunina á Laugavegi. Míru rak hún hins vegar í ein sjö ár og seldi þar húsgögn sem hún flutti inn frá Austurlöndum í gámavís, t.d. flutti hún inn einn gám á viku eða 52 gáma alls árið 2000. Nú handfjallar hún léttari og fínlegri hluti en hús- gögnin, hannaða og framleidda af frændum okkar Finnum. Hurðirnar þvælast ekki fyrir „Ég hef búið í Skuggahverfinu í tvö ár og er afskaplega ánægð. Lengi bjó ég í blokk Sólheimunum og líkaði vel. Síðar flutti ég í raðhús í Vatnsendalandi, rétt við Elliða- vatnið. Þar var garðurinn alveg að ganga af mér dauðri, hann var stór, gróðurinn mikill og vinnan gífurleg. Mér fannst ég vera komin hringinn þegar ég flutti hingað enda þarf ég ekki á neinni jarðtengingu að halda.“ Íbúðin er um 120 fermetrar og öll opin, nema baðherbergið. Sams kon- ar íbúðum í húsinu er skipt í þrjú herbergi, stofu og eldhús, en Mar- gét fékk Guðbjörgu Magnúsdóttur innanhússarkitekt til að hanna skipulag og innréttingar. Eldhúsið er til hægri þegar komið er inn í íbúðina og baðherbergið til vinstri og fyrir því er eina hurðin í íbúðinni fyrir utan hurðina fram á ganginn. Eldhúsið og stofan renna nánast saman í eitt og í einu horn- inu, handan við vegg, er svefn- herbergið. Hvíti liturinn ræður hér ríkjum og Margrét segir að þegar búið hafi verið að mála og ganga frá innréttingum hafi sér fundist íbúðin eins og skurðstofa. Það fær þó eng- inn þessa skurðstofutilfinningu lengur þótt ekki sé nema vegna tveggja litsterkra stóla, Eggjanna, sem danski hönnuðurinn Arne Jacobsen er hvað þekktastur fyrir. „Fyrst keypti ég rautt Egg, en svo sá ég að ég varð að fá annað blátt að auki,“ segir Margrét. Hún ákvað einnig að fá sér rautt teppi á hvítar flísarnar til að fá lit í um- Tékkneskir járnlampar Svefn- herbergið er notalegt í einfaldleika sínum. Í rauðu Margrét klæðir sig í Marimekko-skokk eins og vera ber. Kertadrengur Drengurinn með kertið er frá Prag en gluggatjöldin eru frá Marimekko. Rautt og blátt egg í hvítum Á sjöttu hæð í einu af háhýsunum í Skuggahverfinu býr Margrét Kjartansdóttir. Hún er umkringd listaverkum og fallegri hönnun. Fríða Björnsdóttir hafði á tilfinn- ingunni að hún væri komin á safn með listmunum frá öllum heimshornum þegar hún heimsótti Margréti. Mér fannst ég vera komin hringinn þegar ég flutti hingað enda þarf ég ekki á neinni jarðtengingu að halda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.