Morgunblaðið - 09.06.2007, Blaðsíða 31
hverfið, en sófinn í stofunni er líka
snakahvítur.
Flísarnar á gólfinu eru ítalskar
náttúruflísar, risastórar, en því mið-
ur heldur „erfiðar í sambúð“, að
sögn Margrétar. Þegar þær voru
komnar á gólfið varð henni ljóst
hversu gljúpar þær voru, og nánast
eins og óunninn marmari. Afleið-
ingin var sú að ekki mátti drepa nið-
ur fæti án þess að á flísunum sæist
og það sem meira var, það var nán-
ast ómögulegt að hreinsa þær.
Nú hafa flísarnar fengið með-
höndlun fagmanna í tvígang, en
þrátt fyrir það eru þær heldur erf-
iðar viðfangs.
Margrét fékk Guðbjörgu Magn-
úsdóttur til að hanna fyrir sig borð-
stofuborð og skrifborð sem hvor
tveggju eru úr dekktri eik, og sömu-
leiðis lágir skápar á veggnum sem
snýr inn í eldhúsið. Eldhúsinnrétt-
ingin og sérhannaðar bókahillur eru
hvítar, einnig hönnun Guðbjargar.
Innréttingarnar í íbúðinni voru
smíðaðar hjá Trésmiðjunni Borg
sem áður hafði smíðað innréttingar
fyrir Margréti í húsið í Vatnsenda-
landi.
Stenst ekki það sem fallegt er
Listmunirnir sem prýða heimilið
eru víða að. Á sófaborðinu stendur
skál sem Margrét féll fyrir á lista-
galleríi í Kaliforníu.
„Ég lét senda hana heim og
kostnaðurinn við það og gjöldin af
henni voru jafnhá og skálarverðið!“
Og hún bætir við: „Ég er búin að
sanka ýmsu að mér. Ég kaupi ekki
mikið, en ef ég sé eitthvað fallegt
stenst ég ekki mátið að kaupa það.“
Margrét segist vera mikið fyrir að
breyta til, skipta um og flytja, það
sé sinn lífsstíll.
Þó má sjá að minnsta kosti tvo
hluti sem hafa fylgt henni nokkuð
lengi og standa úti í suðurglugga
íbúðarinnar. Annar er bústinn spari-
grís, verk íslensks leirkerasmiðs, og
hitt er finnskur iittalaöskubakki. Í
ljós kemur að hann var gjöf frá sam-
starfsfólki Margrétar á Morgun-
blaðinu en þar vann hún á árunum
1970 til 1977. „Í þá daga voru flottir
öskubakkar iðulega gefnir við hátíð-
leg tækifæri,“ segir Margrét sem
nýtur þess nú á sólskinsdögum að
sjá geislana brotna í þykku glerinu.
Þeir sem muna eftir Míruhús-
gögnunum, þungum, efnismiklum og
dökkum, sjá ekkert sem á þau minn-
ir hjá Margréti sjálfri. Hún segir
líka að fínleikinn sé í sínu eðli og það
kemur svo sannarlega vel fram á
heimili hennar í Skuggahverfinu.
Nú er bara að bíða og sjá hvort
löngunin til að breyta til muni verða
ánægjunni með fallega íbúðina yf-
irsterkari og hún leggi upp í leit að
nýrri íbúð. Fátt bendir þó til þess.
Flott baðherbergi Indónesískur herra gefur baðherberginu skemmtilegan svip.
Allt út í eitt Góð tenging er milli eldhúss og borðstofu, sem flæða nánast út í eitt.
einfaldleika
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2007 31
Nú er stutt í að há-
lendið opnist til ferða-
laga. Þá er mikilvægt
að fólk fari varlega og
gæti að sér.
Það er auðvitað
hægt að fara sér að
voða víða í óbyggðum
en sennilega er Krossá
einna hættulegust yfir-
ferðar af ám og vötn-
um, á svæðum þar sem
mikill fjöldi fólks safn-
ast saman.
Þó hafa orðið dauða-
slys í ám bæði norðan
Hofsjökuls og í ná-
munda við Nýjadal.
Það er auðvelt að
ana út í ófærur í óbyggðum. Víkverji
átti eitt sinn ekki annarra kosta völ
en ganga með ferðafélögum sínum
til byggða í eina 18 tíma eftir gönu-
hlaup á einum bíl. Það var fyrir daga
farsíma og þegar óbyggðaferðir
voru ekki jafn algengar og nú. Á því
svæði var ekki hægt að búast við
mannaferðum dögum saman.
Þorljótsstaðir í Vesturdal í Skaga-
firði líða þeim göngumönnum aldrei
úr minni. Hlýlegt eyðibýli, þar sem
gangnamenn höfðu greinilega búið
vel um sig og kom þessu göngufólki
að góðum notum.
En pilturinn, sem fór í Krossá, er
áreiðanlega reynslunni ríkari og
kann eftir þetta ævintýri betur að
umgangast straumharðar ár.
Þótt ferðalög um óbyggðir geti
verið varasöm má það þó ekki verða
til þess að fólk kynni sér ekki þessa
landshluta. Og óbyggðir er víðar að
finna en á miðhálendi Íslands og í
námunda við það.
Þær má t.d. finna á norðan-
verðum Vestfjörðum. Þótt enn séu
mannabyggðir nyrzt á Ströndum er
þar þó hægt að upplifa andrúm
óbyggðanna.
Að koma í Ingólfsfjörð og Ófeigs-
fjörð er einstakt. Þar hefur fólk til-
einkað sér hætti farfuglanna, að
koma á vorin og fara á haustin.
Vestfirðir og Strandir eru ónumið
land fyrir ferðafólk.
Krossá er hættulegá. Það liggur við
að einhver lendi þar í
lífshættu á hverju ein-
asta ári.
Fyrir nokkrum dög-
um skall hurð nærri
hælum enn einu sinni í
Krossá, þegar skála-
vörður bjargaði 14 ára
gömlum dreng úr ánni.
Helga Garðarsdóttir
skálavörður sagði í
samtali við Morgun-
blaðið í gær um þetta
atvik:
„Hann gat ekki fót-
að sig, straumurinn
tók hann. Ég komst
niður fyrir hann (á dráttarvél, inn-
skot Mbl.) og náði honum en missti
hann einu sinni. Þá fór hann undir
traktorinn, það var frekar svaka-
legt. En þá hélt ég bara áfram
niðureftir. Í einni beygjunni náði ég
að smeygja traktornum út í þannig
að strákurinn gat gripið í dekkið. Ég
vissi að ef ég færi sjálf út í ána tæki
straumurinn mig líka. Þá fór ég út,
skorðaði mig við brettið á traktorn-
um og gat gripið í höndina á honum.
Ég notaði líkamsþyngdina til að
toga hann að mér svo hann gæti
gripið í eitthvað en hann var orðinn
ansi þreyttur og máttlaus. Svo hélt
ég honum þangað til okkur var
bjargað.“
Víkverji er ekki talsmaður fram-
kvæmda í óbyggðum og telur raun-
ar að óbyggðirnar eigi að vera erf-
iðar yfirferðar. Þar eigi hvorki að
vera vegir né brýr.
Engu að síður er mikil spurning,
hvort ekki á að grípa til aðgerða til
að draga úr hættu við Krossá. Það
er of oft, sem óhöpp henda í ánni og
fólk lendir í hættu.
Óbyggðaferðir eru skemmtilegar
en þær eiga ekki að breytast í harm-
leik. Bæði Íslendingar og útlend-
ingar hafa dáið í slíkum ferðum,
stundum vegna skorts á aðgæzlu,
stundum vegna óvæntrar atburða-
rásar, sem ekki var hægt að sjá fyr-
ir.
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is