Morgunblaðið - 09.06.2007, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2007 35
UMRÆÐAN
VENJAN er sú að nýjar rík-
isstjórnir noti fyrstu vikur og
mánuði síns valdatíma, hveiti-
brauðsdagana, til að senda út í
samfélagið skýr skila-
boð um áform sín og
helstu verkefni. Við
núverandi aðstæður í
efnahags- og atvinnu-
málum hefði mátt
ætla að mikilvægustu
og sterkustu skila-
boðin sem ríkisstjórn
Sjálfstæðisflokks og
Samfylkingar reyndi
að koma á framfæri
lytu að jafnvægisleys-
inu í efnahagsmálum
og þeim vanda sem
við blasir í hagstjórn.
Samfylkingin talaði,
a.m.k. framan af kosningabarátt-
unni, þannig að óstöðugleikinn í
efnahagsmálum væri eitt helsta
vandamál okkar þjóðarbúskapar.
Að vísu dofnaði yfir þessum mál-
flutningi Samfylkingarinnar eftir
því sem á leið og voru það kannski
einhver skýrustu skilaboðin um
hvað í vændum væri, þ.e. að Sam-
fylkingin hygðist taka við hlut-
verki Framsóknar sem samstarfs-
aðili Sjálfstæðisflokksins í
ríkisstjórn. Sú niðurstaða liggur
nú fyrir og um efnahagsmál ríkir
þögnin ein.
Undanfarin þrjú ár hefur
Vinstrihreyfingin – grænt framboð
lagt til á Alþingi að ráðist yrði í
markvissar og róttækar aðgerðir
til að endurheimta glataðan efna-
hagslegan stöðugleika. Óþarft er
að fara mörgum orðum um mik-
ilvægi þess að tekist verði á við
þetta viðfangsefni af alvöru eins
og nú háttar málum. Jafnvæg-
isleysið birtist okkur einkum í
raungengi krónunnar langt yfir
jafnvægismörkum, svimandi háum
vöxtum, miklum viðskiptahalla,
verðbólgu langt utan viðmið-
unarmarka Seðlabankans árum
saman og – það sem er þó sýnu al-
varlegast – geigvænlegri aukningu
erlendra skulda þjóðarbúsins.
Jafnvægisleysið birtist einnig í
bágri afkomu útflutnings- og sam-
keppnisgreina. Því miður eru yf-
irgnæfandi líkur á að víðar en frá
Flateyri, Bolungarvík, og öðrum
þeim stöðum sem ratað hafa í erf-
iðleika að undanförnu, berist
slæmar fréttir verði ekkert að
gert.
Engin breyting á
stóriðjustefnunni
Að stöðva frekari stóriðjufram-
kvæmdir, slá þannig á þenslu og
draga úr ruðningsáhrifunum sem
þær kynda undir, var og er, að
dómi okkar Vinstri grænna, einn
helsti lykillinn að því að end-
urheimta hér efnahagslegan stöð-
ugleika. Að ógleymdri þörfinni fyr-
ir slíkt stopp til að leggja grunn að
lámarks sátt um umhverfismál.
Ekki verður annað ráðið af for-
ystumönnum stjórn-
arflokkanna en að öll
fyrirliggjandi stór-
iðjuáform muni halda
áfram í sínum und-
irbúningsfarvegi. Það
sé ekki ætlun rík-
isstjórnarinnar að
reyna að hægja þar á
eða hafa stjórn á
framvindu mála. Helst
að það verði mögu-
leikar orkufyrirtækj-
anna til að skapa
næga orku sem ráða
því hversu hröð fram-
vinda þriggja og jafn-
vel fjögurra nýrra álvers- og stór-
virkjanaverkefna verður á næstu
árum. Ef þetta eru skilaboðin þá
þarf ekki að efast um áhrifin enda
styrktist krónan dag frá degi
fyrstu dagana eftir stjórn-
armyndun. Eftir því sem smátt og
smátt kom í ljós að nýtilkominn
áhugi Samfylkingarinnar á um-
hverfismálum var gufaður upp og
orðinn að uppgjöf gagnvart
ríkjandi stóriðjustefnu.
Ríkisstjórn í afneitun
Samandregið er einfaldast að
orða stöðuna svo: Ríkisstjórnin
virðist hafa ákveðið að senda engin
sérstök skilaboð út í þjóðfélagið
um að nú verði af alvöru tekist á
við jafnvægisleysið í efnahags-
málum. Ríkisstjórnin hefur engin
skilaboð sent til útflutnings- og
samkeppnisgreinanna um að þær
megi vænta betri rekstrarskilyrða.
Bragð er að þá barnið finnur:
Samtök atvinnulífsins marseruðu á
fund forustumanna ríkisstjórn-
arinnar mánudaginn var og sögðu
sem svo að nú gengi þetta ekki
lengur, stjórn peningamála væri
komin í sjálfheldu og atvinnulífið
þyldi ekki stundinni lengur þá
skertu samkeppnisstöðu sem há
verðbólga, svimandi háir vextir og
miklar gengissveiflur skapa.
Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar
og slæmar horfur um viðgang
þorskstofnsins á komandi árum
munu efalaust hafa einhver áhrif á
markaðinn og gengi krónunnar,
a.m.k. til skemmri tíma, eins og
þegar er farið að sjást. Niðurstaða
sjávarútvegsráðherra eða stjórn-
valda um úthlutun veiðiheimilda á
næsta ári liggur þó ekki fyrir
þannig að enn er of snemmt að
spá fyrir um afleiðingarnar til
frambúðar.
Í lok síðustu viku heimsótti
þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar
– græns framboðs norðanverða
Vestfirði og byggðarlög þar sem
orðið hafa fyrir sérstökum áföllum
að undanförnu. Hvar eru skilaboð
ríkisstjórnarinnar til þessara
svæða? Á að láta það nægja að
tveir ráðherrar séu settir á útkikk
í Reykjavík og eigi að fylgjast með
því hverju fram vindur á Flateyri?
Því miður virðist afneitunarstefnan
eða afskiptaleysis- og aðgerðaleys-
isstefnan áfram ráða ríkjum og
ríkisstjórnin glutrar niður tæki-
færinu til að senda sterk skilaboð
út í þjóðlífið um að hún sé komin
af afneitunarstiginu. Tal um sam-
ráð við aðila vinnumarkaðarins er
góðra gjalda vert en hefur lítið
vægi meðan ekkert liggur fyrir um
inntak slíks samráðs. Með vísun til
þessa er óhjákvæmilegt að lýsa
eftir afstöðu ríkisstjórnar, lýsa eft-
ir skilaboðum hennar í efnahags-
og atvinnumálum. Hver eiga þau
að verða ef einhver?
Hvar eru skilaboð ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum?
Steingrímur J. Sigfússon skrif-
ar um horfurnar í efnahags-
málum
»Ekki verður annaðráðið af forystu-
mönnum stjórnarflokk-
anna en að öll fyrirliggj-
andi stóriðjuáform muni
halda áfram í sínum
undirbúningsfarvegi.
Steingrímur J.
Sigfússon
Höfundur er formaður Vinstrihreyf-
ingarinnar – græns framboðs.
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið
MasterCard
Mundu
ferðaávísunina!
Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001
Akureyri sími: 461 1099 • Hafnarfjörður sími: 510 9500
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
27
94
5
frá 29.990 kr.*
Beint morgu
nflug
til Salzburg
Skíðaveisla
í Austurríki - Flachau - Lungau - Zell am See
22. des. – 14 daga jólaferð
5. jan. – 14 dagar
19. jan. – vika
26. jan. – vika
2. feb. – vika
9. feb. – vika
16. feb. – vika
23. feb. – vika
1. mars – vika
Frábært verð
Kr. 29.990
* Flugsæti með sköttum, fargjald A.
Netverð á mann með 10.000 kr. afsl.
Kr. 69.990
– vikuferð með hálfu fæði
Netverð á mann með 10.000 kr. afsl. Innifalið:
Flug, skattar og gisting á Skihotel Speiereck
í Lungau í tvíbýli með hálfu fæði í 7 nætur.
Vikuferð 19. janúar.
Bókaðu strax og tryggðu þér lægsta verðið og bestu gistinguna!
Frábær gisting í boði!
- Flachau, Lungau og Zell am See
Heimsferðir bjóða beint morgunflug til Salzburgar næsta vetur og
þar með tryggjum við þér aðgang að bestu skíðasvæðum Austur-
ríkis, s.s. Flachau, Lungau og Zell am See. Tryggðu þé flugsæti og
gistingu á besta verðinu og taktu þátt í skíðaveislu Heimsferða í
Austurríki næsta vetur.
Fyrstu 200 sætin
með 10.000 kr. afslætti.
Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033
Ægir Breiðfjörð, löggiltur fasteignasali
SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG
Um er að ræða sérlega bjarta og skemmtilega 5 herbergja efri hæð ásamt
sérbyggðum bílskúr á þessum rólega og góða stað miðsvæðis í Reykjavík.
Íbúðin sem er 102,4 fm að stærð er öll í mjög góðu ástandi og er mjög björt
og falleg. Mjög fallegar hvítmálaðar fulningahurðir og sérlega falleg geretti
eru í íbúðinni. Stór og góður sérbyggður bílskúr, sem er með rafmangi og
hita. V. 33,9 millj. 7855
KAMBSVEGUR 6
OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 14 OG 16