Morgunblaðið - 09.06.2007, Page 36

Morgunblaðið - 09.06.2007, Page 36
36 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Auðbjörg Guð-mundsdóttir fæddist í Brekku á Fáskrúðsfirði 8. janúar 1915. Hún lést á elli- og hjúkr- unarheimilinu Upp- sölum á Fáskrúðs- firði 1. júní síðastliðinn. For- eldrar Auðbjargar voru Guðmundur Stefánsson, f. 14. nóvember 1875, d. 9. ágúst 1952, og Guðrún Jónsdóttir, f. 29. júní 1874, d. 28. júlí 1961. Auðbjörg átti sjö systkini: 1) Halldór, f. 1904, d. 1965, 2) Sig- urjón f. 1906, d. 1931, 3) Stefán, f. 1907, d. 1978, 4) Svanhvít, f. 1909, d. 1998, 5) Sveinn, f. 1911, d. 1998, 6) Kristján, f. 1913, d. 1920 og 7) Guðni f. 1917. d. 1936. Auðbjörg giftist árið 1930 Christen Sörensen, f. 27. mars 1918. d. 2. júlí 2004. Auðbjörg og Christen eignuðust átta börn, þau eru: 1) Guðni Kristján, f. 1939, kvæntist Guð- rúnu Á. Sigmunds- dóttur, þau skildu, sambýliskona Guðna er Ingibjörg Einarsdóttur. 2) Guðmundur Sören, f. 1941, kvæntist Jóhönnu S. Sigurð- ardóttur, d. 1986. 3) Ægir, f. 1943, kvæntur Sigríði Guðmundsdóttur. 4) Eygló Nikólína, f. 1945, giftist Alberti Ólafssyni. 5) Leo Rúnar, f. 1947, kvæntur Guðrúnu Emilíu Karlsdóttur. 6) Bergsteinn Ríkarður, f. 1951, kvæntist Björk Þórðardóttir, þau skildu. 7) Agnar, f. 1952, d. 1981. 8) Kristinn, f. 1956, kvæntist Guðmundu Friðjónsdóttur, þau skildu. Afkomendur Auðbjargar og Christens eru 112. Útför Auðbjargar verður gerð frá Fáskrúðsfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku mamma. Mig langar að kveðja þig með fal- legu ljóði sem lýsir þér svo vel. Ljóð- ið er eftir Davíð Stefánsson, skáld frá Fagraskógi, sem þú hafðir mikið dálæti á. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífð- arlaus og hörð. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna. Þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum – eins og þú. Ég flyt þér móðir þakkir þúsundfaldar, og þjóðin öll má heyra kvæðið mitt, er Íslands mestu mæður verða taldar, þá mun það hljóma fagurt nafnið þitt. Blessuð sé öll þín barátta og vinna. Blessað sé hús þitt, garður feðra minna, sem geymir lengi gömul spor. Haf hjartans þakkir, blessun barna þinna, – og bráðum kemur eilíft vor. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Mínar einlægu þakkir fyrir allt. Guð geymi þig, elsku mamma mín. Þinn, Rúnar. Auðbjörg og Kristinn byrjuðu sinn búskap í Pétursborg á Fáskrúðsfirði. Kristinn var atorkumikill, sérlega laghentur og myndarlegur maður. Auðbjörg var harðdugleg, falleg og brosmild kona. Í nokkur ár bjuggu þau Stangelandhúsi eða þangað til Kristinn byggði einbýlishús í Braut- arholti. Fjölskyldan stækkaði óðum og hugurinn stefndi að stærra hús- næði svo þau festu kaup á stóru og glæsilegu húsi, Nýju-Búðum. Þar fæddist áttunda og yngsta barnið. Einu sinni var mér sagt frá því að Auðbjörg hafði eitt sinn sem oftar farið í heimsókn til tengdaforeldra sinna á Eskifirði með drengina sína sem þá voru þrír, kraftmiklir og at- hafnasamir. Drengirnir ungu lögðu galvaskir af stað frá heimili sínu að morgni í hreinum og stroknum föt- um og vel burstuðum skóm. Þeir léku sér í móum, lækjum og melum og því spennandi umhverfi sem lítið sjávarþorp hafði upp á bjóða enda ekki malbikuðum strætum og torg- um né hellulögðum gangstígum að heilsa þá eins og nú til dags. Þegar herramennirnir litlu sneru til baka að kvöldi var hárið úfið, fötin óhrein og burstuðu skórnir farnir að láta á sjá eftir ævintýri dagsins en ætíð gengu þeir til móts við nýjan dag hreinir og vel til fara. Auðbjörg hafði dálæti á lestri og einnig ljóðum og kunni hún mikið af þeim. Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi var hennar uppáhaldsskáld og vitnaði hún oft í ljóðin hans. Barna- börnin eiga góðar minningar um ömmu enda umvafði hún þau í kær- leik og hafði gaman af að segja frá þeim. Hún var alltaf boðin og búin að gæta barnabarna sinna hvort sem var í lengri eða skemmri tíma. Ekki leyndi væntumþykjan og kærleikur- inn sér í garð þeirra og var það gagn- kvæmt. Ég hef sagt að þeir sem hlýddu á skoðanir Auðbjargar um menn og málefni hafi orðið betri manneskjur á eftir. Hún talaði ávallt um fólk og skoðanir þeirra af fyllstu nærgætni og virðingu, hverjar sem þær voru. Manngæska var í fyrirrúmi hjá henni og kvaddi hún fólk iðulega með orðunum „Guð veri með þér“. Vinnu- söm var hún enda heimilið stórt og mannmargt. Það vita allir sem reynt hafa á eigin skinni að sterk bein og eljusemi þarf til að koma upp stórum barnahópi og hafði Auðbjörg þá góðu kosti svo sannarlega til brunns að bera. Síðustu árin dvaldi Auðbjörg á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Upp- sölum á Fáskrúðsfirði og naut þar góðrar umönnunar. Ég vil nota tæki- færið og færa starfsfólki dvalarheim- ilisins mínar bestu þakkir fyrir að hafa annast Auðbjörgu vel. Elsku Auðbjörg mín, margs er að minnast á stund sem þessari. Mörg minningabrot fara um hugann. Ég man alltaf þegar ég hitti þig fyrst á Fáskrúðsfirði, þá verðandi tengda- móður mína, og fann ég strax að þarna var hjartahlý kona á ferð sem lét ekki mikið yfir sér. Þegar ég kynntist þér betur var líkt og góð- mennska og hjálpsemi mætti mér í mannsmynd. Mig langar að kveðja þig með eft- irfarandi ljóði eftir Valdimar Briem. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Megi góður Guð gæta þín. Guðrún E. Karlsdóttir. Elsku amma mín. Með þessu fal- lega ljóði vil ég kveðja þig og þakka allar yndislegu samverustundirnar. Þú varst amma mín ég var stúlkan þín. Fann ég hlýja hönd hnýta ættarbönd. Hvar er höndin nú, hlýja ást og trú? Hvar er brosið hýrt, hjarta tryggt og skýrt? Allt sem er og var áfram verður þar, geymt í hugans sjóð, hverfist sorg í ljóð. Ósk mín, amma mín, er að ferðin þín heim á ljóssins lönd leysi þrauta bönd. Vertu kærust kvödd. Kallar nú sú rödd ljóss er lýtur vald. Lífsins fellur tjald. (R.S.E.) Elsku amma, ég veit að afi og Aggi frændi munu taka á móti þér með op- inn faðminn. Minningu ykkar mun ég geyma í hjarta mínu. Kolbrún Ósk Albertsdóttir. Elsku amma mín, alltaf þegar ég hugsa til þín þá man ég eftir sæta nebbanum þínum, sem ég öfundaði þig af, en þar sem minn er eins, þá bíð ég eftir að eldast. Þú sem alltaf varst svo sæt. Endar nú dagur, en nótt er nær, náð þinni lof ég segi, að þú hefur mér, Herra kær, hjálp veitt á þessum degi. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Nú ertu búin að fá hvíldina þína, elsku amma mín. Ég veit að systkini mín, þau Rut, Rakel og Guðmundur, taka vel á móti þér. Berglind Ösp Albertsdóttir. Elsku amma mín. Þó að ég ætti von á símtalinu, þá var það sárt þegar pabbi hringdi og sagði að þú værir farin. Ég veit að þú hefur verið hvíldinni fegin. Þú sagðir eitt sinn þegar við töluðum saman í síma að þú hlakkaðir til að verða eng- ill og geta þá fylgst með öllu fólkinu þínu. Undanfarna daga hef ég verið að hugsa til baka og það er svo gott að ylja sér við minningarnar um þig. Ég veit að ég var ekki auðveldasta barn í heimi en ég minnist þess ekki að þú hafir nokkurn tíma skammað mig eða verið pirruð við mig, alveg sama hvað ég tók mér fyrir hendur. Þegar ég var barn, þá fannst mér mjög skemmtilegt að fikta og tosa í nælonsokkana þína. Alltaf jafnfyndið þegar þeir smullu til baka. Þú hafðir nú engar áhyggjur að þeir myndu skemmast. Mér fannst svo notalegt að strjúka yfir mjúku kinnarnar þín- ar og ég spurði endalaust af hverju þú værir með þessar hrukkur. Þó svo ég klipi og togaði laust, þá var það í lagi. Þú komst stundum og gistir hjá okkur í Keflavík og það var svo nota- legt að hafa þig hjá okkur. Alltaf varstu til í að elda handa mér hafra- graut og hafragrauturinn þinn var sá besti. Þú varst yndisleg, amma mín, og þú hafðir mikinn húmor. Þú gast alltaf gert grín að sjálfri þér þegar þú ruglaðir mér, Kollu og Berglindi saman. Síðustu ár hefur heilsu þinni hrak- að mikið enda gengið á ýmsu. Síðasta sumar kom ég austur. Ég vissi að þú myndir sennilega ekki þekkja mig, en ég varð að kíkja á þig og fá að knúsa þig. Ég sá að þú varst orðin mjög þreytt og það var svo erfitt að kyssa þig bless. Ég veit að þú hefur verið ánægð að hitta aftur afa, Agn- ar, Júllu og alla ástvini þína, sem eru farnir. Elsku amma mín, ég veit að þú fylgist með okkur öllum og kannski smellir kossi á ennið okkar þegar við sofum. Ég elska þig, amma mín og ég á eftir að sakna þín mikið. Við hitt- umst svo aftur seinna. Jonni, Ásdís Birna og Albert Ágúst senda þér einnig knús og kossa. Þín ömmustelpa Gunnhildur Sunna Albertsdóttir. Nú ert þú búin að fá hvíldina, amma mín, 92 ára gömul. Það verður skrýtið að hitta þig ekki á Fáskrúðs- firði á Hlíðargötunni hjá mömmu og pabba eða á Dvalar- og hjúkrunar- heimilinu Uppsölum. Eftir að þú fluttist suður komst þú nú alltaf eins og farfuglarnir austur á vorin og varst nú hálfgerður vorboði hjá okkur á Fáskrúðsfirði. Alltaf tók maður eftir því þegar þú varst búin að handleika skóna okkar systkin- anna af þinni einskæru vandvirkni, nýpússaðir og gljáandi fínir. Þú bjóst nú líka stundum um rúmin okkar þegar við vorum farin í vinnu og hneykslaðist jafnframt á því að við stæðum okkur ekki í því. En oft og iðulega þegar þú gerðir eitthvað fyr- ir okkur sagðir þú okkur að segja „takk asni“ og þá áttum við að segja „takk asni“ og svo var hlegið. Elsku amma, þó þú hafir verið orð- in nokkuð gömul í árum talið kenndir þú alltaf í brjósti um „blessað gamla fólkið“ á Fáskrúðsfirði, þó það hafi jafnvel verið 10-15 árum yngra en þú. Áður en þér fannst tímabært að flytja sjálf inn á Uppsali fyrir nokkr- um árum þá fannst þér það eiginlega vera staður fyrir gamla fólkið og handavinna fyrir eldri borgara sem þar var boðið upp á var líka bara fyr- ir „blessað gamla fólkið sem þurfti á því að halda“. En þú varst alltaf boð- in og búin að heimsækja fólkið og fara með því á göngu eða gera eitt- hvað með því því það þurfti svo á því að halda. Svona varstu, alltaf að hugsa um aðra með einlægni og húmor að leiðarljósi. Ég mun nú seint gleyma því að þegar við Elli bjuggum úti í Svíþjóð varst þú nú aldrei alveg róleg yfir því. Þegar ég kom heim í jóla- og sumarfrí spurðir þú alltaf hvort það væri nokkuð gott að vera þarna. Þú talaðir alltaf eins og það væri bara hættulegt að vera þar. Eins eftir að við fluttum á Egilsstaði spurðir þú mig alltaf í hvert einasta skipti þegar ég kom til þín hvort ekki væri leið- inlegt að búa á Egilsstöðum. Fyrir þér held ég nefnilega að Fáskrúðs- fjörður hafi nú alltaf haft mesta að- dráttaraflið, enda góður staður amma, við getum alveg verið sam- mála um það. Þú talaðir oft um hversu rík þú værir að eiga að eiga börnin þín, tengdabörnin og afkomendurna alla 112 . Eins sagðir þú stundum að það væri ekkert skrýtið að fólkið þitt væri svona vel af Guði gert, það var nefnilega af því þú varst svo sæt sjálf. En einmitt þetta segir svolítið margt um þinn húmor og þegar þú varst búin að skjóta á einhvern heyrðist oftar en ekki í þér „né né né né“. Elsku amma, þessar minningar hafa hljómað í eyrum mínum síðustu daga og langaði mig þess vegna að koma þeim á blað. Ég mun alltaf vera þakklát fyrir að eiga þig að og þú skilar bestu kveðjum til afa, Agnars og Svönu systur þinnar og efast ég ekki um að það hafi orðið fagnaðar- fundir. En eins og ég hvíslaði í eyrað þitt síðast þegar ég sá þig þá þykir mér vænt um þig, elsku amma. Minning þín lifir. Kveðja, Eygló Hrönn Ægisdóttir. Það er skrýtið til þess að hugsa að eiga ekki eftir að hitta þig aftur, elsku amma. Þú hafðir svo einstak- lega hlýja og góða nærveru. Við minnumst þess hversu mikið til- hlökkunarefni var að fá þig til okkar í heimsókn yfir sumartímann á Eski- fjörð. Við töldum niður dagana og spenningurinn var mikill. Þú reynd- ist okkur alltaf vel og kenndir okkur „litlu geitunum þínum“ margt en það varstu vön að kalla okkur enda varstu gamansöm. Við urðum hins vegar hundspældar þegar Ægir frændi gerði sér ferð frá Fáskrúðs- firði til að sækja þig. Í barnslegri af- brýðisemi okkar höfðum við lítinn skilning á að þú ættir önnur barna- börn en okkur sem þú vildir heim- sækja líka. Við vildum helst ekki deila þér með neinum öðrum. Til er lítil dæmisaga sem okkur finnst lýsa þér vel en hún er um norðanvindinn og sólina er fóru í keppni um hvort yrði fljótara að ná manninum úr frakkanum. Norðan- vindurinn kvað þetta lítið mál og byrjaði að blása af ákafa og ofstopa og reyrði þá maðurinn þeim mun fastar að sér frakkann. Gafst norð- anvindurinn að lokum upp og var þá komin röðin að sólinni. Hún fór gæti- lega að manninum með hlýjum geislum sínum og birtu og fékk manninn úr frakkanum. Þannig varst þú; með nærgætni þinni, þol- inmæði og hlýju laðaðir þú fram það besta í hverri manneskju. Við kveðjum þig í bili, elsku hjart- ans amma okkar, og varðveitum fal- legar minningar um þig. Guð veri með þér. Endar nú dagur, en nótt er nær, náð þinni lof ég segi, að þú hefur mér, Herra kær, hjálp veitt á þessum degi. Verkin mín öll og vinnulag velþóknan hjá þér finni, en vonskan sú, sem vann ég í dag, veri gleymd miskunn þinni. Þó augun sofni aftur hér í þér mín sálin vaki. Guðs son, Jesús, haf gát á mér, geym mín svo ekkert saki. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Þínar Ragna, Katrín, Hildur og Alma Rún Rúnarsdætur. Elsku amma. Það er fimmtudagsnótt og síminn hringir hjá mér, það er pabbi sem er hinum megin á línunni. Hann var að hringja til að láta mig vita að þú hefð- ir verði að kveðja þennan heim. Mik- ið er þetta skrýtið, vikunni áður komst þú til mín í draumi og við átt- um saman gott samtal eins og oft áð- ur. En svo gerðist það að þú veiktist og skyndilega kvaddir þú þennan heim. Kannski voru þau að láta mig vita að handan að þinn tími væri kominn. Ég veit að afi tók opnum örmum á móti þér hinum megin, ásamt öllum hinum sem þótti vænt um þig eða þekktu þig á einhvern hátt. Þú varst frábær persóna, vildir öllum gott og varst alltaf til staðar þegar maður þurfti á þér að halda. Ég mun ávallt geyma þær minningar sem við áttum saman frá því að ég var barn og fram til dagsins í dag. Amma, mig langar að þakka þér fyrir að vera sú amma sem þú varst. Sem sagt, sú besta amma sem maður gat hugsanlega átt. Takk fyrir allt, elsku amma mín. Margrét Rut Sörensen. Auðbjörg Guðmundsdóttir ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HAFLIÐI OTTÓSSON, Aðalstræti 4, Patreksfirði, sem lést sunnudaginn 3. júní, verður jarðsunginn frá Patreksfjarðarkirkju þriðjudaginn 12. júní kl. 14.00. Ragnar Hafliðason, Áslaug Sveinbjörnsdóttir, Rafn Hafliðason, Anna Gestsdóttir, Torfey Hafliðadóttir, Ottó Hafliðason, Guðrún Hafliðadóttir, Ari Hafliðason, Guðrún Leifsdóttir, Róbert Hafliðason, Sigurósk Erlingsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.