Morgunblaðið - 09.06.2007, Page 41

Morgunblaðið - 09.06.2007, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2007 41 ✝ HólmfríðurSveinsdóttir fæddist á Brúna- stöðum í Fljótum 6. mars 1916. Hún lést á Heilbrigðisstofn- uninni Sauðárkróki 4. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Jóns- dóttir, f. 2.6. 1886, d. 1.3. 1968, og Sveinn Þórarinn Arn- grímsson, f. 19.7. 1885, d. 7.3. 1963. Systkini Hólmfríðar: Herjólfur, f. 23.6. 1911, d. 28.11. 2001, kv. Margréti Lilju Ólafs- dóttur; óskírður, f. 1.4. 1917, dó þremur dögum síðar; Jón, f. 15.6. 1919, d. 1922, Guðrún, f. 4.12. 1920, d. 1922; Jóna Sigrún, f. 11.5. Sonur þeirra er Sveinn Rúnar, verslunarstjóri, f. 5.8. 1946, kvæntur Heiðrúnu Friðriks- dóttur, læknaritara, f. 22.11. 1949. Börn þeirra eru: 1) Hólm- fríður Sveinsdóttir, doktorsnemi, f. 8.2. 1972, gift Stefáni Friðriks- syni dýralækni, f. 2.6. 1973. Börn þeirra eru Friðrik Þór, f. 11.7. 1995, Herjólfur Hrafn, f. 15.12. 2001, og Heiðrún Erla, f. 9.4. 2007. 2) Ingibjörg, hársnyrtir, f. 23.3. 1973, sambýlismaður hennar er Ingólfur Ingólfsson, f. 5.7. 1970, þjónustustjóri. Barn þeirra er Birgitta, f. 22.10. 2005. 3) Rún- ar, tölvunarfræðingur, f. 9.5. 1981, sambýliskona hans er Efemía Rún Sigurbjörnsdóttir, viðskiptafræðingur, f. 15.2. 1980. Útför Hólmfríðar fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag kl. 14:00. 1923, d. 16.4. 2000, g. Gísla Bessasyni; Jó- hanna, f. 27.1. 1925, d. 2.6. 1990, g. Kristni Steindórssyni; Þor- björg, f. 10.11. 1927, g. Kristófer Jóhann- essyni; Sigríður Jód- ís, f. 15.3. 1932, d. 11.12. 1986, g. Að- albirni Rögnvalds- syni. Á æskuheimili hennar ólust einnig upp Sigurbjörg Ingi- mundardóttir, f. 11.6. 1909, d. 29.9. 2003, og Karl S. Bjarnason, f. 31.8. 1916, nú vistmaður á Heilbrigðisstofn- uninni Sauðárkróki. Hinn 31. maí 1941 giftist Hólm- fríður Sigfúsi Svarfdal Guðmunds- syni, f. 20.3. 1911, d. 5.8. 1974. Elsku amma Fríða, okkur systkin- in langar til að kveðja þig með nokkr- um orðum í hinsta sinn. Amma var einstaklega dugleg, sjálfstæð og vönduð kona sem fyllti okkur stolti af því að eiga hana fyrir ömmu. Allt sem amma kom nálægt var gert af alúð og kostgæfni. Amma var ekki bara amma, hún var einnig okkur systk- inunum góður vinur. Hún hafði ætíð mikinn áhuga á því sem við vorum að gera og var fljót að setja sig inn í hlut- ina þegar hún þekkti ekki til þeirra. Við gátum talað um allt við ömmu, hvort heldur um okkar persónulegu mál eða atburði líðandi stundar. Stundum setti amma sig sérstaklega inn í hluti sem hún vissi að við hefðum áhuga á. Okkur er það minnisstætt þegar amma hringdi í Rúnar til að tala um Formúlu 1 kappaksturinn. Hún vildi vita hvers vegna Shúmí (Shumacher) ynni alltaf og hvers vegna þeir væru ekki á almennilegum dekkjum þannig að þeir þyrftu nú ekki alltaf að vera að skipta um dekk. Síminn var óneitanlega það tæki sem amma var óhrædd við að nota. Oftar en ekki þegar foreldrar okkar voru í hestaferðalögum var amma iðulega búin að hringja á þá bæi sem voru á leið þeirra til að spyrjast fyrir hvort sést hefði til hestamanna. Eins var það þegar við vorum á ferðalög- um jafnt innanlands sem utan. Það leið sjaldnast langur tíma áður en amma var búin að ná á okkur til að vita hvernig við hefðum það. Þetta sýnir að amma hafði alltaf hugann við fjölskylduna sína. Þegar við gengum upp stigagang- inn á Víðigrund 28 hljómuðu oftar en ekki lög úr Evróvisjón út úr íbúðinni hennar ömmu. Ömmu var gefið myndbandstæki árið 1986 og hún tók keppnina upp á myndband á hverju ári upp frá því. Hún hlustaði nær dag- lega á annaðhvort Evróvisjón eða ABBA og stillti hátt í sjónvarpinu til að heyra nú örugglega í því hvar sem hún var stödd í íbúðinni. Amma hafði mikinn áhuga á pólitík og voru ófá samtölin sem fóru í það að ræða það sem gerst hafði í stjórnmál- unum þann daginn. Nú fyrir kosning- arnar í vor hafði amma á orði að hún hefði fæðst sama ár og Framsóknar- flokkurinn var stofnaður og sagði svo í framhaldinu „ætli hann deyi ekki bara með mér“. Þessi orð sýna hversu hnyttilega amma komst að orði og sá ætíð spaugilegu hliðarnar á málun- um. Elsku amma, það verður erfitt að horfast í augu við þá staðreynd að ekki verði hægt að skreppa til þín á Víðigrundina og fá sér kók og prins en við eigum margar minningar um þig sem eiga eftir að ylja okkur um ókomna tíð. Guð geymi þig. Hólmfríður, Ingibjörg og Rúnar. Hólmfríður Sveinsdóttir-1 Við systkinin erum sannarlega þakklát fyrir að hafa fengið að kynn- ast Fríðu frænku og frétt um andlát hennar fyllti okkur óneitanlega sökn- uði og hryggð. Við vorum þeirrar gæfu aðnjótandi að eyða sumrum á Króknum hjá Fríðu frænku. Fyrir borgarbörnin var það sannkallað ævintýri að hrist- ast í rútunni norður í land og fá að dvelja í kastalanum á Suðurgötunni hjá Fríðu og Siffa. Kastalinn hennar Fríðu var bæði óvenjulegur og dul- arfullur. Það var sérstakt fyrir mal- arbúana að sitja í eldhúsinu hennar Fríðu og horfa á glæsilega hestana og hesthúsin í bakgarðinum. Í eldhúsinu var oft laumað að okkur súkkulaði, kandís og eðaldrykknum hans Siffa, Sinalcoi. Að sjálfsögðu hafði kjallar- inn mest aðdráttarafl því okkur var fyrirskipað að þangað mættum við alls ekki fara. Svenni frændi hræddi okkur með að þar væru draugar og að sjálfsögðu gleyptum við það. Jói reyndist hugdjarfastur af okkur og uppgötvaði þar læst herbergi sem eftir frekari eftirgrennslan geymdi skotfæri. Sá sannleikur var hulinn okkur systrunum þar til löngu seinna eftir að dulúðin af dularfulla herberg- inu var löngu horfin. Fríða hafði sér- stakt lag á að koma fram við okkur krakkana eins og fullorðna. Mesta upphefðin var að fá að sitja í fína rauða plusssófanum í stofunni hennar Fríðu og hlusta á frænku segja sögur af lífinu úr sveitinni og af mömmu, ömmu og afa. Á góðviðrisdögum fór Fríða með okkur gangandi upp í kirkjugarð að leiði ömmu og afa. Hún kenndi okkur að virða minningu þeirra sem á undan okkur hafa farið. Eftir að við systkinin komumst til manns var alltaf gaman að heim- sækja Fríðu á Króknum. Að sjálf- sögðu var ekki hægt að fara norður án þess að stoppa hjá Fríðu frænku. Hún var höfðingi heim að sækja. Fyrst var sest niður við kaffi, pönnu- kökur og smurt brauð. Ekki ósjaldan var koníaki eða rommi bætt við kaffið. Nokkru seinna var lambalæri skellt inn í ofninn og kvöldmatur fram- reiddur með öllu tilheyrandi. Síðan var sest inn í stofu, í gamla góða rauða plusssófann og heimsgátan leyst, að minnsta kosti rædd! Það má segja að Fríða hafi verið heimskona þrátt fyrir að hún hafi aldrei yfirgefið landhelgi okkar kæra lands. Hún skyldi mátt menntunar í okkar nútíma þjóðfélagi og oft minnt- ist þess að ef hún væri ung í dag myndi hún mennta sig. Hún saknaði mest að geta ekki talað annað tungu- mál. Hún hafði einnig á orði að það væri auðveldara að heimsækja fólkið sitt í útlöndum ef hún gæti talað ensku. Eftir að Gunna giftist útlend- ingi talaði hún bara íslensku við hann og kallaði hann „fallega manninn“. Minningar okkar af Fríðu frænku eru okkur systkinunum sérstaklega dýrmætar. Fríða var einstök frænka og svo sannarlega kenndi hún okkur margt sem seinna meir á lífleiðinni hefur reynst okkur dýrmætt. Við vottum Svenna, Heiðrúnu, Hófí, Ingi- björgu og Rúnari og þeirra fjölskyld- um okkar dýpstu samúð og vonumst til að Krókurinn muni halda áfram að vera áfangastaður á leið okkar um landið. Jóhannes, Guðrún og Kristín Kristófersbörn. Fyrir um það bil tveimur mánuðum heimsóttum við Kýrholtsbörn Gísla og Jónu, ásamt mökum okkar, Hólm- fríði móðursystur okkar á Króknum. Hún var hress að vanda, tilbúin með kaffi og meðlæti og ekki vantaði koní- akið. Fjörugar umræður urðu við eld- húsborðið um menn og málefni og stýrði Fríða umræðunum að vanda og ekki var að finna að minnið væri farið að bregðast. Stutt var í alþingiskosn- ingar og því stjórnmál rædd af kappi. Svo vel var hún að sér í ræðum þing- manna og þingsköpum að ætla mætti að hún ætti sæti á þingi. Sagðist hún gjarnan fylgjast með í sjónvarpinu og lá ekki á skoðunum sínum um ein- staka menn og flokka. Hún fór aldrei dult með pólitískar skoðanir sínar en taldi þó að ýmsu hefði hrakað síðan Ólafur Jóhannesson hvarf af þingi. Rætt var um gæðinga fyrri tíma en hún fylgdist af áhuga með hesta- mennsku fjölskyldunnar þótt ekki stundaði hún útreiðar að marki. Rifj- aði hún upp sögur af eftirminnilegum hestum og kostum þeirra. Hún gat þess líka að hún hefði augastað á her- bergi á dvalarheimilinu en vonaðist þó til þess að þurfa ekki að fara að heiman. Þessi síðasta heimsókn til Fríðu frænku er okkur öllum kær og góð minning. Ég bjó á Suðurgötunni á mínum gagnfræðaskólaárum hjá þeim heið- urshjónum Fríðu og Sigfúsi. Þá voru þar einnig Sveinn sonur þeirra og Guðrún móðuramma. Við spiluðum vist flest kvöld en Guðrún amma var mikil spilamanneskja og nokkuð taps- ár en gat þess ætíð þegar spila- mennsku lauk að allir væru jafnir þegar upp væri staðið. Fríða tók líka þátt í spilamennskunni og þarna skemmtu þrjá kynslóðir sér fyrir daga sjónvarpsins. Fríða annaðist móður sína af natni og alúð síðustu æviár hennar. Aldrei var farið í kaupstaðaferð frá Kýrholti á Krókinn án þess að koma við á Suðurgötunni og þiggja veiting- ar og þá voru sagðar fréttir úr sveit- inni og í minningunni var Fríða gjarnan í sporum spyrilsins. Sumt þótti henni vitlaust en annað betra og duldist engum hugur hennar til mál- efnisins þegar umræðu lauk en hún var gestrisin og góð heim að sækja. Hún var sannur Skagfirðingur, trú sinni heimabyggð. Fríða var létt á fæti, glaðleg, björt yfirlitum og bauð af sér þokka sem flestum líkaði. Hún gat verið býsna stíf á meiningu sinni og tók oft lítt undir skoðanir annarra ef þær fylgdu ekki hennar. Flestir voru samt sáttir þegar kvatt var og höfðu jafnvel snú- ist á hennar band. Ég og fjölskylda mín vottum Sveini, Heiðrúnu og fjöl- skyldu þeirra samúð okkar og kveðj- um mæta konu. Bessi Gíslason. Þegar sumarið var loksins komið eftir kalt vorið kvaddi Hólmfríður Sveinsdóttir okkur. Hún er áreiðan- lega fegin að hafa ekki þurft að heyja langa baráttu sem hvort eð er hlaut að fara á einn veg. Hún hefði ekki vilj- að vera ósjálfbjarga og upp á aðra komin. Það var ekki hennar háttur. Við sem áttum því láni að fagna að vinna með Fríðu, eins og hún var jafnan kölluð, á bæjarskrifstofunni á Króknum áttum í henni tryggan vin. Og sú vinátta stóð allt þar til Fríða lést þótt nú séu 20 ár liðin frá því hún hætti að sjá þar um kaffi og ræst- ingar. Við sem þar unnum vorum fólkið hennar eins og hún orðaði það. Það fór svo sem ekki mikið fyrir henni Fríðu en hún var hrein og bein og sagði það sem henni bjó í brjósti, hver sem í hlut átti. Hún sagði okkur samstarfsfólkinu umbúðalaust ef henni fannst að hlutirnir væru ekki í lagi eða hún taldi að eitthvað mætti betur fara. Hún gerði það á þann ljúfa hátt að það var ekki hægt annað en að taka tillit til sjónarmiða hennar. Framsóknarflokkurinn var flokkur- inn hennar hvernig sem allt veltist en það breytti engu um trúmennsku hennar gagnvart þeim sem við stjórn- völinn voru hjá bænum þá og þá. Henni varð aldrei orða vant og það var skemmtilegt bæði að spjalla við hana og eins að heyra hana segja frá. Eiginlega var hún eins og fóstra okkar. Og eftir að hún lét af störfum fylgdist hún áfram grannt með hvernig okkur farnaðist enda vel ern fram á síðustu stundu. Á níutíu ára af- mælinu bauð hún til veglegrar afmæl- isveislu heima hjá Sveini syni sínum. Þar lék hún á als oddi enda fólkið hennar mætt. Þegar hist var á förnum vegi var ætíð spurt um fyrrum samstarfsfólk og svo fylgdi faðmlag og koss á kinn. Það er með söknuði sem við kveðj- um Fríðu okkar en líka ómældu þakk- læti. Það er dýrmætt að hafa eignast vináttu hennar. Við sendum Sveini syni hennar og öðrum ástvinum samúðarkveðjur og Fríðu fylgja hlýjar hugsanir á þeirri vegferð sem hún hefur lagt í. Samstarfsfólk á bæjarskrif- stofunni á Króknum. Hólmfríður Sveinsdóttir ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og dóttur, PÁLÍNU MARGRÉTAR REYNISDÓTTUR, Höskuldarvöllum 4, Grindavík, sérstakar þakkir til þeirra sem komu að umönnun í veikindum hennar. Guðmundur Jónsson, Reynir Ólafur Þráinsson, Ásrún Helga Kristinsdóttir, Lilja Guðmundsdóttir, Teitur Guðmundsson, Jón Guðmundsson, Steinunn Árnadóttir, Sigurlilja Þórólfsdóttir, og barnabörn. ✝ Okkar elskulegi, ÓSKAR HELGASON, Lindasíðu 4, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 7. júní. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 15. júní kl. 10.30 Helga Björnsdóttir, börn og fjölskyldur. En okkur var sjálfsagt ætlað að ná saman aftur, fyrir um það bil 7 árum fór hún að vinna hjá mér, í hlutastarfi með mörgum öðrum störfum sem hún sinnti. Hún var dugleg í vinnu og samviskusöm, enda eftirsóttur starfskraftur, alltaf var húmorinn til staðar, sem var hárbeittur og ná- kvæmur. Tilsvör voru þannig að menn gripu andann á lofti af hlátri, og enginn átti inni hjá henni. Hún var lít- ið fyrir breytingar á vinnustað, vildi hafa hlutina eins og venja var, borðið á réttum stað og tól og tæki líka, ef ekki þá var allt ómögulegt, hún neit- aði alfarið að læra á ný tæki og að- ferðir en lét þó tilleiðast um síðir. Föstudagskvöldin voru frátekin með Huldu undanfarin ár, Idol-kvöld og svo síðasta vetur X-factor, þetta voru ógleymanleg kvöld. Það var mannbætandi að vera í hennar návist, hún var alltaf glöð og gáskafull, oft hafði hún nú orð á því að óþarfi væri að bjóða sér í mat, en lét samt oftast tilleiðast. Mikill fagurkeri var hún, fallegra heimili kom maður ekki inn á. Að lokum vil ég þakka þér kæra vinkona fyrir góðar stundir, bæði í leik og starfi. Ég bið góðan Guð að styrkja syni þína, móður og systkini svo og aðra aðstandendur í þessari miklu sorg. Hvíldu í friði. Ingunn Guðmundsdóttir. Í dag kveðjum við vinkonu okkar Huldu Brynjólfs, þá miklu sómakonu sem hefur á ekki langri ævi þurft að upplifa erfiða tíma. Hún lést langt um aldur fram eftir erfið veikindi. Við sem nágrannar Huldu í rúma tvo ára- tugi viljum minnast hennar með nokkrum orðum. Hjónin Hulda og Fróði heitinn eiginmaður hennar byggðu glæsilegt einbýlishús í Gras- haganum á sínum tíma sem var upp- hafið að okkar góðu kynnum. Þau voru sérstaklega duglegt ungt par, sem lögðu sig fram um að gera heim- ilið fallegt og aðlaðandi. Þau voru af- skaplega góðir nágrannar, hjálplegir og tilbúin til aðstoðar ef með þurfti. Þau voru mjög virkir þátttakendur í götusamfélaginu og lögðu metnað sinn í að allt færi vel fram. Það var því okkur öllum mikið áfall þegar Fróði heitinn lést fyrir tólf árum síðan, frá eiginkonu og tveimur ungum sonum þeirra. Huldu blessaðri og drengjun- um varð það afar erfitt og sorglegt að missa Fróða á þessum tíma. En hún Hulda, þessi dugnaðarkona hélt áfram ásamt drengjunum að lifa líf- inu og bjarga sér fram á veginn. Hún jók við sig vinnu og var ósérhlífin. Hún var staðráðin í að takast á við líf- ið sem hún og gerði. Hulda flutti úr Grashaganum og eignaðist fallega íbúð í blokk þar sem vel fór um hana. Það var sama hvort heimilið var, yf- irbragðið var hið sama. Hulda var einstaklega snyrtileg kona, það var alveg sama á kvaða tíma komið var í heimsókn, alltaf var hún að þrífa eða viðra. Þá dáðist maður að hennar stíl innanhúss, hún átti glæsilega hluti og falleg húsgögn sem hún raðaði saman og stillti upp af einstakri smekkvísi. Við minnumst þess þegar Hulda bað Fróða að breyta einhverju eða færa til hluti, þá sagði Fróði, nú hefur hún fengið einhverja flugu í höfuðið. Hann var henni góður, hjálplegur og alltaf tilbúin að laga. Hulda var afar sjálfstæð og mikil heimskona með innbyggða þekkingu á fallegum hlut- um sem heimilin hennar nutu góðs af. Við fjölskyldan á Grashaga 17 þökk- um Huldu og Fróða fyrir einstaklega góð kynni og góðar samverustundir og ekki hvað síst synir okkar hugsa til þessara góðu nágranna með hlýju og söknuði. Elsku Hulda, nú ert þú komin til hans Fróða þíns eins og þú talaðir stundum um, hann mun taka vel á móti þér. Við vottum drengjunum Bent og Kalla og fjölskyldum þeirra, aldraðri móður Huldu og systkinum, tengda- móður og öðrum aðstandendum inni- lega samúð og biðjum góðan Guð að styrkja ykkur á erfiðum tímum. Minningin um góða konu mun lifa. Hólmfríður og Björn Ingi.  Fleiri minningargreinar um Huldu Brynjólfsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dög- um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.