Morgunblaðið - 09.06.2007, Side 44
44 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Nú er komið eitt ár
síðan þú fórst frá okk-
ur heim til Drottins,
Haukur minn. Við
vorum búin að gera
með okkur samkomulag um að þeg-
ar þú værir búinn að ná tökum á
veikindum þínum og búinn að vera
edrú í eitt á yrði slegið upp veislu.
Og það yrði keypt Liverpool-kaka
hjá Jóa Fel. Þú baðst sérstaklega
um að hún yrði keypt hjá honum af
því að þú hafðir heyrt að hann héldi
með Manchester. Og þér fannst svo
fyndið að láta hann gera kökuna.
Núna ertu búinn að vera edrú í eitt
ár en það verður engin Liverpool-
kaka. En í staðinn færðu þetta ynd-
islega ljóð sem hún Ásdís var svo
góð að tileinka þér. Svona var lífið
þitt síðustu fimm árin þín. Dimmir
dalir en þú reyndir að ganga mót
sólu að nýju. Alltaf styttust sólar-
dagarnir þínir og dimmu dögunum
fjölgaði. Síðustu tvö árin þín voru
góðu dagarnir afar fáir og engin
lausn á þínum veikindum sjáanleg.
Lausnin og lækningin er til en þú
fékkst ekki aðgengi að þeirri hjálp
sem þú þurftir.
Við fjölskyldan þín erum í svo
miklum sárum og söknuðurinn eftir
þér nánast óbærilegur. Á hverjum
degi tölum við um þig, tölum um
góðu tímana, húmorinn þinn sem
var alveg einstakur. Og þegar þú og
Halli vinur þinn komuð saman var
grátið úr hlátri allan tímann. Vit-
leysan sem valt upp úr ykkur var
alveg óborganlega fyndin. Svo
hringdi Halli í mig um daginn.
Hann var að fara í draumaferðina
sem þið vinirnir ætluðuð að fara
saman. Á Liverpool-leik. Hann
Haukur Freyr
Ágústsson
✝ Haukur FreyrÁgústsson
fæddist á Sjúkra-
húsinu á Hvamms-
tanga 5. febrúar
1982. Hann lést 9.
júní 2006 og var
jarðsunginn frá
Grafarvogskirkju
15. júní.
saknar þín ekkert
minna en við hin.
Á 25 ára afmælis-
daginn þinn, hinn 5.
febrúar síðastliðinn,
hringdu nokkrir vinir
þínir í mig. Það var
yndislegt að þeir
skyldu gera það, en
samt svo sárt. Við
höfum verið að fara í
gegnum gamlar
myndir af þér og er-
um byrjuð að púsla
saman myndaalbúmi.
Góðar minningar
streyma fram og bara við það að
horfa á sjónvarpið vakna minning-
ar. Eins og þegar alheimsfegurð-
ardrottningin okkar datt í fyrra.
Það var síðasta hláturskastið okkar
saman. Hláturinn þinn var svo
smitandi að oft hlógum við meira að
hlátrinum og tilburðunum þínum
við að lýsa atvikum en atvikinu
sjálfu. Sem betur fer er til dvd af
þér sem var tekið tæpu ári áður en
þú lést. Þar getum við heyrt hlát-
urinn þinn og röddina þína.
Oft spurðir þú okkur að því
hvernig við gætum staðið í þessari
baráttu fyrir þig. Þú gast það ekki
sjálfur svo við gerðum það fyrir þig.
Að horfa á þig svona veikan var
eins og Hrafnhildur uppáhalds
frænkan þín lýsti svo vel. Það var
eins og að horfa á þig drukkna. Við
syntum að þér og héldum þér uppi
þar til við öll örmögnuðumst. Lét-
um þig hafa björgunarhringi sem
þú gast vegna veikinda þinna ekki
nýtt þér og sumir voru hreinlega
teknir af þér.
Við göngum svo sporlétt um fallega grund
og gleðjumst við sólskin og hlýju.
Er dimmir í dalnum við hikum um stund.
en göngum mót sólu að nýju.
Þótt vegferðin langa sé þyrnum stráð,
það mæðir og blæs, þú ert hokinn.
Þá gleymd aldrei því sem var lofað og spáð,
að Drottinn þig sækir við lokin.
(Ásdís. Sig.)
Við elskum þig.
Mamma og Hannes pabbi.
Til himins upp hann afi fór,
en ekkert þar hann sér.
Því gleraugunum gleymdi hann
í glugganum hjá mér.
Þetta ljóð fórst þú oft með fyrir
mig þegar ég var lítil, og það svo fal-
lega. Samt var mér illa við það því að
í ljóðinu dó afi stelpunnar, sem var
eitthvað sem ég varð dauðhrædd við
og leyfði mér sem minnst að hugsa
um því að tilhugsunin var óbærileg.
Því að góður afi eins og þú mátti
ekki deyja, þú áttir bara alltaf að
vera hjá mér og passa mig segja mér
sögur, syngja, strjúka mér á vang-
ann með hrjúfu hendinni þinni, taka
í nefið, hrjóta og taka utan um mig,
því að það var ekki öruggari staður
til í heiminum en í faðminum þínum.
Frá því að ég var lítil fór ég oft inn í
svefnherbergið þitt, fór að rúminu
þínu, dustaði úr því neftóbakið og
fór að sofa. Þér fylgdi alltaf svo mikil
öryggistilfinning. Þú varst mér allt,
hlý rödd þegar mig vantaði ró, faðir
Eyjólfur Valgeirsson
✝ Eyjólfur Val-geirsson fæddist
í Norðurfirði í
Strandasýslu 12.
apríl 1914. Hann
lést á Hrafnistu í
Reykjavík 13. októ-
ber síðastliðinn og
var hann jarðsung-
inn frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík 20.
október.
Aska hans verður
jarðsett í Árnes-
kirkjugarði í dag
eftir stutta athöfn
sem hefst klukkan 14.
minn þegar ég átti
engan, skjól þegar
mig vantaði það. Hjá
þér átti ég öruggt af-
drep og það var alltaf
þannig, sama hvað ég
varð gömul, þú vildir
alltaf reyna að hjálpa
mér og vernda mig, og
það gerðir þú.
Núna eftir að þú ert
farinn leyfi ég mér
stundum að líða í hug-
anum aftur til yndis-
legu stundanna heima
á Krossnesi þegar ég
var lítil og ég fékk að fara með afa
mínum út um allt í fjárhúsunum, þú
gerðir fyrir mig hrífu og ég lék mér
með sprellikarlinn sem þú bjóst til.
Minningarnar eru svo margar og
yndislegar, þú gafst mér svo mikla
ást, þú varst svo yndislegur maður
og ég fékk líka að eiga þig að lengi,
kannski of lengi, ég veit að þú varst
orðinn þeyttur. Ég er samt svo
þakklát fyrir það að þú kynntist
manninum mínum, Jóhanni Pétri, og
að þú hittir Eyjólf son minn nokkr-
um sinnum. Ég á eftir að segja hon-
um svo margt um þig, og ég hlakka
svo til.
Jæja, elsku afi minn, sofðu rótt,
hvíldu þig vel, þú átt það skilið, ég
bið að heilsa ömmu.
Og reistu stóra stigann upp
og styð við himininn.
Svo geng ég upp með gleraugun,
sem gleymdi hann afi minn.
(Þýð. Sig. Júl. Jóhannesson)
Sjáumst seinna, elsku afi minn.
Þín afastelpa
Sigurbjörg.
Sigurbjörn Þorkelsson
leiðir guðsþjónustuna
í Laugarneskirkju
MESSUR Laugarneskirkju eru á
sunnudagskvöldum kl. 20 í sumar
eða fram að sumarleyfi starfs-
fólks safnaðarins.
Á morgun, sunnudaginn 10. júní
kl. 20, mun Sigurbjörn Þorkels-
son, framkvæmdastjóri og með-
hjálpari Laugarneskirkju, halda
utan um guðsþjónustuna, predika
og leiða í bæn. Fulltrúar lesara-
hóps kirkjunnar sjá um að flytja
ritningarlestra dagsins. Gunnar
Gunnarsson leikur á orgelið og
kór Laugarneskirkju leiðir kröft-
ugan almennan safnaðarsöng.
Að guðsþjónustunni lokinni
býður Gunnhildur Einarsdóttir
kirkjuvörður upp á hressingu í
safnaðarheimilinu þar sem gott er
að spjalla saman og njóta sam-
félags. Allir velkomnir í Laugar-
neskirkju á fögru sumarkvöldi.
Listamessa á
menningarhátíð
Seltjarnarness
LISTAMESSA verður í Seltjarn-
arneskirkju kl. 11 á morgun.
Leiklistarfélag Seltjarnarness og
Snúður og Snælda ásamt Sr. Örnu
Grétarsdóttur flytja gjörninginn
Lífshlaupið undir handleiðslu
Bjarna Ingvarssonar leikstjóra.
Tónlistina við gjörninginn semur
Guðni Franzson. Gjörningurinn er
ígildi predikunar þar sem hinu
hefðbundna predikunarformi er
gefinn nýr blær og hið talaða orð
og leikræn tjáning kallast á.
Monika Abendroth mun leika af
sinni alkunnu snilld á hörpuna og
kammerkór Seltjarnarneskirkju
sér um sönglistina að venju.
Organisti er Pavel Manasek. Heitt
kaffi á könnunni eftir messuna.
Verið hjartanlega velkomin.
Kraftaverk og bæn
í Fríkirkjunni
ÞEMAGUÐSÞJÓNUSTA kl. 20.
Guðfræðineminn og kirkjuvörð-
urinn Nanda María mun hugleiða
um þessi áleitnu efni í formi vitn-
isburðar. Aðalheiður Þorsteins-
dóttir og Erla Berglind Einars-
dóttir leiða okkur áfram í tónlist-
inni. Hirðir safnaðarins, Hjörtur
Magni Jóhannsson, leiðir guðs-
þjónustuna.
Fjölskylduguðsþjón-
usta í Árbæjarkirkju
SUNNUDAGINN 10. júní er fjöl-
skylduguðsþjónusta kl. 11. Annan
sunnudag hvers mánaðar ársins
er boðið upp á þetta form guðs-
þjónustunnar í Árbæjarkirkju. Í
fjölskylduguðsþjónustunni er leit-
ast við að hafa léttleika í bland
við hátíðleikann. Falleg og
skemmtileg lög verða sungin og
hlýtt er á biblíusögur og farið í
leiki. Viljum við hvetja unga sem
og aldna til að koma og eiga
stundarkorn í kirkjunni þennan
sunnudagsmorgun. Veitingar á
eftir.
Göngum með
Óháða söfnuðinum
GÖNGUGUÐSÞJÓNUSTAN verð-
ur laugardaginn 9. júní kl. 9. Far-
ið verður í langreið að lokinni
guðsþjónustu norður á Hestsháls -
genginn hálsinn á milli Skorra-
dals og Lundarreykjadals. Sund
og sauna í Borgarnesi og át í Mót-
el Venusi, þar sem lagið verður
tekið og stiginn dans. Mæting í
gönguskóm og galla til kirkju.
Lesmessa sunnudaginn 10. júní kl.
11.
Kirkjukór frá
Örgryte í
Akureyrarkirkju
BLANDAÐUR kór með 25 kór-
félögum koma til með að syngja í
Akureyrarkirkju, þann 11.júní kl
20. Efniskráin samanstendur af
verkum eftir J.S.Bach og
A.Söderman. Alexandra Pilakour-
is leikur á orgelið einleiksverk.
Stjórnandi kórsins er Erlan Hil-
dén.
Einkar glæsilegir tónleikar hér
á ferð. Aðgangur ókeypis!
ÁRBÆJARKIRKJA: | Sunnudaginn 10.
júní er fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.
Annan sunnudag hvers mánaðar er boðið
upp á fjölskyldusamveru í kirkjunni. Létt
og grípandi lög í bland við biblíusögur og
fræðslu. Eftir stundina í kirkjunni er boð-
ið upp á kaffi og ávaxtasafa og kirkjukex.
Láttu sjá þig.
ÁSKIRKJA: | Messa kl. 11. Prestur séra
María Ágústsdóttir héraðsprestur. Kór Ás-
kirkju syngur, organisti Friðrik Vignir Stef-
ánsson. Athugið messutímann kl. 11 yfir
sumarmánuðina. Sóknarprestur.
ÁSKIRKJA: | Guðsþjónusta kl. 11. Prest-
ur séra Hans Markús Hafsteinsson hér-
aðsprestur. Kór Áskirkju syngur, organisti
Friðrik Vignir Stefánsson. Athugið að
messutími sumarsins er kl. 11. Sóknar-
prestur.
BESSASTAÐAKIRKJA: | Kvöldguðsþjón-
usta kl. 20. Álftaneskórinn leiðir almenn-
an safnaðarsöng. Sungnir verða Taizé-
sálmar. Organisti Bjartur Logi Guðnason.
Sr. Friðrik J. Hjartar þjónar. Allir hjartan-
lega velkomnir.
BREIÐHOLTSKIRKJA: | Messa kl. 11.
Prestur sr. Gísli Jónasson. Organisti
Magnús Ragnarsson.
BÚSTAÐAKIRKJA: | Guðsþjónusta sunnu-
daginn 10. júní klukkan 11.
Organisti: Renata Ivan. Kór Bústaðakirkju
syngur. Molasopi eftir messu. Pálmi
Matthíasson.
DÓMKIRKJAN: | Sunnudag 10. júní kl.
11: messa, sr. Hjálmar Jónsson predikar.
Dómkórinn syngur, Marteinn Friðriksson
leikur á orgel.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA: | Helgistund kl.
20 sunnudagskvöldið 10. júní. Hugleið-
ing og umsjón með helgistundinni: Sigríð-
ur Rún Tryggvadóttir, æskulýðsfulltrúi
Fella- og Hólakirkju. Félagar úr kór kirkj-
unnar leiða almennan safnaðarsöng und-
ir stjórn Lenku Mátéovu kantors. Verið öll
innilega velkomin.
FÍLADELFÍA: | English service at 12.30
pm. Entrance main door. Everyone wel-
come.
Almenn samkoma kl 16.30. Ræðum.
Vörður Leví Traustason. Barnablessun og
skírn. Gospelkór Fíladelfíu leiðir söng.
ATH! Barnakirkja, hefst 26. ágúst. Allir
velkomnir. Bein úts. á Lindinni og www.-
gospel.is. Samkoma á Omega kl. 20.
FRÍKIRKJAN í Reykjavík: | Kvöldguðs-
þjónusta kl. 20. Þema kvöldsins er
tengsl kraftaverka og bænar. Guð-
fræðineminn og kirkjuvörðurinn Nanda
María hugleiðir, Aðalheiður og Erla leiða
almennan safnaðarsöng, og Hjörtur
Magni Jóhannsson Fríkirkjuprestur leiðir
guðsþjónustuna.
FRÍKIRKJAN KEFAS | Grillveisla kl. 17.
Almenn samkoma kl. 20. Hreimur H.
Garðarsson predikar. Lofgjörð, fyrirbænir
í lok samkomu og kaffisala að henni lok-
inni. Allir velkomnir.
GRAFARVOGSKIRKJA: | Guðsþjónusta
kl. 11. Séra Bjarni Þór Bjarnason predik-
ar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogs-
kirkju syngur. Organisti: Lenka Mátéová.
GRENSÁSKIRKJA: | Sunnudagur 10. júní.
Guðsþjónusta kl. 11. Samskot til Hjálpar-
starfs kirkjunnar. Kirkjukór Grensáskirkju
syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson.
Prestur sr. Ólafur Jóhannsson. Molasopi
að lokinni guðsþjónustu.
GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: |
Guðsþjónusta kl. 14. Guðlaug Péturs-
dóttir og Hrafnhildur Faulk syngja. Organ-
isti Kjartan Ólafsson. Sr. Ingiberg J.
Hannesson messar. Félag fyrrum þjón-
andi presta.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Morgun-
söngur kl.11. Prestur sr.Yrsa Þórðar-
dóttir. Organisti Guðmundur Sigurðsson
HALLGRÍMSKIRKJA: | Laugard.: Upphaf
orgelsumars í Hallgrímskirkju. Hádegis-
tónleikar kl. 12. Bo Grönbech frá Dan-
mörku. Sunnud.: Messa kl. 11. Sr. Birgir
Ásgeirsson predikar og þjónar fyrir altari.
Félagar úr Mótettukór syngja. Organisti
Björn Steinar Sólbergsson. Orgeltón-
leikar kl. 20. Bo Grönbech frá Danmörku
leikur.
HÁTEIGSKIRKJA: | Messa kl. 11. Organ-
isti Douglas Brotchie. Sr. Helga Soffía
Konráðsdóttir.
Heilsustofnun NLFÍ | Guðsþjónusta kl.
11.
HJALLAKIRKJA: | Guðsþjónusta kl. 11.
Sr. Sigfús Kristjánsson þjónar. Félagar úr
kór kirkjunnar syngja og leiða safnaðar-
söng. Kristján Helgason syngur einsöng.
Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Við
minnum á bæna- og kyrrðarstund á
þriðjudag kl. 18 (sjá einnig á www.hjalla-
kirkja.is).
HJALTASTAÐARKIRKJA | Sunnudagur 10.
júní. Guðsþjónusta kl. 14. Allir velkomnir.
Jóhanna I. Sigmarsdóttir. sóknarprestur
HJÁLPRÆÐISHERINN: | Samkoma
sunnudag kl. 20. Ræðumaður: Ken
Locke frá Hjálpræðishernum í Bandaríkj-
unum. Opið hús daglega kl. 16-18 nema
mánudaga. Ath. fimmtudag 14. júní verð-
ur tónlistarkvöld í Akraneskirkju kl. 20,
engin samkoma hjá Hernum í Reykjavík.
HÓLADÓMKIRKJAN |Messa sunnudag
10. júní kl. 11. Prestur sr. Sigríður Gunn-
arsdóttir. Organisti Rögnvaldur Valbergs-
son. Forsöngvari Jóhann Már Jóhanns-
son. Kvöldbænir kl. 18 mánudaga til
laugardaga. Í sumar er kirkjan opin frá
10-18.
ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: | Samkoma
kl. 20 með mikilli lofgjörð og fyrirbænum.
Edda Matthíasdóttir Swan predikar. Sam-
koma á Eyjólfsstöðum á Héraði kl. 20.
www.kristur.is.
KEFLAVÍKURKIRKJA: | Sunnudaginn 10.
júní kl. 20 er kvöldmessa í kapellunni í
Keflavíkurkirkju. Organisti er Hákon Leifs-
son og prestur er sr. Skúli S. Ólafsson.
Dreifirit kirkjunnar er komið í öll hús í
Keflavíkursókn en þar er að finna sumar-
dagskrána í kirkjunni. Hana má einnig
finna á www.keflavikurkirkja.is.
KFUM og KFUK: | Samkoma í húsi KFUM
og KFUK á Holtavegi 28 kl 20. Ræðu-
maður er sr. Frank M. Halldórsson, Svan-
hvít Hallgrímsdóttir sér um tónlistina.
Mikill söngur og lofgjörð. Samfélag og
molasopi eftir samkomuna. Verið öll
hjartanlega velkomin.
KIRKJA JESÚ KRISTS hinna síðari daga
heilögu, Mormónakirkjan: | Ásabraut 2
Garðabæ. Í dag sunnudaginn 10. júní:
11.15 prestdæmi og líknarfélag, 12.30
sunnudagaskóli, 13.15 sakramentis-
samkoma. Allir eru alltaf velkomnir.
www.mormonar.is.
KÓPAVOGSKIRKJA: | Guðsþjónusta kl.
11. Sóknarprestur, sr. Ægir Fr. Sigur-
geirsson, predikar og þjónar fyrir altari.
Organisti Guðmundur Ómar Óskarsson.
Félagar úr kór Kópavogskirkju syngja og
leiða safnaðarsöng. Kaffi í kirkju eftir
guðsþjónustu.
LANDSPÍTALI – háskólasjúkrahús, Foss-
vogi | Guðsþjónusta kl. 10.30. Sr. Gunn-
ar Rúnar Matthíasson, organisti Helgi
Bragason.
LANGHOLTSKIRKJA: | Messa kl. 11.
Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organ-
isti Ólafur W. Finnsson. Einsöngur. Kaffi-
sopi eftir messuna. Sýning á höklum eftir
Herder Andersson stendur yfir í Guð-
brandsstofu í anddyri kirkjunnar.
LAUGARNESKIRKJA: | Kl. 20 kvöld-
messa. Sigurbjörn Þorkelsson, fram-
kvæmdastjóri og meðhjálpari safnaðar-
ins, leiðir guðsþjónustuna, predikar og
flytur bænir. Lesarar flytja ritningarlestra.
Organisti er Gunnar Gunnarsson og kór
Laugarneskirkju leiðir sönginn. Hressing
og gott samfélag í safnaðarheimilinu eftir
messu.
NESKIRKJA: | Messa kl. 11. Kór Nes-
kirkju syngur. Organisti Steingrímur Þór-
hallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson pre-
dikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Erni
Bárði Jónssyni. Eftir messu verður aðal-
safnaðarfundur Nessóknar. Á dagskrá
eru venjuleg aðafundarstörf. Fyrir fundinn
verður boðið upp á súpu og brauð.
SELFOSSKIRKJA: | Messa kl. 11. Léttur
hádegisverður að lokinni athöfninni. Mið-
vikudagur 13. júní: Foreldramorgunn kl.
11 á lofti safnaðarheimilisins. Sr. Gunnar
Björnsson.
SELTJARNARNESKIRKJA: | Guðsþjón-
usta kl. 11. Leiklistarfélag Seltjarnar-
ness leikur „Lífshlaupið“ sem er ígildi
predikunar. Leikstjóri er Bjarni Ingvars-
son og tónlist semur Guðni Franzson.
Monika Abendroth leikur á hörpu. Org-
anisti er Pavel Manasek og kammerkór
kirkjunnar leiðir sálmasöng í léttum dúr.
Sr. Arna Grétarsdóttir.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: | Messa
sunnudag 10. júní kl. 11. Prestur sr. Egill
Hallgrímsson. Karlakór frá Týról syngur í
messunni. Sóknarprestur.
SÓLHEIMAKIRKJA | Guðsþjónusta
sunnudag 10. júní kl. 14. Prestur sr. Egill
Hallgrímsson. Organisti Ester Ólafsdóttir.
Allir eru velkomnir. Sólheimakirkja.
VEGURINN, kirkja fyrir þig | Samkoma
kl. 19 á Smiðjuvegi 5. Högni Valsson pre-
dikar. Lofgjörð, fyrirbænir og samfélag
eftir samkomu í kaffisal. Allir hjartanlega
velkomnir. www.vegurinn.is.
VÍDALÍNSKIRKJA: | Messa kl. 11. Félag-
ar úr kór Vídalínskirkju leiða safnaðar-
söng undir stjórn Bjarts Loga Guðnason-
ar organista. Sr. Friðrik J. Hjartar og
Nanna Guðrún djákni þjóna. Molasopi eft-
ir messu. Allir hjartanlega velkomnir!
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: | Helgi-
stund á sumarkvöldi sunnudaginn 10.
júní kl. 20. Sigríður Thorlacius sópran,
Hjörtur Ingvi Jóhannsson píanó og Guð-
mundur Óskar Guðmundsson bassi flytja
létta og ljúfa tónlist. Verið velkomin!
Þingmúlakirkja | Messa – ferming kl.
14.30. Organisti Torvald Gjerde. Kór
Vallanes- og Þingmúlasóknar.
Þingvallakirkja | Messa sunnudaginn
10. júní kl. 14. Prestur er sr. Irma Sjöfn
Óskarsdóttir, organisti Guðmundur Vil-
hjálmsson.
Guðspjall dagsins:
Ríki maðurinn og
Lasarus.
(Lúk. 16.)
MESSUR Á MORGUN | KIRKJUSTARF