Morgunblaðið - 09.06.2007, Page 51

Morgunblaðið - 09.06.2007, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2007 51 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Ferð til Siglufjarðar miðvikudaginn 13. júní kl. 8 frá Afla- granda 40. Síldarminjasafnið skoðað, einnig Siglufjarðarkirkja. Hádegisverður í Bíókaffi. Leiðsögumaður Hólmfríður Gísladóttir. Verð kr. 7.000. Dalbraut 18-20 | Vorgleði í fé- lagsmiðstöðinni á Dalbraut 18-20 sunnudaginn 10. júní kl. 13-16. Flóamark- aður, handverkssýning, tónlist, kveð- skapur og leiklestur. Kaffi og vöfflur. All- ir velkomnir. Félagsheimilið Gjábakki | Krummakaffi kl. 9. Hana-nú-ganga kl. 10. Félagsstarf eldri bæjarbúa Seltjarn- arnesi | Handverkssýning eldri bæj- arbúa er í Bókasafni Seltjarnarness, Eiðistorgi, 2. hæð. Sýningin er liður í Menningarhátíð. Sýningin er opin kl. 10- 14 laugardag. Félagsstarf Gerðubergs | Þriðjud. 12. og miðvikud. 13. júní kl. 13.30 „Mann- rækt-trjárækt“, gróðursetning, leik- skólabörn og eldri borgarar. Umhverf- isráðherra kemur í heimsókn, síðan er kaffihúsastemning í Hraunborg. Allir velkomnir. 13. júní: Kvennahlaup ÍSÍ kl. 13, upphitun frá kl. 12.30. Skráning á staðnum og s. 575 7720. Félagstarfið Langahlíð 3 | Farið verður í kringum Vatnsnes í V-Húnavatnssýslu laugardaginn 23. júní. Lagt af stað frá Hlaðhömrum kl. 10. Skráning stendur yfir í símum 586 8014 og 692 0814. Furugerði 1, félagsstarf | Furugerði 1, Norðurbrún 1, Dalbraut 14-20 og Hæð- argarður 31. Farið verður í nestisferð að Strandarkirkju fimmtudaginn 14. júní, með viðkomu í Eden á heimleið. Lagt af stað kl. 13 frá Norðurbrún og síðan teknir aðrir farþegar. Skráning á stöðv- unum. Hraunbær 105 | Miðvikudaginn 13. júní. Ferð til Siglufjarðar. Síldarminjasafnið skoðað, einnig Siglufjarðarkirkja. Há- degisverður í Bíókaffi. Leiðsögumaður: Hólmfríður Gísladóttir. Verð 7.000 kr. Brottför kl. 8.30 frá Hraunbæ. Skráning á skrifstofu eða í síma 587 2888. Hæðargarður 31 | Allir velkomnir. Morg- unganga alla morgna kl. 9. Gönguferðir í stað leikfiminnar. Púttvöllur opnaður bráðlega. Félagsvist á mánudögum. Ferð í Strandarkirkju 14. júní. S. 568 3132, asdis.skuladottir@reykjavik.is. 50ára afmæli. Á morgun,sunnudaginn 10. júní, verður Kristín Guðmunds- dóttir fimmtug. Af því tilefni tekur hún á móti gestum á heimili sínu í Hlégerði 22 í Kópavogi frá klukkan 12 til 24. 50ára afmæli. ÁrniSörensen, Fremri- stekk 7 í Reykjavík, er fimm- tugur í dag, 9. júní. Árni tekur á móti vinum og vandamönn- um í sal Ferðafélags Íslands í Mörkinni 6 kl. 19 í dag. MORGUNBLAÐIÐ birtir til- kynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánudagsblað. Hægt er að hringja í síma 569 1100, senda tilkynningu og mynd á netfangið ritstjorn- @mbl.is, eða senda tilkynn- ingu og mynd í gegnum vef- síðu Morgunblaðsins. Einnig er hægt að senda vélritaða til- kynningu og mynd í pósti. Bréfið skal stíla á: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. Minningarkort | Hunda- ræktarfélag Íslands hefur hafið sölu á minning- arkortum til styrktar minningarsjóði Emilíu. Markmið sjóðsins er að styrkja þá einstaklinga sem þurfa á sérþjálfuðum hundi að halda vegna fötl- unar. Styrkir eru veittir 8. ágúst ár hvert, en um- sóknarfrestur um styrk- veitingar er til 8. júlí hvert ár. Salan fer fram á skrifstofu félagsins í síma 588 5255. Nánari uppl. um sjóðinn, reglur hans og stjórn má finna á heima- síðu Hundaræktarfélags Íslands, www.hrfi.is. dagbók Í dag er laugardagur 9. júní, 160. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Guð hefur uppvakið oss í Kristi Jesú og búið oss í stað í himinhæðum með honum. (Ef. 2, 6. ) Með hverju árinu fjölgarskútum og smábátum semsjá má á fögrum sum-ardögum sigla undan ströndum borgarinnar. Jón Pétur Friðriksson er kennari hjá Siglingaskólanum, og segir hann æ fleiri uppgötva þá ánægju sem siglingar veita: „Áhugi á siglingum virðist oft fylgja sveiflum í hagkerfinu, og ætti ekki að koma á óvart að mikil aukning hefur verið í aðsókn í nám hjá Siglingaskól- anum síðustu ár,“ segir Jón Pétur. „Mikið er keypt af nýjum bátum til landsins og oft mjög stórir og glæsilegir bátar. Ekki síður eru menn að uppgötva kosti þess að geta siglt erlendis, en er- lendar skipaleigur eru í auknum mæli að gera strangari hæfniskröfur til þeirra sem vilja njóta frelsisins á höfunum í fjarlægu landi.“ Grunnnám Siglingaskólans er hið svo- kallaða 30 tonna próf. „Margir þekkja það betur sem pungaprófið, og fer nám- ið fram samkvæmt námsskrá mennta- málaráðuneytisins. Alls er námið 100 tímar af bóklegri kennslu, en að við- bættri verklegri þjálfun geta menn öðl- ast skipstjórnarréttindi,“ segir Jón Pét- ur og bætir við að bóklega námið kosti ekki mikið meira en ökunám nú til dags. „Við bjóðum einnig upp á nám í skútu- siglingum, vikunámskeið þar sem siglt er í 30 tíma um borð í skútu skólans. Þá höldum við námskeið í hafssiglingum og úthafssiglingum, sem gera menn bók- staflega færa í flestan sjó, og veita þá þekkingu sem þarf til að geta ferðast með öruggum hætti heimsálfa á milli.“ Jón Pétur segir engar forkröfur gerð- ar til nemenda, og að námið reynist flestum aðgengilegt. „Siglingafræðin getur stundum verið snúin, og í nám- skeiðum eins og úthafssiglinga- námskeiðinu læra menn m.a. að nota sextant sem oft kallar á lagni,“ segir Jón Pétur en bætir við að þeir sem á annað borð komist á bragðið fái ólæknandi siglingabakteríu, rétt eins og gerist í golfi eða stangveiði. „Einnig er gaman að segja frá því að aukið líf er að færast í keppnissiglingar hérlendis. Á hverju þriðjudagskvöldi yf- ir sumartímann er hægt að fylgjast með keppni við mynni Reykjavíkurhafnar, með ráspól við Sólfarið.“ Nánar á www.siglingaskolinn.net. Útivist | Siglingaskólinn býður upp á fjölbreytt siglinganám í sumar Hafið hugann dregur  Jón Pétur Frið- riksson fæddist á Akureyri 1967. Hann lauk stúd- entsprófi frá MH 1987 og BA í ensku frá Háskóla Ís- lands 1998. Jón Pétur er löggiltur skjalaþýðandi og stundakennari í þýðingafræði við Há- skóla Íslands. Hann starfar nú sem handbókahöfundur hjá Industria og kennir við Siglingaskólann. Jón Pétur er kvæntur Kristínu Benediktsdóttur héraðsdómslögmanni og eiga þau eina dóttur. Tónlist Angelo | Kl. 23. Deephouse er diskó dagsins í dag og biggo kann manna best að skila því til almúg- ans. Norræna húsið | O’Suomi-fest – finnskur menningargjörningur í Norræna húsinu hinn 9. júní kl. 20. Yrjänä Sauros flytur gjörn- inginn „Word“ sem sameinar bókmenntir, leikhús og tónlist. Aðgangur ókeypis. Allir velkomn- ir. Myndlist Grafíksafn Íslands | Sex íslensk- ar og sex danskar myndlist- arkonur sýna bókverk undir yf- irskriftinni „Handbækur“ í Grafík-listasalnum í Tryggvagötu. Opið fimmtudaga, föstudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 14- 18 til 17. júní. Listasalur Mosfellsbæjar | Kjarna, Þverholti 2, opinn virka daga kl. 12-19 og lau. kl. 12-15, er í Bókasafni Mosfellsbæjar. Velkom- in á opnun Bergsteins 9. júní kl. 12-15. Grunnur verksins er í nor- rænni goðafræði og tengist hug- leiðingum um hjónaband, ætt- arband og tímann. Til 28. ágúst. Aðgangur ókeypis. Skemmtanir Gaukur á Stöng | Ingó, sem er oftast kenndur við „Idol“, mætti með Veðurguðunum síðustu helgi og slógu þeir heldur betur í gegn. Drengirnir ætla nú að endurtaka leikinn á laugardagskvöld. www.myspace.com/gauk- urastong. Fyrirlestrar og fundir Yggdrasill | Kl. 14. Kynning á þriggja ára ND-námi sem hefst í ágúst. Námið er á vegum School of Natural Medicine og er fjar- nám og kennslulotur um helgar og síðdegis. Allir eru velkomnir í kjallara Yggdrasils þar sem Lilja Oddsdóttir og Gitte Lassen munu fræða áheyrendur og svara spurningum. Sjá einnig www.purehealth.com. HANDBÆKUR heitir bókverkasýning sem opnuð var um síðustu helgi í sýningarsal Fé- lags íslenskrar grafíkur í Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17. Þar sýna verk sín danskar og ís- lenskar myndlistarkonur. Bókverk eru myndlistarverk í formi bókar. Sýningin er opin fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14 til 18 og er aðgangur ókeypis. Íslensk og dönsk bókverk Sigurborg Stefánsdóttir LANDSMÖNNUM er boðið að stinga sér til sunds í dag, laugardag- inn 9. júní, vítt og breitt um landið undir yfirskriftinni „Allir í sund“. Það eru Síminn og Sundsamband Íslands (SSÍ) sem standa að þessari sundhátíð og verður frítt í valdar sundlaugar um allt land þennan dag. Alls tekur 41 sundstaður þátt í sundhátíðinni, þar á meðal allar sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu ásamt flestum sundlaugum í stærri bæjum landsins. Finna má ítarlegan lista yfir þær laugar sem taka þátt í verkefninu á www.siminn.is. Auk þess sem boðinn er frír að- gangur í laugarnar verður ýmislegt gert til skemmtunar. Á milli kl. 13 og 16 munu ungmenni frá sund- félögunum bjóða upp á sundkennslu og standa fyrir ýmsum leikjum og eiga sundlaugargestir kost á því að vinna sér inn verðlaun með þátttöku í leikjunum. Þá verður spiluð sum- artónlist fyrir sundlaugargesti auk þess sem Síminn býður gestum sundlauganna upp á hressingu. Sundhátíðin er liður í samstarfi Símans og SSÍ, sem hófst 8. maí þegar skrifað var undir samstarfs- samning sem miðar að því að auka áhuga almennings á sundíþróttinni, hvetja landsmenn til þess að fara í sund, stunda holla hreyfingu, hress- andi útiveru og andlega upplyftingu. Við undirritun samstarfssamn- ingsins hinn 8. maí sl. tóku starfs- menn sig saman um að heita á Sím- ann um fjárstyrk gegn því að starfsfólkið synti eða tæki þátt í ýmsum sundleikjum til styrktar góðu málefni. Síminn tók áheitinu og í kjölfarið söfnuðu starfsmenn 3,5 milljónum króna sem ákveðið var að myndu renna til sunddeildar Íþróttasambands fatlaðra. Rúmlega helmingur allra starfsmanna Sím- ans tók þátt í Sundkarnivali Símans sem fór fram í Laugardalslauginni en auk þess fóru 58 frískir starfs- menn í sjósund í Nauthólsvíkinni og settu Íslandsmet í sjósundi þann dag. Víða frítt í sund í boði Símans ÍBÚAR Dalbrautar 14-20 halda flóamarkað í garð- inum í félagsmiðstöðinni Dalbraut 18-20 á morgun, sunnudaginn 10. júní, frá kl. 13-16. Margt eigulegra muna verður til sölu, s.s. föt, bæk- ur, skrautmunir og fleira. Opið hús verður allan daginn með margs konar skemmti- atriðum, tónlist og kveðskap. Framsagnarhópurinn Tungubrjótar flytur undir stjórn Guðnýjar Helgadóttur leiklestur úr Íslenskum aðli Þórbergs Þórðarsonar. Af- rakstur sl. vetrar í málaralist og postulínsmálun verður til sýnis í salarkynnum fé- lagsmiðstöðvarinnar. Á boð- stólum verður kaffi og ný- bakaðar vöfflur. Allir eru hjartanlega velkomnir. Flóamark- aður á Dal- braut 18-20 FÉLAGIÐ Ísland-Palestína stendur fyrir dagskrá í Friðarhúsinu, Njáls- götu 87 í dag, laugardaginn 9. júní. Dagskráin er helguð hernámi Pal- estínu og alþjóðlegum baráttudegi gegn Aðskilnaðarmúrnum. „Fjölmörg félagasamtök víða um heim standa fyrir viðburðum og mótmælum þennan dag, í Palestínu sem annarstaðar, til að minna á baráttuna gegn Aðskilnaðarmúrn- um sem verið er að reisa á herteknu palestínsku landi – í trássi við al- þjóðalög, samþykktir Sameinuðu þjóðanna og úrskurð Alþjóðadóm- stólsins í Haag,“ segir í frétta- tilkynningu. Þess verður einnig minnst að 40 ár eru liðin frá sex daga stríðinu og upphafi hernáms Vesturbakkans og Gazastrandarinnar. Hernáms sem varir enn í dag. Dagskráin hefst kl. 14:00. Kvik- myndin The Iron Wall verður sýnd, og umræður verða á eftir. Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og for- maður félagsins, heldur tölu um ástandið í Palestínu í dag. Við sama tækifæri verður haldið upp á út- gáfu nýs tölublaðs Frjálsrar Palest- ínu, málgagns félagsins. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Dagskrá í Friðarhúsinu Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.