Morgunblaðið - 09.06.2007, Side 57

Morgunblaðið - 09.06.2007, Side 57
Samspil veraldarsögu, skáldskapar og ævisagna Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is BÓKMENNTAHÁTÍÐIN í Reykjavík verður haldin í áttunda sinn 9.-15. september næstkom- andi. Um fimmtíu erlendir gestir koma á hátíðina að þessu sinni, rit- höfundar, útgefendur og aðrir þeir sem koma að bókaskrifum og út- gáfu, en einnig verða í hópnum er- lendir þýðendur sem sækja mál- þing um þýðingar sem haldið verður í tengslum við hátíðina. Leiðarstef hátíðarinnar að þessu sinni verður samspil veraldarsögu, skáldskapar og ævisagna, en margir þeirra rithöfunda sem koma á hátíðina hafa einmitt skrif- að bækur þar sem þeir taka fyrir söguleg og samfélagsleg málefni, hvort sem það er í sjálfsævisögu- legum bókum sagnfræðilegum skáldsögum eða hreinum skáld- skap. Tuttugu höfundar frá fjórum heimsálfum verða gestir hátíð- arinnar og þeirra á meðal eru margir heimsþekktir höfundar, en einnig koma á hátíðina ungir og rithöfundar frá ýmsum löndum. Erlendir rithöfundar sem koma á hátíðina eru Ayaan Hirsi Ali, Carla Guelfenbein, Carl Jóhan Jensen, Claudio Pozzani, Daniel Kehlmann, Edouard Glissant, Hanne Orstavik, J.M. Coetzee, Jon Halliday, Jonas Hassen Khemiri, Jung Chang, Kim Echlin, Kirsten Hammann, Marina Le- wycka, Morten Ramsland, Nicola Lecca, Roddy Doyle, Robert Löhr, Sasa Stanisic, Tapio Koivukari, Tracy Chevalier og Uwe Timm. Nóbelsverðlaunahafi Suður-afríski rithöfundurinn J.M. Coetzee, sem fékk Nób- elsverðlaun í bókmenntum árið 2003, er þekktastur höfundanna, en hann er líka vel kynntur hér á landi því tvær bóka hans, „Van- sæmd“ og „Barndómur“, hafa komið út á íslensku á vegum Bjarts. Franski rithöfundurinn Edouard Glissant nýtur mikillar virðingar í heimalandi sínu og sumir skipa honum á bekk með helstu rithöf- undum Frakka nú um stundir, en hann fæddist á eynni Martinique í Karíbahafi og hefur barist gegn nýlendustefnu og kynþáttahyggju. Talsvert hefur komið út á ís- lensku eftir Roddy Doyle, bæk- urnar „Ævintýri á meðan“, „Hrói bjargar jólunum“, „Flissararnir“, „Ég heiti Henry Smart“, „Konan sem gekk á hurðir“ og „Paddy Clarke ha, ha, ha“, allar hjá Vöku Helgafelli. Hann er þó líklegast þekktastur fyrir skáldsöguna The Commitments, en kvikmynduð gerð eftir henni varð gríðarlega vinsæl. Ayaan Hirsi Ali er svo þekktust fyrir annað en bókmenntir, því hún varð heimsþekkt í kjölfar kvikmyndar sem hún gerði með leikstjóranum Theo van Gogh um stöðu kvenna í íslömskum ríkjum, en van Gogh var myrtur vegna myndarinnar árið 2004. Ayaan Hirsi Ali, sem fæddist í Sómalíu, leitaði hælis í Hollandi árið 1992 og var hún kjörin á þing árið 2003. Undanfarin ár hefur hún þó búið í Bandaríkjunum vegna hótana sem henni hafa borist. „Infidel“, ævi- söguleg bók hennar, er væntanleg í haust á íslensku hjá Veröld. Jung Chang er þekktust fyrir bók sína „Villtir svanir“ sem kom út á íslensku hjá Máli og menn- ingu á sínum tíma, en bók hennar og Jons Hallidays, eiginmanns hennar, um Mao vakti heims- athygli fyrir tveimur árum enda segja þau ítarlegar frá einvald- inum Mao Zedong en áður hefur verið gert. Dagskrá bókmenntahátíðar er haldin í Norræna húsinu og Iðnó, en einnig verður haldið alþjóðlegt málþingi um þýðingar á norrænum bókmenntum og Coetzee mun flytja fyrirlestur í Háskóla Ís- lands. Morgunblaðið/Kristinn Sjálfboðaliðar Nefnd sjálfboðaliða skipulagði bókmenntahátíðina og þeir sem heimangengt áttu komu til kynn- ingar á henni í Norræna húsinu. Frá vinstri Sjón, Sigurður G. Valgeirsson, Halldór Guðmundsson, Max Dager for- stjóri Norræna hússins, Thor Vilhjálmsson og Einar Kárason. Aðrir í nefndinni eru Pétur Már Ólafsson, Susanne Torpe og Örnólfur Thorsson. J.M. Coetzee Roddy Doyle Ayaan Hirsi Ali Edouard Glissant MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2007 57 Hvernig var Madonna sem barn? En Eminem? Svörin við því má finna í popjustice-seríunni þar sem ævi ýmissa þekktra poppara eru gerð örstutt en þó ítarleg skil í smá- bókum sem svipar mest til herra- mannabókanna, ásamt vel útilátn- um skammti af kaldhæðni. Þá má klippa út pappabrúður af stjörnunni og einhverjum góðum vini hennar. Bækurnar eru í raun skrifaðar eins og barnabækur en eru þó fremur ætlaðar fullorðnum. Auk áðurnefndra eru komnar bækur um Britney Spears, Michael Jackson, Elton John, Take That, Robbie Williams og Pete Doherty auk þess sem bækur um Jesús og Kylie Minogue eru væntanlegar. Eitthvað af bókunum má finna í Iðu en annars þarf bara að notfæra sér Netið eða utanlandsferðir. Örævisögur Madonnu, Britney og Eminem mbl.is smáauglýsingar T V E I M U R Á R U M Á U N D A N Faxafen 10 108 Reykjavík Sími: 517-5040 Fax: 517-5041 Netfang: postur@hradbraut.is Veffang: www.hradbraut.is Hefur þú það sem til þarf ? Róbert Bjar ni Bjarnaso n er 19 ára. Hann varð s túdent 2005 og lau k flugmanns prófi frá Ox ford Aviation Training nýl ega. Hann h efur nú hafi ð störf sem flugmaður h já einu stær sta flugfélag i Evrópu, R yanair. Margrét Kara Sturludóttir er 17 ára. Hún er að ljúkastúdentsprófi og er á sérstökum heiðurslista yfir úrvalsnemendur Hraðbrautar. Hún er í landsliðinu í körfubolta og var nýlega valin í 5 manna lið ársins ásamt því að veravalin efnilegasti ungi leikmaðurinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.