Morgunblaðið - 09.06.2007, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2007 61
NEW YORK TIMES fjallaði í
fyrradag á vefsíðu sinni um hrær-
ingar í tölvuleiknum Eve Online.
Nú kunna sumir að hvá, en til
glöggvunar má geta þess að
200.000 manna netsamfélag byggir
sýndarveröld Eve Online.
Fjölmargir spilarar hafa mót-
mælt og jafnvel egnt til uppreisna
í kjölfar illra fyrirboða um spill-
ingu á gömlu nýlendusvæði innan
leikjaheimsins. Þá hóta sumir að
flytjast úr sýndarheimum Evu fyr-
ir fullt og allt. Þetta ógnar vita-
skuld því samfélagi sem byggir
þann gríðarstóra geim sem leik-
urinn gerist í.
CCP, fyrirtækið sem framleiðir
leikinn, er staðsett hér á landi.
Segjast talsmenn þess ætla að
taka á þessum vandamálum á lýð-
ræðislegan hátt. Hyggur fyr-
irtækið á kosningar þar sem valin
verður nefnd til að hafa yfirum-
sjón með gangi mála í leiknum. Þá
mun CCP sjá um flugferðir fyrir
spilara til Íslands, svo þeir geti
fylgst með aðgerðum fyrirtækisins
og síðan gefið félögum sínum
skýrslur.
Fyrir þá sem ekki eru tölvu-
leikjum sérlega kunnugir þá er
sérstaða Eve Online í tölvu-
leikjabransanum allnokkur. Spil-
arar móta að mestu söguþráð og
framvindu leiksins sjálfir, auk
þess sem þeir spila allir innan
sama samfélags, ólíkt því sem al-
mennt tíðkast í leikjum á borð við
til dæmis World of Warcraft. Spil-
urum er því hjartans mál að þessu
litla samfélagi vegni vel.
Furðuveröld Þau eru framandi farartækin í Eve Online.
Deilur í sýndarheimi
Íslenskt tölvuleikjafyrirtæki
bregst við á lýðræðislegan hátt
SPARBÍÓ 450kr
á allar sýningar merktar með appelsínugulu
Í SAMBÍÓUNUM ÁFABAKKA, AKUREYRI, KEFLAVÍK
WWW.SAMBIO.IS
OCEAN'S 13 kl. 8 - 10:15 B.i. 7 ára
PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 4 - 8 B.i. 10 ára
MR. BEAN'S HOLIDAY kl. 4 LEYFÐ
ROBINSSON FJÖLSK. m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
/ AKUREYRI / KEFLAVÍK
OCEAN'S 13 kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára
PRIATES OF THE CARIBBEAN 3 kl. 2 - 5:30 - 9 B.i. 10 ára
GOAL 2 kl. 2 - 5:30 B.i. 7 ára
eee
S.V. - MBLA.F.B - Blaðið
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
Mesta ævintýri fyrr og síðar...
...byrjar við
hjara veraldar
„Besta Pirates
myndin í röðinni!
Maður einfaldlega gæti ekki
búist við meira tilvalinni
afþreyingarmynd
á sumartíma.“
tv - kvikmyndir.is
FÁÐU BÍÓMIÐANN SENDAN Í SÍMANN ÞINN MEÐ MMS
„SANNUR SUMAR-
SMELLUR... FINASTA
AFÞREYINGARMYND“
Trausti S. - BLAÐIÐ
MYND OG HLJÓÐ
Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI
eee
LIB, Topp5.is
HILARY SWANK
45.000
GESTIR