Morgunblaðið - 09.06.2007, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2007 63
HÓTELERFINGINN Paris Hilton grét og
æpti eftir að dómari kvað upp þann úrskurð
öðru sinni í gær að hún yrði að ljúka afplánun í
fangelsi en ekki stofufangelsi, eins og fógeti
hafði gefið leyfi fyrir í fyrradag.
„Þetta er ekki sanngjarnt!“ æpti Hilton og
felldi tár í dómssalnum og kallaði á mömmu
sína. Hilton var færð til réttarsalar í hand-
járnum og illa til höfð, ógreidd og ómáluð, sem
er ekki hennar stíll. Hilton grét og skalf á með-
an dómarinn las yfir henni og sneri sér ítrekað
við í átt að foreldrum sínum og tjáði þeim ást
sína með látbragðsleik.
Dómari í málinu, Michael T. Sauer, var öllu
rólegri en afar ósáttur við gjörðir fógetans Lee
Baca. Sauer sagðist aldrei hafa gefið leyfi fyrir
því að Hilton fengi að ljúka refsivist á heimili
sínu í Hollywood Hills hverfinu í Los Angeles.
Aðstoðarsaksóknari Dan F. Jeffries sagði
mikilvægt að Hilton yrði send aftur í fangelsi.
Það veikti trú manna á bandaríska réttarkerfið
að sleppa henni lausri eftir þriggja daga fang-
elsisvist, og senda í stofufangelsi.
Verjandi Hilton, Richard Hutton, grátbað
dómarann um að færa málið til skrifstofu sinn-
ar og hlýða þar á útskýringar á því hvers vegna
stofufangelsisvist þótti við hæfi. Slæm heilsa
Hilton var sögð ástæðan og vildi verjandi segja
nánar frá henni.
Hilton fékk heimild til að ljúka afplánun í
stofufangelsi í fyrradag, eftir aðeins þriggja
daga fangelsisvist, vegna ónefnds heilsubrests.
Hilton þurfti ekki að borða fangelsisfæði dag-
ana þrjá, fékk formkökur sendar til sín og
hundamat úr lífrænt ræktuðu hráefni fyrir
hvolpana sína tvo.
Hilton sagði í gær að hún hefði lært heilmikið
af vistinni og vonaðist til þess að aðrir hefðu
lært af mistökum hennar. Mörgum þykir málið
bera keim af því að farið sé mjúkum höndum
um hina ríku og frægu. Baca hefur svarað því
til að lítið réttlæti sé í því að refsa hinum frægu
harðar en meðal-Bandaríkjamanni.
Hilton var tekin ölvuð undir stýri í sept-
ember í fyrra. Hún hlaut skilorðsbundinn dóm
og var svipt ökuleyfi en hélt þó áfram að keyra
skírteinislaus. Sauer dómari tók sérstaklega
fram við uppkvaðningu refsingar í fyrsta skipti
að Hilton fengi ekki að afplána dóminn heima
hjá sér í stofufangelsi.
Aftur í fangelsi
AP
Tárvot Hilton grátandi í bifreið á leið til réttarsalar.
Reið Foreldrar Hilton, Rick og
Kathy, voru ósátt í gær.
JOHN Pike,
trommari
hljómsveit-
arinnar Ra
Ra Riot, er
látinn. Til-
drög andláts-
ins eru óljós
en lík hans
fannst á
nokkurra
metra dýpi
undan strönd
Providence í
Rhode Island-
ríki á austur-
strönd Bandaríkjanna. Kvöldið áð-
ur hafði hljómsveitin haldið partí
eftir tónleika en þaðan hélt Pike í
morgunsárið. Síðar fannst farsími
hans á strönd þar skammt undan.
Hljómsveitin Ra Ra Riot er bókuð
á Iceland Airwaves í haust. Að-
standendur hátíðarinnar segja at-
vikið afar sorglegt en þeir vonast
jafnframt til að hinir meðlimir
hljómsveitarinnar komist yfir áfall-
ið og að hljómsveitin geti leikið hér
í haust samkvæmt áætlun.
Trommari
Ra Ra Riot
látinn
John Pike
Trommari Ra Ra
Riot er látinn.
Í KALIFORNÍU geta menn leigt sér
hund hjá hundaleigu og brátt verð-
ur það einnig hægt í New York.
Hundaleigan ber nafnið Flexpetz
en það var Marlena nokkur Cerv-
antes sem fékk þessa óvenjulegu
viðskiptahugmynd og hrinti í fram-
kvæmd.
Hundaleigan er miðuð við þá sem
hafa ekki tíma til að sinna hundi
eða eiga við ofnæmi að stríða.
Dýraverndunarsinnar eru ekki
sáttir við að hundar séu leigðir út
með þessum hætti. Viðskiptavinir
Flexpetz geta valið úr fimm til tíu
hundum og geta leigt þá í nokkrar
klukkustundir eða nokkra daga,
allt eftir þörfum. Cervantes bendir
á að í borgum eins og New York sé
það oft bannað í fjölbýlishúsum að
eiga hund eða þá að menn þurfi að
greiða himinhá gjöld fyrir að vera
með dýrið í íbúð sinni.
Hver hvolpur hundaleigunnar
mun eiga tvær eða þrjár fjölskyldur
sem hann býr hjá reglulega, þ.e.
þegar hann er ekki í láni.
Reuters
Hundur Þessi er ekki til leigu.
Hundar
leigðir út