Morgunblaðið - 09.06.2007, Page 64

Morgunblaðið - 09.06.2007, Page 64
LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 160. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Miklar breytingar á skipulagi Baugs  Samþykktar voru miklar breyt- ingar á yfirstjórn og skipulagi Baugs Group á aðalfundi félagsins í gær. Baugur setur sér það markmið að verða stærsta fjárfestingarfyrirtæki heims í fjárfestingum tengdum verslunarrekstri innan fimm ára. »4 Einkadansar rannsakaðir  Bæjarráð Kópavogs hefur óskað eftir lögreglurannsókn á því hvort einkadansar fari fram í lokuðu rými á skemmtistaðnum Goldfinger. Við sýningar á nektardansi er dans- aranum bannað að vera í lokuðu rými með viðskiptavini meðan á sýn- ingu stendur, samkvæmt lögreglu- samþykkt Kópavogs. »2 Lofa enn aukinni aðstoð  Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims áréttuðu í gær loforð um að tvöfalda aðstoðina við Afríku fyrir árið 2010. Samtök, sem berjast gegn fátækt í Afríku, létu í ljósi vonbrigði með niðurstöðu leiðtogafundarins og bentu á að iðnveldin hefðu ekki stað- ið við sams konar loforð sem gefið var fyrir tveimur árum. »20 SKOÐANIR» Staksteinar: Á skákborði við- skiptanna Forystugreinar: Hátíð á Austurlandi | Tæknin misnotuð UMRÆÐAN» Hvar eru skilaboð ríkisstjórnar- innar í efnahagsmálum? Norskar kvikmyndir sigursælar Byltingarmenn í bundnu formi Hin mörgu andlit Jane Austen Manneskjan og maskínan LESBÓK» 1"" !9# , ")  ! : "  " 0  / /  / / /  / / / / / / / / /  / / / / +" ;'8 #  / / / / / / / / / 6<554=> #?@=5>-:#AB-6 ;4-4646<554=> 6C-#;;=D-4 -<=#;;=D-4 #E-#;;=D-4 #2>##-0F=4-;> G4A4-#;?G@- #6= @2=4 :@-:>#2)#>?454 Heitast 20°C | Kaldast 10°C Hægviðri eða haf- gola. Skýjað með köfl- um vestantil en annars léttskýjað. 10 » Bókmenntahátíðin í Reykjavík verður haldin 9.-15. sept- ember. Heims- þekktir rithöfundar sækja hana. »57 BÓKMENNTIR» Heimsþekkt- ir höfundar FÓLK» Hilton grét og kallaði á mömmu sína. »63 Jónas Sen er á tón- leikaferðalagi með Björk og komst að því að sjónvarpsmín- útur eru ekki eins og aðrar mínútur. »60 Í TÚR MEÐ BJÖRK» Mislangar mínútur FÓLK» Hundar til leigu í Banda- ríkjunum. »63 TÓNLIST» Lucinda Williams á tón- leikum Lay Low. »55 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Blæddi grænleitu blóði 2. Brunað eftir hraðbraut á 80 km 3. Jón Ásgeir hættir sem forstjóri 4. Hilton aftur í fangelsi ÓLAFUR Ragnarsson, fyrrum for- leggjari Halldórs Laxness hjá Vöku-Helgafelli, vinnur nú að bók með samtölum við Halldór Lax- ness frá sam- starfstíma þeirra og er stefnt að því að hún komi út hjá bókaforlaginu Veröld í haust. Ólafur segir, að bókin byggist að stærstum hluta á persónulegum kynnum þeirra Laxness; samskiptum og samtölum. „Samtölin í bókinni eru flest frá fyrstu árum kynna okkar Halldórs á meðan minni hans var glöggt og eru að líkindum síðustu óbirtu sam- tölin við skáldið. Ég vona að þau varpi einhverju viðbótarljósi á hann, bækur hans, skoðanir, hug- myndir og viðfangsefni svo sem skáldsagnagerð, ljóðasmíð, stjórn- málaskoðanir, tónlistaráhuga og trúmál.“ Þetta er þriðja bókin um Halldór Laxness eftir Ólaf Ragnarsson. 1992 kom út Lífsmyndir skálds eftir hann og Valgerði Benediktsdóttur og 2002 kom út bók Ólafs; Halldór Laxness – Líf í skáldskap. | 22 Bók um Laxness Ólafur Ragnarsson MÉR hrýs hugur við því, að áfram verði haldið í nafni íslenzkrar tungu að gefa út og gæla við um- skipting þann, sem er ranglega nefndur Völuspá, og halda því að uppvaxandi Íslendingum, að svona hraklega hafi foreldrar vorir skáldað fyrr á tíð.“ Þannig kemst Helgi Hálfdan- arson að orði í grein í Lesbók í dag þar sem hann gagnrýnir það sem hann kallar tregðu fræði- manna til að taka mark á þeim augljósu úrlausnum sem raktar eru í riti hans Maddömunni með kýrhausinn. Fræðimenn gera sig að viðundri „Og mér blöskrar að íslenzkir fræðimenn geri sig að viðundri í augum niðja sinna með því að þykjast ekki skilja svo augljóst mál sem endurreisn Völuspár að hætti Maddömunnar með kýrhaus- inn,“ segir Helgi. | Lesbók Umskipt- ingur rang- lega nefndur Völuspá ÍSLENSKA sundfólkið lauk í gær keppni á Smáþjóða- leikunum í Mónakó með miklum glæsibrag. Íslendingar voru sigursælastir allra þjóða í sundkeppni leikanna og tóku á móti 30 verðlaunapeningum – þar af 15 úr gulli – og voru íslensku þjóðinni til mikils sóma. Á lokadegi sundkeppninnar settu bæði karla- og kvennasveit í 4x100 m skriðsundi Íslandsmet. Kvenna- sveitin sló jafnframt mótsmetið, en hún kom í mark á tímanum 3.54,55 mínútum. Myndin hér að ofan er af kvennasveitinni, en hana skipuðu þær Auður Sif Jóns- dóttir, Sigrún Brá Sverrisdóttir, Ragnheiður Ragn- arsdóttir og Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir. | Íþróttir Fengu 30 verðlaunapeninga Sundmenn sigursælir á Smáþjóðaleikunum í Mónakó Eftir Ástu Sóley Sigurðardóttur astasoley@mbl.is EKKI eru allir íbúar Njálsgötu á móti fyrirhuguðu heimili fyrir heimilislausa á Njálsgötu 74. Krist- ín Helga Káradóttir býr beint á móti umræddu húsi en hún segist hins vegar vilja leggja áherslu á hina siðferðilegu hlið málsins. „Staðreyndin er sú að verið er að hjálpa broti af þeim sem eru hjálp- arþurfi. Ef litlum hópi fólks [and- stæðingum heimilisins] tekst að hindra að þessi hjálp verði veitt skapast fordæmi í samfélaginu sem ber að líta mjög alvarlegum aug- um, ekki síst út frá siðferðilegu sjónarmiði.“ Hún segist skilja að ótti hafi vaknað hjá fólki en það hafi hins vegar valið að búa í miðbænum og geti ekki gert eins miklar kröfur hvað varðar öryggi barna. Það sé til dæmis stutt í óreglufólk sem sit- ur á krám í nágrenninu. Borgaryf- irvöld séu tilbúin til þess að koma á móts við íbúana og hún treysti þeim til þess að framkvæma þetta á sem bestan hátt. Borgaryfirvöld ákváðu að íbúum yrði gefinn kostur á að vera í nefnd sem ynni að mótun á verkefninu. „Í nefndinni ættu að heyrast raddir bæði með og á móti en mótmæl- endur gefa sér það að við, sem styðjum stofnun heimilisins, séum já-manneskjur borgaryfirvalda sem er ekki rétt. Ég hef ýmislegt fram að færa í málinu þótt ég hafni ekki heimilinu,“ segir Kristín og bætir við að tveir fulltrúar hafi verið kosnir í nefndina en kosning- arnar hafi verið skipulagðar af andstæðingum heimilisins og fannst henni þær vera hlutdrægar og séu báðir nefndarmenn mót- mælendur heimilisins. Þannig fái þeir sem vilja vernda rétt heim- ilislausra ekkert um málið að segja. Kristínu finnst að borgin hefði heldur átt að skipuleggja kosningarnar eða íbúasamtökum yrði komið á laggirnar til að tryggja lýðræðislegar kosningar. Kristín segist vona að málið endi heimilislausum í hag. | 6 Eru ekki já-manneskjur Kristínu Helgu Káradóttur finnst vanta siðferðilega punktinn í umræðuna um heimilið á Njálsgötunni Í HNOTSKURN »Mótmælendur heimilisinsá Njálsgötu hafa nú ráðið lögfræðing og óska eftir lög- banni á framkvæmdina. »Að jafnaði eru um 40-60heimilislausir ein- staklingar í Reykjavík og eru þeir flestir karlkyns. »Þeir íbúar sem mótmælasegja staðsetningu heim- ilisins í þversögn við yfirlýsta stefnu borgarinnar í fé- lagsmálum. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.