Morgunblaðið - 09.06.2007, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 09.06.2007, Qupperneq 64
LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 160. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Miklar breytingar á skipulagi Baugs  Samþykktar voru miklar breyt- ingar á yfirstjórn og skipulagi Baugs Group á aðalfundi félagsins í gær. Baugur setur sér það markmið að verða stærsta fjárfestingarfyrirtæki heims í fjárfestingum tengdum verslunarrekstri innan fimm ára. »4 Einkadansar rannsakaðir  Bæjarráð Kópavogs hefur óskað eftir lögreglurannsókn á því hvort einkadansar fari fram í lokuðu rými á skemmtistaðnum Goldfinger. Við sýningar á nektardansi er dans- aranum bannað að vera í lokuðu rými með viðskiptavini meðan á sýn- ingu stendur, samkvæmt lögreglu- samþykkt Kópavogs. »2 Lofa enn aukinni aðstoð  Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims áréttuðu í gær loforð um að tvöfalda aðstoðina við Afríku fyrir árið 2010. Samtök, sem berjast gegn fátækt í Afríku, létu í ljósi vonbrigði með niðurstöðu leiðtogafundarins og bentu á að iðnveldin hefðu ekki stað- ið við sams konar loforð sem gefið var fyrir tveimur árum. »20 SKOÐANIR» Staksteinar: Á skákborði við- skiptanna Forystugreinar: Hátíð á Austurlandi | Tæknin misnotuð UMRÆÐAN» Hvar eru skilaboð ríkisstjórnar- innar í efnahagsmálum? Norskar kvikmyndir sigursælar Byltingarmenn í bundnu formi Hin mörgu andlit Jane Austen Manneskjan og maskínan LESBÓK» 1"" !9# , ")  ! : "  " 0  / /  / / /  / / / / / / / / /  / / / / +" ;'8 #  / / / / / / / / / 6<554=> #?@=5>-:#AB-6 ;4-4646<554=> 6C-#;;=D-4 -<=#;;=D-4 #E-#;;=D-4 #2>##-0F=4-;> G4A4-#;?G@- #6= @2=4 :@-:>#2)#>?454 Heitast 20°C | Kaldast 10°C Hægviðri eða haf- gola. Skýjað með köfl- um vestantil en annars léttskýjað. 10 » Bókmenntahátíðin í Reykjavík verður haldin 9.-15. sept- ember. Heims- þekktir rithöfundar sækja hana. »57 BÓKMENNTIR» Heimsþekkt- ir höfundar FÓLK» Hilton grét og kallaði á mömmu sína. »63 Jónas Sen er á tón- leikaferðalagi með Björk og komst að því að sjónvarpsmín- útur eru ekki eins og aðrar mínútur. »60 Í TÚR MEÐ BJÖRK» Mislangar mínútur FÓLK» Hundar til leigu í Banda- ríkjunum. »63 TÓNLIST» Lucinda Williams á tón- leikum Lay Low. »55 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Blæddi grænleitu blóði 2. Brunað eftir hraðbraut á 80 km 3. Jón Ásgeir hættir sem forstjóri 4. Hilton aftur í fangelsi ÓLAFUR Ragnarsson, fyrrum for- leggjari Halldórs Laxness hjá Vöku-Helgafelli, vinnur nú að bók með samtölum við Halldór Lax- ness frá sam- starfstíma þeirra og er stefnt að því að hún komi út hjá bókaforlaginu Veröld í haust. Ólafur segir, að bókin byggist að stærstum hluta á persónulegum kynnum þeirra Laxness; samskiptum og samtölum. „Samtölin í bókinni eru flest frá fyrstu árum kynna okkar Halldórs á meðan minni hans var glöggt og eru að líkindum síðustu óbirtu sam- tölin við skáldið. Ég vona að þau varpi einhverju viðbótarljósi á hann, bækur hans, skoðanir, hug- myndir og viðfangsefni svo sem skáldsagnagerð, ljóðasmíð, stjórn- málaskoðanir, tónlistaráhuga og trúmál.“ Þetta er þriðja bókin um Halldór Laxness eftir Ólaf Ragnarsson. 1992 kom út Lífsmyndir skálds eftir hann og Valgerði Benediktsdóttur og 2002 kom út bók Ólafs; Halldór Laxness – Líf í skáldskap. | 22 Bók um Laxness Ólafur Ragnarsson MÉR hrýs hugur við því, að áfram verði haldið í nafni íslenzkrar tungu að gefa út og gæla við um- skipting þann, sem er ranglega nefndur Völuspá, og halda því að uppvaxandi Íslendingum, að svona hraklega hafi foreldrar vorir skáldað fyrr á tíð.“ Þannig kemst Helgi Hálfdan- arson að orði í grein í Lesbók í dag þar sem hann gagnrýnir það sem hann kallar tregðu fræði- manna til að taka mark á þeim augljósu úrlausnum sem raktar eru í riti hans Maddömunni með kýrhausinn. Fræðimenn gera sig að viðundri „Og mér blöskrar að íslenzkir fræðimenn geri sig að viðundri í augum niðja sinna með því að þykjast ekki skilja svo augljóst mál sem endurreisn Völuspár að hætti Maddömunnar með kýrhaus- inn,“ segir Helgi. | Lesbók Umskipt- ingur rang- lega nefndur Völuspá ÍSLENSKA sundfólkið lauk í gær keppni á Smáþjóða- leikunum í Mónakó með miklum glæsibrag. Íslendingar voru sigursælastir allra þjóða í sundkeppni leikanna og tóku á móti 30 verðlaunapeningum – þar af 15 úr gulli – og voru íslensku þjóðinni til mikils sóma. Á lokadegi sundkeppninnar settu bæði karla- og kvennasveit í 4x100 m skriðsundi Íslandsmet. Kvenna- sveitin sló jafnframt mótsmetið, en hún kom í mark á tímanum 3.54,55 mínútum. Myndin hér að ofan er af kvennasveitinni, en hana skipuðu þær Auður Sif Jóns- dóttir, Sigrún Brá Sverrisdóttir, Ragnheiður Ragn- arsdóttir og Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir. | Íþróttir Fengu 30 verðlaunapeninga Sundmenn sigursælir á Smáþjóðaleikunum í Mónakó Eftir Ástu Sóley Sigurðardóttur astasoley@mbl.is EKKI eru allir íbúar Njálsgötu á móti fyrirhuguðu heimili fyrir heimilislausa á Njálsgötu 74. Krist- ín Helga Káradóttir býr beint á móti umræddu húsi en hún segist hins vegar vilja leggja áherslu á hina siðferðilegu hlið málsins. „Staðreyndin er sú að verið er að hjálpa broti af þeim sem eru hjálp- arþurfi. Ef litlum hópi fólks [and- stæðingum heimilisins] tekst að hindra að þessi hjálp verði veitt skapast fordæmi í samfélaginu sem ber að líta mjög alvarlegum aug- um, ekki síst út frá siðferðilegu sjónarmiði.“ Hún segist skilja að ótti hafi vaknað hjá fólki en það hafi hins vegar valið að búa í miðbænum og geti ekki gert eins miklar kröfur hvað varðar öryggi barna. Það sé til dæmis stutt í óreglufólk sem sit- ur á krám í nágrenninu. Borgaryf- irvöld séu tilbúin til þess að koma á móts við íbúana og hún treysti þeim til þess að framkvæma þetta á sem bestan hátt. Borgaryfirvöld ákváðu að íbúum yrði gefinn kostur á að vera í nefnd sem ynni að mótun á verkefninu. „Í nefndinni ættu að heyrast raddir bæði með og á móti en mótmæl- endur gefa sér það að við, sem styðjum stofnun heimilisins, séum já-manneskjur borgaryfirvalda sem er ekki rétt. Ég hef ýmislegt fram að færa í málinu þótt ég hafni ekki heimilinu,“ segir Kristín og bætir við að tveir fulltrúar hafi verið kosnir í nefndina en kosning- arnar hafi verið skipulagðar af andstæðingum heimilisins og fannst henni þær vera hlutdrægar og séu báðir nefndarmenn mót- mælendur heimilisins. Þannig fái þeir sem vilja vernda rétt heim- ilislausra ekkert um málið að segja. Kristínu finnst að borgin hefði heldur átt að skipuleggja kosningarnar eða íbúasamtökum yrði komið á laggirnar til að tryggja lýðræðislegar kosningar. Kristín segist vona að málið endi heimilislausum í hag. | 6 Eru ekki já-manneskjur Kristínu Helgu Káradóttur finnst vanta siðferðilega punktinn í umræðuna um heimilið á Njálsgötunni Í HNOTSKURN »Mótmælendur heimilisinsá Njálsgötu hafa nú ráðið lögfræðing og óska eftir lög- banni á framkvæmdina. »Að jafnaði eru um 40-60heimilislausir ein- staklingar í Reykjavík og eru þeir flestir karlkyns. »Þeir íbúar sem mótmælasegja staðsetningu heim- ilisins í þversögn við yfirlýsta stefnu borgarinnar í fé- lagsmálum. ♦♦♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.