Morgunblaðið - 12.07.2007, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
RANNSÓKN á baráttu gegn spill-
ingu í heiminum sýnir að mörg Afr-
íkuríki hafa tekið sig verulega á í
þeim efnum árin 1996-2006. Framfar-
ir hafa m.a. orðið í Angóla, Alsír,
Síerra Leóne og Lettlandi. Á hinn
bóginn hefur enn sigið á ógæfuhliðina
í Simbabve og Venesúela, að sögn
fréttavefjar breska útvarpsins, BBC.
Vitnað er í nýja skýrslu Alþjóðabank-
ans en þar segir að þrátt fyrir batn-
andi ástand í sumum löndum hafi á
umræddu tímabili lítið þokast al-
mennt í heiminum við að bæta stjórn-
arfar.
Minnst er spillingin sögð í Finn-
landi en þar næst koma Ísland og
Danmörk. Verst er ástandið sagt vera
í Búrma, Norður-Kóreu og Sómalíu.
Oft er bent á að spilling í stjórnkerf-
inu sé einhver stærsti þröskuldurinn
á vegi fátækra þróunarríkja til meiri
hagsældar meðal íbúanna, tryggja
þurfi að umbætur verði gerðar á
þessu sviði.
„Umbætur af þessu tagi í stjórn-
sýslunni eru grundvallarskilyrði þess
að þróunaraðstoð beri árangur og
hagvöxtur verði viðvarandi,“ segir
Daniel Kaufmann, einn af höfundum
skýrslu Alþjóðabankans og yfirmaður
hnattrænna verkefna á vegum bank-
ans. „Talið er að alls séu greiddar um
10 þúsund milljarðar dollara í mútur í
heiminum og byrði spillingarinnar
leggst hlutfallslega af enn meiri
þunga á þann milljarð manna sem lifir
í sárri fátækt en annað fólk,“ segir
Kaufmann.
Stjórnarfar skiptir máli
Skýrslan ber heitið Stjórnarfar
skipti máli. Þar er lögð áhersla á þann
mikla árangur sem náðst hefur í
mörgum Afríkuríkjum við að bæta
stjórnsýsluna á mörgum sviðum.
Tansaníumönnum hefur tekist að
draga verulega úr spillingu og í
Kenía, Níger og Síerra Leóne hefur
almenningur fengið rétt til að kjósa
og komið hefur verið á tjáningarfrelsi,
þ. á m. frjálsum fjölmiðlum. Einnig er
lögð áhersla á að Angóla, Rúanda og
Síerra Leóne hafi tekist að auka veru-
lega pólitískan stöðugleika.
Bent er á hraðar framfarir í Eist-
landi, Lettlandi, Tékklandi og Kosta
Ríka, ástandið á sumum mikilvægum
sviðum stjórnarfarsins sé betra í
þessum ríkjum en auðugum löndum
eins og Grikklandi og Ítalíu.
Dregur úr spillingu í
mörgum Afríkuríkjum
Reuters
Bæta sig Thabo Mbeki, forseti
S-Afríku, á leiðtogafundi í Gana.
Alþjóðabankinn segir að ástandið sé best í Finnlandi, Danmörku og á Íslandi
Í HNOTSKURN
»Alþjóðabankinn metur ískýrslu sinni breytingar á
nokkrum sviðum til að kanna
hvort þokast hafi fram á við
eða sigið á ógæfuhliðina.
»Hugað er að því hvort íríkjunum séu frjálsir fjöl-
miðlar, pólitískur stöðugleiki,
hvort við lýði sé réttarríki og
barist sé gegn spillingu. Tek-
ist hefur að koma á pólitískum
stöðugleika í Sierra Leóne
þótt þar hafi enn geisað borg-
arastríð fyrir fimm árum.
MAÐURINN á myndinni er orðinn 97 ára gamall, en
lætur það ekki aftra sér frá því að fá sér bað í ánni
Ganges við Allahabad á Indlandi. Hindúar telja að bað í
Ganges geti haft úrslitaáhrif um sáluhjálp þeirra ef
rétt er að farið og er fljótið persónugert í gyðjunni
Ganga. Í Allahabad renna saman árnar Ganges, Yam-
una og hin goðsögulega Sarasvati og því telja hindúar
borgina sérstaklega heilagan stað.
AP
Heilnæm dýfa í Ganges-fljóti
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
ÓLYMPÍULEIKARNIR í Peking á næsta ári
verða viðburður allra alþjóðlegra viðburða í
Kína frá upphafi vega sem munu sýna hversu
þróað og öflugt kínverskt nútímasamfélag er
orðið. Þetta segir Rong Zili, forstjóri stórfyr-
irtækisins Bei Ao, sem er í ríkiseigu, um þýð-
ingu leikanna fyrir ímynd landsins út á við.
Heildarfjöldi starfsmanna hjá Bei Ao er um
130.000 og annast fyrirtækið skipulagningu
opnunar- og lokahátíðarinnar, auk byggingar
tveggja íþróttamannvirkja á leikunum.
Rong kom ásamt sendinefnd og embætt-
ismönnum í opinbera heimsókn til Íslands í
vikunni, m.a. til að kynna sér skipulagningu
íþróttaatburða hér. Spurður um mikilvægi
leikanna segir Rong það mjög mikið enda
tækifæri til að kynna kínverska menningu fyr-
ir umheiminum. „Fuglahreiðrið“, helsti leik-
vangur leikanna, sem hannað er af frönskum
arkitekt, sé táknrænt fyrir samvinnu við vest-
ræn ríki. Framkvæmdum við íþróttamann-
virkin muni ljúka í desember en til saman-
burðar má skjóta því að Grikkir luku við
aðalleikvang leikanna í Aþenu 2004 á allra síð-
ustu stundu, auk þess sem yfirvöld í Suður-
Afríku eru sögð vera á eftir áætlun vegna
Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu 2010.
Barátta gegn loftmengun hefur nokkuð verið
til umræðu í tengslum við leikana og segir
Rong mengandi iðnað hafa verið fluttan úr
miðborg Peking. Yfir þrjár milljónir bíla í
borginni séu einnig vandamál og að spornað
verði við mengun frá þeim með ströngum
mengunarreglum. Eigendur ökutækja fái eitt
tækifæri til að láta stilla bifreiðar, ellegar
verði þau fjarlægð af götunum af yfirvöldum.
Friður, sátt og velsæld aðalafrekin
Upphaflega var gert ráð fyrir 10.000 erlend-
um blaðamönnum til Kína vegna leikanna og
segir Rong fjölda þeirra nú nálgast 25.000.
Koma þeirra er sögð valda kínverskum
stjórnvöldum nokkrum áhyggjum, enda hafa
leikarnir skírskotun langt út fyrir íþróttir. Tök
stjórnvalda á fjölmiðlum eru sterk og án efa
verður áhersla
lögð á að fjölmiðla-
fólkið varpi hag-
stæðu ljósi á kín-
verska efnahags-
undrið.
Inntur eftir því
hvað hann telji
helsta afrek kín-
versku stjórn-
arinnar frá því
Deng Xiaoping hóf
umbætur á efna-
hagssviðinu undir
lok áttunda ára-
tugarins segir
Rong að Kínverjar
lifi nú í sátt og
friði, enginn búi við
hungur. Hann
treystir sér ekki til
að áætla hversu stór hluti íbúafjöldans, sem er
um 1,3 milljarður, tilheyri millistétt, það fari
eftir aðferðafræðinni sem beitt sé.
Ýmsar tölur hafa verið settar fram í þessu
samhengi og áætlar Hou Yunchun, sérfræð-
ingur á vegum stjórnvalda, að um 6,15% þjóð-
arinnar tilheyri þessari þjóðfélagsstétt, eða
sem nemur um 80 milljónum manna, 15 millj-
ónum fleiri en fyrir tveimur árum, og er milli-
stéttarheimili skilgreint sem heimili sem hafi á
milli 473.000 og um fjórar milljóna króna í árs-
tekjur. Enn hærri tölur hafa verið settar fram,
sumar slaga hátt í íbúafjölda Bandaríkjanna.
Spurður um tekjudreifingu segir Rong ekki
ríkja fullkominn efnahagslegan jöfnuð í land-
inu en að tekið verði á þessum vanda á þingi
kommúnistaflokksins í haust, þegar lögð verði
fram tíu ára áætlun á þessu sviði. Hann bætir
því við að arfleifð Maó Zedong formanns sé
mjög sterk, hann eigi fastan sess í hjörtum
Kínverja sem hafi ekki snúið baki við komm-
únismanum, í átt til kapítalismans, eins og lát-
ið hafi verið í veðri vaka á Vesturlöndum.
Aftaka Zheng Xiaoyu, fyrrum formanns
matvæla- og lyfjaeftirlitsins 1998 til 2005, fyrir
mútuþægni í starfi sé til marks um hversu hart
sé tekið á spillingu í stjórnkerfinu.
Skipuleggjendur opnunarhátíðar Ólympíuleikanna í Peking 2008 segja undirbúning langt kominn
Verður viðburður allra tíma í Kína
Rong Zili,
forstjóri Bei Ao.
Trípólí. AFP. | Fimm búlgarskir
hjúkrunarfræðingar og palestínskur
læknir voru í gær dæmd til dauða
fyrir að hafa smitað fjölda barna af
alnæmi í Líbýu. Var þetta síðasta
áfrýjunarstigið í málaferlum sem
hafa staðið í átta ár.
Þau voru ásökuð um að hafa valdið
því að 438 börn smituðust af alnæmi.
Síðan málaferlin hófust hafa 56 af
þeim börnum látist.
Nýlega náðist samkomulag við
foreldra barnanna um að þau fengju
bætur og að sakborningarnir myndu
afplána lífstíðarfangelsi í heimalönd-
um sínum. Óljóst er hvaða áhrif dóm-
urinn hefur á samkomulagið.
Sexmenningarnir hafa alltaf hald-
ið fram sakleysi sínu og telja óháðir
sérfræðingar í heilbrigðisvísindum
að litlu hreinlæti á líbýska spítalan-
um sé um að kenna, en ekki erlendu
heilbrigðisstarfsmönnunum.
Dæmd til
dauða í
Líbýu
Sökuð um að smita
börn af alnæmi
Berlín. AFP. | Hannelore Krause var
sleppt úr haldi íraskra mannræn-
ingja á þriðjudag, eftir að hafa verið í
haldi í 155 daga, eða frá því í byrjun
febrúar. Krause var rænt af heimili
sínu í Bagdad
ásamt tvítugum
syni sínum, en
hún er gift írösk-
um manni og
hafði verið búsett
í Íran í 40 ár. Í
mars sendu ræn-
ingjarnir út
myndband af
mæðginunum,
þar sem þess var
krafist að Þýska-
land drægi herlið sitt í Afganistan
heim, ellegar yrðu þau tekin af lífi.
Í apríl var hótunin endurtekin og
þá var greinilega mjög af mæðginun-
um dregið og Krause grátbað um
hjálp á þýsku. Angela Merkel Þýska-
landskanslari hefur alltaf haft þá
eindregnu afstöðu að láta þvingunar-
aðgerðir hryðjuverkamanna sig
engu skipta, og aðhafðist því ekki.
Syni Krause var ekki sleppt og er
óvíst um afdrif hans.
Þýskur gísl
frelsaður
í Írak
Sonur konunnar enn
í haldi glæpamanna
Krause meðan hún
var enn í haldi.
FJÓRIR menn voru í gær dæmdir í
lífstíðarfangelsi fyrir að hafa ætlað
að sprengja sjálfa sig og aðra í loft
upp í almenningssamgangnakerfi
Lundúnaborgar 21. júlí 2005.
Dómarinn sagði það ljóst að
mennirnir hefðu unnið í tengslum
við al-Qaeda-samtökin og að hinar
misheppnuðu árásir hefðu verið nán-
ast nákvæmlega eins og árásirnar
sem gerðar voru 7. júlí 2005 og kost-
uðu 52 almenna borgara lífið. Það
var því mikil mildi að mönnunum
fjórum tókst ekki ætlunarverk sitt.
Sakborningarnir sögðust ekki
hafa haft í hyggju að valda miklum
skaða, heldur eingöngu að vekja at-
hygli á þjáningum múslíma víða um
heim. Það þótti ekki sannfærandi í
ljósi þess hve stutt var frá fyrri árás-
um og hve bersýnilegt það var hve
miklum skaða þær sprengjur ollu.
Dómarinn kvað á um að þeir
skyldu sitja inni í 40 ár hið minnsta.
Hinir dæmdu eru allir á þrítugs-
aldri.
Lífstíðar-
dómar falla
♦♦♦