Morgunblaðið - 12.07.2007, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2007 17
AUSTURLAND
Eftir Gunnar Gunnarsson
Fjarðabyggð | Árni Steinar Jóhanns-
son, umhverfisstjóri Fjarðabyggðar,
hlaut hvatningarverðlaun Þróunar-
félags Austurlands þegar þau voru af-
hent í áttunda sinn á dögunum. Verð-
launin eru veitt fyrir vel unnin störf í
þágu fyrirtækja eða stofnana á Aust-
urlandi og fyrir að sýna öðrum gott
fordæmi eða vera þeim til hvatningar.
Óskað var eftir tilnefningum til
verðlaunanna að þessu sinni og barst
fjöldi ábendinga með nafni Árna
Steinars, einkum úr Fjarðabyggð og
af Fljótsdalshéraði. Við afhendingu
verðlaunanna kom fram að verk Árna
Steinars í Fjarðabyggð hefðu ekki
bara áhrif innan marka sveitarfé-
lagsins, heldur um Austurland allt.
80.000 ferðir með vörubíl
Árni þakkaði fyrir verðlaunin og
sagði þau ekki síst að þakka góðu
samstarfsfólki og skilningsríkum yf-
irmönnum. Hann var garðyrkju-
meistari hjá Akureyrarbæ áður en
hann fór á þing fyrir Vinstri hreyf-
inguna – grænt framboð árið 1999.
Hann féll út af þingi í kjölfar kosninga
árið 2003 og kom austur síðsumars
sama ár. Þá blasti við honum risavax-
ið verkefni.
„Ég held að fólk geri sér ekki grein
fyrir hvers konar verkefni við stóðum
frammi fyrir. Innan bæjarmarka
Reyðarfjarðar er búið að færa milljón
rúmmetra af jarðvegi á þremur árum.
Það jafngildir 80.000 ferðum með
vörubíl af stærstu gerð. Okkar verk
var að koma öllu þessu fyrir. Fólk var
órólegt í fyrstu en í fyrra fór að rofa
til og í ár erum við að ná árangri. Við
erum búin að rækta upp 30 hektara af
gömlum námum og safna saman 4.500
tonnum af rusli, mest brotajárni.
Fólkinu líkar svona einfaldar aðgerð-
ir.
Eftir að ég missti vinnuna síðast,
þegar ég datt út af þingi, sagði ég frá
því í útvarpsviðtali að ég væri að róta í
garðinum hjá systur minni á Akur-
eyri. Um kvöldið hringdi Árni Ragn-
arsson, sem þá sat í umhverfisráði
Fjarðabyggðar, og spurði hvort ég
vildi koma austur til prufu og vera
ráðinu til ráðgjafar. Ég lét til leiðast
og kom austur á haustdögum 2003 til
prufu í þrjá mánuði. Þessir þrír mán-
uðir eru nú orðnir að þremur og hálfu
ári og ég hef unnið með mörgu góðu
fólki.“
Til eru fleiri mælistikur á árangur í
starfi heldur en rúmmetrar og tonn.
„Þegar ég settist inn á umhverf-
issvið Fjarðabyggðar hringdi síminn
út í eitt. Góður stjórnandi finnur það á
símanum hvenær hann er að ná í
skottið á sér. Því minna sem síminn
hringir, því líklegra er að maður sé að
ná tökum á verkefninu og ég vil helst
ekki að síminn hringi oftar en þrisvar
til fimm sinnum á dag.“
Áhrifanna gætir
um allt Austurland
Morgunblaðið/Gunnar Gunnarsson
Hvatning Stjórnendur og verðlaunahafinn, Ásbjörn Guðjónsson, Auður
Anna Ingólfsdóttir, Árni Steinar Jóhannsson og Stefán Stefánsson.
Í HNOTSKURN
»Árni Steinar Jóhannssonfæddist á Dalvík 1953.
Hann er menntaður skrúð-
garðyrkjumeistari og lands-
lagsarkitekt. Hann hefur unn-
ið ýmis störf, svo sem við
umhverfismál hjá Akureyrar-
bæ. Árni hefur verið virkur í
félags- og stjórnmálum og sat
á Alþingi árin 1999-2003.
Egilsstaðir | Fjórðungsmót Minja-
safns Austurlands í kleinubakstri
var haldið á Egilsstöðum síðastlið-
inn sunnudag, á íslenska safnadeg-
inum. Jóna Ingimarsdóttir var með
bestu kleinurnar, að mati dóm-
nefndar.
Voru keppendur beðnir um að
koma með fimmtán bakaðar klein-
ur sem voru síðan dæmdar eftir út-
liti, bragði og áferð. Dómarar sem
nutu þeirra forréttinda að smakka
á kleinunum og gefa þeim stig voru
Ágústa Ósk Jónsdóttir, Hákon Að-
alsteinsson og Sigríður Sigmunds-
dóttir.
Að lokinni spennandi kleinu-
smökkun, þar sem það sannaðist
enn og aftur að kleina er ekki það
sama og kleina, kom í ljós að Jóna
Ingimarsdóttir hafði sigrað. Svein-
björg Sveinbjörnsdóttir varð í öðru
sæti í fjórðungsmótinu.
Meistari í
kleinubakstri
Suðureyri | Leikfélagið Hall-
varður Súgandi frumsýnir í kvöld
Galdrakarlinn í Oz eftir L. Franks
Baum. Leikverkið er sýnt í
íþróttahúsinu á Suðureyri og
markar frumsýningin upphaf
sæluhelgarinnar á Suðureyri.
Þrjátíu manns taka þátt í sýn-
ingunni. Nokkuð alþjóðlegur brag-
ur er á þátttakendahópnum. Til
dæmis er fuglahræðan leikin af
ungverjanum Tamás Horváth sem
kom hingað til lands í síðasta mán-
uði en hefur verið í strangri þjálf-
un í íslensku hjá Rúnari Guð-
mundssyni leikstjóra. Þá má nefna
nornina en hún er leikin af Helgu
Ingeborg Hausner sem er þýsk að
uppruna.
Næstu sýningar á Galdrakarlin-
um í Oz verða í íþróttahúsinu
næstkomandi laugardag og sunnu-
dag, segir í frétt frá leikfélaginu.
Alþjóðlegur brag-
ur á uppsetningu
Galdrakarlsins
Blönduós | Fjölskylduhátíðin
Húnavaka verður haldin á Blöndu-
ósi í annað sinn dagana 13. til 15.
júlí. Dagskrá verður fyrir alla fjöl-
skylduna þar sem gestir skemmta
sér saman og njóta menningar-
viðburða sem í boði eru.
Boðið verður meðal annars upp á
söngkeppni barna og unglinga, veð-
urspákeppni, fjölda tónleika, sund-
laugarpartí, kvöldvöku, dansleiki,
barnaleiktæki, íþróttaviðburði, list-
sýningar og markaðstjald. Einnig
verður í boði leiðsögn um haf-
íssetrið og þar eru veðurathug-
unartæki Gríms Gíslasonar sýnd.
Nánari upplýsingar má finna á
vef Blönduósbæjar, blonduos.is.
Veðurspákeppni
haldin á Húna-
vöku á Blönduósi
Skeið | Afhjúpaður hefur verið
minnisvarði í tilefni þess að liðin eru
100 ár frá því sandgræðsla hófst á
vegum ríkisins hér á landi. Minn-
isvarðinn er á Reykjum á Skeiðum
þar sem þetta starf hófst.
Stjórnarráðið sendi Gunnlaug
Kristmundsson um Suðurland sum-
arið 1907 til að vinna að tilteknum
sandgræðsluverkefnum. Fór hann
meðal annars að Stóra-Hofi í Gnúp-
verjahreppi og Hvammi í Landsveit
en hafði ekki erindi sem erfiði, segir
Sveinn Runólfsson landgræðslu-
stjóri. 8. júlí var byrjað á byggingu
grjótgarða á Reykjasandi á Skeiðum
til þess að hefta sandfok sem ógnaði
miklum hluta sveitarinnar. Fyrsta
sumarið voru gerðir 700 faðmar af
grjótgörðum, einhlöðnum og þrjú fet
á hæð, og þurfti að flytja grjótið
langan veg á hestvögnum. Við þetta
var bætt miklu næstu árin og varð úr
mikið grjótgarðakerfi sem bar ár-
angur.
Garðar sjást enn
Því miðar Landgræðslan við þessa
tímasetningu sem upphaf land-
græðslustarfs ríkisins á Íslandi þótt
lög um skógrækt og sandgræðslu
hafi ekki verið sett fyrr en í nóv-
ember 1907. Gunnlaugur starfaði
sem sandgræðslumaður um ára-
tugaskeið, fyrst undir stjórn
Kofoed-Hansen skógræktarstjóra
en síðar sem fyrsti sandgræðslu-
stjórinn.
Í samvinnu við landeigendur á
Reykjum var settur upp minnisvarði
um þetta starf á Reykjasandi. Var
hann afhjúpaður við hátíðlega athöfn
síðastliðinn sunnudag. Enn sjást
leifar grjótgarðanna á sandinum.
Ávarp Sagt var frá þýðingu sandgræðslustarfsins á Reykjum fyrir íbúa og
byggð á Skeiðum við afhjúpun minnisvarðans á dögunum.
Minnast upphafs
landgræðslustarfs
LANDIÐ
Seyðisfjörður | Listahátíð ungs
fólks á Austurlandi, LungA, hefst á
Seyðisfirði næstkomandi sunnudag
og stendur yfir í heila viku.
Markmið hátíðarinnar er að efla
vitund ungmenna um menningu og
listir og gefa þeim tækifæri til að
kynnast mismunandi menningar-
heimum. Hátíðin hefur hlotið við-
urkenningar fyrir að vera litrík,
metnaðarfull og fjölbreytt.
Meðal nýjunga að þessu sinni er
ungmennaskiptaverkefnið Menning-
arbræðsla - LungA. Sirkusleikhús
skipar einnig veglegan sess á hátíð-
inni að þessu sinni. Ungmennum er
nú í fyrsta sinn gefinn kostur á að
taka þátt í sjö mismunandi lista-
smiðjum, án endurgjalds, og að taka
þátt í hópavinnu. Þar fyrir utan er
fjölbreytt dagskrá í boði. Seinni
helgina verður mikil tónlistarveisla.
Listahátíð Ungir íslenskir lista-
menn spila á áströlsk hljóðfæri.
Nýjungar
á listahátíð
Vopnafjörður | Ljósmyndasýningin
Vopnafjörður – plássið og gamla
höfnin verður opnuð í Kaupvangi í
dag klukkan 20.30. Sýndar eru lið-
lega 100 gamlar myndir.
Halldór Karl Halldórsson, fyrr-
verandi kaupfélagsstjóri, hefur á
undanförnum árum safnað ljós-
myndum frá Vopnafirði og hefur
skráð hátt í fimm þúsund myndir til
þessa. Hluti þessara mynda verður
á sýningunni.
Auk gamalla ljósmynda munu
nýjar rúlla á vegg í gegnum skjá-
varpa og þrír gamlir gripir frá
Bustarfelli verða til sýnis, spunavél,
vefstóll og taurulla.
Plássið og
gamla höfnin
Siglufjörður | Tryggingamiðstöðin mun verða aðalstyrktaraðili Pæjumóts
sem árlega er haldið á Siglufirði, samkvæmt nýgerðum samningi Trygg-
ingamiðstöðvarinnar og Knattspyrnufélags Siglufjarðar.
Pæjumótið er eitt stærsta knattspyrnumót landsins og er fyrir stúlkur á
aldrinum 7 til 13 ára. Mótið verður haldið 10. til 12. ágúst næstkomandi.
TM styður pæjumót á Siglufirði
♦♦♦